Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 199L í litrófi stjórn- málanna Ýmislegt hefur verið að gerast á pólitískum vettvangi að undan- fórnu. Nýir flokkar eða samtök hafa komið fram á sjónarsviðið svo nú verða 11 listar í framboði í kom- andi kosningum. - Einnig hafa sögulegar sviptingar átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum, með snörp- um hvelli, þegar Davíð Oddsson braust fram eins og þruma úr heið- skíru lofti rétt fyrir landsfund flokksins og tilkynnti að nú væri hans tími kominn til að taka völdin - það væri flokknum fyrir bestu. I fyrstu var sem titringur gripi um sig meðal forystumanna flokks- ins svo að þeir gátu ekki dulið ótta sinn við fylgistap vegna þessa til- tækis borgarstjóra. En skjótt skip- ast veður í lofti... Davíð sagði rétt si svona hvað þeir mættu - ekki KjaHarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður „Svo kann að fara að Davíð Oddsson verði einræðisherra í næstu ríkis- stjórn þótt ekki sé víst að Sjálfstæðis- flokkurinn fái hreinan meirihluta.“ gera - og það dugði... foringinn hafði talað: - Formann mátti ekki kjósa af vorkunnsemi!... Vor- kunnsemi fyrir hvað? þetta lætur dálítið undarlega í eyrum þeirra sem ekki þekkja leikflækjur stjórn- málanna. Valdahroki Nú er Davíð farinn að tala við fólkið úti á landi og segja því frá brennandi áhuga sínum fyrir byggðamálum. Hingað til hafi hann borið hag borgarinnar fyrir brjósti. Nú sé röðin komin að landsbyggð- inni. Verður Davíð sama átrúnaðar- goöið úti á landi eins og í höfuð- borginni? Kannski er það einmitt einræði sem þessi þjóð vill?... einn flokk og sterkan foringja sem lætur eins og vind um eyru þjóta vilja og óskir fólksins en keyrir allt áfram með ótrúlegum valdahroka. Eitthvert hrikalegasta dæmið um einræðisverk borgarstjórans er Ráðhúsið, bæði hvað varðar útlit þessarar ófrýnilegu braggabygg- ingar og allt annað í því sambandi, svo sem allt fjármagnið sem í það fer og betur hefði verið varið til að bæta lífskjör borgaranna og síöast en ekki síst að taka ekki tillit til þótt tugir þúsunda mótmæltu þess- um framkvæmdum heldur banna að undirskriftalistar mættu nokk- urs staðar sjást á opinberum stöð- um... En Reykvíkingar voru ekk- ert að misvirða þennan gjörning því í töluðum orðum rigndi yfir Davíð traustsyfirlýsingum og í borgarstjómarkosningunum, sem fóru fram rétt um sama leyti, fékk Sjálfstæðisflokkurinn meira fylgi en nokkru sinni fyrr... Svo að Reykvíkingar vilja sýnilega ekki lýðræði. Lýðræði eða...? Svo kann að fara. að Davið Odds- son verði einræðisherra í næstu ríkisstjórn. þótt ekki sé víst aö Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta. Þá getur hann samt orðið ein- valdur, svo mjög sem krata langar nú í gamla hækjuhlutverkið. Og það hlýtur rétt að takast, slíkan liðsauka sem þeir hafa fengið af póhtískum flóttamönnum. Eitt sinn var slagorð Jóns Bald- vins fyrir kosningar: „Hverjir eiga ísland?“ Þá fór hann vítt um land með skemmtikrafta til að láta fólk hlusta á pólitíska skrípaleiki og til- kynna hversu margt hann ætlaöi að gera ef hann kæmist til valda t.d. moka framsóknarflór- svo eitt- hvað sé nefnt. En Jón Baldvin komst til valda án þess að moka flór eða bæta ástandiö á nokkurn hátt, svo vitað sé. Hins vegar tókst honum í samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn að koma á matarskattin- um illræmda. Þó að þessi maður stimph sig vinstra megin við miðju sýnir það aðeins að hann þekkir ekki sjálfan sig og þarf, ef hann vill ná áttum að leita að sér annars staðar - jafnvel hægra megin við íhaldið. Þannig hefur hans pólitíski ferill oft litið út frá vinstra sjónar- horni. Nýtt vígorð Nú er vígorð Alþýðuflokksins: „Íslandí A-flokk“... ogþykirýms- um það hljóma skringilega. Stór- fenglegar auglýsingar birtast í blöðum um hvað þeir eru og flóð af spurningum. Einn slíkur auglýs- ingalisti var að berast mér í hendur rétt í þessu. Þar stendur: - Við er- um A-listinn. Skreytt með rauðum strikum (kannski á það að tákna vinstra megin við miðju!) - Þá koma nöfn tveggja framboðs- kandidata og spurningasyrpa. „ís- land í A-flokk“. Varla þarf að efast um að þessir framboðskandidatar fara létt með að svara þessum spruningum á kratiska vísu: annar fæddur inn í Alþýðuflokkinn rétt eins og maður- inn sem fæddist í Alþýðuhúsinu á ísafiröi og var skírður áður en hann fæddist - hinn, einn pólitísku flóttamannanna, sem að líkindum er þjakaður af EB-æðiskastinu sem hefur lagst ofurþungt á suma stjórnmálaflokka og einstaklinga. - Því var ekki nema eðlilegt að hann veldi þessa leið... Kannski getur glórulaus frjálshyggja og undir- lægjuháttur við EB auðveldað svarið: „Hveijir eiga ísland?" Aðalheiður Jónsdóttir w/ mmm ■ GOODfYEAR HEKLA LAUGAVEGI 174 9 6955604.674363 GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI BORGARTÚNl 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SlMI 62 72 22 VERKLEGT HLBOD Við náðum sérstökum samningum á takmörkuðu magni af Black og Decker iðnaðarverkfærum og lækkum verðið snarlega meðan birgðir endast. PS4-11K <! Slípirokkur í stáitösku 11000 snún. á mín. sterkur og handhægur, 41/i”, 720W. Sölustaðir um land alH. SINDRI -sterkur í verki ALoftborhamar í stáitösku Fyrir SDS steinbora, stiglaus afturábak og áfram, 550W. P22-71K Höggborvél í stáitosku> Óvenjulega fjötbreytt og kraftmikil með afköst í hámarki, 2ja gíra, stiglaus - afturábak og áfram, 500W. Pll-69 Borvélv Létt, afar sterk, örugg og fjölhæf, stiglaus - afturábak og áfram, 450W.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.