Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 15. APRlL 1991. r 'V' TT rxrr - -• r < T r-r r \ » rir/ « f dv Meiming Evgeny Kissin. Eldhugi við hljómborðið - Camegie tónleikar Evgeny Kissins á geisladiski Fáar þjóðir virðast unga út fleiri undrabörnum í tónlist, einkum og sér í lagi píanóleikurum, en Sovétmenn. Nú liggur stöðugur straumur korn- ungra sovéskra píanósnillinga um tónleikahallir Vesturlanda þar sem þeir hrífa kröfuhörðustu gagnrýnendur upp úr skónum, jafnt fyrir tækni- lega fullkomnun sem túlkun. Ein af skærustu stjörnunum í þessu unglingagengi er án efa Evgeny Kissin, sem hélt debúttónleika í Carnegie Hall í New York fyrir hálfu ári. Nú hefur upptaka á þessum tónleikum verið gefin út á geisladiski (RCA Victor Red Seal RD60443), sem bendir til þess að þessi ungi píanó- leikari eigi framtíðina fyrir sér. Ekki sakar heldur að Kissin hefur bæði úthtið og nafnið með sér, og ætti hvort tveggja einnig að greiða fyrir frama hans, að minnsta kosti meðal engilsaxneskra þjóða. Manni verður eigin- Geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson lega hverft við, hafandi hlustað á stórbrotna og djúptæka túlkun Kissins á verkum á borð við sónötu Prokofievs (No. 6, Op. 82), sem er hluti af tónhstarlegu uppgjöri tónskáldsins við Stalínstímann, að uppgötva að túlkandinn er átján ára gamall drengstauli! Erfið dagskrá Þó ber að taka tillit th þess að Kissin hóf nám í píanóleik undir hand- leiðslu Önnu Pavlonu Kantor aðeins tveggja ára og lék í fyrsta sinn með hljómsveit tíu ára gamall. Fyrir tónleika sína í Carnegie Hall setti Kissin saman feUcnarlega erfiða dagskrá. Hann hóf leik sinn með Abegg tilbrigðum Schumanns, lék síöan ahar sinfónískar etýður sama tónskálds, átján að tölu, síðan áðurnefnda sónötu Prokofievs, þriðja Liebestraum eftir Liszt, svo og spænsku rapsód- iu hans sem sjaldan er leikin, tók svo fyrir vals eftir Chopin (Op. 64, No. 2), etýðu eftir Liszt, Widmung þeirra Schumanns og Liszt og klykkti út með etýðu eftir Prokofiev (Op. 2, No. 3). Spennan í Camegie Hah er næstum áþreifanleg meðan á leik þessa metnaðarfulla eldhuga stendur, og við lok þrælerfiðrar Prokofiev etýð- unnar brýst út slíkur fógnuður í salnum að sjaldan hefur annað eins heyrst á geisladiski. Ljóðrænn, kröftugur Hvers konar píanóleikari er svo Kissin? Umfram allt, gífurlega fjöl- hæfur, ljóðrænn í ljóðrænum etýðum Liszts, kröftugur í kraftmikilli só- nötu Prokofievs. Sjálfum var það mér mikil upplifun að heyra spænska rapsódíu Liszts fyrsta sinni, og í túlkun á Schumann á Kissin fáa sína líka. Geisladisknum fylgir bæklingur þar sem Kissin ræöir um uppáhalds tónskáld og píanóleikara sína, og þar kemur fram næmt skynbragð hans á alls konar píanóleik. „Enginn túlkar Bach eins vel og Gould og Bu- soni,“ segir hann, „Beethoven eins og Schnabel, Kempff og Gílels, Chop- in eins og Rubinstein eða Neuhaus, Debussy og Ravel eins og Gieseking, LiszteinsogHorowitzogRachmaninoffeinsog.. .ja,Rachmaninoff.. Þessum unga snillingi virðast því standa allar dyr opnar, bæði í eiginleg- um og óeiginlegum skilningi. Ríkisspítalar Leikskólinn Stubbasel, Kópavogsbraut 19 Fóstra eða starfsmaður óskast í hlutastarf sem fyrst (vinnutími 13.30 til 18.00). Ekki er um sumarstarf að ræða. Upplýsingar gefur Katrín Einarsdóttir for- stöðumaður í síma 44024. Davíð þorir ekki en þorir Friðrik? Jón Baldvin Hannibalsson skorar á Friðrik Sophusson að mæta sér á opnum fundi í Átthagasal Hótel Sögu þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20.30. Umræðuefni: ★ Landbúnaðarmál ★ Neytendamál ★ Ríkisfjármál ★ Skattamál ALÞ ÝÐUFLOKKURINN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.