Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. Spumingin Lesendur Horfir þú minna á sjónvarp á sumrin en veturna? Dagný Kristinsdóttir nemi: Já, ég er miklu meira úti á sumrin en ve- turna, þess vegna horfl ég minna á sjónvarp þá. Kolbrún Rögnvaldsdóttir húsmóðir: Já, ég geri það svona að öllu jöfnu. Aldís Rögnvaldsdóttir, skrifstofu- maður og húsmóðir: Já, ég hef nóg annað að gera. Finnbogi Steinarsson, starfsmaður hjá Vífilfelli: Ég horfi mjög lítið á sjónvarp en þó meira á sumrin Hlín Brynjólfsdóttir frú: Já, ég er meira utan dyra á sumrin. Þorleifur Björnsson flugumferðar- stjóri: Já, ég er þræll garðsins. Fáir grilla og enn f ærri borða úti Þórður skrifar: Þótt veður hafi veriö með eindæm- um gott hér í borginni síðustu vikur tók ég eftir því aö ekki var mikið um að fólk notaði garða sína mikið. Sennilega eru flestir íbúar húsanna þar sem garðar eru fallegir og frá- gengnir í vinnu og koma heim rétt til að gleypa í sig matinn áður en tekið er til við sjónvarpsgláp og síðan kærkominn nætursvefn. En það er ekki heldur um helgarn- ar að maður verði mikið var við að fólk sitji í görðunum sínum fínu. Við einstaka hús í nágrennninu finnur' maður að verið er að grilla mat úti. En afar sjaldgæft er að sjá fólk úti við að borða í þessu góða veðri. Ég hef hins vegar séð á göngu minni um hverfið aö þeir sem á annað borð grilla úti hlaupa með matinn inn eins og kólfi væri skotið til aö borða hann þar. Ekki veit ég hvað veldur. Kannski er það sjónvarpið enn og aftur. Fólk vill sennilega ekki missa af tvennum sjónvarpsfréttum eftir að hafa líka hlustað á sjöfréttir útvarps. - Ég held þó að hér sé önnur ástæða að baki. Ég tel að íslendingar séu afarlitlir útiverumenn þegar allt kemur til Hópgrillveislan höfðar e.t.v. betur til fólks? alls. Það kemur líka heim og saman veru þótt skilyrði séu dæmalaust að maður sér ekki marga hér sem góð, t.d. eftir svona veðráttu eins og líta verulega hraustlega út eftir úti- hér hefur verið að undanfornu. Hvað eru vistvænir bílar? Þráinn Þorvaldsson, stjórnarform- aður Suzuki-bíla, skrifar: Umræða um vemdun umhverfis- ins fer vaxandi. Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir því að jafnvel hér á íslandi, í landi sem við höfum talið vera fjarri öllum mengunarvanda- málum, þurfum við að sýna vaxandi varkárni í umgengni við náttúruna. Bifreiðir hafa lengi verið taldar miklir mengunarvaldar í nútíma þjóöfélagi. Nú er þar að verða mikil breyting á. Nýir bílar, sem koma á markað, hafa útbúnað sem stórlega dregur úr allri mengun. Einn þeirra bílaframleiðenda, sem lagt hefur mikla áherslu á að draga úr mengun í útblæstri, eru Suzuki verksmiðj- umar í Japan. Þessi viðleitni Suzuki hefur borið góðan árangur. Bandarísk umhverfisverndarsam- tök geröu könnun á 900 bílagerðum af árgerðinni 1991 og röðuðu bílum með tilliti til minnsta kolsýrings út- blásturs og mestrar sparneytni. Suzuki-bílar og bílar, sem Suzuki framleiðir í samvinnu við General Motors, hlutu 6 af 10 efstu sætunum. Suzuki-bílar hf. á íslandi hafa lagt fram mælingar skv. ECE/EEC stöðl- um á útblæstri Suzuki-bíla hjá Bif- reiðaskoðun íslands hf. Samkvæmt reglugerð, sem tók gildi 1. jan. 1991, má kolsýringur í útblæstri nýrra bif- reiða ekki vera meiri en 3,5% miðað við rúmmál. Mælingar á Suzuki- bílum hafa sýnt að í fólksbílum er kolsýringshlutfallið lægst 0,01% og hæst 0,1% og í jeppunum frá 0,2% til 0,5%. Nú bregöur svo við að Verðlags- stofnun hefur beint þeim eindregnu tilmælum til Suzuki-bíla hf. að hætt verði að nota orðið „vistvænn". Talið er að með því sé verið að veita rang- ar, ófullnægjandi og villandi upplýs- ingar til neytenda. Verðlagsstofnun hefur unnið ötult starf við að auka verðskyn almennings með því að bera saman verð á vörum og þjón- ustu hjá ýmsum aöilum. í slíkum til- fellum eru leikreglur einfaldari þótt deila megi um réttmæti verðsaman- burðar í mörgum tilfellum þar sem ekkert tillit er tekið til mismunandi þjónustu sem að baki er. Um réttmæti orðavals í auglýsing- um er hins vegar erfiðara að setja leikreglur. Auglýsingar, sem tengjast umhverfisvernd, munu fara vax- andi. Ef Verðlagsstofnun ætlar að hafa afskipti af því hvaða orðaval verður notaö í slíkum auglýsingum er eðlilegra að stofnunin skilgreini leikreglurnar áður en farið er að setja einstökum söluaðiium stólinn fyrir dyrnar um orðaval. Tilgangur Suzuki-bíla hf. með því aö nota oröið „vistvænn" í auglýsing- um sínum er að vekja athygli á því að bílar frá Suzuki eru vinsamlegir gagnvart umhverfi sínu. Orðið „vist“ eins og í vistfræði fjallar um lífsskil- yrði og umhverfi. „Vænn“ merkir þann sem er vænlegur og lofar góðu, sbr. orðabók Menningarsjóðs. Eins og þær upplýsingar sem áður greinir gefa til kynna geta Suzuki-bílar fylli- lega staðið undir því að vera meng- unarlega vingjarnlegir gagnvart um- hverfi sínu. Þar eru þeir í fremstu röð. Hvernig ætlast Verðlagsstofnun til að þessu verði á annan hátt komið á framfæri? ...svona E.P. skrifar: Ég kann svo sannarlega að meta svona menn eins og kvikmyndaleik- arann Jeremy Brett, sem kom hingað í heimsókn, sagði kunningi minn við mig. Hann bætti svo við, orðrétt: Þessi maður kann sko að koma fyrir sig orði og það Jjannig að öllum ís- lendingum líki. I sjónvarpsviðtali við leikarann höfðaði hann sífellt til fallega landslagsins okkar eða fall- egu hestanna sem hann sá útundan sér. Já, Brett er maður að okkar skapi. Það er ekki frítt við að leikarinn frægi hafi einmitt viðhaft óskasvör sérhvers fréttaspyrils, sem spyr út- lendinga oftar en ekki „How do ypu like Iceland?" (Hvemig líst þér á ís- land?). í þessu tilfelli kom leikarinn Brett á óvart meö því að vitna óum- beðinn til alls þess besta sem hér finnst. - Kannski hefur leikarinn svona mikið innsæi eða einhver bent honum á þann viðkvæma blett í sál- arlífi okkar að vilja fá góða umsögn um landið og miðin. Já, vei þeim út- menn eins og Brett! Kvikmyndaleikarinn Jeremy Brett (t.v.) ásamt vini sínum, leikstjóranum Benedikt Árnasyni. lendingi sem ekki dásamar þetta Brett er hólpinn og fer héðan með hvort tveggja. En leikarinn Jeremy fullri sæmd. Bflaleigugjald erlendis Sigurður Guðmundsson hringdi: Eg er einn þeirra sem finnst það gjald sem maður greíðir hér á landi, t.d. á ferðaskrifstofum fyrir þjónustu erlendis, vera alltof hátt miðað við það sem hægt er að fá þegar komið er á staðina ytra, Hér á ég bæði við hótel og ekki síst bílaleigur víðs vegar um heíminn. Ég sá nýlega auglýst verð á bíla- leigubíl i Ameríku í þeim borgum sem flogið er til héöan. Veröið var kr. 14500 til 16.000, miðað við venjulega fólksbíla. Tekið er fram að þetta sé staðgreiðsluverð og miðað við 4 í bíl. Á flestum bila- leigum í Bandaríkjunum er viku- gjald fyrir bílinn svona 125-160$ eftir stærð bíls og frítt kílómetra- gjald. En það gerir um 7.500 til 10.000 kr. Það er því ekki að furða þótt fólk vilji sjá um þessa þjón- ustu sjálft þegar það kemur á áfangastað. Ríkiðstenstekki frýjunarorðin Gunnar Gunnarson skrifar: Við bíðum bara eftir því hvað ríkið gerir, við getum ekkert gert, segja þeir hjá gjaldþrota ríkisfyr- irtælgunum. Forstöðumenn þessara opinberu eða hálfopin- beru fyrirtækja bera sig aumlega og hafa uppi frýjuorð, sem ríkið stenst svo ekki, þrátt fyrir fógur fyrirheit um að hætta að láta al- menning borga brúsann. Álafoss er eitt dæmið. Þar ætlar iönaðarráðherra að koma til að- stoðar með því að láta ríkiö kosta uppvakningu þessa dauða fyrir- tækis eina ferðina enn. Bæði Ála- foss og Síldarverksmiöjur ríkis- ins eru rekin á góðvild Lands- bankans en gegn betri vitund um að hvorugt þessara fyrirtækja er lífvænlegt. Það er lítiö að marka yfirlýsingar ráðherra og þeir standast ekki frýjuorðin, þrátt fyrir upplausn og umframeyðslu fyrirtækjanna. Búiðaðsæra framregn Margrét hringdi: Þá erum við hér á höfuðborgar- svæðinu búin að fá það sem margir hafa beðið svo heitt um - rigningu. - Þetta er svo gott fyrir gróðurinn, segja menn. Heyr á endemi! Hér er fólk aö reyna að komast hjá að slá grasiö á lóðun- um og biður svo um rigningu. Það er segin saga að ef hér skín sól samfellt í meira en vikutíma fara menn að heímta vætuna sína á nýjan leik. Ég held bara að fólki hafi orðið að ósk sinni, fengið rigningu eins og það bað um. Sumir hafa áreiðanlega reynt aö særa fram regn líkt og sagt er aö gert sé hjá sumum þjóöflokkum í Afríku. Ég segi þó fyrir mig að ég legg allt undir til að fá sól sem allra fyrst aftur. Hér er ekki það mikíð af henni að það þurfi að kvarta þótt hún skíni samfellt í fjórar vikur eða svo. Þakkirtil bæjarstjórans Ágústa Baldursdóttir hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti mínu til bæjar- stjórans hér í Hverageröi, Hall- gríms Guðmundssonar, fyrir hans frábæra starf sem m.a. er fólgið í því aö stuðla að því að koma rekstri heilsuhælis NLFÍ í það horf sem það er nú í. Ég held aö allir íbúar hér á staönum séu þess fýsandi að heilsuhælið haldi áfram í því horfi sem það hefur verið og því er það mikið mál fyrir staðinn að það fái að dafna óáreitt í framtíð- inni. Margir hafa starfaö þarna árum saman og þeir eru ekki síst þakklátir fyrir hvemig málin hafa verið leysL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.