Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 15
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 15 Jæja, sagði maðurinn Ég var staddur á biöstofu hjá lækni og þarna sátu nokkrir sjúkl- ingar og mændu hver á annan eða horfðu í gaupnir sér; Einn og einn fletti gömlum Vikum og dönskum heimilisblöðum með myndum af frægu fólki og það ríkti þögn á bið- stofunni. Grafarþögn. Mikið hlýtur þetta fólk að vera lasið, hugsaði ég, án þess þó að sjá nokkur vegsummerki um veikind- in og velti því fyrir mér hvað lækn- irinn gæti gert fyrir jafnlasið fólk sem bar sig svona vel og bar sínar þjáningar í hljóði. Enginn veit hvað þaö hefur þjáðst og mér dettur ekki í hug að gantast með sjúkdóma annarra né heldur þá þögn sem grúfði yfir þessari biðstofu. Seinna frétti ég að það væri ekki til siðs að tala á biðstofum og þá í mesta lagi í. hálfum hljóðum, líkt og gert er viö jarðarfarir eða annað messuhald í virðingarskyni við guð og hinn látna, ef því er að skipta. Nú var að vísu enginn dáinn á bið- stofunni en fólk, sem er lasið og þarfnast læknis, á kannske ekki langt eftir og sjálfsagt vill enginn vera með ábyrgðarlaust hjai í við- urvist hinna feigu og allavega leið mér bara notalega þarna í þögn- inni. Ég skoðaði skófatnaðinn hjá manninum sem sat andspænis mér og virti fyrir mér uppgjafarsvipinn á andliti hans, giskaði á að þetta væri millistéttarmaður, sennilega búinn að vera giftur í þrjátíu ár miðað við vonleysið í yfirbragðinu. Hafði týnt framavonum sínum ein- hvers staðar á lífsleiðinni fyrir langalöngu, faglærður án þess að vera verkmenntaður (bóklærðir menn eru ekki verkmenntaðir) því hendur hans voru fíngerðar og vel hreinsað undan nöglunum. Sjálf- sagt með magasár, hugsaði ég, eða gat á skeifugörninni. Hann fletti dagblaði án þess að lesa það. Eg kíkti yfir öxlina á sessunaut mínum og las um harmleikinn í Mónakó þegar eiginmaður Karól- ínu fórst á hraðbáti. Þetta var gam- alt Hjemmet, útjaskað og þrautles- ið, og fór ekki á milli mála að ís- lenskir sjúkhngar á þessari bið- stofu vissu allt um sorgir Karólínu og ég heföi tekiö þátt í þessum sorg- um hennar hefði ég ekki verið ný- búinn að lesa það í nýjustu slúður- dálkunum aö Karólína væri orðin ástfangin aftur sem sýnir að maður getur aldrei reitt sig á sorgina. Hún gleymist ef ekki væri fyrir ársgöm- ul dönsk slúöurblöð á biðstofum hjá læknum og rökurum og öðru góðu fólki sem heldur upp á sagn- fræðilegar bókmenntir. í kompaníi við líffærin Hvað gerir maður á biðstofum undir svona kringumstæðum? Bíð- ur og bíöur. Tekur eftir bólunni í andhti konunnar á móti, borar í neflð, grefur upp gömul minnisblöö úr vösum sínum. Ónýta aðgöngum- iða, kvittun úr Hagkaupi og rukk- unarbréf frá bankanum. Æ, æ, gleymdi ég nú að borga þetta og vanskilavextimir hrannast í huga mínum upp og skyndilega er ég hættur að virða fyrir mér þjáning- arbræöur mína á biðstofunni; hættur aö hafa áhyggjur af heilsu minni og byrjaður að hafa áhyggjur af fjármálum mínum. Sem er auð- vitað rökrétt, því bakverkir geta beðið og kvefið, hálsrígurinn og innantökurnar geta beðið. Það eru fjármálin sem hafa forgang og fjár- málin þola enga bið. Ég fór aö ókyrrast þarna á ,bið- stofunni og sjá eftir þessari tíma- eyðslu innan um sjúkt fólk þar sem tíminn stóð í staö og þögnin tók mann á taugum og samviskan nag- aöi sig inn að buddunni í vasanum. Tímanum væri betur varið á bið- stofu hjá bankastjóra eða í kunn- ingjahópi eða á kaffihúsi í komp- aníi við annað heldur en fjársjúk líffæri! Mikið væri nú biðin á bið- stofunni þægilegri við að hlusta á vitsmunalega umræðu eða rödd almenningsálitsins. Þó ekki væri nema að fræðast um hagi hins venjulega manns sem beið þarna í þolinmæði eftir að röðin kæmi að honum. Rödd fólksins í miðjum þessum hugleiðingum varð mér að ósk minni. Inn vék sér á biðstofuna maður á miðjum aldri eöa vel rúmlega það, nokkuð þreytulegur í útliti og framgöngu en ekki búinn að setja upp ar- mæðusvipinn sem tilheyrði þess- um stað. Bar það með sér að vera lífsreyndur og ráðsettur. Fólkið í biösalnum gaut augun- um að aðkomumanni, án þess þó að líta upp úr blaðalestri sínum eða gaupnum, og hélt svo áfram að þegja. Maðurinn fann sér sæti og leit yfir hópinn. Staðnæmdist við sama manninn og ég hafði verið að virða fyrir mér, þennan með magasárið og skeifugörnina, og segir: „Nei, þú hér?“ Það slær þögn á þögnina og fólkið lítur upp. „Já, sæll vertu, Guðjón," segir sá með magasárið og lítur feimnislega til beggja hliða eins og hann sé að biðjast afsökunar á því að taka til máís í þessari grafarhvelfingu. Honum er greinilega ekkert um það gefið að rekast á mann við þess- ar aðstæður, sem þekkir hann og Laugardags- pistill Ellert B. Schram talar til hans. En fær ekki undan vikist. Hér eru augsýnilega gamlir kunningjar eða skólabræður að hittast og fagnaðarfundur. „ Allt gott að frétta?" spyr Guðjón. „Jú, takk, allt gott að frétta," seg- ir sá með magasárið. „Þú ert enn á sama stað?“ spyr Guðjón. „Já, já, ég er enn á sama staö.“ Nú þarf Guðjón að hugsa sig um, eins og hann skorti umræðuefni, en segir svo að bragði: „Það er meiri blíðan.“ „Já, það er nú meiri blíðan," seg- ir sá sem er á undan í biðröðinni og liggur undir þeim grun mínum að vera með magasár. Lítur út um gluggann í heitri bæn um að þessu samtali fari nú senn að linna. En aðkomumaöurinn gefur sig ekki og heldur áfram. „Þaö var gaman að sjá þig hérna.“ „Já, sömuleiðis, það er gaman aö sjá þig.“ Ásamastað Svo kemur hlé á þetta samtal. Guðjón aðkomumaður kemur sér betur fyrir, setur olnbogana á lærin og hallar sér fram. Magasársmað- urinn gerir eins. Lítur í áttina að dyrum læknisins og bíður þess með óþreyju að komast burtu úr þessari klípu sem hann er kominn í. Aðrir þeir sem sitja á biðstofunni fletta enn blöðum en samtalið fer auðvit- að ekki fram hjá neinum. „Jæja, Siggi minn.“ (Hann var þá ekki nafnlaus, þessi óþekkti sjúkl- ingur með magasár og skeifugarn- argat.) „Svo þú segir þetta. Allt bara gott að frétta?" „Já, já, það er ekkert að frétta nema allt við þaö sama.“ Magasárs-Siggi sér nú að hann verður að sýna kurteisi á móti og undan þessu samtah verður ekki vikist. Tekur frumkvæðið og segir: „Það var gaman að sjá þig. Er ekki allt gott að frétta af þínu fólki?" „Jú, jú, blessaður vertu. Allt við það sama,“ segir Guðjón. „Og þú ert enn á sama stað?.“ „Jú, jú, mikil ósköp.“ „Það er nú meiri blessuð blíðan." „Já, það má nú segja, alltaf sama blíðan dag eftir dag,“ segir Guðjón aðkomumaður og svo verður þögn. Þeir rugga sér báðir í lendunum og róa fram fyrir sig. Eru farnir að tala hægar með lúéum á milli. Að- lagast umhverfinu en fólkið leggur við hlustirnar. Sumir þykjast enn vera að lesa blöðin en eru hættir fletta. Horfa út í loftið og hlusta. Það er núþað! „Það er lítið í fréttum þessa dag- ana,“ segir Guðjón. „Það má nú segja. Það er bara ekkert í fréttum þessa dagana," segir Siggi. „Nú ætla þeir að fara að ganga í Evrópubandalagið." „Já, er það ekki?“ segir Siggi áherslulaust og áhugalaust. „Jú, jú, nú er ekki talað um neitt nema þetta Evrópubandalag." „Já, það er meira hvað er talað um þetta Evrópubandalag." „Alveg er ég á móti þessu Evr- ópubandalagi eöa EFTA eða hvað það nú heitir," segir Guðjón. „Já, sama segi ég. Er þetta nokk- uð fyrir okkur? Ekkert nema fundahöld og svo vita þeir ekki einu sinni hvað þeir eru að sam- þykkja á fundunum." „Þetta er nú meiri bölvuð vitleys- an. Vita ekkert hvað þeir eru að tala um.“ „Já, þetta er nú meiri bölvuð vit- leysan," segir Siggi með magasárið. „Allt sama tóbakið." Nú varð langt hlé á samtalinu. Evrópubandalagið var afgreitt, veðrið var útrætt og umræöuefnin virtust tæmd. Andrúmsloftiö á bið- stofunni var um það bil að komast í eðlilegt ástand þegar Guðjón að- komumaður byrjar aftur. „Jæja,“ segir hann stundarhátt og andvarpar. „Það er nú það,“ segir Siggi og andvarpar líka. „Svo þú segir þetta?“ segir Guð- jón. „Já, já,“ segir Siggi. „Maður segir svo sem ekki neitt, nema allt gott.“ „Og allt óbreytt?'1 „Já, já, það má eiginlega segja þaö. Þetta er allt við það sama. Seg- ir þú ekkert í fréttum?" „Nei, nei, það er ekkert að frétta.“ Svo var hlé. Á vitlausri biðstofu „Jæja,“ sagði Guðjón eftir drykk- langa stund og nú var Siggi hættur að taka undir. Sat bara og reri sér í stólnum. Ekki opnuðust dyrnar á herbergi læknisins og biðstofan var hljóðlát, nema veikluleg kona hóstaöi kurt- eislega úti í horni. „Jæja, Siggi minn, svo þú segir þetta.“ Ekkert svar, enda ljóst að menn- irnir höföu komið því að sem þeir þurftu að segja og þessar uppbyggi- legu samræður voru á enda. Eg teygði mig eftir Familie Journal og las meira um Karólínu í Mónakó. Guðjón gerir þó eina tilraun enn. Hann spyr: „Ertu eitthvað lasinn, Siggi minn? „Nei, ég er að bíða eftir resepti fyrir konuna mína. Hún hefur ver- ið slæm af kvefi." Allt í einu réttir Guöjón aðkomu- maður úr sér og bölvar upphátt. „Er þetta ekki biðstofan hjá nýrnasérfræðingnum?" „Nei, Guðjón minn,“ segir Siggi. „Þetta er hjá háls-, nef- og eyrna-.“ „Nú, hver djöfullinn, þetta er vit- laus læknir," segir Guðjón og rauk á dyr og skildi bæði mig og Sigga eftir umræðulausa og reseptslausa. Það var þó alténd gott að þeir skildu hittast, gömlu félagarnir. Þeir höfðu frá svo mörgu að segja! Maður verður greinilega að mæta á biðstofum til aö uppgötva anda- giftina í þjóðfélaginu og fylgjast með almenningsálitinu. Þar er, jú, þverskurðurinn mættur. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.