Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stríðinu var ólokið Tilgangur Persaflóastríðsins náðist ekki, þegar grannt er skoðað. Stríðinu var að því leyti ólokið. Augu æ fleiri eru að opnast fyrir þessu, þegar rætt er um lík- legar kjarnorkubirgðir Saddams Hussein. Eftir er að sjá, að hann leyfi nægilega athugun á hernaðarmætti íraka. Á meðan halda Bandaríkjamenn sigurhátíð í hverri borginni af annarri. Bush Bandaríkjaforseti er staðráðinn í að láta bandarísku þjóðina hylla sig sem sigurvegara og tryggja endurkjör sitt. Þetta stríð var fremur ódýrt Bandaríkjamönnum. Mannfall var sáralítið og lítil eyðilegging herganga. Bandaríkin og fleiri ríki bandamanna lögðu í nokkurn kostnað við undirbúning stríðsins, en upphæðirnar voru hverfandi miðað við þann stríðskostnað, sem menn ótt- uðust í byrjun. En hver var tilgangurinn með þessu stríði? Markmiðið var ekki aðeins hið tiltölulega ein- falda markmið að hrekja íraksher frá Kúveit. Miklu fremur sáu fróðustu menn, að með styrjöld yrði að steypa Saddam Hussein af stóli. Tryggja yrði, að írakar gætu ekki að nýju valdið ólgu og beitt grannríkin yfir- gangi. Sjá yrði til þess, að hernaðarmáttur íraka yrði eyðilagður, meðal annars kjarnorkumáttur og eitur- efni. Hvað hefur gerzt í þessum efnum? í raun hafa slík markmið ekki náðst. íraksher er á brott frá Kúveit, satt er það. En Saddam Hussein virð- ist tryggja völd sín. Sérfræðingar eru farnir að benda á, að líklegt er að hernaðarmáttur íraka byggist upp að nýju á fáum árum. Augljóst virðist, að allt talið um, að Saddam Hussein yrði steypt með uppreisn innan frá, hefur verið óskhyggjan ein. Innan fárra ára mun Sadd- am að nýju ógna grannríkjum íraks, ef svo fer sem horfir. Persaflóastríðið breytti þar litlu um, varð einung- is tímabundinn hnekkir fyrir íraka. Bush Bandaríkjaforseti hefur ráðið ferðinni. Hann hefur sætt sig við, að Saddam sitji að völdum. Bush vildi lengi vel ekki koma Kúrdum til hjálpar, þegar hersveit- ir íraka gerðu atlögu að þeim og ógnuðu framtíð heillar þjóðar. Það var ekki í samræmi við stefnu Bandaríkja- forseta að láta herlið Bandaríkjamanna skakka leikinn þessu sinni, þótt milljónir Kúrda yrðu landflótta. Banda- ríkjamenn komu til skjalanna um síðir vegna almenn- ingsálitsins í heiminum. Það má þó vera hverjum manni ljóst, að hag Kúrda er ekki borgið, meðan Saddam Hus- sein ræður írak. Hann mun innan skamms hafa örlög Kúrda í hendi sér. Fólk minnist á tímanum, sem liðinn er frá Persaflóa- stríðinu, alþjóðlegra skýrslna hlutlausra aðila, þar sem írak er talið það riki, sem minnst virðir mannréttindi í heiminum. Völd Saddams Hussein hafa verið látin viðgangast, þótt gullið tækifæri hafi verið til að hnekkja þeim, hefði það ekki reynzt andstætt pólitískum hags- munum Bush Bandaríkjaforseta. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna hefði átt að láta ná til þess, að aðgerðirnar væru ekki stöðvaðar, fyrr en full trygging fengist fyrir sigri - trygging sem ekki hefur fengizt enn. Fólk getur fagnað því, að Kúveit hefur verið frelsað úr greipum íraks, en því miður verða menn að horfa upp á áframhaldandi ögrun íraka - ögrun sem kemur fram af fréttum þessa dagana. Her bandamanna átti að halda áfram aðgerðum, unz Bagdad félh. Þá sem nú eru að fagna sigurvegurum komnum heim frá írak, herjum bandamanna, mun iðra þess, að hálf- kák var látið nægja. Haukur Helgason Enginn venjulegur Islendingur," segir greinarhöfundur m.a. Eövald Hinriksson, íþróttaþjálfari og nuddari um Eðvald. Flóttamaður á íslandi Fyrir skömmu barst mér í hend- ur bók sem kom út hér á landi fyr- ir rúmum tveimur árum en fór þá fram hjá mér. Hún heitir Úr eldin- um til íslands og er ævisaga Eö- valds Hinrikssonar, íþróttaþjálfara og fööur knattspyrnukappanna Atla og Jóhannesar. Ég hvet allt hugsandi fólk eindregiö til þess aö lesa þetta rit sem er í senn læsilegt og fróðlegt. Eövald Hinriksson er enginn venjulegur íslendingur. Hann er Eistlendingur aö uppruna, var kunnur íþróttamaöur í landi sínu á meöan það var sjálfstætt árin milli stríðp, lífvörður forsetans og starfsmaður stjórnmálalögregl- unnar, skógarskæruliði á stríösár- unum, þegar kommúnistar og nas- istar hemámu landiö til skiptis, og komst síðan til íslands um Svíþjóð eftir stríö. Eistlendingar óheppnir með granna Þrennt vakti einkum athygh mína við lestur þessarar ótrúlegu ævisögu. í fyrsta lagi varö mér enn hugsaö til hins sama og á ferðum mínum á átakasvæöum erlendis, svo sem í Suðaustur-Asíu og Suð- ur-Afríku, hversu ótrúlega heppnir með granna viö íslendingar höfum verið í samanhuröi við þjóðir eins og Eistlendinga og Kúrda. Eövald, sem hét raunar Evald Mikson á eistnesku, lýsir því skilmerkilega í bók sinni hversu hart leiknir Eist- lendingar hafa jafnan verið af nábúum sínum, Rússum í austri og Þjóöverjum í vestri. Saga Eövalds sjálfs er til vitnis um þetta. Jólin 1940 faldi hann sig fyrir innrásarher Stahns í snævi þöktum skógum Eistlands, jóhn 1941 og 1942 sat hann í fangelsi Þjóðverja í höfuöhorginni Talhn, jólin 1943 var hann frjáls ferða sinna í Tartú, fæðingarborg sinni, og jólin 1944 sat hann í búðum fyr- ir eistneska flóttamenn í Svíþjóð. Verstur var Stahn Eistlending- um, að sögn Eðvalds, og lætur nærri að Kremlveijar hafi drepið tíunda hluta eistnesku þjóðarinnar eða flutt úr landi á fyrstu stjórnar- árum sínum. Sænskir sósíalistar rislágir í annan stað má ráða það af bók- KjáUarinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði inni að hlutur Svía eða öllu heldur sænsku sósíalistastjórnarinnar hafi ekki verið góður. Eðvald Hin-. riksson hafði sloppið naumlega undan rússneska hernum árið 1944 yfir til Svíþjóðar. Þar eð hann hafði yfirheyrt einn helsta flugumann Kremlverja í Eystrasaltsríkjunum, Karl nokkurn Sáre, töldu Kreml- verjar hann búa yfir mikilvægri vitneskju um njósnir þeirra og undirróðursstarfsemi og vildu þess vegna ólmir fá hann í hendur. Þetta mistókst að vísu en þess má geta að sænska stjómin fram- seldi marga eistneska flóttamenn til Ráðstjórnarríkjanna þar sem þeirra beið annað hvort aftaka eða seigdrepandi þrældómur í fanga- búðum norðan heimskautsbaugs. Raunar er það eftirtektarvert hvað Eðvald Hinriksson hefur eftir Sáre á 126. bls. bókar sinnar. Hann hafi snúið breskum millistéttar- manni á band kommúnista í Sjang- hæ í Kínaveldi sumarið 1927. Getur verið að þetta hafi verið Sir Martin Holhs, sem varð síöar yfirmaður bresku njósnaþjónustunnar, en hann hefur löngum legiö undir ásökunum um að hafa verið á snærum Kremlverja? OfsóknirÁrna Bergmanns í þriðja lagi segir Eðvald Hinriks- son frá því hvernig Þjóðviljinn reyndi að ofsækja hann hér á landi. Fyrst gerði Magnús Kjartansson honum árangurslaust tilboð um það á sjötta áratug að Þjóðviljinn þegði um „vafasama fortíð“ hans gegn því skilyrði að hann hætti að stuðla að íþróttaleikjum á milh reykvískra æskumanna og banda- rísku varnarliðsmannánna á Keflavíkurflugvelli. Síðan skrifaði Árni Bergmann árás á hann frá Moskvu sem birtist í blaði þeirra sameignarmanna 14. mars 1961. Endurtók Árni þar ýmsa staðlausa stafl sem birst höfðu um Eðvald í áróðursritum eistneskra kommúnista. Ég veit ekki til þess að Árni hafi nokkurn tíma beðist afsökunar á þessum skrifum sín- um. Hvernig getur maður með for- tíð eins og Árni talað digurbarka- lega á mannamótum? Hvernig get- ur blað með fortíð eins og Þjóðvilj- inn haldið áfram að koma út? Eðvald Hinriksson er nú orðinn góður og gegn íslendingur og hann tekur rammíslenska líkingu í bók- arlok. Vonandi hafi honum tekist að vara frjálsar þjóðir við glóandi hraunflóðinu úr eldfjallinu mikla í austri. Við það er því að bæta í ljósi viðburða síðustu tveggja ára að hið austræna eldfjall kann að verða óvirkt en hinu er lítt að treysta að önnur eldQöll gjósi ekki síðar meir. Illskan segir líklega seint með öllu skihð við mannkynið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Hið austræna eldfjall kann að verða óvirkt en hinu er lítt að treysta að önn- ur eldfjöll gjósi ekki síðar meir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.