Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Réttur til sjálfstæðis Barizt er í Júgóslavíu um rétt þjóða til sjálfstæðis. Slóvenía og Króatía lýstu yfir því á þriðjudaginn, að þær væru sjálfstæð ríki og mundu yfirgefa júgóslavneska ríkjasambandið, sem nú reynir að brjóta lýðveldin á bak aftur með hervaldi. Risaveldin, Bandaríkin og Sovétrík- in, óttast sundrungu Júgóslavíu. Bandaríkjastjórn segist telja, að Júgóslavía eigi að vera áfram eitt ríki. Stjórnin segist þó hafa samúð með málstað Slóvena og Króata, en leggur áherzlu á, að unnið skuli að málum á friðsam- legan hátt. Þessi afstaða Bandaríkjastjórnar er ekki rök- rétt, þar sem það er sambandsríkið, sem fer með her á hendur lýðveldanna nýju. Risaveldin sjá sér því hag í að ganga gegn breytingum af þessum toga. Það passar ekki fyrir Bush Bandaríkja- forseta eða Gorbatsjov Sovétleiðtoga, að breytingar verði á ríkjaskipun á Balkanskaga. Ríki heims hafa til- hneigingu til að fylgja fordæmi risaveldanna. Slóvenía og Króatía standa því einar: Þær fá ekki viðurkenningu ríkja heims og þær verða að þola hernaðarlegan yfir- gang. Júgóslavía var stofnuð upp úr fyrri heimsstyrjöld- inni. Bandalagið hefur hangið saman undir skamm- vinnu fjölflokkakerfi í fyrstu og síðan einræði konungs og einræði kommúnistans Títós. Eftir fráfall Títós hefur ríkið stöðugt verið að gliðna sundur. Bæði Slóvenía og Króatía hafa afnumið skipulag kommúnismans í þjóðar- atkvæðagreiðslu og eru í þann veginn að taka upp mark- aðsbúskap. Á meðan heldur fjölmennasta ríki Júgóslav- íu, Serbía, fast við kommúnisma. Serbar eru um 36 af hundraði íbúa í Júgóslavíu, Króatar um 20 af hundraði og Slóvenar um 8 af hundraði. Það er í krafti þessara hlutfalla, sem sambandsríkið reynir að láta herinn und- iroka sjálfstæðishreyfingarnar. Vissulega er hörmulega komið, að komið hefur til blóðugra bardaga í þessu sambandsríki, sem er mörgum íslenzkum ferðamanninum að svo góðu kunnugt. Utan- aðkomandi ríki hafa ríka tilhneigingu til að fylgja sam- bandsstjórninni í Belgrad að málum. Þannig munu þær harma átökin, en yfirleitt hvorki hreyfa legg né lið til hjálpar fólkinu, sem berst fyrir sjálfstæði sínu. En hvaða afstöðu eigum við íslendingar þá að hafa í þessu viðkvæma máli? Ekki verður stætt á þögninni. í raun eigum við alls ekki að láta Bandaríkjastjórn marka okkur stefnuna í þessu efni. íslendingar vilja viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkja undan stjórninni í Moskvu. Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt. Segja má, að ríki Júgóslav- íu hafi á sínum tíma samþykkt að ganga í ríkjabanda- lag, en Eystrasaltsríkin voru kúguð. En engu að síður eru aðstæður svipaðar að því leyti, að bæði Eystrasalts- ríkin og Slóvenía og Króatía vilja vera sjálfstæð ríki og losna úr viðjum ríkjabandalags. Það leiðir því af hinni skeleggu afstöðu íslendinga til dæmis í málefnum Lithá- en, að íslendingar eiga að búa sig undir að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu, þótt sú afstaða kunni að kosta okkur eitthvað. Við getum víða í samskiptum þjóða látið í okkur heyra á næstunni til þess að mótmæla hernaðarofbeldinu í Júgóslavíu. Bandaríkjastjórn þarfnast góðra ráða, og hún ætti að geta haft nægileg áhrif á Júgóslavíustjórn, til þess að ofríkinu linni. Niðurstaðan getur auðvitað ekki orðið önnur en sú, að sjálfstæði Slóveníu og Króa- tíu verði viðurkennt. Haukur Helgason Fólk ber myndir af föllnum ættingjum við minningarathöfn i kirkjugarði í rússnesku borginni Jaroslavl 22. júní þegar hálf öld var frá innrásinni. Simamynd Reuter Sigurinn yannst þrátt fyrir Stalín í dögun 22. júní 1941 réöst þriggja milljóna manna her Hitlers-Þýska- lands og bandamanna þess inn í Sovétríkin á 1600 kílómetra víglínu frá Eystrasalti til Svartahafs. Viö þaö hófst hildarleikur sem stóö tæp fjögur ár og skiidi eftir í valnum aö minnsta kosti 40 milljónir manna, þar af 27 milljónir í Sovét- ríkjunum. Hálfri öld eftir innrásina, fyrir réttri viku, var fórnarlamba heims- styrjaldarinnar síðari á austurvíg- stöðvunum í Evrópu minnst í Sov- étríkjunum og Þýskalandi. Gorb- atsjov Sovétforseti og Kohl Þýska- landskanslari ávörpuðu þjóöir sín- ar. Þýski sendiherrann var við- staddur þegar Gorbatsjov lagöi blómsveig aö minnismerki óþekkta hermannsins við Kremlarmúra. Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, sem sjálfur tók þátt í innrásinni, lagöi sveiga aö minnis- merkjum í grafreitum sovéskra og þýskra hermanna í gömlu, prúss- nesku konungsborginni Potsdam. í fylgdarliöi hans voru sovéski sendiherrann í Bonn og æðstu menn sovéska herliðsins sem enn dvelur í austurhéruðum Þýska- lands. í báðum löndum hafa tímamótin orðiö tilefni til aö setja fram á opin- berum vettvangi þá vitneskju sem nú liggur fyrir um meginatriði í aödraganda mannskæöasta stríðs sem yfir Evrópu hefur gengið, framvindu þess og úrslit. í því sem hér fer á eftir verður einkum stuðst við það sem um þessi efni birtist í Siiddeutsche Zeitung, einu vandað- asta blaði Þýskalands, fyrir og um síðustu helgi. Sérstaklega er athyglisvert það sem fulltrúi sovéskra sagnfræð- inga hefur að segja, eftir að þeir hafa fengið með glasnost stórauk- inn aðgang að skjalasöfnum og frjálsar hendur til að skýra frá eins og þeir vita sannast og réttast, óbundnir af ílokkslínu eöa ritskoð- un. Hann er Dmitri Volkogonof og stjórnar Stofnun hemaöarsögu í Moskvu. í aðdraganda stríðsins gerði Stal- ín, sem orðinn var einvaldur í Sov- étríkjunum, hverja höfuðskyssuna af annarri, segir dr. Volkogonof. Hann gerði griðasáttmálann við Hitler í ágúst 1939 í þeirri fullvissu að Þýskaland gæti með engu móti gengið aftur í sömu gildru og í heimsstyrjöldinni fyrri, að heyja stríö á tvennum vígstöðvum, í vestri og austri, í senn. Síöan geröi Stalín sér ekki grein fyrir því að þessi höfuðforsenda hans fyrir að Sovétríkin væm óhult féll úr sögunni um leið og Frakkland gafst upp vorið 1940. Eftir það vom ekki lengur neinar vesturvígstöðvar. Enda var það undir lok júh 1940, að Hitler skip- aði forustu þýska hersins að hefja undirbúning að herferð til að leggja Rússaveldi að velli. „Markmiö: Gereyöing lífsmáttar,“ ritaði Franz Halder herráðsforseti í dagbók sína. Eftir þetta tóku sovésku her- stjórninni og leyniþjónustunni að berast sífellt skýrari vísbendingar Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson um það sem í vændum var. Fund- ist hafa skrásettar 84 vísbendingar úr ýmsum áttum, en Stalín neitaði að ljá þeim eyra að gagni, hvað þá heldur taka á þeim mark. Hann sat svo fastur í meinloku sinni að hann afgreiddi allt sem veitti vitneskju um raunverulegar fyrirætlanir Hitlers á þá leið að þar væru á ferð- inni gildrur, einkum frá bresku leyniþjónustunni, til að spilla sam- búð Sovétríkjanna og Þýskalands og egna þau hvort gegn ööru. Þegar meistaranjósnarinn Ric- hard Sorge sendi frá Tokyo ná- kvæma vitneskju um innrásarund- irbúninginn og tilgreindi meira að segja stundina sem valin haföi ver- ið vildi Stahn ekkert mark á taka. Sömu afgreiðslu fékk aðvörun sem þýski sendiherrann í Moskvu, von der Schulenburg, setti sig í lífs- háska til aö koma á framfæri við Dekanosof, sovéska starfsbróður sinn í Berhn. Sovésku hershöfðingjarnir voru ekki eins bhndir og Stalín, en hann fyrirbauð þeim að hafast neitt að til aö bregöast við innrásarhætt- unni. Viku fyrir innrásina kröföust Sjúkof, Tímósjenko og Pavlof, yfir- foringi vesturherstjórnarsvæðis- ins, að herjunum við landamærin yrði skipað að búast til bardaga á hverri stundu og taka sér fyrirfram undirbúnar varnarstöðvar. Stahn skellti við skollaeyrum. Þessi skyssa hans var sú ahra dýrkeypt- asta fyrir Sovétþjóðirnar, segir Volkogonof. Hefði verið hlustað á herforingjana eru allar líkur á aö þýsku sóknina hefði mátt stöðva í landamærahéruðunum, og leiöa má rök að því að stríðinu hefði lok- ið á tveim árum í stað fjögurra. Ljóst er að Stalín vissi upp á sig skömmina því hann lokaði sig inni í Kunsevo, sveitasetri sínu, frá 28. júní og 1. júlí og neitaði aö hitta nokkurn mann. Þegar svo stjórn- málanefndarmenn komu óboönir til Kunsevo til að tilnefna hann formann nýstofnaðrar Landvarna- nefndar spratt hann upp af legu- bekknum og hörfaði um leið og gestimir komu yfir þröskuldinn, hélt bersýnilega að þeir væru komnir til að handtaka sig. En jarðharðan hvarf hann aftur til fyrri hátta, að skella á aðra skuldinni af því sem hann hafði sjálfur iha gert. Hann lét handtaka Pavlof, hershöfðingjann sem var- aði hann eindregnast við aðgerða- leysinu gagnvart aösteðjandi hættu, ásamt nánustu aðstoðarfor- ingjum hans, og skjóta alla eftir sýndarréttarhöld. „Á því leikur enginn vafi,“ segir dr. Volkogonof, „að Stalín ber meg- inábyrgðina á því að komið var að okkur óviðbúnum, að við biðum hvern ósigurinn öðrum herfilegri í upphafi striðsins og urðum fyrir eins gífurlegu manntjóni og raun ber vitni.“ Þegar frúmgögn um það sem gerðist sumarið 1941 og reynd- ar stríðið út í gegn eru athuguð kemur sem sé í ljós að það var ekki vegna Stalíns heldur þrátt fyrir hann sem Sovétmenn unnu aö lok- um sigur. Veruleikinn reynist hafa verið þveröfugur við þá mynd sem reynt var með opinberum áróðri að draga upp á líðandi stund. Þar gegnir sama máh um herstjórnina eftir að út í stríð var komið og vanrækslu á að búast við því sem yflr vofði meðan enn var tími til stefnu. Dr. Volkonogof tekur sérstaklega til dæmis um óheillavænleg af- skipti Stahns af herstjórninni það sem gerðist sumarið 1942. Um leiö og tókst aö hrinda sókn Þjóðverja til Moskvu veturinn áður krafðist hann allsherjarsóknar næsta vor til að hrekja innrásar- herinn úr landi. Shkt var auðvitað óðs manns æði, eftir það sem á undan var gengiö. En Stalín hlust- aði ekki á að meiri tíma þyrfti til að æfa nýju herina og koma her- gagnaframleiðslu á skrið í fluttum verksmiðjum. Árangurinn varð eftir þessu. Sov- étherinn missti 240.000 hermenn fangna í orrustunni um Kharkof einni saman. Þýski herinn var um haustið kominn til Stalíngrad og suður í Kákasus. Þaö var ekki fyrr en eftir orrustuna um Stahngrad, aö Stahn hafði vit á að láta herfor- ustunni eftir að taka herstjómará- kvarðanir. Þá snerist líka stríðs- gæfan við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.