Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Síða 22
38
MÁNUDAGUR 10: JÚNÍ 1991.
GARÐASTAL
Á þök og veggi
55 HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
ADJUSTABLE "E" er stillanlegur
höggdeyfir með sverum stimpli.
ó^-
Hentar sérlega vel fyrir
stóra jeppa og VAN-bíla.
SKEIFUNNI 5A,
91-81 47 88
U-800 LEADER
Öðrum fremri!
70 hestafla fjölnotavél með vökvadrifi
á öllum hjólum.
Mokar - Lyftir - Grefur - Borar
Sárlega hagstætt verð !
M Ráðgjöf - Sala - Þjónusta
Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 82530
LífsstOI
Verðhækkanir veitingahúsa á drykkjarföngum:
Langt umfram
veröbólgu
Verðhœkkun á áfengi
— frá mars 1990 til apríl 1991 —
□ Meðaltalshækkun rn Meðaltalshækkun
ATVR veitingahúsa
Tvöfaldur vodka í Egils -Gull
gosdrykk á flösku
Veitingahúsin hafa hækkað verð á
drykkjarföngum langt umfram verð-
lagsþróun í landinu á síðustu 13
mánuðum. Það er niðurstaða verð-
könnunar Verðlagsstofnunar sem
gerð var fyrir skömmu. Verðhækk-
animar hjá ÁTVR hafa aftur á móti
verið mjög í samræmi við verðbólgu
á tímabilinu. Verðbólgan samkvæmt
lánskjaravísitölu er 5,8% á tímabil-
inu mars 1990 til apríl 1991. Það er
tímabilið sem Verðlágsstofnun geng-
ur út frá í könnun sinni.
Mesta hækkunin
ábjór
Verðlagskönnunin í mars 1990 náði
til áfengis, gosdrykkja, bjórs og kaffi
á rúmiega 80 veitingahúsum á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landsbyggð-
inni. í könnuninni í apríl voru sömu
tegundir kannaðar í 94 veitingahús-
um, 78 á höfuðborgarsvæöinu og 16
víðs vegar á landinu. Töluverður
munur var á álagningu veitingastað-
anna á bjór eftir tegundum. Álagning
veitingastaðanna á Egils gull og Lö-
venbráu er langt umfram hækkanir
ÁTVR á tímabilinu. Hins vegar er
hækkunin á Tuborg og Budweiser
svipuð hækkunum ÁTVR. Meöal-
hækkun á glasi af gosdrykk er 9,5%
og er það svipað og veröhækkun frá
gosdrykkjaframleiðendum.
Könnunin leiðir í ljós umtalsverð-
an mun á verði á sömu tegundum
milli veitingahúsa. Til dæmis kostar
kafíi með ábót 50 krónur þar sem það
er ódýrast en 160 krónur þar sem það
er dýrast en það er 220% hærra verð.
Sama má segja um álagningu á létt
vín. Hún er allt frá 52% upp í 388%
ofan á verð frá ÁTVR. í töflunni hér
á síðunni sjást nokkur dæmi um
lægsta og hæsta verð á algengum
drykkjarvörum og meðalhækkun
þeirra á tímabilinu.
í súluritinu á síðunni er gerður
samanburður á verðhækkun veit-
ingastaðanna og verðhækkun ÁTVR
á tímabihnu mars 1990 til apríl 1991.
Á því sést glögglega að meðaltals-
hækkun veitingastaðanna er allt að
íjórum sinnum meiri en hækkun
ATVR á guöaveigunum á sama tíma.
Hafa ber í huga að verðsamanburð-
urinn er ekki með öllu raunhæfur.
Þjónusta á veitingahúsum er mjög
misgóð svo og innréttingar og um-
hverfi sem geta haft áhrif á verðið. í
könnuninni er ekki lagt mat á þau
atriði heldur er hér eingöngu um
verðsamanburð að ræöa.
ÍS
Vörutegund Lægsta verð Hæsta verð Mars 1990-Apríl 1991 Meðalhækkun%
Glas afgosdrykk 90 180 9,5
Kaffi með ábót 50 160 12,0
Tvöfaidur vodka í gosdrykk 400 660 17,8
White Russian 390 730 18,2
Dry Martini 310 650 17,6
Löwenbráu, 33 cl fl. 300 480 22,9
Kartöflur - birgðir,
gæði og meðferð
Þessa bændur á að verðlauna með
því að kaupa þeirra vöru.
Besta eftirlit með gæðum vöru
kemur frá neytendum. Þess vegna
eru þeir hvattir til að vera vakandi
yfir gæðum þeirra kartaflna sem
boönar eru til kaups í verslunum.
Ef varan er ekki nógu góð eða-með-
höndlun hennar á sölustöðum ábóta-
vant verða neytendur að gera at-
hugasemdir viö kaupmanninn. Dugi
það ekki er sjálfsagt að hafa samband
við Neytendasamtökin eöa ráðuneyt-
ið sem þá mun gera viðeigandi ráð-
stafanir.
Því miður vill það brenna við að
reynt er að selja kartöflur sem eru
ekki söluhæfar. Með sameiginlegu
átaki neytenda, framleiðenda, sölu-
aðila og stjórnvalda verður að koma
í veg fyrir að þannig vara sé á mark-
aði og eyðileggi þannig fyrir þeim
sem hafa metnað til að sinna starfi
sínu af kostgæfni.
Undanfarið hefur landbúnaðar-
ráðuneytiö látið kanna hvað mikið
er eftir af kartöflum af uppskeru síð-
asta árs. Samkvæmt þeirri könnun
eru nú eftir um 2.000 tonn af góðum
matarkartöflum, sérstaklega af teg-
undunum gullauga og premiere. Með
tilliti til þessarar niðurstöðu verður
nóg til af innlendum kartöflum í allt
sumar eða þar til nýjar kartöflur
koma á markað. Haldi áfram sem
horfir getur það orðið um 20. júlí.
Þegar þessi tími er kominn er
geymsluþol kartaflna farið að rýrna
og því nauðsynlegt aö þær fái bestu
mögulega meðhöndlun á leiö sinni
frá framleiðendum til neytenda.
Minnt er á aö kartöflur eru kælivara
og skulu geymast á köldum og dimm-
um stað. Því er sérstaklega beint til
framleiöenda, heild- og smásöluaðila
og ekki síst til neytenda að vanda
meðferð vörunnar sem kostur er.
í stefnu neytendasamtakanna er
fallist á bann við innflutningi á land-
búnaðarvörum þegar nægt framboð
er af innlendri gæöavöru. Miðað viö
þær upplýsingar sem landbúnaðar-
ráðuneytið og Neytendasamtökin
hafa aflað, meðal annars við vett-
vangsskoðun hjá kartöflubændum,
er ekki ástæða til að ætla annað en
aö hægt verði að bjóða upp á innlend-
ar gæðakartöflur í sumar. Þó er ljóst
að dreifmgaraðilar verða að gera
Neytendur
miklar kröfur til þeirra kartaflna
sem markaðssettar verða.
Ekki er líðandi að markaðssettar
verði kartöflur sem eru byrjaöar að
skemmast. Stærstu hluti kartöflu-
bænda hefur komið sér upp góðum
geymslum og getur því auðveldlega
geymt kartöflur fram á þennan tíma.