Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 8. JULÍ 1991 31 Sviðsljós Michael Landon með konu sinni og hluta barnanna en hann á níu börn. Hinstaósk Michaels Landon Leikarinn Michael Landon, sem varð frægur fyrir leik sinn í myndun- um Bonanza og Highway to Heaven og ekki síst fyrir hina vinsælu þátta- röð Húsið á sléttunni, lést 2. júlí sl. Hann hafði barist við krabbamein í lifur og brisi undanfarna mánuði og þrátt fyrir að ekki sé til lækning gegn þessari tegund krabbameins vonað- ist hann ætíð til að geta sigrast á því. Þegar Michael var orðinn mjög þjáður af sjúkdómnum og sá hvert stefndi bað hann konu sína, Cindy, sem er rúmlega þrítug, að lofa sér því að hún mundi giftast að nýju ef hann létist af sjúkdómnum. Landon sagði að ástæðan fyrir þessari ein- kennilegu bón væri að hann vildi að tvö yngstu börn hans, Jennifer sem er sjö ára, og Sean, fjögra ára, fengju fööur að honum látnum. Mjög nákominn vinur þeirra hjóna sagði að Cindy hefði tekið þessu mjög illa í fyrstu en eftir fortölur Michaels sagðist hún skyldu hugleiða málið. Eftir að hafa beðið Cindy þessarar síðustu bónar kallaði Michael saman öll börnin sín, sem eru níu að tölu, og hvatti þau til að standa saman með Cindy og hvetja hana eindregið til að giftast að nýju eftir að hann félh frá. Börnin urðu alveg miður sín við slíka bón en þegar þau heyrðu hvað þetta var mikið kappsmál hjá Michael bað Cindy konu sína að giftast að nýju ettir að hann væri dáinn. Hér er hann ásamt konu sinni, Cindy, og tveimur yngstu börnum sínum, Jennifer og Sean. föður þeirra sannfærðu þau hann um að þau skyldu standa saman í blíðu og stríðu. Þrátt fyrir að Michael heföi verið sárþjáður undanfarnar vikur og mánuði var hann ætíð að hugsa um velferð fjölskyldu sinnar. Eitt af því síðasta sem hann sagði við börnin sín áður en hann lést var: „Ég vil að þið minnist mín með því að lifa sam- kvæmt þeim lifsreglum sem ég hef kennt ykkur öllum, þ.e. að ást, fjöl- skylda, samstaða og hafa gaman af lífinu er það sem skiptir mestu máli og það sem gefur lífinu gildi.“ Þegar áhöfnin á víkingaskipinu Gaia var hér á landi fyrir skemmstu færðu Ásatrúarmenn þeim líkneski að gjöf. Hér má sjá allsherjargoðann, Sveinbjörn Beinteins- son, lengst til vinstri ásamt Ásatrúarmanninum Jör- mundi Inga færa Ragnari Thorseth, skipstjóranum á Gaiu, sem stendur á milli þeirra, líkneskið. Fyrir aftan þá standa alvopnaðir vikingar heiðursvörð. Hann er vel brynjaður þessi víkingur sem stóð heiðurs- vörð er Ásatrúarmenn afhentu Ragnari Thorseth lik- neskið. DV-myndir Hanna Mercedes Benz 230 E ’90, ek. 37 þ., sjálfsk., vökvast., ABS, raf. í rúð., læs. og toppl., hitað gler, svartur. Mercedes Benz 230 E, árg. ’86, ekinn 84 þ., sjáifsk., vökvast., leður- klæddur, álfelgur, litur grásans. Range Rover Vogue ’90, ek. 19 þ., MMC Pajero, árg. ’90, turbo, dísii, vél 3,9 EFI, með ABS bremsum, ek. 40 þ., sjálfsk., vökvast. o.fl. topplúgu, rafm. i öllu, hitað gler. LEITIN ENDAR HJA OKKUR BILASALAN BRAUT HF. Borgartúni 26 Símar 681502 & 681510 M. Benz 200 '86, ek. 70 þ. km, einn eigandi, sjálfsk., sóllúga (rafm.). Saab 900i '88, gullsanseraður, 5 dyra. M. Benz 1117 '89, m/kassa, 8 metra, ek. 60 þús. Range Rover ’82, Ijósblár, stolt breska heimsveldisins. M. Benz 608, draumur hins drífandi manns. MMC L-200 pickup '88, hér er nú tækifæri. Nissan Patrol ’84, stuttur turbo dísil. Chevrolet Blazer ’85 með Tahoe innréttingum og álfelgum. Toyota Hilux V6, vsk-bíll, '89, stolt keisaradæmisins. Frúin hlær í betri bíl... Gömlu góðu 2% sölulaunin í heiðri höfð v/Miklatorg s. 621055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.