Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Síða 12
12 LÁUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Erlendbóksjá Kvenhatur, kvala- fýsn og mannvonska Bret Easton Ellis, höfundur American Psycho. Patrick Bateman er ungur, ríkur uppi sem starfar í fjármálaheimi New York borgar. Hann er alltaf klæddur fötum frá þekktum hönnuö- um og hefur öll smáatriöi tískunnar á reiðum höndum. Hann býr í glæsi- legri íbúö meö öllum þeim nútíma þægindum sem fást fyrir peninga, sækir reglulega veitinga- og skemmtistáði sem hljóta lof dálka- höfunda í blööum og tímaritum stór- borgarinnar og neytir ótæpilega áfengis, kókaíns og kvenna. En Bateman gerir annað og fleira. Hann drepur fólk. Er fjöldamorðingi sem aldrei fær nóg, sérstaklega þegar fómarlömbin em konur. Leiðbeiningar um pyntingar Patrick þe,ssi Bateman er aðalper-- sónan í nýrri skáldsögu ungs banda- rísks rithöfundar, Bret Easton Ellis. Sagan, American Psycho, hefur vald- iö miklu umróti og deilum í Banda- ríkjunum, þar sem hún var gefin út í mars síðastliönum, og reyndar víö- ar. Ekki vegna þess efnisþráðar sem hér hefur verið stuttlega rakinn heldur hins hvernig höfundurinn gerir efninu skil. Um það bil 40-50 síður af American Psycho eru nefninlega nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að pynta og drepa konur á sem hræði- legastan hátt. Því er lýst í smáatriö- um hvernig Bateman murkar lífið úr nokkrum konum. Við þau illvirki sín beitir hann ýmsum verkfærum, svo sem hnífum, naglabyssu, keðju- sög, rafhlöðum og rafmagnsbor, og svo auðvitað eigin höndum, tönnum og kynfærum. Þá er hungruð rotta höfð við hendina. Þegar söguhetjan hefur lokið við að búta konurnar í sundur koma til sögunnar eins konar uppskriftir aö því hvernig best sé að matreiða hina ýmsu líkamsparta. Andúð og mótmæli Þessi upptalning gefur lítillega til kynna þær ógeðslegu athafnir sögu- hetjunnar sem höfundurinn hefur dundað sér við að lýsa í smáatriðum. Bret Easton Ellis vakti verulega athygh með fyrstu skáldsögu sinni, Less Than Zero, sem varð metsölu- bók þegar hún. kom út áriö 1985. Önnur saga hans, The Rules of Attraction, var hins vegar misheppn- uð. Handritið að American Psycho vakti strax verulegar deilur innan forlags höfundarins, Simon & Schuster, en það er í eigu risafyrir- tækisins Paramount. Samt sem áður var ákveðið að gefa söguna út. Fyrir- framgreiðsla til höfundarins jafngilti um tuttugu milljónum króna. Aðeins einum mánuði áður en dreifa átti bókinni í bókaverslanir fengu ráðamenn Simon & Schuster hins vegar bakþanka. Efni bókarinn- ar hafði spurst út og margir urðu til að láta í ljósi opinberlega vanþóknun á að virt forlag skyldi gefa út slíka sögu. Þar fóru í fararbroddi ýmis blöð og kvennasamtök. Forstjóri for- lagsins tók sig til, las söguna og ákvað að hætt skyldi við útgáfu hennar. Þessi ákvörðun, sem er að sögn ein- stæð hjá slíku útgáfufyrirtæki vestra, vakti verulega athygh. Sumir töluðu um ritskoðun en talsmenn Simon & Schuster vísuðu því á bug: hér væri eingöngu spurning um smekk. Þetta væri verk^sem þeir vildu ekki leggja nafn fyrirtækis síns við. Þótti mörgum það nokkuð seint séð þar sem handritið hafði verið í vinnslu hjá fyrirtækinu í á annað ár. Höfundurinn hélt hins vegar millj- ónunum sínum og fékk strax nýjan útgefanda, Vintage, sem er dóttur- fyrirtæki annars risaforlags vestra, Random House. Vintage gaf hins veg- ar söguna einungis út í pappírskilju og í takmörkuðu upplagi. Hver er tilgangurinn? Ellis sagði þegar ákvörðun Simon & Schuster lá fyrir að viðbrögð for- lagsins kæmu sér mjög á óvart. Það kann að vera rétt. Hins vegar hlýtur hann að hafa búist við sterkun viðbrögðum almennings við sögu sinni. Lýsingar hans eiga einungis samleið með svæsnustu ofbeldis- klámmyndum sem víða eru hrein- lega bannaðar. En að banna bækur þykir auðvitað ekki góð latína í hin- um yestræna heimi. Enda er ekki vitað um takmarkanir á sölu hennar nema í Ástralíu. Þar var bókin úr- skurðuð af stjórnvöldum sem „full- orðinsbók" sem einungis má selja þeim sem náð hafa átján ára aldri og er hún sérstaklega innpökkuð og merkt sem shk. Missir marks Ellis hefur fengið mikið umtal og enn meiri peninga og kannski var þaö tilgangur hans með því að semja söguna. Hann hefur réttlætt verk sitt opin- berlega; sagt að sagan sé ádeila á bandarískt þjóðfélag níunda áratug- arins. Auk þess séu lýsingar hans byggðar á ítarlegri athugun á vinnu- brögðum þekktra íjöldamorðingja allt aftur til Jack the Ripper. Þá leggur Ellis áherslu á að hann sé að lýsa athöfnum geðveiks manns en taki sjálfur á engan hátt undir gjörðir söguhetju sinnar. En sé sagan hugsuð sem ádeila missir hún gjörsamlega marks. Hún er fyrst og fremst endurtekin og lang- dregin upptalning á vörumerkjum tískufatnaðar af öllu mögulegu tagi og frásagnir af hádegisverðum á veit- ingahúsum inn á milli uppáferða, misþyrminga, morða og mannáts. Söguþráður er í raun enginn í Amer- ican Psycho, einungis röð ýmist innan- tómra eða ógeðfelldra atriða, og sögu- persónumar yfirleitt jafn þokukennd- ar í lokin sem í byijun. Hugsanlegur boðskapur höfundar eða gagnrýni á bandarískt þjóðfélag kafnar í einbhn- ingu hans á það hvernig geðsjúkur maður reynir að fá útrás fyrir kvenhat- ur, kvalafýsn og mannvonsku. AMERICAN PSYCHO. Höfundur: Bret Easton Ellis. Vintage Books, 1991. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 2. Barbara Tayior Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFE. 3. Wllbur Smlth: GOLDEN FOX. 4. Oíck Francís: LONGSHOT. 5. Terry Pratchett & Nei! Gaiman: GOOD OMENS. 6. Thomas Harrls: RED ORAGON. 7. Rosamunde Pilcher: SEPTEMBER. 8. Danielle Steel: MESSAGE FROM NAM. 9. Catherlne Cookson: THE WINGLESS BIRD. 10. Pat Booth: MAUBU. Ril almenns eölis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Cllve James: MAY WEEK WAS IN JUNE. 3. PROMS '91. 4. Driving Standards Agency: YOUR DRIVING TEST. 5. Rosemory Conley: COMPLETE HIP & THIGH 0IET. 6. Gambaccint: BRITISH HIT SINGLES. 7. Hopklns & Sugerman: NO ONE HERE GETS OUT ALIVE. 8. Davld Hessayon: THE BEDDING PLANT EXPERT. 9. Seamus Heaney: SEEING THINGS. 10. GARDENS OF ENGLAND & WALES 1991. (Byggt á Tha Sunday Tlmss) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Scott Turow: BUROEN OF PROOF. 2. C. V. Andrews: SECRETS OF THE MORNING. 3. Johanna Lindsey: ONCE A PRINCESS. 4. Sue Grafton: „G" IS FOR GUMSHOE. 5. Thomas Harrls: RED DRAGON. 6. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 7. Danfaiie Steei: MESSAGE FROM NAM. 8. Dafe Brown: HAMMERHEADS. 9. Joseph Wambaugh: THE GOLOEN ORANGE. 10. Catherlne Coulter: IMPULSE. 11. Lilian Jackson Braun: THE CAT WHO LIVED HIGH. 12. Gene Deweese: RENEGADE. 13. Stephen King: THE STAND. 14. Dominick Dunne: AN INCONVENIENT WOMAN. 15. Sue Milter: FAMILY PICTURES. Rii almenns eðiis; 1. Deborah Tannen: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 2. Victor Ostrovsky: BY WAY OF DECEPTION. 3. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 4. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 5. M. Scott Peek: THE ROAO LESS TRAVELED. 6. George F. Will: MEN AT WORK. 7. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 8. S. Jill Ker Coneway: THE ROAD FROM COORAIN. 9. Mary Cathorine Bateson: COMPOSING A LIFE. 10. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE AND MIRACLES. (Byggl i New York Times Book ReviewJ Danmörk Skáldsögur: 1. Mary Wesley: SENSOMMERUDFLUGT. 2. Froslev Christensen: TORNEN I 0JET. 3. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 4. Vaclav Havel: FJERNFORH0R. 5. Johannes Mollehave: SKUFFELSER DER IKKE GIK I OPFYLDELSE. 6. Anne Karin Elstad: MARIA, MARIA. 7. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 8. A. de Salnt Exupery: DEN LILLE PRINS. 9. Tom Wolfe: FORFÆNGELIGHEDENS BAL. 10. Knud H. Thomsen: KLOKKEN I MAKEDONIEN. (Byggt é PollHken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Framtíðarsýn Kurt Vonnegut verður seint tal- inn til bjartsýnismanna. Skáld- sögur hans, sem margar hverjar gerast í fjarlægð í tíma og/eða rúmi, hafa að geyma dimma og dapra framtíðarsýn. Nýjasta skáldsagan, Hocus Poc- us, er engin undantekning. Þar er horft til bandarísks þjóðlífs eftir næstu aldamót og útlitiö er dökkt; þjóðfélag þar sem aðskiln- aðarstefna, byggð á auði og litar- hætti, er í algleymingi og jap- anskir kaupsýslumenn allsráð- andi. Sagan er rituð i brotum. Eugene Debs Hartke skrifar hugleiðing- ar, endurminningar, lýsingar á pappírssnifsi sem hann finnur hverju sinni - stundum nokkur orð, stundum heilar síður. Hann er um árabil kennari við háskóla í New York-ríki, er rekinn þaðan fyrir að vera of svartsýnn (slíkt telst óamerískt), gerist starfs- maður fangelsis sem Japanir reka eins og annað. Þar gerast örlagaríkir atburðir sem enn breyta lífi hans. Hocus Pocus er fyndin hug- vekja í hinum sérstæða stíl sem hefur gert Vonnegut einn áhuga- verðustu rithöfunda vestanhafs. HOCUS POCUS. Höfundur: Kurt Vonnegut. Vintage, 1991. TOE INTERNATiONAL BEST SEU.ER by the aothot of Airport antj SWfí£ MvdKifm THE EVENING NEWS Fréttamenn í sviðsljósi Arthur Hailey er þekktur fyrir skáldsögur þar sem blandað er saman spennandi söguþræði og ítarlegum lýsingum á starfsemi stórfyrirtækja í Ameríku svo sem risaflugvelli eða stóru hóteh. Að þessu sinni er sögusviðið banda- rísk sjónvarpsstöð og helstu per- sónurnar fréttamenn, tækni- menn, stjórnendur og eigendur stöðvarinnar. Segja má að tveir sjónvarps- fréttamenn fari hér með aðalhlut- verkin. Þeir eru í senn félagar og keppinautar - bæði í starfi og einkalífi - þótt ólíkir séu. Spennu- efni sögunnar er hins vegar al- þjóðleg hryöjuverkastarfsemi. Eiginkonu, syni og föður annars sjónvarpsfréttamannsins er sumsé rænt og gengur treglega að hafa uppi á þeim. En, eins og við má búast í slíkri afþreyingar- sögu, tekst söguhetjunum um síð- ir það sem öðrum er ofvaxið: að ná gíslum úr höndum ræningj- anna. Þetta er tilvalin sumarleyfis- bók; í senn spennandi og fag- mannlega samin afþreying. THE EVENING NEWS. Höfundur: Arthur Hailey. Dell Publishing, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.