Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 7 Ásgeir með hattinn góða. DV-mynd GVA Fréttir Bilun í Flugleiöavél: Varð eftir í Kaupmannahöf n Bilun kom fram í háþrýstívökva- leiðslu Boeing 737 vél Flugleiða síð- astliðinn þriðjudag þegar hún var að búa sig undir lendingu á Kas- trupflugvelli í Kaupmannahöfn. Vélinni var flogið einn hring eftír að lendingarheimild var fengin en lentí svo. Margrét Hauksdóttir, deildar- stjóri upplýsingadeildar Flugleiða, segir að farþegar hafi aldrei verið í hættu. „Þessi bilun þótti ekki mjög al- varleg en þó það alvarleg að vélin var ekki látin fara í loftið aftur fyrr en búið var að gera við hana. Vara- hlutír voru ekki til á staðnum þannig að það þurfti að fá þá ann- ars staðar frá og það þýddi um 12 tíma seinkun fyrir suma farþega. En vél, sem kom frá Lúxemborg aðeins seinna, tók þá farþega sem voru bókaðir frá Kaupmannahöfn í gegnum Keflavík til New York og nokkra til viðbótar. Það urðu því nokkrir eftir sem þurftu að bíða eftir annarri vél sem var send út um kvöldið.“ Margrét segir að það sé mjög sjaldgæft aö bilanir verði í nýju vélunum. Gert var við þessa vél og hún flýgur nú eins og ekkert hafi í skorist. -ns Suzuki Swift SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI • Framdrif/sídrif (4x4) • Beinskiptur / sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 688.000,- kr. $SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 665100 Ásgeir Eliasson þjálfari Verð áfram með hattinn „Það stóð nú ekki til að vera með hattinn góða þetta árið. En það kom þrýstingur frá ákveðnum stuðnings- mönnum liðsins og svo fóru leik- mennimir að tala um þetta,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Islands- meistara Fram, í samtali við DV. íslandsmeistararnir byrjuðu mótið mjög illa. Eftir fyrstu þrjá leikina hafði félagið eitt stig en þá var komið að hattinum góða. Fyrir viðureignina við KA var hatturinn settur upp og vití menn, leikurinn vannst, 2-1. Næstu tveir leikir unnust einnig og það með sömu markatölu, 2-1. En verður Ásgeir áfram með hattínn? „Já, ég verð áfram með hattinn en ég veit ekki hvort við getum þakkað honum úrshtin í undanfórnum leikj- um, þetta hefði getað gerst hvort sem var.“ -GRS Fyrsti ársfjórðungur: íslandsbanki tapar Fyrstu fjóra mánuði ársins varð 252 milljón króna tap af rekstri ís- landsbanka hf. sem rekið er til óraunhæfs munar á inn- og útláns- vöxtum á tímabilinu. Með vaxta- ákvörðun bankans 1. júní síðastlið- inn var taprekstur stöðvaður án þess að vikið væri frá þeirri stefnu að minnka vaxtamun. Þannig er áætlað að vaxtamunur verði um 3,7% á ár- inu en hann var 4% árið 1990 og 4,2% 1989. Ljóst þykir að hagnaður bank- ans verður minni á árinu en því síð- asta. Eigið fé bankans nam 3.572 milljónum í lok apríl. Innlán og verðbréfaútgáfa jukust nokkuð fyrstu fimm mánuði ársins eða um 2,7 milljarða króna sem nem- ur 7,7% aukningu. Hlutdeild íslands- banka í inniánum og verðbréfum banka og sparisjóða er nú um 25%. Tekjur bankans af þjónustugjöld- um námu 539 mihjónum fyrsta árs- ijórðung þessa árs um 4%. Þau eru 44% af rekstrarkostnaði bankans en á síðasta ári var hlutfahið 48%. Rekstrargjöld bankans hafa hækkað um 11% frá síðasta ári og voru 1.225 miUjónir fyrstu íjóra mánuðina. Hlutíjáraukningin sem aöalfundur samþykkti í apríl mun koma tíl fram- kvæmda í haust. Samþykkt var að auka hlutaféð um 1.500 imlljónir króna aö nafnverði. -ns TJALDVAGNAR og allt í útileguna: Tjöld, svefnpokar, himnar, gönguskór, allur útilegufatnaður, stólar, grill, borð, sólskýli og margt margt fleira. Vatnsheldir með útöndun OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR SEGLAGERÐIN ÆGIR Bómull (15.000) Nælon (12.900) w- vv f5 Jfifi ■ - K m 5 manna stórt fortjald

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.