Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. FYLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyririiggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. m&émwww mw* Sævarhöfða 13 - sími 681833 Hefurðu séð sumarblaðið? Húsfreyjan, 2. tbl. 1991, er komin út. Að þessu sinni eru umhverfismálin i brenni- depli. Meðal efnis eru greinar um trjárækt við sumarbústaði, um jarðarberjarækt, kynning á starfsemi „grænna fjölskyldna", um líf- ræna ræktun o.m.fl. Uppskriftir að lystugu ferðanesti og snið af strandsloppum í barna- og fullorðinsstærð. Áskriftarsími 91-17044 Nýir áskrifendur <á 2 tbl. irá fyrra ári í kaupbæti. í GIFTINGARHUGLEIÐINGUM? Fyrirtæki, sem er að undirbúa markaðsátak, óskar eftir að komast í samband við ungt par sem ætlar að stofna heimili og ganga í hjónaband í september 1991. Þarf að vera fólk sem á eftir að verða sér úti um meginhluta búslóðar. Mjög góð laun eru í boði, eða 200 þúsund krónur. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér þetta tilboð nánar og uppfylla framangreind skilyrði sendi bréf, merkt „Markaðsátak“, til auglýsingadeildar DV fyrir 1. júlí nk. Æskilegt að mynd fylgi. ------------------ Utboð Arnarnesvegur, Bæjarbraut - Reykjanesbraut Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 1,1 km, fylling og burðarlag 37.000 m3, skering 25.000 m3 og malbiksslitlag 12.700 m2. Vegurinn skal opnaður til umferðar 15. október 1991 og verkinu að fullu lokið 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5 (aðalgjaldkera), Reykjavík, frá og með 1. júlí 1991. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 15. júlí 1991. Vegamálastjóri ____________________________ Ea^ n« . _i *t Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Daihatsu Feroza 1990 MMCPajero 1988 MMCColt 1988 Daihatsu Cuore 1987 Lada 1500, st. . 1986 Subaru 1800, st. 1985 Subaru 1800 pickup 1982 FiatRitmo 1982 Toyota Corolla 1986 CitroénAxel 1986 Lada 1500, st. 1986 Opel Ascona 1984 MMCColtGLX 1981 Subaru 4x4 1986 Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 1. júlí í Skipholti 35 (kjall- ara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERNDGE8N VA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Matgædingur vikunnar Matgæðingur vikunnar: Karríréttur húsbóndans Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var mikill óleikur sem Kristján Kristjánsson gerði mér í síðustu viku með því að skora á mig í þenn- an matardálk. Ég er rétt fluttur heim til íslands eftir tæplega fimm ára dvöl í Skotlandi og allt mitt dót er enn úti á reginhafi, þar á meðal kokkabækurnar. Mér er því ómögulegt aö leita til þeirra kennivalda, sem ég nota í eldhúsinu. Svo er minnið fremur brigðult á uppskriftir. Lesendur verða því að taka viljann fyrir verkiö í þetta sinn. Ég ætla að lýsa uppskrift að karrírétti sem hefur reynst vinsæll á mínu heimili. Hann er einfaldur og fyrirhafnarlítill," segir Guðmundur Heiðar Frímanns- son, matgæðingur vikunnar, og við snúum okkur beint að uppskriftinni. Hráefni 1 kg nautahakk 4 vænir laukar 3 geirar af hvítlauk 1 msk. karrí (eða 2 msk. af karrísósu) 1 tsk. anís 1 tsk. garam masala 4 msk. sojasósa 8 msk. tómatsósa Einnig er sjálfsagt að nota rjóma og kókoshnetu- kjarna í þennan rétt ef karríið verður of sterkt. Það mýkir og mildar bragðið. Aðferð Byijað er á að steikja laukinn og hvítlaukinn sem má þó ekkiLrenna. Síðan er kjötinu bætt út í og látið brúnast. Þegar kjötið er vel steikt, er öllu'öðru bætt út í og látiö sjóða í hálftíma til 45 mínútur. Ef hægt er að ná í karrísósu í dós er allt í lagi að nota allt úr dósinni. Það fer svo eftir styrk karrísins hvort notaður er kókoshnetukjarni og rjómi. Berið fram með hrísgrjónum og brauði. Það á viö um þessa uppskrift eins og aðrár að hana ber að taka meö hæfilegum fyrirvara. Það verður hver Guðmundur Heiðar Frímannsson. DV-mynd gk að laga hana að sínum smekk. Eftirréttur 4 bananar 5 msk. dökkur púðursykur 3 negulnaglar 1 tsk. kanill 2 msk. vatn Bananarnir eru skornir í tvennt. Sósan er blönduð og hellt yfir bananana. Þeir eru síðan steiktir í ofni á 220 gráðum í 10-15 mínútur. Borið fram með þeyttum ijóma eða vanilluís. Mér hefur reynst þetta ljúffengur eftirréttur." Guðmundur skorar á Gunnar Helga Kristinsson lekt- or við Háskóla íslands að sjá um næstu uppskrift. Hinhliðin____________________________ Jón Stefánsson flatbökumeistari: Vii hafa það notalegt Jón Stefánsson er flatbökugerð- armaður en flatbökur vilja hann og félagar hans kalla hinar ítölsk- ættuðu pizzur sem njóta vaxandi vinsælda. Jón á og rekur ásamt 4 öðrum fyrirtækið Jón Bakan sem sérhæfir sig í flatbökugerð. Þeir félagar reka ekki veitingastað en bjóða fólki að sækja til sín flatbök- urnar eða senda þeim þær heim ókeypis. Umsvifin vaxa hægt og rólega og nú eru komin eldhús á þremur stööum, í Hafnarfirði, Kópavogi og á Ártúnshöfða. Jón flatbökumeistari sýnir á sér hina hliðina. Fullt nafn: Jón Hannes Stefánsson. Fæðingardagur og ár: 27. septemb- er 1963. Maki: Þórunn Óskarsdóttir. Börn: Grímur Ari, 3ja ára. Bifreið: Mazda 323, árgerð 1986. Starf: Framkvæmdastjóri. Laun: Já, ég hef laun. Áhugamál: Fyrst og fremst starfið, flatbökugerð og fleira. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég fékk einu sinni 3 réttar og hafði röskan hundrað- kall upp úr krafsinu en spila ann- ars mjög sjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hafa það notalegt, hggja uppi í sófa með góða bók. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera strand á biluðum bíl úti í umferðinni. Jón Stefánsson flatbökumeistari. Uppáhaldsmatur: Um þessar mundir flatbökur, nánar tiltekið sterkar með miklu af pepperoni pylsu. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn frá Agli. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? íslenska landsliðið í bridge hefur staðið sig firnavel. Uppáhaldstimarit: Ég les eiginlega aldrei tímarit. Hver er fallegasta köna sem þú hefur séð fyrir utan maka? Texas- stúlka sem ég sá nýlega í Louisiana í Ameríku. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Marlon Brando. Uppáhaldsleikari: Marlon Brando. Uppáhaldsleikkona: Laureen Bac- all. Uppáhaldssöngvari: Luciano Pava- rotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Al- bert Guðmundsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Jenni, músin sem er helmingurinn af Tomma og Jenna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fræðslu- þættir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er hlynntur henni. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Mér flnnst engin skara þar fram úr. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sennilega meira á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Lauga- vegur 22. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur, ég er harður Valsari. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að hafa það sérstak- lega notalegt. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór í ferðalag um Bandaríkin. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.