Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 49
65 Frá framboðsfundinum á Hvammstanga, DV-myndirGK Skattakerfmu var gjörbylt, komiö var á staögreiðslu skatta, tekinn upp virðisaukaskattur, tollar lækkaðir úr 70-90% niður í 7%. Þessi gjörbylt- ing í íjármálum ríkisins var forsenda þess að þjóðarsáttin tókst svo vel sem raun varð á.“ ísland yrði útkjálki „Heimastjómarsamtökin leggja megináherslu á sjálfstæði íslendinga í eigin fullvalda landi, án erlendra íhlutana og án aðildar að EB,“ sagði Níels ívarsson sem skipar 2. sætið á lista samtakanna. „Ef íslendingar ganga í EB, hvað gerist þá. Fluttar verða inn land- búnaöarvörur, útlendingar kaupa bestu jarðimar og laxveiðiárnar og landinu yrði stýrt frá höfuðstöðvun- um í Brussel og ísland yrði útkjálki í EB. íslendingar yrðu þjónar hinna háu herra og réðu engu um stjórn mála. Þetta er það sem íjórflokkarnir stefna að,“ sagði Níels. Frjálslyndir bera ábyrgð „Það er kosið um marga hluti ís- lensks þjóðlífs í þessum kosning- um,“ sagði Þórir Hilmarsson, oddviti Fijálslyndra. „Að sjálfsögðu er kosið um peningamálin, skattamálin, Sigurður Hlöðversson, Alþýðu- bandalagi. launamálin, atvinnumálin, hús- næðismálin og áfram mætti telja s.s. Efnahagsbandalagið og Evrópu- bandalagið. Frjálslyndir telja sig bera ábyrgö á þeirri ríkisstjórn sem nú situr að því leyti sem Borgaraflokkurinn gerði það og við töldum nauðsynlegt að taka þátt í henni. Eins og staðan er nú sýnir það sig að það var nauðsyn- legt. Viö lögðum áherslu á aö matar- skattur yrði afnuminn en það fékkst ekki fram. Við munum halda áfram að berjast fyrir þessum þáttum." Við erum á krossgötum Guðríður Helgadóttir, sem skipar 2. sætið á lista Þjóðarflokks- ins/Flokks mannsins, rakti i upphafi tildrögin að stofnun Þjóðarflokksins en sagði undir lok ræðu sinnar: „Landið sjálft er á uppboði til af- nota fyrir útient auðmagn og yfirráð. Þannig hafa fjórílokkarnir og mið- stýringin leikið land og þjóð. Er nú ekki kominn tími til að breyta um. Og hvers konar framtíð er börnum okkar búin? Hafa þau fengið það uppeldi að þau séu fær um að ráða fram úr þeim vandamálum þegar á reynir. Til þess þarf líka breytta stjórnskipan. Við stöndum á kross- götum, þjóðin finnur það og þess Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki. vegna hrynur fylgið af gömlu flokk- unum sem fólk treystir ekki lengur." Brýnast að styrkja byggðirnar „Langbrýnasta málið á næsta kjör- tímabili er að styrkja byggðirnar um land allt, auka atvinnutækifæri í sveit og bæ, ekki síst við fullvinnslu afurða okkar“ sagði Guðrún L. Ás- geirsdóttir sem skipar efsta sæti á Kvennalista. „Því hljóta menn að hugsa sig vandlega um áður en þeir bundnir af flokksfjötrum merkja við lista full- trúa höfuðborgarvaldsins, eða jafn- vel fulltrúa þeirra sem svipta vilja íslenska þjóð sjálfstæðinu dýrmæta með inngöngu í EB eða með þátttöku í evrópska efnahagssvæðinu," sagði Guðrún. Maðurinn lifirekki á bröndurum einum saman „Oft hefur sennilega verið úr vöndu aö ráða fyrir kjósendur hvar setja skuli x-ið á kjördag en sennilega aldrei eins og nú þegar um átta fram- boð er að velja,“ sagði Anna Kristín Gunnlaugsdóttir sem skipar 3. sæti á lista Alþýðubandalagsins. Anna Kristín sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði að undanfórnu Sigriður J. Friðjónsdóttir, Kvenna- lista. komið vel út úr skoðanakönnunum og margir litið á það sem sjálfsagöan hlut að hann skipi næstu ríkisstjóm, jafnvel einn. „Ég óttast það. Menn virðast búast viö miklu af þessum flokki og hverri hreyfingu hans hefur verið fylgt eftir aö fjölmiðlum landsins. Davíð Odds- son hefur þeyst um landið á fundar- herferð og sagt brandara, en maður- inn lifir ekki á bröndurnum einum saman, það vantar stefnuna. Ríkis- sjónvarpið sendi fréttamann til ísa- fjarðar á eftir Davíð því nú var búist viö tíðindum. Þulur á fréttastofu sjónvarpsins beið með öndina í háls- inum fundarkvöldið, en hvað var að frétta? Því miður ekkert.“ „Við Alþýðubandalagsfólk höfum aldrei dregið dul á það að launafólk tók á sig þungar byrðar við gerð hinnar svonefndu þjóðarsáttar og mátti þó illa við því. Þaö ber þó að hafa í huga að fleira er matur en feitt kjöt. Það er beinn hagur launafólks að verðbólga lækki, að vextir lækki og verðlag haldist stöðugt. Ef við fáum traust kjósenda munum við sýna ykkur hvernig má ná kaup- mættinum upp eins og við höfum sýnt ykkur á tveimur árum hvernig ná má niður verðbólgunni," sagði Anna Kristín. Hólmfríður Bjarnadóttir, Þjóðar- flokki-Flokki mannsins. Sljómmál Framboðs- listar í Norð- urlandskjör- dæmi vestra: A-listi Alþýðuflokks - Jafn- aðarmannaflokks Islands: 1. Jón Sæmundur Sigurjónsson alþingismaður, Siglufirði 2. Jón Karlsson form. Vlf. Fram, Sauðárkr. 3. Steindór Haraldsson framleiðslustjóri, Skagaströnd 4. Agnes Gamalíelsdóttir form. Vlf. Árvakurs, Hofsósi 5. Friðrik Friðriksson skipstjóri, Hvammstanga B-listi Framsóknarflokks: 1. Páll Pétursson alþingismaöur, Höllustöðum 2. Stefán Guðmundsson alþingismaður, Sauðárkróki 3. Elín R. Líndal hreppsijóri, Lækjarmóti 4. Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufiröi 5. Siguröur Ámason skrifstofumaöur, Varmahlíð D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Pálmi Jónsson alþingismaöur, Akri 2. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Reykjavík 3. Sr. Hjálmar Jónsson prófastur, Sauðárkróki 4. Runólfur Birgisson skrifstofustjóri, Siglufirði 5. Sigfús Jónsson framkvstj., Lindarbrekku F-listi Frjálslyndra: 1. Þórir Hilmarsson verkfræðingur, Kópavogi 2. Sigurður Hansen bóndi, Kringlumýri 3. Ragnhildur Traustadóttir viðskiptafrnemi; Reykjavík 4. Kristín Hrönn Arnadóttir húsmóðir, Skagaströnd 5. Ingvar Helgi Guðmundsson matreiðslumeistari, Reykjavík G-listi Alþýðubandalags: 1. Ragnar Arnalds alþingismaður, Varmahlíð 2. Sigurður Hlöðversson tæknifræöingur, Siglufirði 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjarfulitrúi, Sauðárkróki 4. Elísabet Bjarnadóttir verkamaður, Hvammstanga 5. Björgvin Karlsson vélstjóri, Skagaströnd H-listi Heimastjórnar- samtakanna: 1. Hörður Ingimarsson kaupmaöur, Sauðárkróki 2. Níels ívarsson bóndi, Fremri-Fitjum 3. Sigríöur Svavarsdóttir ráöskona, Öxl II 4. Gunnlaugur Pálsson bóndi, Þúfum 5. Ambjörg Luðvíksdóttir verkamaöur, Lindarbæ V-listi Samtaka um kvennalísta: 1. Guðrún L. Ásgeirsdóttjr kennari, Prestbakka 2. Sigríður J. Friðjónsdóttir lögfræðhigur, Sauöárkróki 3. Anna Hlín Bjarnadóttir þroskaþjálfi, Egilsá 4. Kristín J, Lándal húsmóðir, Holtastöðum 5. Steinunn Erla Friöþjófsdóttir húsmóðir, Sauðárkróki Þ-listi Þjóðarflokks - Flokks mannsins: 1. Hólmfríöur Bjarnadóttir verkamaður, Hvamrastanga 2. Guöríður B. Helgadóttir bóndi, Austurhlíð 3. Magnús Traustason vélvirki, Siglufirði 4 Skúli Pálsson mælingamaöur, Reykjavík 5. Björn S. Sigurvaldason bóndi, Litlu-Ásgeirsá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.