Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Page 36
52 MÁNUDAGUR 1; JÚLl 1991. Meiming Finnish Design Frændur okkar Finnar eiga það sameiginlegt með íslendingum að hafa staðið í aldalangri sjálfstæðisbar- áttu, þar sem ræktarsemin við þjóðmenninguna reyndist þrautseigasta vopnið. En í dag skilur verulega á milli hvað varðar menningarpólitík landanna. Með- an ráðamenn eystra eru annálaðir fyrir að hlúa að nýsköpun í listum - ekki sízt í tónlist - er skilningur íslenzkra yfirvalda í molum og menningarstefna varla til, einmitt nú, þegar þjóðin stendur andspænis alþjóð- legri hrærivél efnahagsbandalagsins. Það er fleira en fólksfæð sem kemur til, þegar horfzt er í augu við þá neyðarlegu staðreynd, að þrátt fyrir elju einstakra kórstjóra og útbreiddan söngáhuga eig- um við enn ekki einn einasta atvinnukór; hér er einn- ig við þröngsýna og ómenntaða pólitíska yfirbyggingu að kljást, eins og Njörður P. Njarðvík ýjaði að í blaða- grein nýlega. Fyrir vikið neyðast færustu tónskáld landsins enn til að skrifa kórverk alfarið við hæfi áhugafólks, amatöra. Og þó að sízt beri að lasta slíka tónlist, enda nauðsyn- leg líka, þá liggja því gjörólíkar aðstæður að baki, þegar hingað berst kvennakór frá nágrannasmáþjóð, sem við viljum bera okkur saman við, sem auðheyran- lega er mörgum þrepum ofar því bezta sem við eigum. Serena-kórinn er m.a.s. ekki atvinnukór, heldur skipaður stúlkum úr tónlistarskóla í smábænum Esbo í nágrenni Helsinkiborgar. Hann kom hingað á vegum ráðstefnu norrænna tónmenntakennara á Laugar- vatni og hélt tónleika sl. fóstudagskvöld í Norræna húsinu. Stúlkurnar voru liðlega 30 talsins og flestar snemma á þrítugsaldri. Söngskráin var fjölbreytt blanda af þjóðlegum lögum og samtímatónlist, og um hálf tylft kórfélaga kom fram sem einleikarar á píanó og flautu eða sem einsöngvarar, þar sem Johanna Lönfors m.a. lék Requiem eftir japanskt tónskáld (ónafngreint í tónleikaskrá) mjög faliega; einsöngs- raddirnar voru enn nokkuð smágerðar og ómótaðar en mjög snotrar. Þaö var hins vegar kórinn sem hirti aðalslagina. Með allt að því sinfónískri breidd, samstillingu og jafn- vægi, sem minnti mann stundum á kraftaverk Búlg- ara, útvarpskvennakórinn í Sófiu, sýndu finnsku stúlkurnar ótæpilega, hvað hægt er að gera í tónlistar- skóla norræns smábæjar, þegar metnaður ræður ferð- inni á öllum stigum þjóðfélagsins. Og svo auðvitað að viðbættum kórstjóra á borð við stofnanda kórsins, Kjerstin Sikström, er stjórnaði af mildi en festu og hafði greinilega fulla yfirsýn í stóru sem smáu, fag- Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson maður í fremstu röð. Hið núorðið sígilda nútímaverk (ef slíkt er þá til) Arnes Mellnás, Aglepta, sem einnig íslenzkir bama- eða kvennakórar hafa spreytt sig á, bar af öllum öðrum flutningi sem ég hef heyrt hingað til, og munaði stór- um. í þessu allerfiða verki, sem byggt er á fornri galdraþulu frá Skáni, gilti jafnt um fordæðustemmn- inguna annars vegar og um melódískari hliðina hins vegar: hvort tveggja „steinlá" í óaðfinnanlegri og kynngimagnaðri túlkun. Ljóðræn heiðríkja sveif hins vegar yfir vötnunum þúsund í hinu fallega fjögurra þátta verki óperutón- skáldsins Aulis Sallinen, Lauluja mereltá (Söngvar um hafið), sem myndaði skemmtilega andstæðu við kuklið og forneskjuna í Aglepta. Auk íjölda smærri laga sungu stúlkurnar undir lok- in óopinberan þjóðsöng sinn, Finlandia eftir Sibelius, af svipuðum kyrrlátum þrótti og þeim, er vafalaust vakti fyrir Sveinbirni Sveinbjörnssyni, þá hann samdi lag við ljóð Matthíasar Jochumssonar um eitt eilífðar smáblóm. Hlýnaði þar mörgum tónleikagesti um hjartarætur. Eftir uppklöppun fluttu stúlkurnar loks íslenzka þjóðlagið Móðir mín í kvi kví í smekklegri útsetningu kórstjórans við dynjandi lófatak sem endranær. Það var mjög miöur, að varla fleiri áheyrendur en fjöldi kórfélaga sáu sér fært að koma á tónleikana í Norræna húsinu. Hér misstu margir af miklu. Og að hvorugt sjónvarpanna skuli hafa farið á stjá, er hvorki meira né minna en hneyksli. Spila- og dansgleði hjá Júpíters Það hefur lengi staðið til að minnast á hljómsveitina Júpíters í þessum pistlum, en það hefur alltaf farist fyrir þar til nú. Þótt þetta sé djasspistill er alveg í lagi að danshljómsveit á borð við Júpíters fljóti hér meö, enda eru þeir líka engum öörum líkir. Hljóöfæraskip- un minnir á stórsveit úr djassi sem væri ekki alveg fullskipuð, kannski vegna flensufarcddurs sem lagst hefði á básúnu- og trompettleikara. Undirritaður heyrði fyrst í Júpíters fyrir um það bil tveimur árum og hafði mjög gaman af, jafnvel enn frekar en á stórdansleik á Hótel Borg síðastliðið fóstu- dagskvöld sem einnig var útvarpað á rás 2. Lögin sem leikin voru til kl. 1.00 voru sum hver þau sömu og fyrir tveimur árum, þ.á m. lag Hjalta trompettleikara sem ég held að sé nefnt „Klaus Barbie Doll“. Þetta er bossanovalag meö blundandi rúmbublæ í takti og „krækjandi" laglínu sem erfitt er að fá burt úr kollin- um. „Heiðar dansar“ er cha cha sem er álíka gríp- andi, en hvorugt lagið er beinlínis frumlegt. Það sem er frumlegt viö Júppana er fyrst og fremst hin laus- beislaða og líflega spilamennska og spilagleði. „Samba Rósa“ er svo lag sem, að sögn kynnis, er nefnt í höfuðið á stúlku sem Þorgeir (Goggi) saxófón- leikari hitti á Akureyri og verður manni þá á-að ætla að lagið sé eftir hann. Hvað sem því líður er þetta eitt besta frumsamda lag sveitarinnar, en jafnframt orkar flutningur þess nokkurs tvímælis því að í því koma vankantar Júpítersmanna helst fram í slökum sólóum þegar hljómunum fjölgar. „Water Melon Man“ var leikið af kappi og stundum forsjá, „Hundadiskó" Harð- ar orgvélleikara (sic) var athyglisvert framlag og „Kóngasamba" var reyndar congasamba og hópur fólks tvínónaði auðvitað ekki við að skapa orminn langa í mannsmynd. Júpíters eru einna skemmtilegastir þegar þeir leika sér að sömbum og sölsum og mættu kannski skoða Júpíters. Djass Ingvi Þór Kormáksson fleiri salsatakta en cha cha og rúmbu. En þeir spila þetta eftir sínum eigin höfðum og allt í lagi með það. Kynningar voru með besta móti, saxar fretuðu stund- um í miklum æsingi og trommarar unnu sannarlega fyrir kaupinu, sem varla getur verið mjög hátt með dlan þennan mannfjölda í bandinu. En hvers vegna tvö trommusett? Líklega er óþarfi að spyija. Svarið yrði trúlega: Hvers vegna ekki? - Þetta var alla vega hörkudansleikur enda Júpíters mikil stuðsveit og gæti allt eins borið nafnið Stuðmenn eða Kátir félagar eða eitthvað í því molli. Andlát Þorbjörg Sigríður Sigurbergsdóttir, áður til heimilis í Hamrahlíð 23, lést á Elliheimilinu Grund 27. júní. Kristbjörg Jónasdóttir lést í Borgar- spítalanum að morgni 28. júní. Jarðarfarir 694100 Ásdís Böðvarsdóttir frá Seyðisfirði,, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Valdís Helgadóttir hjúkrunarkona lést 4. júní. Jaröarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Smyrla- hrauni 17, Hafnarfiröi, verður jarð- sungin frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, miðvikudaginn 3. júlí kl. 15. Ingigerður Eiríksdóttir frá Gunnars- hólma, Eyrarbakka, verður jarð- sungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 10.30. María Ó. Jónsson hjúkrunarkona verður jarösungin frá Fossvogs- kirkju kl. 15 þriðjudaginn 2. júlí. Anton Sigurðsson húsasmíðameist- ari, Fornhaga 26, verður jarösunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. t5. Jóhannes Jakobsson frá Reykjafirði, Myndgáta dv Engjavegi 7, ísafirði, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 24. júní sl. Útforin fer fram þriðjudaginn 2. júlí kl. 14 frá ísafjarðarkapellu. Ólöf Ólafsdóttir, Grundargerði 21, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 25. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15. Friðvin Sigurtryggvi Þorbjörnsson múrari, Holtagerði 9, Kópavogi, sem lést 22. júni sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkjuí dag, 1. júlí, kl. 15. Sigurjón Jónsson, Heiðarhvammi 2, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. júlí, kl. 16. Björn Sveinbjörnsson, Kópavogs- braut 22, sem lést 20. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 1. júlí, kl. 13.30. Björn Björnsson yfirvélstjóri, Tóm- asarhaga 46, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. júlí, kl. 13.30. Námskeið Sumarnámskeið í myndlist fyrir böm og unglinga. Fjölbreytt og skemmtilegt. Fyrsta námskeiðið hefst 8. júlí. Upplýsingar í símum 22454 og 621728. Tilkynningar Sumarferð Húnvetningafé- lagsins verður farin helgina 12.-14. júli um Fljótshlíö og Pjallabaksleið syðri. Upplýs- ingar og miðapantanir í síma 814806. Hellisgerðisdagur Miövikudaginn 3. júlí verður haldinn fjölskyldudagur í Hafnarfirði. Skemmt- unin hefst kl. 12 með keppni í bryggju- dorgi við Flensborgarhöfn. Verðlaun frá Músík og Sport verða veitt fyrir fyrsta sætið. Kl. 15 hefst skemmtun í Hellis- gerði. Hljómsveitin Þjófamir kemur fram og farið verður í leiki með krökkunum. Frá kl. 16-17 mun Hestamannafélagið Sörli teyma undir börnum. Boðið verður upp á kafii Diletto. Pylsa og gos selt á aðeins 100 krónur. Um kvöldið verður opið hús í félagsmiðstöðinni Vitanum fyrir unglinga. Taflfélag Reykjavíkur Það sem af er árinu hafa sex mánaðarleg hraðskákmót verið haldin og em sex eft- ir. Sigurvegarar í ár hafa verið: Janúar: Sölvi Jónsson, febrúar: Helgi Áss Grét- arsson, mars: Helgi Áss Grétarsson, apríl: Hannes F. Hrólfsson, maí: Einar Trausti Óskarsson, júní: Magnús Örn Úlfarsson. Næsta mánaðarhraðskákmót verður sunnudaginn 14. júli kl. 20. Tónleikar Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar þann 2. júlí nk. kl. 20.30 flytja Finndís Knstinsdóttir fiðluleikari og Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleikari tónlist eftir Brahms, Debussy, Beethoven og Saint-Saens. Tapaðfundið Cordelíaertýnd Svört læða tapaðist frá Keilugranda 19. júni sl. Hún var með græna hálsól og merkispjald. Þeir sem hugsanlega hafa séð Cordelíu eða vita af svörtum ketti á flækingi vinsamlegast hafi samband í síma 17363 eða 19986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.