Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Myndbönd DV-listinn Ghost verður að gefa eftir fyrsta sætið þessa vikuna og hrapar niður í það fjórða. Sú mynd sem nú situr í fyrsta sætinu er gamanmyndin My Blue Heaven með Steve Martin og Rick Moranis og það ætti ekki að koma þeim á óvart sem þekkja Steve Martin að hann leikur skemmtilegan skúrk í myndinni. Annars eru litlar breytingar. Nokkrar myndir skipta um sæti og Ghostdad, gamanmyndin með Bill Cosby kíkir inn á listann í tíunda sætið en á varla mikla framtíðar- möguleika á listanum. 1 (3) My Blue Heaven 2 (2) Goodfellas 3 (5) Flatliners 4 (1) Ghost 5 (4) Presumed Innocent 6 (6) Nikita 7 (7) Quick Change 8 (9) Air America 9 (8) Men at Work 10 (-) Ghostdad ★★★ © Bankaræningjar í vanda QUICK CHANGE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjórar: Howard Franklin og Bill Murray. Aóalhlutverk: Bill Murray, Geena Davis, Randy Quaid og Jason Robards. Bandarisk, 1990-sýningartimi 89min. Leyfö öllum aldurshópum. Hinn kunni gamanleikari, Bill Murray, leikur ekki aðeins aðal- hlutverkið í gamanmyndinni Qu- ick Change heldur leikstýrir ásamt Howard Franklin og er þetta í fyrsta skiptið sem hann gerir til- raun til slíks. Honum tekst bæri- lega upp því að Quick Change er frumleg og hressileg gamanmynd. í byrjun kynnumst við banka- ræningja einum sem rænir banka, tekur gísla og heldur þeim í bank- anum. Án þess að lögreglan viti eru tveir samstarfsmenn hans meöal gíslanna og á snjallan hátt sleppa þau þrjú með ránsfenginn eins og ekkert sé framhjá öllu lögregluhði New York-borgar án þess að lög- reglan viti af því og í lengri tíma heldur lögreglan að bankaræning- inn sé enn í bankanum. Það er aft- ur á móti klaufaskapur eins banka- ræningjans sem leiðir lögregluna í sannleikann um málið. En um leið og bankaræningjarnir eru hólpnir byrja erfiöleikarnir. Þeir sem sé villast í New York og lenda í alls konar ævintýrym á leið sinni út á flugvöll þar sem ætlunin er að stinga af til suðrænna landa. Bill Murray, Geena Davis og Randy Quaid í hlutverkum banka- ræningjanna eru hvert öðru betra og þótt ræningjarnir beri sig ekki atvinnumannslega að mörgum hlutum þá er bankaránið sjálft með því snjallasta sem sést hefur lengi. Jason Robbards leikur einnig ágætlega lögregluforingjann sem er að fara á eftirlaun og sættir sig að lokum við að bankaráninu sé klínt á eftirlýstan glæpamann. Quich Change er ekki hnökralaus frekar en ýmsar gamanmyndir með farsakenndan söguþráð en í heild er hún hin skemmtilegasta afþreyingásumarkvöldi. -HK ★★!4 Sögunni breytt RUNNING AGAINST TIME Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Bruce Seth Green. Aðalhlutverk: Robert Hayes, Catherine Hicks og Sam Wannamaker. Bandarísk, 1990 - sýningartími 86 min. Leyfö öllum aldurshópum. Tímaferðalög hafa í gegnum tíð- ina verið vinsælt efni hjá kvik- myndgerðarmönnum og margar ágætar kvikmyndir þar sem tíma- ferðalög er þemað verið gerðar, síð- ast hinar þijár Aftur til framtíðar myndir. Running Against Time sver sig að nokkru leyti í hópa sams konar mynda en hefur þó samt nokkuð sérstakan og forvitnilegan söguþráð þar sem ýmsar spurning- ar um tímaferðir og afleiðingar þeirra eru settar fram og sumum svarað á missannfærandi hátt en öðrum ekki. Aðalpersónurnar eru þrjár, sögu- prófessorinn Dávid Rhodes, sem lifir oghræristífortíðinni, unnusta hans, sjónvarpsfréttakonan Laura, óg vísindamaðufinn Dr. Koopman sdm fúndiö héfur upp aðferð við að ferðast aftur til fortíðar. Af til- viijun kemst Rhodes aö tilraunum Dr. Koopmans og býður sig fram sem tilraunadýr. Saman ákveða þeir að reyna aö breyta mannkynssögunni. Rhodes á að ferðast til ársins 1963 og reyna að hindra morðinu á Kennedy for- seta. Þetta ferðalag fer ekki betur en svo að Rhodes er sjálfur hand- tekinn þegar Os\vald bendir áhann sem morðingjann. Ékki verður far- 'ið meirg út 4 ævintýralegan en skemmtilegan söguþráö en eins og ' þremenningarnir komast að í lok- un þá vepður sögúnni ekki breytt, til þess eru aðstæður of flóknar og eru þeir þepþnir að sléppa lifandi aftur til samtímans. Running Against Time er góö skemmtun fyrir aUa þá sem unna vísindaskáldskap og þó varla sé hægt aö tala um raunsæi í kvik- myndum um tímaferðalag þá eru skýringar á því að sögunni veröur ekki breytt mun áhugaverðari hér enoftáður. -HK Paradísarbíóið CINEMA PARADISO Útgefandi: Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Giuseppe Tornat- ore Aðalhlutverk: Philippe Noiret, Jaques Perrin og Salvatore Cascio Tónlist: Ennio Morricone ítölsk - 1990 Sýningartími - 115 minútur Leyfó öllum aldurshópum Um þessa mynd þarf kannski ekki að fara svo mörgum orðum. Hún er íoksins komin á myndband eftir að hafa gengið á sýningum í Há- skólabíói í meira en ár. Hér segir frá drengnum Totó sem elst upp í litlu þorpi á Sikiley. Besti vinur hans er Alfredo sýningarstjóri í Paradísarbíóinu og helsta skemmt- an þeirra, eins og allra þorpsbúa, er að fara í bíó. Presturinn fylgist með að siðgæði sé framfyigt og í 20 ár hefur ekki sést koss á hvíta ★★ ffi íleit að frétt 1M)V BLUK UP YOUR ALLEY Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Bob Logan. Aðalhlutverk: Linda Blair, Murray Langston og Bob Zany. Bandarisk, 1989-sýningartími 88 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þegar Linda Blair var táningur sló hún eftirminnilega í gegn sem hinn djöfulóði krakki í The Exorc- ist. Bjuggust þá flestir við glæsi- legri framtíð hjá þessari ungu leik- konu en svo varánú ekki. Hún lék í nokkrum kvikmyndum sem flest- um eru gleymdar og var algengara að lesa um hana í slúöurdálkum stórblaða en um leikafrek hennar. Nýlega lýsti Blair því yfir að hún væri ný og breytt manneskja og er Up Your Alley hennar fyrsta til- raun til að endurvekja forna frægð. Til að láta hana njóta sannmæhs skal sagt að hún stendur sig þokka- lega í gamanmynd sem kemur nokkuð á óvart. Blair leikur unga blaðakonu sem þráir aö fá að gera eitthvað af viti í stað þess að vera í sendiferöum fyrir aðra. Hún fær tækifærið þeg- ar kemur í ljós að morðirtgi, sem myrðír útigangsmenn, leynist á götum stórborgar. Hún dulbýst sem flakkari pg fer aö lifa meöal þeirra til áðkómast aö hinu sanna í málinu ög kynnist í leiðinni mörg- um kostulegum persónum. Það er ágætur en einfaldur húmor sem einkennir Up Your Alley en stund- um ér einfóldunin of mikil og dreg- ur það myndina niöur. í heild er Up Your Alley nokkuð brokkgeng en sum atriði eru vel gerð og leik- urinn er með skásta móti. -HK PARADÍSARBÍÓB LÖKSTJÓHl; GIUSEPPE TORNATOSE EINBESTA KVlKMfYND FYRR OQStDAR OSKARS- VERÐLAUNA- MYNDIN1990 tjaldinu í Paradísarbíóinu. Örlögin gera Totó að eftirmanni Alfredos en þar kemur að hann yfirgefur Utla þorpið og kemur ekki aftur fyrr en eftir 30 ár til að vera við jarðarför Alfredos. Hér getur að líta fullkomna kvik- myndatöku án aUra stæla. Frá- bæra lýsingu sem aldrei verður til- geröarleg. Ljúfsára og sorglega frá- sögn sem þó verður aldrei væmin og síðast en ekki síst stórkostlegan leik. Ekki má gleyma kímnigáfunni sem bullar undir á lágum nótum og er aldrei farsakennd. í stuttu máli sagt þá prýðir þessa hófstilltu mynd flest sem gerir kvikmyndir að meistaraverkum. Þennan dýrðaróð til kvikmynd- anna og hins einfalda lífs fortíðar- innar ættu sem flestir að sjá því að það er beinlínis mannbætandi. -Pá Óperaóvættur PHANTOM OF THE OPERA Útgefandi: Kvikmynd Leikstjórn: Tony Richardsson Aðalhlutverk: Charles Dance, Burt Lancaster og Teri Polo Amerisk - 1988 Sýningartími - 210 mínútur Leyfð öllum aldurshópum Hér er fest á filmu hin sígilda saga um óvættinn í óperunni. Eins og mörgum mun vera kunnugt segir þar frá manni nokkrum sem hefur tekið sér bólfestu djúpt undir óperuhöllinni í París. Þar getur hann dulið afskræmt andlit sitt fyr- ir umheiminum en samt notið leik- listarinnar og tónlistarinnar sem ómar að ofan og er hans eina gleði í lífinu. En tilvera hans gjörbreytist þegar hann heyrir óæfða en und- urfagra rödd hinnar ungu Christ- ine hljóma að ofan. Hann vingast við þessa ungu stúlku sem er horn- reka í hópi leikaranna og þjálfar efnilega rödd hennar. En ástin stendur í vegi fyrir því að vinátta þeirra þróist og þar kemur að stúlkan vísar honum á bug. Þessi tiltekna útgáfa er fremur ChARLEsDáNCE BliRTL«a®ffiR Tem Poí.o langdregin og ekki sérlega vel hljóffsett en atvinnusöngvarar syngja fyrir alla leikarana. Leikur- inn er vel fyrir ofan meðallag en sviðsetningin dálítið handahófs- kennd. Það kemur þó ekki í veg fyrir að njóta megi tónlistarinnar sem ávallt stendur fyrir sínu. Því er þessi útgáfa kærkomin þeim sem unna fögrum söng og hafa þolin- mæði til þess að sitja undir sögunni íþrjáoghálfantíma. -Pá ★ >/a #1 í skugga sprengjunnar NIGHTBREAKER Útgefandi: Kvikmynd Leikstjóri: Peter Markle Handrit eftir sögu T.S. Cook, Atomic Soidiers Aöalhlutverk: Martin Sheen, Emilio Estevez, Lea Thompson, Melinda Diller, Joe Pantoliano og Nicholas Pryor Amerisk - 1989 Sýningartími - 94 mínútur Bönnuð innan 12 ára Sæmileg afþreyingarmynd sem fjallar um samviskukvalir virðu- legs taugasérfræðings sem á námsárum sínum horfði upp á ómannlegar tilraunir Bandaríkja- hers með hermenn í eyðimörkinni í Nevada. Þar voru þeir notaðir eins og hverjar aðrar tilraunarottur til þess að komast að áhrifum geislun- ar frá kjarnorkusprengjum á menn. Doktorinn er 30 árum síðar staddur í Las Vegas við afhendingu verðlauna í sínu fagi. Þá leitar fort- íðin hann uppi á ný. Spumingin er: á hann að skjóta sér bak við 30 ára gamlan þagnareið eða hefja upp raust sína og styrkja þar með málstað' örvasa hermanna sem leita bóta frá Sam frænda. Umrædd mynd er hvorki gerð af miklum efnum né metnaði. Sheen leikur ágætlega aö vanda og Estevez er traustur í hlutverki doktorsins á yngri árum. Fram- vindan er óþarflega langdregin og endirinn fyrirsjáanlegur. Hins veg- ar er myndin holl áminning um að kjarnorkan er ekki sú skaðlausa flugeldasýning sem menn héldu í fyrstu. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.