Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 28
u I? uOt.»; LífsstQI Eru póstkassar á Reykj aví kursvæð - inu nógu margir? - skemmdarverk á póstkössum eru tíð Rauðir póstkassar eru víða á Reykjavíkursvæöinu, vel á níunda tuginn. Þrátt fyrir að þeir séu þetta margir kannast margir við það vandamál að þurfa aö leita töluvert áður en sá rauði finnst. Spurningin er sú hvort póstkassarnir séu nægj- anlega margir á þessu stóra svæði. Margir velta því einnig fyrir sér hversu oft póstkassar eru tæmdir því mörgum finnst bréfm lengi að berast. Hinu má ekki gleyma að póstyfir- völd ghma við mörg stór vandamál Neytendur varðandi póstkassa á Reykjavíkur- svæðinu. Skemmdarverk eru tíð en alltaf verður að halda póstkössum við og halda þjónustunni gangandi. Erum að setja upp nýja gerð Kristbjörg Karlsdóttir, rekstrar- stjóri í póstmiöstöðinni hjá Pósti og síma, varð fyrir svörum er leitað var svara við ýmsum spurningum. „Yfir- deild póstmála og flutningadeild Pósts og síma ræður því hvar og hvenær nýjum póstkössum er komið fyrir. Það eru yfirleitt settir upp nýir kassar fljótlega eftir að það fer að verða einhver byggð að ráði á svæð- um. Það er enginn fastur mælikvarði á því hvenær nýir póstkassar eru sett- ir upp. Það getur oft flýtt fyrir ef íbú- amir sjálfir vekja athygli á sér að settur verði upp nýr póstkassi. Þegar kassar eru teknir niður er það vegna þess að það eru að finnast svona eitt til tvö bréf á viku í þeim. Það eru alltaf framkvæmdar á þeim talning- ar til þess að geta ákvarðað hvort þeir séu til einhvers gagns. Kassarnir eru alltaf tæmdir minnst einu sinni á dag og margir kassar fá svo lítinn póst að menn eru að grípa í tómt við tæmingu þeirra á hveijum degi. Við höfum undanfarið verið að setja upp nýja tegund póstkassa sem eru danskir. Þeir eru úr áh en fyrri tegundir hafa verið úr jámi. Þessir nýju póstkassar em sam- settir úr einingum. Það gerir okkur kleift að skipta um einstaka hluta í þeim þegar þeir verða fyrir skemmd- um og ætti því að vera hægt að spara fjármuni. Það dugir þó ekki alltaf til því þeir em oft sprengdir í loft upp í heilu lagi. Nýju póstkassarnir em samt sem áður dýrari í heild sinni en eldri gerðir. Það er algengt um póstkassa, sérstaklega í gamla miðbænum, að þeir séu skemmdir eða meira og Nýju póstkassarnir, sem verið er að setja upp á Reykjavíkursvæðinu, eru danskir að uppruna og eru úr áli en ekki járni eins og eldri gerðir. Þeir rúma einnig töluvert meira magn af pósti. DV-mynd Hanna minna eyðilagðir um hveria helgi. Nýju póstkassarnir eru rúmbetri en þeir gömlu og þeir hafa verið settir víða upp. Við höfum þó hvergi nærri lokið uppsetningu þeirra. Póstkassar eru alhr tæmdir dag- lega en þeir sem mest em notaðir eru tæmdir þrisvar á dag. Póstur hggur því aldrei lengur en einn dag í póst- kassanum og það væri slys ef hann lægi lengur en það. Ef menn setja bréf í póst eftir klukkan hálffimm á daginn, verða þeir að búast við því að bréfið geti legið í kassanum allt til hálffimm daginn eftir,“ sagði Kristbjörg að lokum. Fáir póstkassar austan Elliðaáa Ef kortið hér annars staðar á síð- unni er skoðað, sést að póstkassar em víða á Reykjavíkursvæðinu. Svæði austan Eliiðaáa virðast ekki vera með of mikið af póstkössum og myndi ömgglega ekki skaða að setja fleiri upp þar. íbúafjöldi er mjög mik- ih á þessum svæðum, í Árbænum og í Grafarvogi, og væri sennilega gagn í því að setja upp fleiri póstkassa á þeim svæðum. Á milli Laugarásvegar og Klepps- vegar virðist heldur ekki vera mikið um póstkassa og sömu sögu er að segja um svæði vestan Hofsvalla- götu. Ef íbúum af þessum svæðum finnst langt í næstu póstkassa ættu þeir að láta flutningadeild Pósts og síma vita. -ÍS Reykjavík: Ósöluhæfar kartöflur á markaönum Á þessum árstíma virðist vera nær ómögulegt að næla sér í kart- öflur í fyrsta flokki. Virðist engu máli skipta í hvaða verslun er far- ið, eða hvaðan kartöflurnar koma, ahar eru skemmdar á einhvem hátt. Samt sem áður eru þær oft- lega merktar í fyrsta flokk þó þær séu langt frá því að ná þeim gæðum sem þarf til að fylla þann flokk. Undanfarið hefur Neytendasíð- unni borist fjöldi kvartana frá neytendum sem eiga eðlilega erfitt með að skilja hvernig hægt er að bjóða upp á svona vöru. Hringjend- ur spyrja einnig að því hvort ekki sé eitthvert gæðaeftirlit sem fylgist með því að ekki sé boðið upp á ósöluhæfar vörur. Árlegur viðburður Því miður virðist það gerast ár eftir ár að þegar haha fer á sumar að seldar eru kartöflur sem eru vart hæfar til manneldis. Þá er ver- ið að selja afganginn af framleiöslu síðasta árs, kartöflur sem hafa ekki þolað þetta langan geymslutíma. Það hlýtur að vera hægt að bjóða neytendum upp á betri kartöflur. íslendingar neyta kartaflna í það - framleiðsla síðasta árs til sölu í verslunum ríkum mæli að þeir eiga ekki auð- velt með að snúa sér að neyslu að öðrum fæðutegundum. Kartöflur eru einnig mjög hollar og nauðsyn- legar í fæðukeðjunni. Blaðamaður Neytendasíðu DV brá sér í nokkrar verslanir og keypti kartöflur af handahófi frá nokkrum framleiðendum. Það eru kartöflur frá Ágæti, Dreifingu og Gljá hf. Kartöflumar voru keyptar í þremur mismunandi verslunum, einum stórmarkaði og tveimur stærri verslunum. Þegar pokamir vom opnaðir blasti við fremur ógeðfellt innihald. Hver einasta kartafla bar merki um eitthvað af þrennu, sveppasýkingu - spímn - myglu. Margar þeirra vom einnig illa sprungnar. í nokkrum tilfehum vom kartöflur með allt þetta. Á myndinni sjást eintök af því versta úr pokunum þremur. Kartöflurnar fremst á myndinni em frá Dreifingu, til vinstri fyrir aftan em kartöflur frá Ágæti og til hægri fyrir aftan frá Gijá h/f. Blaðamaður hafði hug á að fá matvælafræöing til þess að vera viðstaddan þegar kartöflupokarnir vom opnaðir. í því skyni var haft Svo sem sjá má teljast kartöflur af þessu tagi varla söluhæf vara. Mygla, sveppasýking, spírun eða sprungur eru úti um allt og engin af kartöflunum í þessum pokum var laus við allt þetta. DV-myndir JAK samband við Hohustuvernd en starfsmenn á þeirri stofnun töldu það ekki í sínu hlutverki. Þess í stað var vísað á HeUbrigð- iseftirUt Reykjavíkurborgar. Tryggvi Þórðarson, staðgengUl framkvæmdastjóra, varð fyrir svömm á þeirri stofnun. Hann sagði það heldur ekki hæfa að láta matvælafræðing frá þeirri stofnun líta á kartöflumar. Hins vegar væri til reglugerð sem segði til um það hvaða embætti ætti að fylgjast með þessum hlutum. Það væri svokaU- aður „yfirmaður garðávaxta". Sá maður hefði löngum starfað en embættinu hefði ekki borist nauð- synleg fjárveiting til að hægt væri að halda því gangandi. Því væri nú enginn starfandi yfirmatsmaður garðávaxta. Kartöflur teljast til garöávaxta. Því virðist svo sem ekkert gæðaeft- irlit sé í gangi til að tryggja það að neytendum sé ekki boðið upp á ósöluhæfar kartöflur. ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.