Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 56
Frjálst.óháð dagblað LOKI Væri ekki nærað hengja brjóstahaldara á strákana? G-samtökin: Framkvæmda- stjórinn kærð- urtilRLR Stjórn G-samtakanna ákvað á fundi sínum í gær að kæra Guðbjörn Jóns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þess er krafist af stjórnini að Guðbjörn skili ýmsum trúnaðar- gögnum félagsins og geri grein fyrir stöðu mála gagnvart ýmsum skjól- stæðingum sem leitað hafa til sam- takanna til að fá úrlausn á fjárhags- vanda sínum. Miklar deilur hafa verið innan samtakanna frá því snemma á síð- asta ári. Þannig sagði helmingur stjórnar af sér í byrjun ársins þegar ekki náðist full samstaða um að segja framkvæmdastjóranum upp vegna peningaleysis. Ný stjórn, sem kjörin var í janúar síðastliðnum, ákvað hins vegar að segja Guðbirni upp. Hann hefur nú stofnað ný samtök fyrir gjaldþrotafólk. -kaa Grafningsvegur: Rúta á hliðina og 5 slösuðust Rúta með bílstjóra og 22 farþegum valt á Grafningsvegi á móts við Vill- ingaholt á laugardag. Þetta var hóp- ur úr Lionsklúbbi á Akranesi á ferð. Allur hópurinn var fluttur á heilsu- gæslustöðina á Selfossi en fimm hlutu meiðsl. Þau voru þó ekki talin alvarleg. Einn farþeganna festist í pútunni við veltuna. Kallað var á tækjabíl frá Selfossi. Þegar lögreglan kom á stað- inn var þó búið að losa farþegann. Einn úr hópnum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi en hann hafði nýlega gengist undir læknismeðferð. Rútan var á ferð í snjó og krapa þegar hún valt út fyrir veginnoglentiáhliðinni. -OTT Teknir eftir ofsaakstur Lögreglan í Reykjavík handtók ungan mann sem hafði stolið vél- hjóli um helgina. Maðurinn viður- kenndi að hafa ekið því á 160 kíló- metra hraða. Hafnaríjarðarlögreglan stöðvaði annan ökuþór á laugardagskvöldið, sem mældist á 151 kílómetra hraða, á bifreiö á móts við Straumsvík. Hann var þvi á 61 umfram leyfilegan hámarkshraða og .var sviptur öku- réttindum til bráðabirgða. Ekið var á gangandi vegfaranda í Aðalstræti snemma' á laugardags- morgun. Hann var fluttur á sjúkra- hús. -ÓTT FR ETTAS K O TI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Þriggja vélsleðamanna leitað í slæmu veðri á Eyjafjarðarsvæðinu: Tveir menn komu fram en þess þriðja er saknað Leit stóð yfir í nótt og í morgun að þremur mönnum á vélsleðum á um fimmtíu kílómetra svæði upp frá Garðsárdal í Eyjafirði. Tveir þíeirra komu til byggða á níunda tímanum i morgun eftir að hafa hafst við í slæmu veðri á leiðinni. Þriðja mannsins var enn saknað þegar DV fór í prentun. Mennirnir voru á ferð ásamt fleiri vélsleðamönnum í Kerlingarfjöllum um helgina. Hópurinn, sem er frá Eyjafjarð- arsvæðinu, hélt úr Kerlingarfjöll- um á leiö til Akureyrar í gær. Síö- asti viðkomustaður var í bensín- kofanum Lambakoti, 12 km norð- austur af Laugafelli, seint í gær- kvöldi. Hópurinn ætlaði síðah eftir fjallveginum og niður í Garðsárdal, *■ / / -I * Leið yélsleða- mannanna Akureyri Hérspurðist siðast til mannanna Garðsár dalur Lambakot Laugafelf i Kerlingarfjöll 50 KM sem er inn af Akureyri og gengur austur úr Eyjafirði. Þegar vélsleðahópurinn kom nið- ur i Garðsárdal kom í Ijós að þrjá menn vatnaði í hópinn. Beðið var eftir þeim og farið að svipast um. Þegar það bar ekki árangur var gert viðvart og beðið um aðstoð leitarmanna. Þá var klukkan um hálfflögur í nótt. Menn frá Akureyri voru ihni í svokölluðum Lamba og héldu þeir strax af stað. Einnig fóru björgun- arsveitir af staö frá Akureyri. Menn á snjóbíl fóru auk þess til leitar úr Bárðardal. Þeir menn voru komnir lengst þegar síðast fréttist í morgun. Flugbjörpnar- sveitarmerm, sem höfðu einnig verið í Kerlingarfjöllum, héldu líka til leitar. Tveir af þeim sem leitað var komu síöan fram á hænum Bjargi skammt frá Garðsárdal klukkan 9.20. Þriðja mannsins var þá enn saknað. Hann hafði orðið viðskila við hina tvo. Á leitarsvæðinu í morgun var vitlaust veður, að sögn lögreglunnar - hvasst og mikill lág- renningur. Leit er því erflð fyrir vélsleðamenn en snjóbílnum vegn- ar betur. Samband var slæmt við vélsleðahópmn sem var þó með farsíma en sambandið var slitrótt. Mennimir eru allir taldir vanir vélsleðamenn. -ÓTT Féllámilli skipsog bryggju Sjómaður slasaðist þegar hann var að vinna við bátinn Sóleyju við Holtagarða á laugardagsmorgun. Maðurinn féll aftur yfir sig og hafn- aði á milli skips og bryggju. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkra- bíl. Ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingarumlíðanhans. -ÓTT Byssa reyndist vera leikfang Töluverður viðbúnaöur lögreglu varð á laugardag í bakaríi við Rauð- arárstíg þegar menn töldu að maður nokkur væri með byssu undir hönd- um. Lögreglan lokaöi afmörkuðu svæði. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að þarna var van- heill maður á ferð með leikfanga- byssu. Hann ógnaði engum með „vopninu". -ÓTT 16 áraókölvuð útaf ástolnum bíl Sigurður Gestsson frá Akureyri fagnaði sigri á Islandsmótinu i vaxtarrækt sem tram fór um helgina. Sigurður sigraði í fiokki karla undir 90 kilóum og í heildarkeppni á mótinu eftir jafna og harða keppni við Guðmund Marteins- son frá Ólafsvik. Þetta var í áttunda sinn sem Sigurður vann keppnina. Guðmundur Marteinsson er til hliðar við Sigurð. Aftan við þá er Sólmund- ur Örn Helgason frá Hvolsvelli sem varð þriðji á mótinu. í kvennaflokki sigraði Margrét Sigurðardóttir úr Reykjavík. DV-mynd JAK Lögreglan á Selfossi hafði uppi á 16 ára stúlku við Þrengslaveg um helgina eftir að hún haföi stolið bíl í Þorlákshöfn. Stúlkan hafði ekið bíln- um út af veginum og skemmt hann. Hún var grunuð um ölvunarakstur. -ÓTT ' Veðrið á morgun: Hæg breytileg átt A morgun verður hæg breytileg átt og léttskýjað víða um land. Kólnandi veður og frost verður á bilinu 1-4 stig. NEYDARHNAPPUR FRA VARA fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða D9M9399 Alhliða öryggisþjónusta síðan 1 9Ó9 ----—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.