Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. 3 Fréttir Mikill uppgangur á Hvolsvelli: Gott einbýlishús á sama og blokkaríbúð í borginni „Þetta SS-mál er náttúrlega búið að eiga sér langa meðgöngu. Fyrir- tækið er stofnað í þessum sýslum; Rangárvallasýslu, Ámessýslu og Skaftafellssýslu á sínum tíma og það hefur alltaf blundað í mönnum að vinnslan færi fram í heimahéraði. Menn hafa séð ofsjónum yfir því að vinnslan skuli öll þurfa að fara fram í Reykjavík þó að alhr geri sér grein fyrir að markaðurinn er þar,“ sagði ísólfur Gylfi Pálmason sem hefur verið sveitarstjóri sl. eitt og hálft ár. Hann er innfæddur en hafði ekki búið á Hvolsvelli í 20 ár þegar honum var boðin staðan. ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri. „Ástæðan fyrir þessum flutningi á Hvolsvöll er fyrst og fremst sú að hér var gott húsnæði fyrir hendi. Það var nýtt og glæsilegt sláturhús sem hægt var að nýta sem kjötvinnsluhús- næði. Það verður aldrei gert of mikið úr því hve mikill fengur það er fyrir lítið byggðarlag eins og Hvolsvöll að fá 100 ný atvinnutækifæri á einni nóttu. Af því er auðvitað mikið af fólki sem flyst á staðinn, t.d. faglærðir kjötiðnaðarmenn en það stendur til, í samvinnu við Fjölbrautaskólann á Selfossi og kjötvinnslu Sláturfélags- ins, að gera þetta að sérhæfðu kjöt- iðnaðaðarsvæði." Ódýrt húsnæði „Hérna var á tímabUi mjög erfitt að selja húsnæði en þessi flutningur varð til þess aö nú eru nánast öll hús hér seld og við erum með skipulögð ný íbúðarsvæði og höfum úthlutað þar 20 lóðum. Þetta er líklega eitt- hvert allra besta byggingarsvæði í Evrópu því þetta er marOatt og ef maður grefur 80 cm niður er maður kominn á vikurlag og þar undir er möl. Menn geta jafnvel grafið fyrir húsum á einni kvöldstund með skóflu. Þegar menn eru að bera saman íbúðarverð á Hvolsvelli og t.d. Reykjavík þá er stofnkostnaðurinn mun minni hér. Hér borga menn t.d. ekkert fyrir lóð og öll gjöld eru mun lægri. Gott einbýlishús hérna selst á svona 7 milljónir sem er eins og góð blokkaríbúð í Reykjavík. Fasteigna- verð hefur hækkað en það er ennþá langt undir byggingarkostnaðar- verði. Kaupféiagið enn stærst Kaupfélagið hefur lengi verið aðal- atvinnuveitandinn á staönum og ég held að þeir séu ennþá með flesta starfsmenn. Þeir eru með bílaverk- stæði og rafmagnsverkstæði og ýmislegt í þeim dúr. Síðan hafa verið hér trésmiðjur og ýmiss konar þjón- usta í byggingariðnaði og hér er prjónaiðnaður. Síðan eru hérna verktakafyrirtæki eins og t.d. Suður- verk sem hefur verið í mjög stórum verkefnum. í ferðamennskunni eru náttúrlega sérleyfisfyrirtækið Aust- urleið sem hefur bækistöðvar hér og er mjög traust og gott fyrirtæki. Síð- an er Hótel Hvolsvöllur og Hlíðar- endi sem er mjög vegleg ferðaþjón- usta auk ýmissa smærri aðila. Fyrir utan allan opinbera geirann en á Hvolsvelli er t.d. miðstöð RARIK á Suðurlandi. Núna búa í hreppnum um 700 manns þar af tæplega 600 á Hvols- velh. Þetta er til þess að gera ungt byggðarlag. Þetta byrjar að byggjast 1930 og þá út frá kaupfélaginu sem flutti hingað frá Landeyjum. í kring- um 1970 kemur svo mikill kippur með virkjununum og fjárfestingu í landbúnaði. Á þeim tíma byggði kaupfélagið um 40 einbýlishús og seldi fólki á mjög hagstæðu verði. Eftir 1980 kom svo afturkippur en nú blómstrar byggðin á nýjan leik.“ -pj Vallarskeifan hans Rúnars Árna- sonar er annað af tveimur fyrirtækj- um á landinu sem framleiðir skeifur og hklega sú stærsta. Þeir framleiða um 12-14.000 ganga á ári eða rúmlega 50.000 skeifur. Verkstæðið framleiðir þó eingöngu skeifur á veturna. Þeir hafa einnig Verið að þreifa fyr- ir sér með útflutning, aðallega til Noregs, og hafa tvisvar sent þangað 100 ganga. -pj Rúnar Árnason i Vallarskeifunni með sýnishorn af framleiðslunni. DV-mynd Brynjar Gauti SS-húsið á Hvolsvelli sem færir byggðarlaginu 100 ný störf. DV-myndir Brynjar Gauti ÞEIR ERU ÖÐRUVÍSI ÞÝSKU VEQQSKÁPARNIR Sliiál Ef þú ert öðruvísi ættir þú að líta til okkar því við eigum aldeilis stórkostlegt úrval af fallegum veggskápum, stórum og Iitlum, í hinum ýmsu viðarlitum. Komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins QOÐ QREIÐSLUKJÖR BlLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.