Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 32
44 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Helgaipopp DV f slenskt tónlistarsumar: Hápunktur Húnaver '91 Þjóðhátíðardaginn 17. júní blésu ís- lenskir tónlistarmenn og útgefendur í herlúðra í viðleitni sinni að auka veg innlendrar tónlistar í samkeppni við þá útlendu. Hljómplötuútgáfa verður með mesta möti í sumar og um verslunarmannahelgina bjóða 'nokkrar af helstu hljómsveitum landsins til rokkveislu í Húnaveri. Tónlistarhátíð Hefð hefur skapast fyrir tónleika- hátíð í Húnaveri undangengnar verslunarmannahelgar þar sem inn- lend tónlist hefur setið í öndvegi. Smátt og smátt hefur verið byggð upp fullkomin aðstaða fyrir hátíðargestí í Húnaveri og er nú svo komið að aðbúnaöur þar getur talist fyrsta flokks, bæði fyrir hljómsveitir og tónlistarunnendur. Með Húnavershátíðunum hefur verið gerð tilraun til að búa til ís- lenska tónleikahátíð á borð viö þær sem þekkjast í Evrópu yfir sumar- mánuðina. í Húnaveri hefur gagn- stætt útlendum hátíðum ekki verið leitað út fyrir landssteina eftir flytj- endum heldur hefur verið lögð áhersla á innlenda krafta. Og þeir verða ekki af verri endanum í ár. Þegar augum er rennt yfir gestalist- ann kemur í ljós að flóra íslenskrar Umsjón Snorri Már Skúlason tónhstar verður skönnuð þá þrjá daga sem hátíðin varir. Síðan skein Sól, Sáhn hans Jóns míns og Todmo- bile eru allt hljómsveitir sem hafa sannað sig á undanfórnum árum og notíð lýðhylli umfram aðrar. Dans- og gleðisveitin Stuðmenn treöur upp í fyrsta og eina skipti á sumrinu í Húnaveri. Rokksveitin Bless verður verðugur fuhtrúi nýbylgjunnar og Blúskompaníið mun taka í takt og trega fyrir blúsáhugamenn. Auk þessa munu nýliðar á borð við Fríðu sársauka og Blauta dropa koma fram. Fulltrúi úr metal geiranum verður einnig á staðnum en þegar þetta er ritað er enn óvíst hver sá verður. Hljómsveitakeppni Óþekktar hljómsveitir, bílskúrs- böndin svokölluðu, fá tækifæri tíl að láta ljós sín skína á Húnavershátíð- inni en þar verður haldin hljómsvei- takeppni. Er þar á ferð tilraun til þess að hlúa að vaxtarbroddinum í tónhstinni og gera heyrinkunnug bönd sem eiga erindi við landslýð. Verðlaun í slíkum keppnum hafa í gegnum tíðina einskorðast við nokkra tugi stúdíótíma í misgóðum hljóðverum en í þetta skiptiö á að reyna að gera betur. Nú er nefnilega róið að því öllum árum að sigur- hljómsveitin fari utan í haust og spili á Copenhagen Music Seminar. Er þar á ferð tónlistarráðstefna þar sem út- gefendur og tónlistarmenn úr gjör- vallri Evrópu safnast saman og setj- ast á rökstóla. Upptroðsla á slíkri samkundu gæti opnað efnilegri hljómsveit ýmsar dyr í framtíðinni. Sálin á kreik - Stefán Hilmarsson opnar skjóðuna Það hefur veriö fremur hljótt um Sáhna hans Jóns míns undanfarin misseri eða frá því að fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar, Hvar er draumurinn?, kom á markað fyrir jólin 1989. Tvö lög sendi sveitín þó frá sér sl. sumar á plötunni Bandalög 2 og önnur tvö eru nú komin á Banda- lögum 4. Fyrir átta mánuðum setti Sálina hins vegar hljóða og það er ' vekki fyrr en nú í júnímánuði að hljómsveitin hóf leik að nýju. Popp- síðunni lék forvitni á að heyra af högum Sálarinnar og fékk Stefán Hilmarsson söngvara til að opna sér og lesendum skjóðuna góðu. Hvíldin kemur til góða Hvaða ástæður voru fyrir því að jafnung hljómsveit tók sér hvíld eftir fyrstu plötu? „Það var einfaldlega.komin þreyta í okkur.-Ég og Guðmundur Jónsson vorum búnir að vera í þessu á fullu frá árinu 1987 er Sálin var stofnuð. ■* Við spiluðum linnulaust frá þeim tíma og fram yfir útkomu stóru plöt- unnar, fram á haust 1990. Það var því kominn tími til að hvíla okkur og ekki síður landsmenn. Fríið hefur hins vegar verið vel nýtt, menn fóru hver í sína áttina og lögðu rækt við eigin hugðarefni. Þannig viðuðum við að okkur reynslu og sömdum nýtt efni auk þess sem mannabreyt- ingar urðu í hljómsveitinni. Strengir voru stilltir og ég held að þegar öllu er á botninn hvolft þá komum við sterkari tíl baka. Ferskir og frískir. Nýju mennimir hafa styrkt bandið tónlistarlega, Birgir Baldursson trymbill og Atli Örvarsson hljóm- borðs- og trompettleikari auka á víddina í bandinu. Á því leikur eng- inn vafi. Tvímenningamir og þá sér- staklega brassið gerir það að verkum að áherslur í tónlist Sálarinnar hafa breyst nokkuð, við höfum horfið aft- ur til upphafsins í soul- og fónktón- Sálin hans Jóns míns er komin á kreik. listina án þess þó að þær breytingar verði ríkjandi á næstu plötu. Þær flæða meira inn bakdyramegin.“ Spilum ný lög kinnroðalaust á tónleikum Ný plata? „Já, hún er í vinnslu þessa dagana en kemur ekki út fyrr en í byrjun vetrar. Upphaflega var ætlunin að gera plötuna nú í vor og gefa hana út í sumar en Guðmundur gítarleikari varð fyrir slysi og lamaðist tíma- bundið á hendi. Þau meiðsl gerðu það að verkum að verkinu var frestað þar til nú. Það ber til tíðinda á væntanlegri plötu að lagasmíðar dreifast á fleiri hendur en fyrr. Laga- og textasmíðar höfðu áður einskorðast við okkur Guðmund en nú ber svo við að Jens Hansson saxafónleikari semur tvö lög og Friðrik Sturluson bassi á tvo texta á nýju plötunni. Þessi þróun er af hinu góða. Talandi um útgáfu þá má geta þess að það stendur tíl að gefa Hvar er draumurinn? frá 1989 út í Skandinav- íu í haust í enskri útgáfu en sú plata hefur öh verið hljóðblönduð upp á nýtt af því tilefni. Við höfum auk þess skipt út tveimur lögum, Gefðu mér og Tóm tilvUjun, sem við vorum ekki fylhlega sáttír við en inn komu lögin Getur verið og Neistínn. Það er stórt skandinavískt útgáfufyrir- tæki, Sonet, sem sér um útgáfuna en það hefur höfuðstöðvar i Svíþjóð og öflugt dreifingarkerfi um öll Norður- lönd. Við erum hins vegar jarð- bundnir og gerum okkur ekki háar vonir um frægð og frama í útlöndum. Maður hefur séð of marga verða fyr- ir vonbrigðum í slíkum málum. Okk- ar markaður er ísland og að honum einbeitum við okkur. Við förum um landið þvert og endilangt í sumar og reynum þannig að nálgast okkar hlustendahóp. Viö höfum keyrt tals- vert á nýju efni á þessum tónleikum. Ég held það sé hoht fyrir hljómsveit- ir að spUa ný lög á tónleikum í ein- hvern tíma. Þannig slípast þau til áður en haldið er með þau í hljóðver og við fáum viðbrögð frá áheyrend- um. Þannig forðast maður filabeins- turninn en það getur einmitt haft úrslitaáhrif á það hvort lag fer á plötu hvemig viðtökur það fær hjá fólkinu. Hljómsveitin kynnist lögun- um betur með þessu móti, fær tæki- færi tU að sníða af agnúa og eftir standa heUsteyptari lagasmíöar. Við höfðum ekki þennan háttinn á með vinnslu fyrri plötunnar. Þá var allt efni unnið á hlaupum. Lag samið, stokkið með það í hljóðver og það tekið upp í einum grænum. Nú er yfirvegunin meiri sem vonandi skU- ar sér í betri plötu í vetrarbyrjun. Mfnningartónlelkar verða um Kari Slghvatsson 4. júlf. Ems og tónlistaráhugamönnum er kunnugt fólnaði inu fimmtudaginn 4. júlí.' Þar munu stíga á sviö hljóm- eitt sérstæðasta blómið í flóru íslenskra tónlistar- sveitir sem tengdust Karli á einn eða annan hátt. Þær manna í byijun júnímánaðar er hljómborðsleikarinn eru: Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Trúbrot. Síðan Karl Sighvatsson féU frá á svipiegan liátt. Nú hafa skein sól, Ný dönsk og Mannakom. Kynnir og sá sem vinir Karls heitins tekið sig saman og ætla að heiðra hefur veg og vanda af minningartónleikunuro er Jakob minningu góðs félaga með tónleUcahaldi í Þjóðleikhús- Frímann Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.