Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kl. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð Sími 621599. Sápuhúsiö Snyrtivörukynning Michelle Amberni, húðfræðingur frá Stendahl, verður með ráðgjöf miðvikudaginn 17. apríl frá kl. 10-18. Verið velkomin. Sápuhúsiö Laugavegi 17 Sólar-brúnku púður Sólar-brúnku púður, er kjörlð fyrlr þcer sem vilja hafa fallegan sólar-blœ. Elnnlg mó nota sólarpúðrið sem klnnallt. Kemur í 2 tegundum, fyrlr þurra húð og fyrlr blandaða aaaw. húð. Nýju fersku sumariltlrnir fró Stendhal. Þelr skapa þér fallega tllbreytingu. DUGGUVOGI 2 SÍMI 686334 RENNIBEKKIR Vegna einstaklega hagstæðra samninga getum við boðið verðlækkun á eftirtöldum stærðum: Lengd 915 mm, þverm. 307 mm. Kr. 242.700,- Lengd 1020 mm, þverm. 339 mm. Kr. 294.900,- Lengd 1270 mm, þverm. 356 mm. Kr. 396.100,- (Verð án vsk.) IÐNVÉLAR OG TÆKI I & T HF. SMIÐSHÖFÐA 6 - S. 674800 Hagnýt lögfræði Án kaupmála verða húsið og bíllinn ekki séreign hjóna. Kaupmálar: „Með allt á hreinu...“ „Algengast er að hjón geri kaupmála til að tryggja að eign komi ekki til skipta við skilnað...“ Hin almenna skipan á íjármálum hjóna er hjúskapareignatilhögun- in. Hjúskapareignir teljast öll þau verðmæti sem hjón flytja með sér í hjúskapinn, eða eignast síðar allt til hjúskaparloka, nema heimild sé til að telja þau séreign. Séreignir geta átt rót sína að rekja til samninga milli hjóna (eins og gerð kaupmála), til fyrirmæla þriðja aðila eða verið reistar á laga- fyrirmælum. Sá munur er á séreign og hjúskapareign að þegar til skipta kemur vegna skilnaðar er séreign haldið utan skipta og fær hinn makinn ekki hlutdeild í því fé. Sé um hjúskapareign að ræða fær maki hins vegar helming af eignum hins við skipti. Hvað er kaupmáli? Kaupmáli er skriflegur samning- ur milli hjóna eða hjónaefna, sem lýtur að tilhögun á fjármálum þeirra á milli. Rétt er að geta þess að fólk, sem býr saman í óvígðri sambúð, getur ekki gert með sér kaupmála. Hvenær er nauðsynlegt að gera kaupmála? í fyrsta lagi ef hjón eöa hjónaefni vilja að munir, sem annað þeirra á eða mun eignast, verði séreign þess. í öðru lagi má ákveða í kaupmála að séreign, sem stofnast hefur við kaupmála, erfðaskrá eða gjöf frá þriðja aðila, veröi hjúskapareign, svo framarlega sem þaö brýtur ekki í bága viö ákvarðanir arfleif- anda eða gefanda. Að siðustu er þörf kaupmála ef um er að ræða gjaíir milli hjóna- efna, sem viðtakandi á aö fá við giftinguna, og gjafir á milli hjóna. Þetta á þó aðeins við um gjafir sem ekki teljast venjulegar. Er þá átt við gjafir sem eru hóflegar miðað við efnahag gefanda og má sem dæmi nefna að ef annaö hjóna gef- ur hinu fasteign, þá myndi slík gjöf vart teljast venjuleg. Kaupmála þarf hins vegar ekki til venjulegra tækifærisgjafa og ekki heldur til hluta eins og lífsábyrgðar, lífeyris eöa slíkra framfærslutrygginga. Helstu ástæður fyrir kaup- málagerð Algengast er að hjón geri kaup- mála til að tryggja að eign komi ekki til skipta viö skilnað. Sem Umsjón: ORATOR - félag laganema dæmi má taka ef annað hjóna kem- ur inn í hjúskap meö miklar eignir en hitt með lítil verðmæti. Vill það sem meira á þá oft tryggja sig á þennan hátt gagnvart mögulegum skuldheimtumönnum hins. Form kaupmála Það er ófrávíkjanlegt skilyrði þess að kaupmáli teljist gildur að hann sé skriflegur og undirritaður af aðilum. Ef annar aðili er ólög- ráða (þ.e. ef hann er ekki orðinn 18 ára eða hefur verið sviptur lög- ræði), þarf einnig undirritun lög- ráðamanns. Einnig er gildisskil- yrði að kaupmáli sé skráður í kaup- málabók. Kaupmálabók er haldin í hverju lögsagnarumdæmi, en auk þess heldur dómsmálaráöuneytið skrá um alla skráða kaupmála og geta þeir sem hafa lögmætra hagsmuna aö gæta fengið upplýsingar úr kaupmálaskrá ráðuneytisins. Skv. gildandi reglum ber að skrá kaup- mála í því umdæmi þar sem eigin- maðurinn á varnarþing (lögheim- ili). Skráningu annast sýslumenn, bæjarfógetar og borgarfógeti. Ef kaupmáli hefur í för með sér yfirfærslu að eignarrétti að fast- eign, skrásettu skipi, sem er stærra en 5 smálestir, skrásettu loftfari eöa fyrirtæki, sem skrásett er á verslanaskrá, þarf að þinglýsa kaupmála svo hann öðlist gildi gagnvart grandlausum viðsemj- endum. Ógildir kaupmálar Ogildir eru þeir kaupmálar sem óskráðir eru. Einnig er kaupmáli ógildur ef ólögráða maður stendur að kaupmálagerð án þess að lög- ráöamaður undirriti kaupmálann ásamt honum. Önnur ógildingartil- vik geta einnig komið til, svo sem andlegur vanþroski eða ef annar aðilinn hefur undirritað kaup- málann undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Að síðustu getur verið um það að ræða að annar aðilinn hafi verið fenginn til aö gera eða undirrita kaupmála með ólögmætum hætti, s.s. með svikum, nauðung eða mis- neytingu. Áigengast er að fólk leiti sér lög- fræðilegrar aöstoðar við gerð kaup- mála og kemur þvi sjaldan til þess að kaupmálar séu ógildir. Er dýrt að gera kaupmála? Unnt er að gera kaupmála bæði fyrir og eftir hjúskaparstofnun, eins og áður segir. Ef kaupmáli er geröur fyrir hjúskap er fast skrán- ingargjald, frá 1. jan. 1990, kr. 2.500 og við þaö leggst stimpilgjald, kr. 50. Ef kaupmáli er hins vegar gerður eftir stofnun hjúskapar eru tekin 0,4% af nettóséreign, þ.e. eign aö frádreginni skuldum sem á henni hvíla. Taka má sem dæmi að hjón ætli að gera fasteign, að verðmæti kr. 10.000.000, að séreign konunnar. Séu áhvílandi veöskuldir á eign- inni, kr. 4.000.000, yrðu tekin 0,4% af nettóséreign, þ.e. 0,4% af 6.000.000. Gjaldiö, sem hjónin þyrftu að borga, væri þá 24.000 kr. + 2.550 kr. í skráningargjald. Algengustu tilefni kaupmála- gerðar eru að fasteign sé gerð að séreign og er þá miðað við fast- eignamatsverð. Einnig er oft um að ræða lausafé, svo sem innbú og bifreiðar, en í þeim tilfellum er það metið hve mikils virði munur er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.