Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 26
J$}1. -26 Menning Söngvaseiður sló í gegn Von Trapp greifi með fjórum börnum sínum. Jóhann Sigurðarson leikur von Trapp. Dreng- ina tvo leika þeir Gissur Páll Gissurarson og Halldór V. Sveinsson. Eidri dótturina á mynd- inni leikur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en þá yngri Heiða Dögg Arsenult. Það hafa ekki í langan tíma heyrst eins innileg og langvinn fagnaðarlæti í Þjóðleik- húsinu og við lok frumsýningarinnar á Söngvaseið á fóstudagskvöldið. Þessi sígildi söngleikur hefur verið sýndur um allan heim og vann hér eins og annars ’staöar hug og þó einkum hjörtu áhorfenda sem létu sig engu skipta það álit menningarpostulanna að verkið væri sykurhúðað og óraunsætt og sárlega vantaði í þaö dýpri merkingu, per- sónusköpun og marktæka ádeilu. Það hefur heldur vísast ekki verið ætlun höfunda að setja fram skarpa krufningu á mannlegum samskiptum eða stjórnmála- ástandi íjórða áratugarins í Mið-Evrópu þó að ljót ásjóna nasismans voki í bakgrunni verksins. Söngvaseiöur er fyrst og fremst skemmti- efni, hugljúf og hjartnæm saga, sannkallað öskubuskuævintýri með mannlegum undir- tón. Eins og í öllum almennilegum ævintýr- um þurfa söguhetjurnar að ganga í gegnum hóílegar þrengingar áöur en framtíðin er tryggð. Og þennan efniviö er hægt að setja fram bæði á misheppnaðan hátt eða með vel skip- aðri áhöfn þar sem galdur leikhússins er nýttur til þess að búa ævintýrinu viðeigandi búning. Það er einmitt það sem Benedikt Árnason leikstjóri hefur gert hér og það fór ekki á milli mála að leikhúsgestir sendu hon- um sérstakar þakkir og einlæga hyllingu í lok sýningar. í verkinu er manngæsku og lífsgleði telft fram gegn ströngum aga og föðurlandsást gegn þjónkun við erlent valdboð. Flosi Ólafs- son þýðir bæði talaö mál og söngtexta á líf- lega og hpra íslensku. Verkið er fullt af fjörugum atriðum og al- þekktum lögum sem hafa verið sívinsæl allt frá því að María von Trapp skottaðist fyrst inn á svið leikhúss á Broadway þegar The Sound of Music var sýnt þar í fyrsta sinn árið 1959. Hluti úr sjálfsævisögu hinnar raunverulegu Maríu Ágústu von Trapp var kveikjan að verkinu, þannig að sannir at- burðir eru undirstaöa þess. Ungnunnan, María, sem Margrét Kr. Pét- ursdóttir leikur, er alltof íjörug og lífsglöö, til þess að henyast innan klausturveggjanna, þrátt fyrir einlægan vilja. Þegar priorinn- unni berast boð frá ekkjumanninum von Trapp kapteini, um það að nú hafi enn ein barnfóstran gefist upp við að hafa hemil á börnunum hans sjö, ákveður húa að senda Maríu í vistina. Þegar hún kemur á vettvang gerir kapt- einninn henni grein fyrir reglum hússins. Hann er vanur að stjórna sjóliðum og börnin eiga að hlýða kalli hank eins og litlir her- menn. Hann ber ævinlega á sér flautu og hefur sérstakt kallmerki fyrir alla í húsinu. Þegar hann flautar þýðir ekkert aö drolla. Maríu líst ekkert á þessa htlu marserandi hersingu og er íljót að breyta hlutunum. Hún vinnur traust barnanna - sem eru tortryggin í fyrstu - og ást kapteinsins áður en yfir lýk- ur. En veður eru válynd, nasistar eru að færa út kvíarnar og von Trapp verður aö flýja ættjörð sína með alla fjölskylduna. Með að- stoð góöra vina tekst þeim að komast undan til Sviss. Veigamestu hlutverkin í söngleiknum eru í höndum þeirra Margrétar Kr. Pétursdótt- ur, sem leikur Maríu, eins og fyrr kom fram, Jóhanns Sigurðarsonar, í hlutverki von Trapp og svo sjö barna og ungra leikara sem leika hina fjörugu krakka kapteinsins. Mikiö veltur á því að vel sé staðið að vali þeirra, sem með þessi hlutverk fara, og óhætt að segja að sýningin „sló í gegn“ strax á Leiklist Auður Eydal frumsýningunni, einmitt vegna þess hve öh þessi aðalhlutverk voru vel skipuð. Margrét er jafnvíg bæði á leik og söng. Oft hefur viljað brenna við aö þær leikkonur, sem hafa verið valdar í aðalhlutverk söng- leikja, hafa ekki ráðið alls kostar við söng- inn, en hér er ekki slíku til að dreifa. Mar- grét hefur fallega og örugga rödd sem naut sín vel í flestum lögunum og persónan geisl- aði af sönggleði og sjarma. I upphafi sýning- arinnar gætti óstyrks hjá henni sem ekki er óeðhlegt á frumsýningu þegar jafnmikið mæðir á leikara og hér. En góður stuðningur meðleikenda og vel æfö atriði hjálpuöu henni yfir erfiðasta hjahann og þegar á leið var ekki hnökra á frammistöðu hennar að finna. Kapteinninn er kaldur og strangur til aö byrja með en þiðnar furðu fijótt þegar María er komin í húsið. Túlkun Jóhanns Sigurðar- sonar er mjög afslöppuð, hann tekur hlut- verkið mátulega alvarlega og gerir persón- una eins sannfærandi og hægt er. Jóhann er feiknagóður leikari, hann hefur þessa ómissandi útgeislun á sviðinu sem veldur því að ævintýrið lifnar við og hann fer líka létt með söngatriðin. Meðal laga, sem hann syngur, er sá víöfrægi söngur um alparósina sem í leiknum er óður til ættjarðarinnar. Ungu leikararnir sjö, sem leika börnin, eru einstaklega samvalinn hópur sem leysti sitt hlutverk með prýði. Þau sungu afbragðsvel og tókst, hverju á sinn hátt, aö gæða persón- umar lífi og gefa þeim ákveðin einstakhngs- einkenni. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur elstu systurina, sem er farin að gefa strákunum hýrt auga, þó að fyrsta skotið fái dapurlegan endi. Þau sem leika yngri systkinin eru Hahdór Vésteinn Sveinsson, Sigríöur Ósk Kristjánsdóttir, Gissur P. Gissurarson, Álf- rún Ornólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenult og Signý Leifsdóttir og þaö er óhætt að segja að þau „áttu salinn“ og skipti þar mestu ein- læg og heillandi framganga þeirra. Fyrir utan Trapp fjölskylduna koma við sögu bæði nunnurnar í klaustrinu, heimhs- fólk kapteinsins, vinir hans og gestir. Margir traustir leikarar hússins koma fram í sýningunni og af þeim má nefna þau Helgu Jónsdóttur og Öm Árnason, sem leika Elsu, en henni er von Trapp trúlofaður um skeið, og vin hans, Max. Helga fer fyrirhafnarlaust með hlutverk Elsu, sem er fin og settleg, algjör andstæða hinnar gáskafuhu Maríu. Hún lætur hags- muni ráða þegar hún kýs að andæfa ekki gegn nasistunum. Max hagar líka seglum eftir vindi og nýtir sér valdatöku þeirra til þess að krækja sér í embætti. Örn tekur nokkra létta og landskunna takta í hlutverk- inu þó að hann þurfi líka að sýna á sér alvar- legri hlið því Ihutverkið ber líka í sér ugg- vænlegan boðskap. Príorinnan er leikin af Ragnheiði Stein- dórsdóttur og auk hennar eru þær Anna Kristín Arngrímsdóttir og Margrét Guð- mundsdóttir í stærstu nunnuhlutverkunum. Mannkærleikur og viska príorinnunnar kemur skýrt fram í túlkun Ragnheiöar sem leikur hlutverkið mjög vel. Söngur nunnanna var svolítið erfiður í sumum lögunum en að öðru leyti var bæði söngur og hljóðfæraleikur nyög vel unninn. Agnes Löve á heiðurinn af hljómsveitar- og tónlistarstjóm sem er jú einn meginþáttur- inn í verkinu og sá sem alls ekki má bregð- ast. Hljómurinn úr hljómsveitargryfjunni var finn þar sem ég sat og hljóðblöndun kom oftast vel út. Ingibjörg Björnsdóttir samdi dansatriði sem lífga upp á sýninguna. Leiktj- öld og búningar koma erlendis frá stöðluð eftir forskrift þar um. En það er sem sagt ekki aö sjá að tímans tönn hafi enn unnið á Söngvaseið og ekki að efa að þessi ágæta sýning á eftir að veita gestum Þjóðleikhússins, ungum sem öldn- um, ánægjulegar kvöldstundir fram eftir vorinu. Þjóóleikhúsiö, stóra svióió: SÖNGVASEIÐUR Söngleikur ettir Rodgers og Hammerstein Leikhandrit: Howard Lindsay og Russell Crouse Þýðing: Flosi Ólafsson Leikstjóri: Benedikt Árnason Hljómsveitar- og tónlistarstjórn: Agnes Löve Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir Leikmynd: Oliver Smith Lýsing: Mark Pritchard Hljóósetning: Autograph, Julian Beech/Georg Magnússon Ert þú örugglega ordinn áskrifandi? Danskir vordagar Danski píanóleikarinn Peter Westenholtz hélt tón- leika í Norræna húsinu í gærkvöldi. Þessir tónleikar voru liður í Dönskum vordögum, menningarhátið sem frændur okkar Danir halda hér í borginni um þessar mundir. Á efnisskránni voru verk eftir Carl Nielsen, Johannes Brahms, Gabriel Fauré, Francis Poulenc og Robert Schumann. Efnisskráin var ágætlega saman sett og fjölbreytt. Chaconne eftir Nielsen er lipurlega saman settur kontrapunktur. Tilbrigði Brahms op. 21 um eigið stef er hugmyndarík og falleg tónlist. Nocturnes og Chant sans Paroles eftir Fauré og Trois pieces eftir Poulenc gáfu litríka franska stemningu sem tilbreyting var að. Höfuöverkefni kvöldsins var Carnaval Schumanns. Sá skemmtilegi og fjölskrúðugi hugarheimur tón- skáldsins sem fram kemur 1 nafngiftum kaflanna í þessu verki gerir sitt til að auka ánægju hlustandans. Aðalatriöið er þó að tónlistin er frábærlega frjó og hugmyndarík enda eru vinsældir þessa kunna verks í samræmi viö það. Westenholz þekkti verkefni sín greinilega vel og geröi hann margt fallega þótt leikur hans væri ekki alltaf snurðulaus og nákvæmni hefði stundum mátt Tánlist Finnur Torfi Stefánsson vera meiri. í Schumann brá fyrir meiri galsa en tilefni var til. Ef til vill haföi það áhrif að áheyrendur voru færri en verið skyldi hafa og virtist eins og tónleikarn- ir heföu ekki veriö nægilega kynntir. I kvöld mun Westenholz leika með okkar ágæta Blásarakvintett Reykjavíkur og verður fróðlegt að heyra hvem ávöxt það samstarf gefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.