Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. Fréttir Ölvaður ökumaður skellinöðru tekinn á Höfn: Fékk f lugferð eftir lögreglueltingaleik - kastaðisvogrjótiaðlögreglubílnum Ölvaöur ökumaöur skellinööru var handtekinn á Höfn í Hornafirði aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa reynt að stinga lögregluna af og kastað grjóti að lögreglumönnum. Lögreglan grunaði ökumanninn um ölvunarakstur. Hófst þá talsverð- ur eltingaleikur. Lögreglan fylgdist með ferðum hjólsins án þess þó að fylgja því fast eftir. Eftir nokkurt þóf barst leikurinn aö samkomuhúsinu Sindrabæ. Þegar ljóst var að öku- maðurinn ætlaði alls ekki að stöðva reyndu lögreglumenn að aka í veg fyrir skellinöðruna. Rakst hjólið þá utan í bílinn. Við svo búiö gaf öku- þórinn í. Missti hann þá stjórn á hjól- inu og kastaðist langa vegalengd af þvi og lenti á jörðinni. Þegar öku- maðurinn stóð upp greip hann mikið æði og kastaði hann grjóti að lög- reglubílnum. Hann hæfði þó ekki embættisbílinn. Að sögn lögreglunnar var búist við því að ökumaðurinn hefði slasast verulega er hann lenti eftir „flugferð- ina“. Betur fór þó en á horfðist. -ÓTT Stefán Þór og Þorvaldur Freyr á leiðinni út i Höfða. DV-mynd gk Raufarhöfn: ÁleiðútíHöfða að skoða egg poodlehund Sá óvenjulegi atburður varð á Laugarvatni um helgina að stór hundur réðst á lítinn poodlehund, að því er virðist að ástæðulausu. Stóri hundurinn, sem talið er að sé labra- dor, réðst á þann minni við hornið á gufubaðsskúrnum og beit hann svo illa að flytja varð hann í hendur hér- aðsdýralæknisins á Selfossi. Þaðan var hundurinn fluttur á Dýraspítal- ann í Víðidal þar sem hann drapst í gær. Stóri hundurinn var ekki í bandi þegar þetta gerðist en í fylgd meö ungum dreng sem fékk ekkert að gert. -GRS Egilsstaöirígær: Maraþonhlaupari fyrirbifreiðog slasaðist - kastaðistútfyrirveginn Bifreið var ekið á maraþonhlaup- arann Sighvat Dýra Guðmundsson á Vallavegi við Egilsstaði í gær. Mað- urinn kastaðist marga metra út ai veginum og niður vegkantinn. Þegar atburðurinn átti sér stað var hlaupiö tæplega hálfnað og var Sighvatur langfyrstur hlauparanna. Bifreiðinni var ekið á eftir Sighvati og var að fara framhjá honum þegar slysið varð. Höggiö var þaö mikið að framrúða bílsins brotnaði. Hlaupar- inn hentist út af veginum og veltist talsverðan spöl niður malarkant. Við þetta slasaðist hann á handlegg, and- liti, höfði og á baki. Hlauparinn var fluttur á sjúkrahú^. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður en þó var ljóst að hann var marinn og hruflað- ur. -ÓTT Fjölsótt fjölskylduskemmtun var á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Karnivalstemning var i blíðunni og margt aö sjá. Hér eru áhugasamir menn að skoða herþotu í einu skýli vallarins. DV-mynd Ægir Már Útigrillið er mikið notað þessa dagana og kemur vist fáum á óvart. Þessi hópur var staddur i sumarbústað uppi í Kjós og gæddi sér á steiktum fiski undir berum himni. Álit manna er oftast að Ijúfmetið bragðist mun betur úti í náttúrunni. DV-mynd JAK Sambandslaust við Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum á leiðinni út í Höfða og ætlum að skoða unga þar,“ sögðu tveir ungir Raufarhafnarbúar sem urðu á vegi DV á Raufarhöfn á dög- unum. Strákamir heita Stefán Daní- el Ingason, 13 ára, og Þorvaldur Freyr Friðriksson, 12 ára, og þeir voru hinir hressustu. „Þaö er ýmislegt að sjá úti í Höfða. Þar eru skegluungar, fýlsungar, teistuungar og margt, margt fleira. Annars erum við ekki alltaf þar, við förum líka mikið upp á heiði að veiöa í vötnunum þar og í ánni. Við löbbum þangað og erum nokkra klukkutíma á leiðinni, en við fáum líka urriöa, bleikju og jafnvel lax í ánni. Við höf- um fengið 7 punda lax,“ sögðu þeir félagar og voru nokkuð brattir. Bílvelta í H valf irði Bílvelta varð í Hvalfirði snemma á laugardagsmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, missti stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Bíllinn er töluvert skemmdur en bOstjórann sakaði ekki. -GRS Feðgum bjargað viðStraumsvík Feðgar á litlum báti af Shetlands- gerð lentu í vandræðum skammt út af Straumsvík á laugardagskvöldið. Utanborðsmótor þeirra bilaði og kalla varð til björgunarsveit Fiska- kletts í Hafnarfirði sem sá um að dragabátinníland. -GRS lögreglu og slökkvilið Aðfaranótt sunnudags varð síma- sambandslaust í tæpan hálftíma, bæði við lögreglu og slökkviliðið í Reykjavík. Thor B. Eggertson hjá Pósti og síma sagði í viðtali við DV að ekki væri vitað hvað olli þessari bilun. „Hér er um einhverja hugbúnaðarvillu að ræöa sem mjög erfitt er aö komast fyrir. Þetta er ekki ólíkt því þegar tölvur „fijósa" og enginn veit af hveiju." Bilunin átti sér stað í Miðbæjar- stööinni og eru bæði slökkviliðið og lögreglan tengd þessar stöð. Þegar slíkt gerist er ekki hægt að hringja í neitt neyðarnúmar ef fólk þarf nauðsynlega að ná í lögreglu eða slökkvilið. Það getur haft samband við lögregluna í Árbæ sem síðan get- ur komið boðum áleiðis til lögreglu- stöövarinnar niður í bæ, því milli þeirra er bein lína, en fæstir vita um þann möguleika. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem slíkt gerist því síðastliðinn vetur datt síminn nokkrum sinnum út hjá lögreglu og slökkviliði en það var þó ætið í mun styttri tima en nú. Undanfarna mánuði hefur staðið til að koma á einu neyðarnúmeri fyr- ir allt 91 svæðið. Thor Eggertsson sagði að þeir hjá Pósti og síma gætu með mjög stuttum fyrirvara tekiö í notkun slíka neyðarlínu en það stendur á svarlínum. Það eru sveitarfélögin á þessu svæði sem munu sjá um að koma upp sameiginlegri stjórnstöð fyrir inn- komandi neyðarhringingar og koma síðan upplýsingum rétta boðleið. En hvenær slík stöð kemst í gagnið er enn óráðið. SÞ Eðlan var furðu spræk þrátt fyrir langt ferðalag. DV-myndSSv. Eðla fannst í vörugámi: Spræk þráttfyrir sex vikna ferdalag Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Þeim brá heldur betur í brún, af- fermingarmönnunum á hlaðinu á Lindási, er á móti þeim kom lítO en ófrýnileg eðla. „Þetta er ekkert eðli- legt kvikindi," sagði einn þeirra. Erlingur Pálsson og félagar hans voru að tæma fullan gám af vörum frá Tælandi og voru viðbrögð þeirra kannski „eðlileg". Eðlan, sem var um það bO 20 sentímetrar á lengd, var -furðu spræk þrátt fyrir að hafa verið á feröalagi í meira en 6 vikur. Hún var ekkert á því að láta ná sér en var samt gómuð á endanum. Laugarvatn: Unglingspiltar hröpuðu 5-10 metra - annar slasaðist alvarlega Tveir unglingspOtar hröpuðu 5-10 metra í Laugarvatnsfjalli laust eftir hádegið á laugardag. Piltarnir voru í fjallgöngu í gili ofan við tjaldstæðin þegar óhappiö varð. Þeir hröpuðu eina 5-10 metra. Annar piltanna kom sér sjálfur niðuf af fjallinu og lét Björgunar- sveitina Ingunni vita. Hún sótti fé- laga piltsins upp í fjallið og kom hon- um á HeOsugæslustöðina á Laugar- vatni en þaöan þótti ráðlegast að senda hann með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann. Pilturinn, sem komst af sjálfsdáð- un niður af fjallinu, var eitthvað risp- aður eftir því sem heimOdarmaður DV sagði en sá sem fór á Borgarspít- alann er með höfuðmeiðsl og er líðan hans eftir atvikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.