Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 38
54 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. FAMILY FRESH FJÖLSKYLDU- LÍNAN SHAMPOO • HÁRNÆRING • FREYÐIBAÐ • STURTUSÁPA • ROLL ON • SVITASPRAY • GEL- SPRAY • HÁRGEL • HÁRFROÐA • VARA Á GÓÐU VERÐI Heildsala: Kaupsel Laugavegi 25 5: 2 77 70 og 2 7740 ^ LJOS 'ywERCU RAUTT L/ÓS/ Aðför gegn lýðræðinu Á síðustu dögum kosningabar- áttunnar hefur ýmislegt orðið til þess að vekja hjá mér spurningar um það hvaða hugmyndir menn hafa um frelsi og lýðræði. í mörg- um íjölmiðlum hefur stjórnmála- flokkum verið mismunað í umfjöll- un blaða- ög fréttamanna, bæði efn- islega og hvað varðar magn um- fjöllunar. Davíð fyllti mælinn Óþarfi og í raun ómögulegt er að telja upp öll þau skipti í þessari kosningabaráttu þar sem Þjóðar- flokkurinn - Flokkur mannsins og aðrir utanþingsflokkar eru afskipt- ir í kosningaumfjöllun blaða, út- varpsstöðva og sjónvarpsstöðva. Það er ekkert nýtt við að okkar flokkur eigi erfitt uppdráttar við að koma sér á framfæri í fjölmiðl- um, þannig hefur það verið alla tíð bæði hjá Þjóðarflokknum og Flokki mannsins. Það sem er hins vegar nýtt eru varnarorð ýmissa flöl- miðla um hættuna sem stafar af því að of margir og litlir flokkar bjóði fram í kosningum til Alþingis. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herrakandidat síns flokks, fyllti mælinn í allri þessari umræðu á framboðsfundi á Blönduósi á dög- unum þar sem hann lét þau um- mæli falla að nauðsynlegt væri að stemma stigu við smáflokkafram- boðum hér á landi og réttast væri að láta þessar „flokksnefnur", eins og hann kallaði það, sjálfar greiða kostnaðinn sem ríkið yrði fyrir af þessum kosningum. Einnig fannst honum óréttlátt að stjórnmálasam- tök á borð við Flokk mannsins Kjallarmn Pétur Guðjónsson skipar 1. sæti á iista Þjóðarflokks - Flokks mannsins í Reykjavík fengju jafnmikinn tíma til kynn- ingar í flölmiðlum og Sjálfstæðis- flokkurinn. Davíð minntist einnig á erlendar fyrirmyndir, sem við getum haft að leiðarljósi þar sem smáflokka- framboð eru takmörkuð, og nefndi í því sambandi England. Ég vil lýsa furðu minni á þessum ummælum formanns svokallaða stærsta flokks landsins sem kennir sig við frelsi og mannúð og tel þekkingu hans á mannréttindum og lýðræði beinlínis hættulega lýð- ræðinu, að ekki sé minnst á dramb- ið sem í þessum ummælum felst. Þetta er málflutningur Davíðs Oddssonar sem sjálfstæðismenn vilja fá sem forsætisráöherra næstu flögur árin. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar fær nægilegan stuðning kjósenda til að geta myndað ríkis- stjórn eftir kosningar eiga lýðræð- issinnaðir íslendingar ekki von á góðu á næstu árum. Mótmælum mannvondri stefnu Nú eru fleiri stjórnmálaflokkar í framboði til Alþingis en verið hefur í undanförnum kosningum og sjálf- sagt erfitt fyrir fólk að gera sér grein fyrir sérstöðu hinna ýmsu framboða. Hins vegar er það mikill misskilningur eins og flölmiðlar hafa látið í veðri vaka að valið sé á milli flórflokkanna og Kvenna- listans. Gömlu flokkarnir eru eins og samhent tannhjól í ryðgaðri vél og þeir hafa enga möguleika á að gera gagngerar kerfisbreytingar þrátt fyrir góðan vilja ýmissa manna innan þeirra. Ef breytingar eiga að eiga sér stað þurfa þær að koma frá fersku afli sem er ekki rígfast í vélgengi kerf- isins. Við mótmælum mannvondri stefnu núverandi ríkisstjómar og við vörum við hugmyndum sjálf- stæðismanna um þrengingu lýð- ræðis. Pólitíkin sem þessir flokkar hafa byggt upp er afleiöing af kerfl sem er eins og mengunarský sem kæfir athafnavilja einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. Þjóðarflokkurinn - Flokkur mannsins leggur áherslu á þörfina á breyttum stjórnmálum í þjóð- félagi nútímans. Við leggjum áherslu á valddreif- ingu og jafnrétti á milli landshluta. Við leggjum áherslu á aukna ábyrgð stjórnmálamanna og aö Al- þingi gegni upphaflegu hlutverki sínu sem stefnumótandi löggjafar- stofnun. Við leggjum áherslu á að kjör al- mennings verði bætt með hækkun skattleysismarka og að lægstu laun verði aldrei undir þeim mörkum. Kosningarnar, sem nú fara í hönd, snúast um framtíðina. Spurningin sem kjósendur þurfa að spyrja sig áður en þeir fara inn í kjörklefann er hvort gefa eigi flór- flokknum tækifæri til að viðhalda óviðunandi ástandi eða veita nýrri pólitík brautargengi. Pétur Guðjónsson „Við leggjum áherslu á aukna ábyrgð stjórnmálamanna og að Alþingi gegni upphaflegu hlutverki sínu sem stefnu- mótandi löggjafarstofnun.“ -ji KOSNINGAR! Við minnum á KOSNINGASJÓNVARP- IÐ sem hefst kl. 21:00 að kvöldi kjördags þann 20. apríl og stendur fram eftir nóttu. Pjóðin fylgist með úrslitum kosn- inganna í SJÓNVARPINU í beinni út- sendingu frá talningastöðum. Er þín aug- lýsing bókuð í SJÓNVARPINU? © 693060 AUGLÝSINGADEILD Sviðsljós Tónabær: Danskeppni 10-12 ára íslandsmeistarakeppni 10-12 ára barna í „freestyle" dansi var haldin í Tónabæ fyrir nokkru þar sem hátt í eitt hundrað þátttakendur mættu til leiks. Félagsmiðstöðin Tónabær og íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur hafa staðið að þessari keppni undanfarin ár og leikur enginn vafi á því að hún mælist vel fyrir hjá unglingunum. Mikil og góð stemning var í hús- inu og voru hátt í 500 manns þar saman komnir til að fylgjast með hveijir yrðu krýndir íslandsmeist- arar. Úrslitin urðu þau að í hópdansi sigraði hópurinn „Wisked Witc- hes“ en hann skipa Ánna S. Sigurð- ardóttir, Ingunn Guðbrandsdóttir, Guðflnna B. Björnsdóttir, Haddý Anna Hafsteinsdóttir og Bergþóra Bjömsdóttir. Hópurinn „Talíur" varð í ööru sæti og hópurinn „Kúnst“ í því þriðja. í einstaklingsdansi varð Guð- finna Björg Björnsdóttir í fyrsta sæti, Anna S. Sigurðardóttir í öðru og Birgitta Gröndal i því þriðja. Félagsmiðstöðin Tónabær stóð fyrir „freestyle“ danskeppni fyrir stuttu og þá varð þessi hópur, sem kallar sig „Wisked Witches", i fyrsta sæti. DV-myndir GVA © Guðfinna Björg Björnsdóttir hampar hér verðlaununum en hún varð í fyrsta sæti i einstaklingskeppninni. „Talíur“ hrepptu annað sætið i hópdansinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.