Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 24
24 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. ísland hafði það allt saman - 29. júní 1951. Atburðir dagsins rifjaðir upp Þessa dags verður vafalaust lengi minnst í íslenskri íþróttasögu. Þann 29. júní 1951 báru íslendingar sigur- orð af Norðmönnum og Dönum í fijálsum íþróttum á Bislett-leikvang- inum í Ósló og sama dag vann ís- lenska landsliðið í knattspyrnu eftir- minnilegan sigur á sænska landslið- inu, 4:3, en Svíar voru um þessar mundir ólympíumeistarar í knatt- spyrnu og höfðu hlotið bronsverð- laun á HM árið áður en þá var heims- meistarakeppnin háð í Brasilíu. Fyrir 40 árum var íþróttalífið ekki eins fjölbreytilegt og nú. Þaö hlaut samt mikið rúm í fjölmiðlum og fólk skeggræddi fyrirfram um keppnina í Ósló og sýndist sitt hveijum. Ymsir íþróttafréttamenn þess tíma voru þjartsýnir og töldu landslið okkar nokkuð öruggt með sigur á Dönum og eiga möguleika á sigri gegn Norð- mönnum. Mörgum fannst slíkt hrokafullt og stappa nærri mikil- mennskubijálæði. En bjartsýnis- mennirnir voru sannspáir. „ísland hafói það allt saman" Danska pressan fjallaði einnig um keppnina fyrirfram og hið þekkta blað, Berlingske Tidende, sagði m.a.: ísland hræðist danska fijálsíþrótta- menn í þetta sinn og Danir trúa á sigur. Eftir fyrri daginn sagði sama blað að íslendingar væru taugaó- styrkir fyrir seinni dag keppninnar. Eftir keppnina hljóðaði fyrirsögnin í Politiken: „ísland hafði þaö allt sam- an.“ Norska blaðið Dagbladet sagði í fyrirsögn daginn eftir keppnina: Ör- uggur íslenskur sigur, og bætti síðan við... Það skemmtilegasta var aö fylgjast með áhuga Islendinganna hver fyrir öðrum í sjálfri keppninni. Það ríkti samhugur sem átti sinn stóra þátt í hinum stórfenglega sigri þeirra á Norðmönnum og Dönum. Enginn trúði á sigur yfir Svíum Um knattspymusigurinn er það að segja að nær enginn trúði á íslenskan sigur fyrirfram. Segja má að sigurinn hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. Þar sannaðist að allt getur gerst í knattspymu. En við skulum nú snúa okkur að frásögnum um þessa glæsilegu íþróttasigra og styðj- ast við frásögn tímaritsins Allt um íþróttir. Það var hinn kunni íþróttaf- réttamaður, Jóhann heitinn Bem- hard, sem fjallaði um keppnina í Ósló, og Sigurgeir Guðmannsson sem skrifaði um sigurinn yfir Svíum í knattspyrnunni. Við skulum nú stökkva 40 ár aftur í tímann og emm stödd á hinum fræga þjóðarleikvangi Norömanna, Bislet í Ósló. Þjóðsöngvar Norð- manna, Dana og íslendinga hafa ver- ið leiknir og veður er eins gott og frekast verður á kosiö, sólskin, logn og hiti. var, hann gat ekki verið með í fleiri greinum. Algerir yfirburðir Gunnars Tveir íslenskir sigrar fylgdu nú í kjölfarið, geysilegir yfirburðir Gunn- ars Huseby í kúluvarpi og glæsilegur og óvæntur sigur Skúla Guðmunds- sonar, fyrirliða landliðsins, í há- stökki. Eftir slaka byrjun í lang- stökkinu tryggði Torfi Bryngeirsson sér sigur og stökk einn keppenda lengra en 7 metra. Örn fékk litla hvíld eftir 400 m grindahlaupið en varð þó þriðji. Guðmundur Lárusson, sem nær aldrei hljóp lengra en 400 m í keppni, hélt uppi heiðri íslands í 800 m hlaup- inu og varð annar á eftir hinum heimsfræga danska hlaupara, Gunn- ari Nielsen. „Ég hefði bara hlaupió hraðar" Ekki er hægt í þessar uppriíjun að flalla nákvæmlega um hverja grein en geta skal aðeins um síðustu grein fyrri dagsins, 4x100 m boðhlaup. Þar kom upp vandamál þar sem Haukur Clausen hafði tognað í 200 m hlaup- inu og gat ekki hlaupiö. Leitað var til Torfa Bryngeirssonar og hann beðinn að hlaupa síðasta sprettinn. Torfa fannst það nú lítið mál. Ástæð- an fyrir því að hann var beðinn að hlaupa síðasta sprettinn var sú að hann var óvanur skiptingum og í því tilviki þurfti hann aðeins að taka við keflinu. ísland vann góðan og örugg- an sigur og Torfi stóð sig mjög vel og hélt nokkurn veginn því forskoti sem hann fékk frá félögum sínum. Keppinautar hans voru þó bestu spretthlauparar Dana og Norð- manna. Til er saga þar sem segir að Torfi hafi veriö spurður hvað hann hefði tekið til bragðs ef keppinaut- arnir hefðu komið upp að hlið hans. Svar hans var einfalt: „Ég hefði bara hlaupið hraöar." Torfi með hálsbólgu Mikil spenna ríkti í íslenska hópn- um fyrir síðari daginn, 29. júní. Þegar risið var úr rekkju kom í ljós að Torfi var kominn með hálsbólgu og hita. Þrátt fyrir tvær pensilínsprautur virtist Torfa lítið skána. 'Hann var þó ákveðinn í því að gera sitt besta eins og allir í íslenska liðinu. Fyrsta grein síðari dags var 110 m grindahlaup og sagan endurtók sig frá deginum áður. Örn Clausen vann öruggan sigur og nú varð Ingi Þor- steinsson annar. Augljóst var þó að Öm sparaöi sig þar sem hann þurfti að hlaupa 100 metrana í stað Hauks bróður síns. Hörður Haraldsson var hinn öruggi sigurvegari en baráttan var geysihörð um næstu sæti. Norð- maðurinn Johansen varð annar en þrír næstu menn voru dæmdir jafn: ir, þ.e. Örn, Toosby, D., og Hansen, N. 1 1500 m hlaupi voru okkar menn mistekist en hún gat líka heppnast svo vel að það yröi keppendum okkar gott veganesti. Auk Arnar tók Ingi Þorsteinsson þátt í þessu hlaupi. Örn fór varlega af stað en Ingi tók strax forystuna og fór geyst. Þegar hlaupið var rúmlega hálfnað hafði Ingi enn forystuna og þá leit jafnvel út fyrir tvöfaldan sigur íslands því að nú fór Öm fram úr öllum nema Dananum Torben Johannessen sem varð þó að gefa eftir í lokin. - Ingi stóð sig vel, varð þriðji í mark á und- an báðum Norðmönnunum. Tilraun- in hafði heppnast 100% með Örn og þessi óvænta og glæsilega byrjun hefur eflaust haft sín góðu áhrif á baráttuvilja landanna en jafnframt virkað neikvætt á keppinautana sem urðu fyrir miklum vonbrigð- um. Áfall í 200 m hlaupinu í keppni eins og þessari gerist ýmis- legt óvænt og vissulega varð íslenska liðiö fyrir vonbrigðum einnig. Þar er sérstaklega átt við 200 m hlaupið en þar var búist við nokkuð öruggum ísl. tvöföldum sigri. Hörður Haralds- son sigraði en Haukur Clausen togn- aði og varð fjórði og það sem verra Glæsisigur Arnar hafði góð áhrif Fyrsta keppnisgrein, 400 m grinda- hlaup, í landskeppni þessara frænd- þjóða í frjálsum íþróttum er að hefj- ast. Allar greinarnar 20, sem keppt er í, eru að sjálfsögðu þýðingarmikl- ar en fyrir okkur Islendinga er þessi alveg sérstök. Ástæðan er sú að ann- ar keppandi íslands, Öm Clausen, haföi aldrei áður tekið þátt í 400 m grindahlaupi. Örn var aftur á móti frábær í 110 m grindahlaupi og tug- þrautarmaður á heimsmælikvarða. Hér var djarft teflt því tilraunin gat Þrír sterkir í Osló 29. júní 1951. Frá vinstri: Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby, báðir yfirburðamenn greinum, og Örn Clausen, stigahæstur á Bislet. sínum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.