Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Page 12
I
12
Spumingin
Hvar vildir þú helst búa?
Sigmar Þór Ingason kokkur: í Mý-
vatnssveitinni, þaö er fallegasti stað-
ur á jörðinni.
Davíð Björgvinsson blaðasali: I
Reykjavík.
Áslaug Gunnarsdóttir: Örugglega
ekki í Reykjavík.
Gauti Arnarson nemi: í Reykjavík.
Björn Mekkinóson: Á Guðrúnargöt-
unni þar sem ég bý.
Birgir Páll Auðunsson blaðasali: Á
Spáni, það er svo heitt þar.
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991.
Lesendur______________________________________
Nokkrar staðreyndir um áhrif tóbaksreykinga:
Börnin fyrst
ogfremst
Hermann Þórðarson skrifar:
Þegar við tölum um óbeinar reyk-
ingar er átt við það þegar börn og
aðrir anda að sér reyk frá fólki sem
er aö reykja. Reykurinn frá brenn-
andi sígarettu inniheldur tvöfalt
meira magn af nikótíni heldur en það
sem reykingamaðurinn andar að sér
og fimm sinnum meira af kolsýringi.
Þetta getur valdið ungbömum önd-
unarerfiðleikum.
Óbeinar reykingar geta valdið ung-
börnum skaða. Sígaretturreykur
inniheldur næstum því 4000 efni,
m.a. ammoníak, bensín, formalde-
hýð (ertir húð, augu og öndunar-
færi) og blásýru, auk kolsýringsins
sem áður er getið. Böm, sem eru
óvarin fyrir óbeinum reykingum,
anda þessum efnum aö sér. Rann-
sóknir sýna að börnum, sem anda
að sér reyk af þessu tagi, er hættara
við kvefi, eyrnabólgu, kverkabólgu
og hálseitlabólgu. Einnig getur það
valdið erfiðleikum á lungnastarfsemi
og jafnvel dregið úr vexti lungna hjá
ungbörnum.
Böm læra af foreldrum sínum.
Böm foreldra sem reykja em líklegri
til að verða reykingafólk en aðrir.
Verðandi foreldrar í hópi reykinga-
fólks ættu því að reyna að hætta að
reykja og eftir fæðingu barnsins
forða því frá óbeinum reykingum.
Reykingar verðandi mæðra eru
fóstrinu hættulegar. Þegar þunguð
kona reykir andar hún að sér nikót-
íni og kolsýringi. Nikótínið dregur
úr magni þeirrar næringar sem berst
til fóstursins. Reykingar verðandi
mæðra auka hættuna á fósturláti
(170% meiri hætta hjá stórreykinga-
konum), fæðingu fyrir tímann (300%
líklegra hjá stórreykingakonum),
andvana fæðingum (55%), fæðing-
argöllum (t.d. klofinni vör og klofn-
um gómi), ungbarnadauða (sérstak-
lega fyrstu 28 dagana eftir fæðingu)
og öndunarerfiðleikum (astma) hjá
kornabörnum.
Því fyrr sem verðandi móðir hættir
að reykja því betra. Ef hún hættir
strax og hún uppgötvar að hún er
þunguð dregur hún úr hættunni á
að barnið verði fyrir einhverjum af
þeim skakkaföllum sem áður er get-
ið. Ef hún hættir þegar hún er komin
fjóra mánuði á leið eru líkurnar á
fyrirbura eða undirmálsbarni þær
sömu og hjá konum sem reykja ekki.
Ef hún hættir einhvem tíma áður en
barnið fæðist eykur hún líkurnar á
að fæða heilbrigt barn.
Hvers vegna verða slys
um borð í skipum?
Rúnar skrifar:
Já, hvers vegna? spyrja margir
sjálfa sig. Það verður þó fátt um svör
eins og gefur að skilja. Auðvitað eru
margar ástæður fyrir því að slys
verða en þó er ein tegund þeirra sem
ég hef velt fyrir mér lengi, sem vert
er að huga að, og á þetta ekki bara
við um slys um borð í skipum heldur
alla, til sjávar og sveita. - Ég vil biðja
menn aö huga vel að þessu atriði.
Ég hef oft tekið eftir því er maður
les um slys um borð í skipum að sagt
er að viðkomandi hafi verið í fyrsta
róöri þegar atburðurinn átti sér stað
eða hann hafi verið að koma úr löngu
fríi, hafi verið að leysa af, búinn að
vera í landi (kannski eitt ár eða svo)
- eða eitthvað í þessa áttina.
Ég fór í skóla og var frá sjó-
mennsku heilan vetur. Eftir það fór
ég aftur á sjóinn. Þegar ég hafði ver-
ið einn eða tvo daga á sjónum slasað-
ist ég. Að vísu ekki mikið en nóg til
þess að það var farið með mig í land.
Ég hugsaði ekki út í það þá en ég fór
svo í skóla tveimur árum síðar og
var heilan vetur. Á vorönninni fór
ég í lausaróður og þá slasaði ég mig
aftur og farið var með mig í land eins
og í fyrra skiptið. Jafnaði ég mig fljótt
aftur.
Er ég fór að velta þessu fyrir mér
fékk ég aðeins eina skýringu. Þessi
vinna samanstendur af verkum sem
maður gjörþekkir og eftir svo og svo
langan starfsaldur er maður í góðri
æfingu sem slíkur. En fari maður úr
æfingu fer í verra. Það tekur að mínu
mati svona fjóra daga að komast í
æfingu á ný hafi maður verið frá
vinnunni einhvern teljandi tíma.
Ég segi því við alla sem eru að fara
á sjó eftir langt frí: Veriö þar sem
hættan er minnst í þessa fáu daga,
t.d. alls ekki nálægt spilum eða öðr-
um slíkum vélbúnum tækjum eða
veiöarfærum sem eru að fara í sjó-
inn. - Nú hefi ég farið í skóla þriðja
veturinn og er ég kom aftur til sjós
hafði ég þetta í huga og hef sloppiö
hingað til, guði sé lof.
Fjölskyldan og Ijármálin
Þ.Þ. skrifar:
Ljótt er nú orðið ástand fjármála
hér á landi og vona ég aö brátt verði
farið að gera einhveijar úrbætur þar
á. Það væri t.d. hægt að loka fyrir
erlendar lántökur til eigenda versl-
unarhúsnæðis því þær stuðla að
hækkandi vöruverði eins og dæmin
sanna. - Nú ætla ég að nefna annars
konar dæmi sem fjallar um fjöl-
skyldu mína. Ég er nefnilega orðin
alveg ráðalaus hvað gera skal.
Við búum í 130m2 húsnæði og sum-
ir segja að það sé stórt. Aðrir ekki. Á
þessu ári höfum við greitt fyrir síma,
hita og rafmagn kr. 39.300, í fasteig-
nagjöld, bifreiðatryggingu, bifreiða-
gjald og fyrir afnot Ríkisútvarpsins
kr. 120.000, í afborganir af lífeyris-
sjóðs- og húsnæöismálastjórnarláni
kr. 178.000. - Þetta eru samtals kr.
337.300, og væri þetta ekkert vanda-
mál ef tekjurnar væru meiri en þær
eru frá áramótum (útborguð laun
ásamt barnabótum) kr. 610.300. Þeg-
ar búið er að borga fyrrgreinda gjald-
aliði eru eftir kr. 273.000 og það gera
45.500 á mánuði.
Ég verð að láta þessa upphæð end-
ast en það er bara ekki hægt svo far-
ið var út í það að fleyta sér áfram á
Visa og yfirdráttarheimild á ávísana-
hefti og þær skuldir eru nú komnar
í hámark. Og hvað er þá til ráða? -
Á ég að taka lán? Nei, ég get ekki
bætt meiru ofan á mánaðarlegar
greiðslur því þaö minnkar bara það
ráðstöfunarfé sem nú þegar er fyrir
hendi. Og ekki borga aðrir fyrir mig
sem væri líka fáránlegt.
Þetta er orðinn einn vítahringur
og veit ég ekki hvað er til ráða. Helsta
ráðið sýnist mér að leita ráða hjá
ríkisstjórn eða forsætisráðherra sem
hefur alltaf verið ráðagóður maður
og rekið sín fyrirtæki meö blóma.
Hann gæti e.t.v. bent mér á góða
lausn út úr þessu máli. Hana mætti
einfaldlega senda inn sem lesenda-
bréf til DV og ég myndi áreiðanlega
fylgjast með, svo og margir aðrir sem
eins er ástatt um.
Framtíð Ála-
fossengin
Baldur Sigurðsson hringdi:
Nú hefur ríkisstjórnin rætt
vandamál þau sem fyrirtækið
Álafoss hf. hefur skapaö þjóð-
inni. Enn er umræðu frestað og
nefnd manna skipuð til að ræða
framtíð fyrirtækisins. Mér
finnast umsagnir ýmissa aðila
um Álafoss orka tvímælis. - For-
seti bæjarstjórnar á Akureyri
segir t.d. að það sé stór biti að
kyngja fyrir bæiim ef Álafoss
verði lagt niður. Telur bæjarfúll-
trúinn auðveldara að kyngja bit-
anum eftir að bæjarsjóður leggur
fram háar fjárhæðir til styrktar
fyrirtækinu?
Auðvitað eiga stjórnvöld ekki
aö púkka upp á þetta gjaldþrota
fyrirtæki. En kannski eru þau
undir áhrifum frá fyrrv. forsætis-
ráðherra og SÍS. Ölium er Ijóst ,
að framtíð Álafoss er engin.
Viðviljum EBIert i
Lúðvík Eggertsson skrifar:
Það vakti mikla ánægju meðal
Reykvikinga þegar Ellert B.
Schram gerði kunnugt að hann
væri fús að taka við starfi borgar-
stjóra ef honum væri gefinn kost-
ur á því. - Ellert nýtur stuðnings
reynslu sinnar í stjórnmálum,
blaðaskrifum, forystu í íþróttum
o.fl. Hann er maður hógvær.
Mönnum er enn í fersku minni
er hann vék sæti fyrir ílokks-
formanni á Alþingi til að hliöra
til á erfiðri stundu. Slíkt er meira
en vænta má af öðrum. - Hann
er kunnur aö öllu góðu meðal
þjóðarinnar.
Gott útlit, greind og geðþekk
framkoma hefur gert Ellert að
hvers manns hugljúfa. Aðrir, sem ,
nefiidir eru til borgarstjóra í tjar-
vist Davíös, jafhast ekki á við
Ellert. - Ef Davíð ílendist í lands-
málum er Ellert allra manna lik-
legastur til að vinna næstu borg-
arsljómarkosningar.
HlPóllands-
ekkiAfríku
Ásgrímur skrifar:
Eg hef haft það fyrir sið að fara
með gömul fót og annað, sem
ekki er lengur í notkun en heilt
og óslitið, til Hafnarfjarðar og
afhenda nunnunum í klaustrinu
þar sem hafa sendt þetta til þurf-
andi fólks annars staðar. Hingað
til hafa Pólverjar notið þessa. Ég
tel það vel til falliö því við höfum
haft góð samskipti við Pólland
lengi og þai' hefur verið skortur
á ýmsum nauösynjum sem full ,
þörf hefur verið að bæta úr. '
Síðast er ég fór með fatnað i
klaustrið var mér tjáö að allar
sendingar færu til Afríku en ekki
til Póllands. Það væri of dýrt að
senda gáma til Póllands. - Ég af-
henti að vísu mirrn pakka en er
óhress með að framlagið skuli
ekki fara til Póllands. Ég víl frem-
ur styðja fátækt fólk á okkar
menningarsvæði.
Ijótsagaum
kisuböm
Dýravinur skrifar:
Það gerðist nú á dögunum að
eitt heimilislaust kisugrey gaut
kettlingum i húsagarði einum hér
í Reykjavík. Þar lá litia fjölskyld-
an í friði og heilsaðist vel, að því
er virtist Einu sinni sem oftar fór
kisumamman í fæöuleit en heim- k
koman var ekki sú sama og }
venjulega... Einhver hafði tekiö
öll böm hennar. - Ekki einn ein- k
asti kettlingur eftir. I
Nú kemur kisa ekki heim til
barnanna sinna sem sjúga hungr-
uð spenann, Hún ráfar um leit-
andi og mjálmandi en finnur
ekki. Mér var tjáð að starfsmenn
kattavinafélagsins hefðu séö fyrir
þvt. - Ef rétt er segi ég einfald-
lega: Hvílíkir kattavinir!