Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Page 47
59 MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. Afmæli Ásdís Ólafsdóttir Ásdís Ólafsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á geisladeild Landspít- alans, Sunnubraut 46, Kópavogi, er sextugídag. Starfsferill Ásdís er fædd á Sigluíirði og ólst þar upp til 12 ára aldurs er hún flutti í Biskupsstungur. Hún lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1954 og sérnámi í röntgenhjúkrun tveimur árumsíðar. Ásdís hefur lengst af starfað á Landspítalanum og er nú hjúkrun- ardeildarstjóri við geisladeild hansi Fjölskyldá Ásdís giftist 31.3.1956 Þorvaldi Lúðvíkssyni, f. 23.9.1928, hæstarétt- arlögmanni. Foreldrar hans: Lúðvík Norðdal, héraðslæknir á Selfossi, og ÁstaJónsdóttir. Ásdís og Þorvaldur eiga fimm böm. Þau eru: Hervör Lilja, f. 3.5. 1957, fulltrúi hjá yfirborgardómara í Reykjavík, gift Erni E. Ingasyni lækni og eiga þau þrjú börn; Hrafn- hildur Asta, f. 29.6.1958, viðskipta- fræðingur, búsett í Danmörku, gift Yngva Ólafssyni lækni og eiga þau þrjú börn; Lúðvík, f. 28.8.1959, iðn- rekstrarfræðingur, búsettur í . Garðabæ, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur skrifstofumanni og eiga þau eitt barn; Ólafur Börkur, f. 18.5. 1961, héraðsdómari, búsettur á Eg- Ásdís Ólafsdóttir. ilsstöðum, kvæntur Ragnheiði Ein- arsdóttur lyfjafræðingiog eiga þau , tvö börn; Þórhallur Haukur, f. 7.10. 1970, nemi, búsettur í foreldrahús- um. Ásdís á tvö systkini. Þau eru: Ingi- björg, f. 30.8.1929, skrifstofumaður í Reykjavík, og á hún einn son, Kristján Yngva; Kristján, f.7.7.1937, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Árnýju Þórðardóttur, og eiga þau þrjú börn, Ingibjörgu, Drífu Hrönn, Ólaf Sturlu. Foreldrar Ásdísar: Ólafur Sveins- son, f. 5.6.1902, d. 5.3.1986, garð- yrkjubóndi í Víðigerði í Biskupsst- ungum, og Lilja Júhusdóttir, f. 12.9. 1906. Ásbjörn Björnsson framkvæmda- brúnu Ólöfu Harðardóttur fóstru. stjóri, til heimihs að Klapparbergi 9 Ásbjörn verður að heiman á af- í Reykjavík, verður fertugur á mæhsdaginn. morgun. Hann er kvæntur Kol- • r r 80 ára Ágústa Erlendsdóttir, Kvisthaga 19, Reykjavík. 75 ára Dagbjört Þórarinsdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. GunnarHestnes, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Vigfús Guðbjörnsson, Syðra-Álandi, Svalbarðshreppi. ÞórirBjörnsson, Hliðarendavegi 10, Eskifirði. Sigurbj örn Sigurðsson, Vígholtsstöðum, Búðardal. Svala Óskarsdóttir, Hrútafelh, Austur-Eyjafiallalu'. Katrín Káradóttir, Mánagötu 15, Gríndavik. Jónas Halldórsson, Langholtsvegi 178, Reykjavík. Jakob Jóhannesson, Álftmýri48, Reykjavík. Bergljót Kristinsdóttir, Austurvegi 12, Seyðisfirði. Sigurður Vigfússon, Grundarási 7, Reykjavík. Hjördís Guðmundsdóttir, Nesbala 18, Seltjamamesi. Orri Hjaltason, HagamelS, Reykjavík. Kristófer Einarsson, Hlíðarbyggð 41, Garðabæ. Þóra Vilbergsdóttir, Brautarholti 26, Ólafsvík. Stefán Eggertsson, Móasíður 2F, Akureyri. .Wang Hua-Sheng, Laugavegi 28B, Reykjavík. Andrew Skytte Alivio, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Ranghildur Guðjónsdóttir, Leynisbrún 15, Grindavik. Erla fvarsdóttir, Holtaseh 44, Reykjavík. Guðmundur Ægir Sigvaldason, Fagradal 14, Vogum. Menning Systkinin sjö sem flytja uppáhaldslög föður síns. Hönd í hönd, uppáhaldslögin hans pabba: Minningar um mann Seint á síðasta ári fómst tveir Bolvíkingar við störf sín á sjónum, þeir voru Vagn Margeir Hrólfsson og tengdasónur hans, Gunnar Örn Svavarsson. Vagn átti sjö börn sem öll eru komin á fullorðinsár. Tvö þeirra, Hrólfur Vagnsson og Soffía Vagnsdóttir, hafa látið að sér kveða á tónhstarsviðinu og býr Hrólfur í Þýska- landi þar sem hann rekur upptökuhljóðver. Til að minnast foður síns fóru öll systkinin inn í hljóðver Hrólfs og þar vom tekin upp uppáhaldslög fóður þeirra, sungin og leikin af systkinunum og gefið út á plötru sem seld er til styrktar Slysavarnafélaginu í Bolungarvík. Lögin, sem valin hafa veriö, eru langflest þekktir slagarar innlendir og erlendir sem hafa ekki aðeins verið uppáhaldslög Vagns heitins, heldur em uppá- haldslög margra íslendinga. Útsetningar em allar ein- faldar og hefðbundnar og era lögin bæði stök og sett í syrpur. Eitt lag sker sig nokuð frá heildinni er það lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk Mitt faðirvor. Lagið er byggt upp eins og sálmur og er greinilega sett á plötuna sem sérstakt minningarlag. Lag þetta er hugljúft og vel flutt. Eins og gefur að skilja eru systkinin mismunandi lagviss og er mikill munur á gæðum söngsins eftir því hver það er sem syngur. Systkinin hafa kosið að geta ekki hver syngur hvaða lag og hver leikur á einstök hljóðfæri, en grun hef ég um að það sé Hrólfur sem leikur á flest hljóðfærin enda atvinnumaður í grein- inni. Hönd í hönd hefur bæði kosti og galla, helsti kostur- Hljómplötur Hilmar Karlsson inn er að hún einstaklega lífleg fyrir aödáendur gam- aha slagar en gallinn er söngurinn sem er afar mis- jafn. Tilgangurinn með útgáfunni er aftur á móti góðra gjalda verður og er ánægjulegt að vita hvað landsmenn hafa tekið framtakinu vel. Háskólabíó - Hafmeyjar: ★★ Þrjár á þurru Kvikmyndin Hafmeyjar er byggð á samnefndri bók Patty Dann um 15 ára gyðingastúlku, sem á i mikillri sálarkreppu. Hún hefur einsett sér að gerast nunna, en lostafullar langanir láta á sér kræla. Ekki er ein- stæð móðir hennar (Cher) jákvæð fyrirmynd því hún hoppar úr einu sambandinu í annað og flyst alltaf búferlum þegar syrtir á áhnn. í þetta sinnið enda þau í Boston og þar lítur fyrst út fyrir að þær mæðgumar geti sest að. Frú Flax kynnist skósölumanni (Hoskins) og stelpan fær augastað á fjallmyndarlegum garð- yrkjumanni í nálægu nunnuklaustri. Sagan er fijór jarðvegur fyrir skemmtilega persónu- skoðun en það er eins og myndin hafi verið gerð með hálfum hug. Upprunalegi leikstjórinn (Lasse Halström) var rekinn og Richard Benjamin tók við stjórn. Hann er fyrrverandi leikari og hefur aldrei verið annað en miðlungs leikstjóri. Myndin snýst mest um hina ungu Charlotte og hún er leikin af hinni 19 ára Winonu Ryder. Ryder er ein efnilegasta leikkon- an í sínum flokki, en hlutverkið er ekki nógu bita- stætt fyrir hana. Cher er bara Cher, því gleymir mað- ur aldrei. Það hjálpar ugglaust að vera Cher-aðdá- andi. Ég persónulega er meiri Winonu-aðdándi. Bob Hoskins er góður að vanda, en senunni stelur hin komunga Christina Ricci, sem yngsta Flax-dóttirin. Hún er ólympíufni í sundi og hegðar sér að öllu leyti andstætt hennar aldri. Hún fær svo mörg skemmtileg atriði að það er engin furða að hún skyggi á stöllur sínar. Annars gengur sagan fyrir sig á nákvæmlega þann hátt sem maður átti von á og nær aldrei toppnum á neinu sviði, en hún er aldrei annað en áhorfanleg og oft á tíðum góð skemmtun. Ég ætla að dirfast að segja að þetta sé frekar mynd fyrir konur en karla og vona að ég verði ekki víttur opinberlega fyrir það (krosslagðir fingur). Mermaids. (Band-1990) Handrit: June Roberts eftir bók Pattie Bob Hoskins leikur skósölumann sem vingast við hina duttlungafullu Cher. Kvikmyndir Gísli Einarsson Dann. Leikstjórn: Richard Benjamin (Downtown). Leikarar: Cher, Wynona Ryder (Beetlejuice, Great Balls ol Fire), Bob Hoskins (Critical Condition, Roger Rabbit), Michael Schoetfl- ing (16 Candles), Christina Ricci.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.