Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 56
Frjálst.óháð dagblað
LOKI
Væri ekki nærað
hengja brjóstahaldara
á strákana?
G-samtökin:
Framkvæmda-
stjórinn kærð-
urtilRLR
Stjórn G-samtakanna ákvað á fundi
sínum í gær að kæra Guðbjörn Jóns-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóra
samtakanna, til Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Þess er krafist af stjórnini
að Guðbjörn skili ýmsum trúnaðar-
gögnum félagsins og geri grein fyrir
stöðu mála gagnvart ýmsum skjól-
stæðingum sem leitað hafa til sam-
takanna til að fá úrlausn á fjárhags-
vanda sínum.
Miklar deilur hafa verið innan
samtakanna frá því snemma á síð-
asta ári. Þannig sagði helmingur
stjórnar af sér í byrjun ársins þegar
ekki náðist full samstaða um að segja
framkvæmdastjóranum upp vegna
peningaleysis. Ný stjórn, sem kjörin
var í janúar síðastliðnum, ákvað hins
vegar að segja Guðbirni upp. Hann
hefur nú stofnað ný samtök fyrir
gjaldþrotafólk. -kaa
Grafningsvegur:
Rúta á hliðina
og 5 slösuðust
Rúta með bílstjóra og 22 farþegum
valt á Grafningsvegi á móts við Vill-
ingaholt á laugardag. Þetta var hóp-
ur úr Lionsklúbbi á Akranesi á ferð.
Allur hópurinn var fluttur á heilsu-
gæslustöðina á Selfossi en fimm
hlutu meiðsl. Þau voru þó ekki talin
alvarleg.
Einn farþeganna festist í pútunni
við veltuna. Kallað var á tækjabíl frá
Selfossi. Þegar lögreglan kom á stað-
inn var þó búið að losa farþegann.
Einn úr hópnum var fluttur með
sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi
en hann hafði nýlega gengist undir
læknismeðferð. Rútan var á ferð í
snjó og krapa þegar hún valt út fyrir
veginnoglentiáhliðinni. -OTT
Teknir eftir
ofsaakstur
Lögreglan í Reykjavík handtók
ungan mann sem hafði stolið vél-
hjóli um helgina. Maðurinn viður-
kenndi að hafa ekið því á 160 kíló-
metra hraða.
Hafnaríjarðarlögreglan stöðvaði
annan ökuþór á laugardagskvöldið,
sem mældist á 151 kílómetra hraða,
á bifreiö á móts við Straumsvík.
Hann var þvi á 61 umfram leyfilegan
hámarkshraða og .var sviptur öku-
réttindum til bráðabirgða.
Ekið var á gangandi vegfaranda í
Aðalstræti snemma' á laugardags-
morgun. Hann var fluttur á sjúkra-
hús. -ÓTT
FR ETTAS K O TI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Þriggja vélsleðamanna leitað í slæmu veðri á Eyjafjarðarsvæðinu:
Tveir menn komu fram
en þess þriðja er saknað
Leit stóð yfir í nótt og í morgun að
þremur mönnum á vélsleðum á um
fimmtíu kílómetra svæði upp frá
Garðsárdal í Eyjafirði. Tveir þíeirra
komu til byggða á níunda tímanum
i morgun eftir að hafa hafst við í
slæmu veðri á leiðinni. Þriðja
mannsins var enn saknað þegar
DV fór í prentun. Mennirnir voru
á ferð ásamt fleiri vélsleðamönnum
í Kerlingarfjöllum um helgina.
Hópurinn, sem er frá Eyjafjarð-
arsvæðinu, hélt úr Kerlingarfjöll-
um á leiö til Akureyrar í gær. Síö-
asti viðkomustaður var í bensín-
kofanum Lambakoti, 12 km norð-
austur af Laugafelli, seint í gær-
kvöldi. Hópurinn ætlaði síðah eftir
fjallveginum og niður í Garðsárdal,
*■ /
/ -I *
Leið yélsleða-
mannanna
Akureyri
Hérspurðist
siðast til
mannanna
Garðsár
dalur
Lambakot
Laugafelf
i Kerlingarfjöll
50 KM
sem er inn af Akureyri og gengur
austur úr Eyjafirði.
Þegar vélsleðahópurinn kom nið-
ur i Garðsárdal kom í Ijós að þrjá
menn vatnaði í hópinn. Beðið var
eftir þeim og farið að svipast um.
Þegar það bar ekki árangur var
gert viðvart og beðið um aðstoð
leitarmanna. Þá var klukkan um
hálfflögur í nótt.
Menn frá Akureyri voru ihni í
svokölluðum Lamba og héldu þeir
strax af stað. Einnig fóru björgun-
arsveitir af staö frá Akureyri.
Menn á snjóbíl fóru auk þess til
leitar úr Bárðardal. Þeir menn
voru komnir lengst þegar síðast
fréttist í morgun. Flugbjörpnar-
sveitarmerm, sem höfðu einnig
verið í Kerlingarfjöllum, héldu líka
til leitar.
Tveir af þeim sem leitað var
komu síöan fram á hænum Bjargi
skammt frá Garðsárdal klukkan
9.20. Þriðja mannsins var þá enn
saknað. Hann hafði orðið viðskila
við hina tvo. Á leitarsvæðinu í
morgun var vitlaust veður, að sögn
lögreglunnar - hvasst og mikill lág-
renningur. Leit er því erflð fyrir
vélsleðamenn en snjóbílnum vegn-
ar betur. Samband var slæmt við
vélsleðahópmn sem var þó með
farsíma en sambandið var slitrótt.
Mennimir eru allir taldir vanir
vélsleðamenn.
-ÓTT
Féllámilli
skipsog bryggju
Sjómaður slasaðist þegar hann var
að vinna við bátinn Sóleyju við
Holtagarða á laugardagsmorgun.
Maðurinn féll aftur yfir sig og hafn-
aði á milli skips og bryggju. Hann
var fluttur á slysadeild með sjúkra-
bíl. Ekki reyndist unnt að fá upplýs-
ingarumlíðanhans. -ÓTT
Byssa reyndist
vera leikfang
Töluverður viðbúnaöur lögreglu
varð á laugardag í bakaríi við Rauð-
arárstíg þegar menn töldu að maður
nokkur væri með byssu undir hönd-
um. Lögreglan lokaöi afmörkuðu
svæði. Þegar farið var að kanna
málið kom í ljós að þarna var van-
heill maður á ferð með leikfanga-
byssu. Hann ógnaði engum með
„vopninu". -ÓTT
16 áraókölvuð
útaf ástolnum bíl
Sigurður Gestsson frá Akureyri fagnaði sigri á Islandsmótinu i vaxtarrækt
sem tram fór um helgina. Sigurður sigraði í fiokki karla undir 90 kilóum og
í heildarkeppni á mótinu eftir jafna og harða keppni við Guðmund Marteins-
son frá Ólafsvik. Þetta var í áttunda sinn sem Sigurður vann keppnina.
Guðmundur Marteinsson er til hliðar við Sigurð. Aftan við þá er Sólmund-
ur Örn Helgason frá Hvolsvelli sem varð þriðji á mótinu. í kvennaflokki
sigraði Margrét Sigurðardóttir úr Reykjavík. DV-mynd JAK
Lögreglan á Selfossi hafði uppi á
16 ára stúlku við Þrengslaveg um
helgina eftir að hún haföi stolið bíl í
Þorlákshöfn. Stúlkan hafði ekið bíln-
um út af veginum og skemmt hann.
Hún var grunuð um ölvunarakstur.
-ÓTT
'
Veðrið á morgun:
Hæg
breytileg
átt
A morgun verður hæg breytileg
átt og léttskýjað víða um land.
Kólnandi veður og frost verður á
bilinu 1-4 stig.
NEYDARHNAPPUR
FRA VARA
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldraða
D9M9399
Alhliða
öryggisþjónusta
síðan 1 9Ó9
----—