Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 50
m'áMMöUR rS. APRÍL i’4l
Afmæli
Marvin Kj arval
Marvin Guöbjöm Þorsteinsson
Kjarval, rafvirki og fyrrv. b., til
heimilis að Heimabæ II, Arnardal,
Ísaíiröi, verður sjötugur á morgun.
Starfsferill
Marvin fæddist á Nauteyri í Naut-
eyrarhreppi og var þar og að Fossi
til fimm ára aldurs en síðan á Naust-
um í Skutulsfirði hjá móður sinni
og kjörföður. Hann stundað almenn
sveitastörf og verkamannavinnu
fram undir tvítugt en hóf þá nám í
rafvirkjun hjá Jóni Albertssyni á
ísafirði auk þess sem hann stundaði
þar nám við iðnskólann í fjóra vet-
ur. Marvin lauk rafvirkjanámi 1946
og stundaði rafvirkjastörf á ísafirði.
Hann flutti að Kjarvalsstöðum
árið 1950 og stundaði þar búskap í
átta ár eða þar til bærinn varð víkja
fyrir ísafiarðarflugvelli en flutti þá
að Heimabæ í Arnardal þar sem
hann hefur átt heima síðan. Marvin
stundaöi ætíð einhver rafvirkjastörf
með búskapnum. Sjálfur hætti hann
búskap 1977 er sonur hans tók við
búinu en Marvin hefur unniö hjá
Orkubúi Vestfiarða síðan.
Fjölskylda
Kona Marvins er Ásthildur Jó-
hannsdóttir frá Skjaldfönn í Naut-
eyrarhreppi, f. 13.6.1923, húsfreyja
en hún er dóttir Jóhanns M. Ás-
geirssonar, b. á Skjaldfönn, og konu
hans Jónu Sigríðar Jónsdóttur, ljós-
móður í Nauteyrarhreppi.
Marvin og Ásthildur eiga fimm
böm. Þau eru Jóna Sigríður, f. 16.3.
1946, húsmóðir á Patreksfirði, gift
Kristjáni Helgasyni prentara og á
hún fiögur börn; Unnsteinn, f. 17.8.
1947, múrarameistari í Reykjavík,
kvæntur Vilborgu Birgisdóttur
sjúkraliða og eiga þau þrjú börn;
Þorsteinn Ingi, f. 29.3.1950, húsa-
smiður í Reykjavík; Jóhann Björg-
vin, f. 3.5.1955, b. í Árnardal, kvænt-
ur Þórdísi Sumarliðadóttur sjúkra-
liða og eiga þau tvö böm; Gunnvör
Rósa, f. 11.1.1964, húsmóðir í Arn-
ardal, gift Guðjóni Jóhannesi Jóns-
syni b. og eiga þau eina dóttur.
Marvin á tvö hálfsystkin sam-
feðra.
Kjörfaðir Marvins var Þorsteinn
Kjarval, f. 4.3.1878, b. á Naustum
og Kjarvalsstöðum.
Foreldrar Marvins voru Steinn
Leósson, f. 21.1.1898, yfirbókari og
aðstoðarbæjarstjóri á ísafirði, og
Ingibjörg Guömundsdóttir Kjarval,
f. 24.3.1893, d. 12.5.1988, húsfreyja.
Ætt
Steinn var sonur Leós, söðlasmiðs
og kaupmanns á ísafirði, bróður
Stefáns á Kleifum, Höllu, skálds á
Laugabóli, og Steinólfs, skólastjóra
og útgerðarmanns í Grímsey, afa
Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í
Kópavogi, og Sögu Jónsdóttur leik-
konu. Leó var sonur Eyjólfs, b. á
Kleifum í Gilsfirði, Bjamasonar,
prests og læknis í Garpsdal og Staf-
holti, Eggertssonar, prests í Staf-
holti, Bjarnasonar, landlæknis Páls-
sonar. Móðir Eggerts var Rannveig
Skúladóttir, landfógeta Magnússon-
ar. Móðir Leós var Jóhanna, systir
Halldóru, ömmu Haralds, fööur
Cecils fríkirkjuprests. Jóhanna var
dóttir Halldórs, prests í Trölla-
tungu, Jónssonar, b. á Kleifum, Þor-
leifssonar, ogHalldóru, systur Sig-
ríðar, ömmu Finns, afa Marsellíus-
ar Bernharðssonar skipasmíða-
meistara. Halldóra var dóttir Mála-
Ólafs, í Saurbæjarþingum, Gísla-
sonar. Móðir Mála-Ólafs var Anna
Lárusdóttir Gottrup, lögmanns á
Þingeyram. Móðir Steins var
Kristrún Benediktsdóttir frá Hyrn-
ingsstöðum í Reykhólasveit.
Ingibjörg, móðir afmælisbarnsins,
var dóttir Guðmundar, formanns í
Þernuvík í Ögurhreppi, Sveinssonar
Sigurðssonar. Móðir Ingibjargar
var Björg Jónsdóttir, á Hornstööum
Marvin Guðbjörn Þorsteinsson
Kjarval.
í Laxárdal, Ólafssonar, b. á Þor-
bergsstöðum, Guðmundssonar.
Móðir Jóns var Kristín Hallgríms-
dóttir. Móðir Bjargar var Krist-
björg, systir Þorvarðar, hreppstjóra
í Leikskálum, föður Sigurðar Þ.
Skjaldberg, kaupmanns í Reykjavík,
og Kristjóns, föður Hákons Heimis
lögfræðings. Kristbjörg var dóttir
Bergþórs, b. í Leikskálum, Þorvarð-
arsonar, b. í Leikskálum, Bergþórs-
sonar, b. í Leikskálum, Þovarðar-
sonar.
Halldór Einarsson
Halldór Einarsson, sjómaður og
nú starfsmaður við netagerð, Hellu-
braut 1, Grindavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Halldór fæddist í Grindavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Á ungl-
ingsárunum vann hann við fisk-
vinnslu og fór síðan til sjós sautján
ára að aldri. Hann hefur lengst af
stundað sjómennsku síðan á bátum
frá Grindavík, verið oftast háseti,
eneinnigkokkur.
Halldór hefur nú starfað í landi
við netagerð sl. fiögur ár.
Fjölskylda
Halldórkvæntist 11.3.1984 Sigur-
laugu Sigurðardóttur, f. 27.5.1962,
húsmóður, en hún er dóttir Sigurð-
ar Gunnarssonar, b. á Bjarnastöð-
um í Grímsnesi, og Sólveigar Árna-
dóttur, húsmóður í Grindavík.
Halldór og Sigurlaug eiga tvö
börn. Þau era Sólveig, f. 29.12.1983,
og Sigurður, f. 3.12.1986.
Halldór á þrjú systkini. Þau eru
Dagbjartur Einarsson, f. 26.6.1936,
útgerðarmaður í Grindavík, kvænt-
ur Birnu Óladóttur og eiga þau
fimm börn; Kolbrún Einarsdóttir, f.
3.10.1943, húsmóðir í Grindavík og
á hún tvö börn; Guðjón Einarsson,
f. 11.4.1947, skipstjóri í Grindavík,
kvæntur Elínborgu Ásu Ingvadótt-
ur og eiga þau fiögur böm.
Foreldrar Halldórs voru Einar
Dagbjartsson, f. 24.6.1917, d. 21.2.
1981, sjómaður í Grindavík, og kona
hans, Laufey Guðjónsdóttir, f. 12.4.
1912, d. 26.7.1982, húsmóðir.
Ætt
Systir Einars er Vilborg Júlía,
móðir Erlu, konu Kristjáns Kristj-
ánssonar hljómlistarmanns, og
móður Péturs Kristjánssonar
söngvara en systir Erlu er Svala,
kona Steingríms Steingrímssonar
píanóleikara. Einar var sonur Dag-
bjarts, útgerðarmanns í Grindavík,
bróður Einars í Garðhúsum, afa
Ólafs Gauks hljómlistamanns. Dag-
bjartur var einnig bróðir Jóhönnu,
langömmu Ásgeirs Hannesar Ei-
ríkssonar alþingismanns. Dagbjart-
ur var sonur Einars, útvegsb.
hreppstjóra og dbrm. í Garðhúsum
í Grindavík, bróður Þorláks, langafa
Steingríms Hermannssonar forsæt-
isráðherra og þeirra bræðra, Berg-
steins brunamálastjóra og Sigurðar,
bæjarfógeta á Akranesi, Gizurar-
sona. Annar bróðir Einars var Sæ-
mundur, faðir Bjarna fiskifræðings,
afa Bjarna, forstjóra Byggðastofn-
unnar og Guðmundar, forstöðu-
manns Skipaútgerðar ríkisins, Ein-
arssona. Sæmundur var einnig faðir
Margrétar, ömmu Ellerts Eiríksson-
ar, bæjarstjóra í Garði, og Guðlaugs
Þorvaldssonar ríkissáttasemjara.
Einar kaupmaður var sonur Jóns,
drbm. og útvegsb. á Húsatóftum í
Grindavík, ættföður Húsatóftaætt-
arinnar, Sæmundssonar. Móðir
Einars var Margrét Þorláksdóttir,
b. og bókbindara á Húsatóftum,
Björnssonar og konu hans, Kristr-
únar Einarsdóttur. Móðir Dagbjarts
var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Götu
í Selvogi og síðast í Krísuvík, Gísla-
sonar, og konu hans, Sigríðar Jóns-
dóttur. Móðir Einars sjóinanns var
Valgerður, systir Árna, fyrrv. for-
manns í Grindavík sem nú er á
hundraðasta aldursári. Valgerður
var dóttir Guðmundar, sjómanns á
Klöpp í Þórkötlustaðahverfi, Jóns-
sonar og konu hans, Margrétar
Árnadóttur.
Systir Laufeyjar er Svava, kona
Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds.
Laufey var dóttir Guðjóns Júlíusar,
sjómanns og húsamálara í Vest-
mannaeyjum, Guðjónssonar, og
konu hans, Guðbjargar Jónsdóttur.
Sigurður Haraldsson,
Núpskötlu 1, Kópaskeri.
Soffía Georgsdóttir,
Öldugötu 42, Hafnarfirði.
Guðmundur H. Rögnvaidsson,
Brekkuhvammi 7, Hafnarfirði.
Sigurður Sveinsson,
Álíheimum48, Reykjavík.
Ari Vigfússon,
Sandgerði, Dalvík.
Guðný Sæmundsdóttir,
Rauðá 1, Ljósavatnshreppi.
60ára
Július Gunnar Geirmundsson,
Ásbraut 7, Kópavogi.
Páll Gíslason,
Ferjubakka 8, Reykjavik.
Jónína Þórisdóttir,
Múlavegi 1, Seyðisfirði.
Guðný Hrafnhildur Valgeirsdótt-
ir,
Garðabyggð 18, Blönduósi. '
Guðmundur Guðmundsson,
Borgarvegi 36, Njarövík.
Helga Guðrún Jakobsdóttir,
Hegranesi 35, Garðabæ.
40 ára
Gísli Guðbjörnsson,
Austurbergi 10, Reykj avík.
DÖMUBINDIN
KVENLEGU
Libresse
t .? Libresse
Menriing_________
Píanótónleikar
Jónas Sen píanóleikari hélt einleikstónleika á vegum
Epta, Evrópusambands píanókennara, í Kirkjuhvoli
Garðabæ á laugardag. Lék hann verk eftir Johannes
Brahms, Robert Schumann, Leos Janacek og Alexand-
er Skijabin.
Flytjendur tónlistar þurfa eins og kunnugt er að
leggja á sig mikla líkamlega þjálfun til aö ná valdi á
list sinni og trúlega verja flestir mun meiri tíma í þá
hlið mála en listrænan og andlegan undirbúnig. Þegar
þeir félagar Pavarotti, Carreras og Domingo sungu á
fótboltahátíðinni í fyrra virtist aðalatriðið vera hver
söng hæst en aukaatriöi hvernig það var gert eða hvað
var sungið. Svipuð viðhorf koma stundum upp hjá
hljóðfæraleikurum þegar þeir taka íþróttamennsku
tækninnar fram yfir listina. Þessar hugsanir skutu
upp kollinum á tónleikum Jónasar því að drjúgur hluti
verkanna virtist hafa fyrst og fremst líkamlegt gildi.
Sónata Skijabins nr. 7 og Kreisleriana Schumanns
virðast hafa það helst aö augnamiði að troða sem flest-
um nótum aö á sem skemmstum tíma. Sex fantasíur
Brahms era sumar einnig heldur yfirhlaðnar þótt tölu-
vert sé þar af góöu efni innan um. Jónas sýndi mikla
fimi og úthald í að glíma við skessur þessar og er
greinilega ekki fisjað saman á tæknivellinum. Fróðir
menn um myrkviöi píanótækninnar tjáðu gagnrýn-
Tórúist
Finnur Torfi Stefánsson
andanum aö Kreisleriana sé talinn með illvígari verk-
um píanóbókmennanna og er þá mikið sagt. Jónas fór
í gegnum þetta allt og sumt með glæsibrag.
Sem betur fer voru ekki eingöngu fmgurbrjótar á
efnisskránni. Grónar götur eftir Janacek og Desir eft-
ir Skrjabin eru afslappaöri tónsmíðar og báðar mjög
fallegar hvor á sinn hátt. Hér sýndi píanóleikarinn á
sér aörar hliðar og var gott að vita til þess að hann
átti þær til.
SMÁAUGLÝSINGASiMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
-talandi dæmi um þjónustu!
IUMFERÐAR
Iráð