Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 19 jov __________________________________________________________Merming Roger McGuinn - Back from Rio: „Bjartur snýr aftur“ Áriö 1967 komst maður nokkur aö þeirri niðurstöðu að nafn hans væri leiður kross að bera. Hann hét Jim en ekki lengur. Roger hét hann svo. Tæpast stórfrétt, eða hvað? Maðurinn var poppari og giska frægur sem shkur. Þess vegna var nafnbreytingin frétt og fékk vængi veigamikla. Jim var leiðtogi hljómsveitar sem hét Byrds og þótti svar Kana við Bítlunum. En frægðin er harður húsbóndi og söguhetjan átti að hafa fengið sig- fullsadda. Samkvæmt sögunni fékk kempan bróður sinn, Roger, til að hlaupa í skarðið og taka við poppstjörnuhlutverkinu meðan okkar maður, Jim, lét sig hverfa á kjötkveðjuhátíð í Rio. Auðvitað er sagan skrök en óneitanlega skemmtileg og hún var Roger ofarlega í huga þegar hann undirbjó endurkomu sína í sviðsljósið eftir langt hlé. McGuinn stofnaði Byrds árið 1963 og var eini meðhmurinn sem hélt sæti sínu allt til loka 1973. Byrds ruddu braut þjóðlagarokk- inu og fundu gullinn meðalveg milh Bítla og Bobs Dylan. Eftir daga Byrds gaf McGuinn út 5 sólóplötur og 3 skífur á árunum 1979-80 í félagi viö Byrdsmennina Clark og Hhl- Hljómplötur Skúli Helgason mann. Allan 9. áratuginn heyrðist hins vegar ekki bofs frá McGuinn og margur hélt vininn dauðan úr öhum. Áhrifa Byrds gætti þó í auknum mæh austan hafs sem vestan: REM, Tom Petty, Smiths o.fl. sóttu greinilega margt í þá smiðju sem geymdi finlegan radd- söng og bjartan Rickenbackerhljóm McGu- inns. Það hefur verið gaman að fylgjast með upprisu nokkurra öldunga rokksins á síð- ustu árum. Neil Young, Lou Reed, Bob Dyl- an, Roy Orbinson, Rolling Stones, Paul McCartney hafa ahir gefið út afbragðs plötur að undanfórnu eftir áralanga lægð. Það var því tilhlökkunarefni að heyra í Roger McGu- inn eftir 11 ára hlé. Back from Rio nær ekki sama flugi og plöt- ur fyrrnefndra hstamanna. Platan er ákaf- lega venjuleg, hljómurinn eftir bandarískri forskrift: notalegur en yfirborðslegur. Back from Rio er ekki það öskur sem maður á von á frá manni sem setið hefur keflaður í 11 ár og reyndar mun McGuinn hafa eytt þessum tíma í knæpuspil, allsáttur við sig og sitt. Þekktir rokkarar reka inn nefiö: Byrds-félag- arnir Crosby og Hillmann; Tom Petty (eggið undan hænunni) og Elvis Costello lánar lag- ið You Bowed down sem reyndar er besta lag plötunnar. King of the Hill er tvísöngur McGuinns og Pettys, ágætt popplag, en þar er nú eins og hænuskömmin sé farin að stæla eggiö því kennimark Pettys er greinilegt. Annars staðar er víða svamlað í hunangs- sætu meöalmennskufeni þar sem helsta birt- an kemur frá sjáaldri McGuinns, hinum 12 strengja Rickenbacker gítar. Roger McGuinn var ekki besti lagasmiður Byrds og sólóplötur hans bera þess nokkur merki. Back from Rio er þar engin undan- tekning, hún er fáguð og áheyrheg en án allra thþrifa. Það er hins vegar ekkert því til fyrir- stöðu að platan falli vel í kram þeirra sem hafa gaman af vandaðri spilamennsku og melódísku poppi. NEYMRHNAPM»JÓNU$TA j Mé Ney&arhnappur frá Vara fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða \\v// VARI - alhliða öryggisþjónusta síban 1969 9-1 -29399 Styðjum Steingrím Þjóðin þarfnast hans við stjórnvölinn áfram. Þitt val - Þín framtíð! við ftr á laugardag er okkar framlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.