Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 38
54
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991.
FAMILY
FRESH
FJÖLSKYLDU-
LÍNAN
SHAMPOO • HÁRNÆRING •
FREYÐIBAÐ • STURTUSÁPA •
ROLL ON • SVITASPRAY • GEL-
SPRAY • HÁRGEL • HÁRFROÐA •
VARA Á GÓÐU VERÐI
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
5: 2 77 70 og 2 7740
^ LJOS 'ywERCU
RAUTT
L/ÓS/
Aðför gegn lýðræðinu
Á síðustu dögum kosningabar-
áttunnar hefur ýmislegt orðið til
þess að vekja hjá mér spurningar
um það hvaða hugmyndir menn
hafa um frelsi og lýðræði. í mörg-
um íjölmiðlum hefur stjórnmála-
flokkum verið mismunað í umfjöll-
un blaða- ög fréttamanna, bæði efn-
islega og hvað varðar magn um-
fjöllunar.
Davíð fyllti mælinn
Óþarfi og í raun ómögulegt er að
telja upp öll þau skipti í þessari
kosningabaráttu þar sem Þjóðar-
flokkurinn - Flokkur mannsins og
aðrir utanþingsflokkar eru afskipt-
ir í kosningaumfjöllun blaða, út-
varpsstöðva og sjónvarpsstöðva.
Það er ekkert nýtt við að okkar
flokkur eigi erfitt uppdráttar við
að koma sér á framfæri í fjölmiðl-
um, þannig hefur það verið alla tíð
bæði hjá Þjóðarflokknum og Flokki
mannsins. Það sem er hins vegar
nýtt eru varnarorð ýmissa flöl-
miðla um hættuna sem stafar af
því að of margir og litlir flokkar
bjóði fram í kosningum til Alþingis.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og forsætisráð-
herrakandidat síns flokks, fyllti
mælinn í allri þessari umræðu á
framboðsfundi á Blönduósi á dög-
unum þar sem hann lét þau um-
mæli falla að nauðsynlegt væri að
stemma stigu við smáflokkafram-
boðum hér á landi og réttast væri
að láta þessar „flokksnefnur", eins
og hann kallaði það, sjálfar greiða
kostnaðinn sem ríkið yrði fyrir af
þessum kosningum. Einnig fannst
honum óréttlátt að stjórnmálasam-
tök á borð við Flokk mannsins
Kjallarmn
Pétur Guðjónsson
skipar 1. sæti á iista
Þjóðarflokks - Flokks
mannsins í Reykjavík
fengju jafnmikinn tíma til kynn-
ingar í flölmiðlum og Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Davíð minntist einnig á erlendar
fyrirmyndir, sem við getum haft
að leiðarljósi þar sem smáflokka-
framboð eru takmörkuð, og nefndi
í því sambandi England.
Ég vil lýsa furðu minni á þessum
ummælum formanns svokallaða
stærsta flokks landsins sem kennir
sig við frelsi og mannúð og tel
þekkingu hans á mannréttindum
og lýðræði beinlínis hættulega lýð-
ræðinu, að ekki sé minnst á dramb-
ið sem í þessum ummælum felst.
Þetta er málflutningur Davíðs
Oddssonar sem sjálfstæðismenn
vilja fá sem forsætisráöherra
næstu flögur árin. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn undir forystu Davíðs
Oddssonar fær nægilegan stuðning
kjósenda til að geta myndað ríkis-
stjórn eftir kosningar eiga lýðræð-
issinnaðir íslendingar ekki von á
góðu á næstu árum.
Mótmælum
mannvondri stefnu
Nú eru fleiri stjórnmálaflokkar í
framboði til Alþingis en verið hefur
í undanförnum kosningum og sjálf-
sagt erfitt fyrir fólk að gera sér
grein fyrir sérstöðu hinna ýmsu
framboða. Hins vegar er það mikill
misskilningur eins og flölmiðlar
hafa látið í veðri vaka að valið sé
á milli flórflokkanna og Kvenna-
listans.
Gömlu flokkarnir eru eins og
samhent tannhjól í ryðgaðri vél og
þeir hafa enga möguleika á að gera
gagngerar kerfisbreytingar þrátt
fyrir góðan vilja ýmissa manna
innan þeirra.
Ef breytingar eiga að eiga sér stað
þurfa þær að koma frá fersku afli
sem er ekki rígfast í vélgengi kerf-
isins.
Við mótmælum mannvondri
stefnu núverandi ríkisstjómar og
við vörum við hugmyndum sjálf-
stæðismanna um þrengingu lýð-
ræðis. Pólitíkin sem þessir flokkar
hafa byggt upp er afleiöing af kerfl
sem er eins og mengunarský sem
kæfir athafnavilja einstaklinga,
fyrirtækja og félagasamtaka.
Þjóðarflokkurinn - Flokkur
mannsins leggur áherslu á þörfina
á breyttum stjórnmálum í þjóð-
félagi nútímans.
Við leggjum áherslu á valddreif-
ingu og jafnrétti á milli landshluta.
Við leggjum áherslu á aukna
ábyrgð stjórnmálamanna og aö Al-
þingi gegni upphaflegu hlutverki
sínu sem stefnumótandi löggjafar-
stofnun.
Við leggjum áherslu á að kjör al-
mennings verði bætt með hækkun
skattleysismarka og að lægstu laun
verði aldrei undir þeim mörkum.
Kosningarnar, sem nú fara í
hönd, snúast um framtíðina.
Spurningin sem kjósendur þurfa
að spyrja sig áður en þeir fara inn
í kjörklefann er hvort gefa eigi flór-
flokknum tækifæri til að viðhalda
óviðunandi ástandi eða veita nýrri
pólitík brautargengi.
Pétur Guðjónsson
„Við leggjum áherslu á aukna ábyrgð
stjórnmálamanna og að Alþingi gegni
upphaflegu hlutverki sínu sem stefnu-
mótandi löggjafarstofnun.“
-ji
KOSNINGAR!
Við minnum á KOSNINGASJÓNVARP-
IÐ sem hefst kl. 21:00 að kvöldi kjördags
þann 20. apríl og stendur fram eftir
nóttu. Pjóðin fylgist með úrslitum kosn-
inganna í SJÓNVARPINU í beinni út-
sendingu frá talningastöðum. Er þín aug-
lýsing bókuð í SJÓNVARPINU?
© 693060
AUGLÝSINGADEILD
Sviðsljós
Tónabær:
Danskeppni 10-12 ára
íslandsmeistarakeppni 10-12 ára
barna í „freestyle" dansi var haldin
í Tónabæ fyrir nokkru þar sem
hátt í eitt hundrað þátttakendur
mættu til leiks.
Félagsmiðstöðin Tónabær og
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur hafa staðið að þessari keppni
undanfarin ár og leikur enginn
vafi á því að hún mælist vel fyrir
hjá unglingunum.
Mikil og góð stemning var í hús-
inu og voru hátt í 500 manns þar
saman komnir til að fylgjast með
hveijir yrðu krýndir íslandsmeist-
arar.
Úrslitin urðu þau að í hópdansi
sigraði hópurinn „Wisked Witc-
hes“ en hann skipa Ánna S. Sigurð-
ardóttir, Ingunn Guðbrandsdóttir,
Guðflnna B. Björnsdóttir, Haddý
Anna Hafsteinsdóttir og Bergþóra
Bjömsdóttir. Hópurinn „Talíur"
varð í ööru sæti og hópurinn
„Kúnst“ í því þriðja.
í einstaklingsdansi varð Guð-
finna Björg Björnsdóttir í fyrsta
sæti, Anna S. Sigurðardóttir í öðru
og Birgitta Gröndal i því þriðja.
Félagsmiðstöðin Tónabær stóð fyrir „freestyle“ danskeppni fyrir stuttu
og þá varð þessi hópur, sem kallar sig „Wisked Witches", i fyrsta sæti.
DV-myndir GVA
©
Guðfinna Björg Björnsdóttir hampar
hér verðlaununum en hún varð í
fyrsta sæti i einstaklingskeppninni.
„Talíur“ hrepptu annað sætið i hópdansinum.