Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 17
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1991. 17 EM í Killamey á írlandi: Brídge Keppikeflið að verða meðal fjögurra efstu íslenska sveitin á Evrópumótinu í Killarney hefur barist hraustlega eft- ir aö við skildum viö hana í síðustu viku í ööru sæti eftir að sjö umferðir höfðu verið spilaðar. Reyndar hefur hún vermt efsta sætið nokkurn tíma og aldrei farið neðar en í fjórða sæti. Keppikeflið hlýtur samt að vera að ná einu af fjórum efstu sætunum, en þau gefa rétt til þátttöku í keppni um heimsmeistaratitilinn í Japan í haust. Þegar þetta er skrifað hefur íslenska sveitin nýlega unnið Finna með 23-7, tapað fyrir frændum vorum Norðmenn 21-9, unnið íra 21-9 og gert jafntefli við ítali. í gær áttu íslend- ingar að spila viö Hollendinga og Belga, en síðasti leikurinn, sem spil- aður er í dag, er við Dani. Sveitin var í gærmorgun í þriðja til fjórða sæti. En við skulum líta á eitt spil frá leik íslands við Júgóslava. S/A-V ♦ K 3 V K G 9 8 7 6.4 ♦ D 5 + 10 7 * Á 9 6 4 V 5 ♦ 10 8 7 3 + D 9 4 2 ♦ D G 10 ¥ Á 2 ♦ ÁKG9 + ÁKG8 * tt I 3 Z V D 10 3 ♦ 6 4 2 Landslið Islands sem spilar á Evrópumótinu í bridge í Killarney á Irlandi. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen fengu að segja í friði á spilin og voru fljótir að klifra upp í sex hjörtu með tilheyrandi spurnar- og biðsögnum. Svo nákvæmt er kerf- ið að Jón í suður vissi að ef ekki Bridge Stefán Guðjohnsen kæmi spaði út væri slemman up- plögð. Hann beið því spenntur eftir útspil- inu, sem var því miður spaði. Með fjögur tvíspil milli handanna var ástæðulaust að svína fyrir tromp- drottningu og spilið var einn niður. Allt virtist því velta á því hvort vestur fyndi spaöaútspilið á hinu borðinu því erfitt er að sleppa slemmu á spilin. En Júgóslavarnir komu heldur bet- ur á óvart, bæði í sögnum og úrspili. Lokasamningurinn var líka slemma, en hún var í grandi. Vestur fann spaðaútspil, sem skipti htlu máli. Júgóslavinn var hins veg- ar fljótur að tapa spilinu. Hann lét kónginn úr blindum og þegar tígull kom til baka þá hleypti hann á drottninguna. Þar með var vinnings- möguleikinn úr sögunni, þegar hann hafði tekið ás og kóng í hjarta. Hann átti ekki tvær innkomur til þess að tvísvína laufl. Mikil heppni þar fyrir ísland. í leik Pólverja og Svía, sem sýndur var á sýningartöflu, lentu Pólverjar einnig í sex gröndum. Þar voru engin mistök gerð. Þegar hjartað brást tví- svínaði Pólverjinn laufinu og vann sitt spil. Svíinn á hinu borðinu var hins vegar í sex hjörtum, sem töpuð- ust. Meira um mótið í næsta þætti og vonandi þau gleðilegu tíðindi að ís- land hafi tryggt sér sæti í næstu heimsmeistara- keppni. Stefán Guðjohnsen Sviðsljós Stjórn Brunabótafélags Islands ásamt þeim einstaklingum er hlutu heiöurs- laun ársins 1991. DV-my nd S Heiðurslaun Brunabótafélagsins Brunabótafélag íslands hefur frá árinu 1982 úthlutað heiðurslaunum til einstakhnga. í fréttatilkynningu frá Brunabótafélaginu segir: „Meg- intilgangur þessa stöðugildis er sá að gefa einstakhngum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heiha horfa fyrir íslenskt samfé- lag, hvort sem það er á sviði hsta, vísinda, menningar, íþrótta eða at- vinnulífs. Þau verkefni ein koma hér til greina, sem kostuð eru af viðkom- andi einstaklingi sjálfum." Stjóm Brunabótafélagsins ákvað að úthluta heiðurslaunum ársins 1991 til eftirtahnna einstaklinga en fjölmargar umsóknir bárust: 1. og 2. Bjarni Bogason og Lúðvík Eiðsson rannsóknarlögreglumenn hlutu heiðurslaun í þijá mánuði til að sækja námskeið erlendis í bruna- rannsóknum. 3. Gunnar Guðbjörnsson óperu- söngvari hlaut heiðurslaun í þrjá mánuði til að gera honum kleift að undirbúa verkefni sín samkvæmt samningum við óperuna í Wiesbaden síðar á árinu. 4. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþjóðlegur skákmeistari kvenna, hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að taka þátt í alþjóðlegum skákmót- um erlendis. 5. Margrét Guðmundsdóttir sagn- fræðingur hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að vinna dagbækur Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykja- vík, til útgáfu. 6. Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir þroskaþjálfi hlaut heiðurslaun til að læra aðstoðarstarf við þroskahefta sem eiga við tilfinningavandamál að stríða. SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á G O ODfVEA R 0 HEKLA LAUGAVEGI 174 ® 695560 & 674363 GOODpYEAR 60 ÁR Á ÍSIANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.