Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. 47 Veiðivon Miðfjarðará: Tugir laxa með ljót netasár „Við vorum að koma úr Miðfjarð- ará og hollið veiddi 27 laxa, veiðin var alls ekki nógu góð, þetta á að vera góður tími,“ sagði Egill Guð- jonhnsen en hann var að koma af bökkum árinnar um helgina. „Þó veiðin sé kannski ekki mikil hrelhr það ekki veiðimenn. Heldur mest ljót netasár á tugum laxa sem sveima um árnar. Það veiddust tveir laxar með svona sár þegar við vorum að veiða og það er mjög ljótt að sjá þetta. Lax sem bræðumir Gunnar og Magnús Gunnarssynir veiddu, 12 punda, var með hrikalega ljót sár,“ sagði Egill í lokin. DV heyrði á veiðimanni, sem renndi fyrir fáum dögum í Miðfjarð- ará, að þessi netafaralax tæki miklu verr en hinir laxarnir. Þessi laxar væru um allar ámar og væru líklega á milli 20 og 30 svona ljótir. Miðfjarðará hefur gefið á milli 80 og 90 laxa en erlendir veiðimenn mættu í ána í gær á hádegi. Ekki er mikil veiðivon hjá þeim næstu daga nema meira komi af laxi í árnar. Eitt- hvaö var samt að koma á hverju flóði en ekki margir laxar. Ólafur Rögn- valdsson veiddi í þessu 27 laxa holli stærsta laxinn, 17 punda fisk. -G.Bender Dagblaðaskattur A laugardaginn las ég í Morgim- blaðinu gi-ein um „Veldi stjórnmála- flokkanna“ eftir Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor. Þorvaldur er skynsamur maður og skilmerkilegur eins og hann á kyn til og frjálslyndur í skoðunum á ameríska vísu. Þorvaldur telur réttilega - og er sem betur fer ekki einn um þá skoðun - aö itök stjóm- málaflokkanna i þjóðlífinu séu hér meiri en tíðkast meöal nágranna- þjóðanna og reyndar svo mikil að þau dragi úr þeirri valddreifingu sem er nauðsynleg forsenda al- mannaheilla. í þessari grein Þorvalds (sem er önnur tveggja um meginmálefniö) fjallar hann um itök stjórnmála- flokka i fjölmiðlum og má reyndar ýmislegt um þá umfjöllun segj a þó óg geymi það flest til betri tíma. En Þorvaldur gagnrýnir réttilega þá þjóðarsköram sem er ríkisstyrk- ur til íslenskra daghlaða. Hann minnir á aö fjögur hinna sex ís- lensku dagblaða era hreinræktuð flokksmálgögn og heldur því svo fram að þessi fjögur flokksmálgögn myndu líða undir lok ef stjórnmála- mennimir hættu að halda þeim gangandi með fé úr vasa almenn- ings. Sennilega er það rétt hjá Þorvaldi að flokksmálgögnin færu á hausinn ogég ætla að leyfa mér að bæta þvi viö að ugglaust myndu fáir gráta þau. Þeir sem grétu gerðu það ein- ungis vegna þess að þeir misstu þá spón úr aski sínum í bókstaflegasta skilningi. En þetta er ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er auövitað sá að gagnvart öllu siðmenntuðu fólki er það hreint og klárt siðleysi að leggja þennan dagblaðaskatt á vinnulúna skattgreiðendur sem berjast í bökk- um við að halda Qölskyldum sínum sómasamlegt heimili. Og jafnvel þó þú, lesandi góður, hafir efni á að greiöa slíkan skatt til steingeldra fiokksfjölmiðla, mynd- irðu ekki frekar kjósa að auramir rynnu til íslensku óperunnar, Sam- taka um tónlistarhús, íþróttahúss fatlaðra eða Hjálparstofnunar kirkj- unnar? Er nú ekki lag fyrir fijálslynda viðreisnarsfjóm að losa okkur við þessa þjóöarskömm, dagblaöaskatt- inn, hvort sem flokksmálgögnin færa sömu leið eða ekki. Kjartan Gunnar Kjartansson Breyttir tímar á bökkum Blöndu: Laxinn tekur agnið eins og ekkert sé • Fyrstu laxarnir komnir á land úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Veiði- mennirnir Þorsteinn Garðarsson, Rögnvaldur Guðmundsson og Guðmund- ur Rögnvaldsson með góða veiði. DV-mynd GHH Hvolsá og Staðaúrhólsá í Dölum: 58 laxar komnir - 8 laxar úr Korpu „Veiðin er róleg í Laxá á Ásum og aðeins eru komnir 140 laxar," sagði veiðimaður sem var við veiðar í Laxá á Ásum í gærdag. „Við sjáum ekki mikið af fiski í ánni og þetta er bara reytingsveiði, varla það,“ sagði veiðimaðurinn enn- fremur. Korpa hafði gefið 8 laxa í gærdag og hann var 8 pund sá stærsti. Ottó Þorgrímsson veiddi hann í Neðri- Rennum. í Leirvogsá kom aðeins hreyfing fyrir fáum dögum og veiddust þá 6 laxar, tveir af þeim vora 12 pund. -G.Bender • Stóra-Laxá í Hreppum hefur stað- ið vel fyrir sínu það sem af er veiði- tímanum. Á myndinni heldur Egill Guðjonhsen á tveimur löxum af svæði þrjú. DV-mynd HER „Veiðin í Blöndu er alveg í lagi og eru komnir yfir 100 laxar á land, þeir stærstu eru 18 pund, tveir þvflík- ir,“ sagði Rúnar Oskarsson er við spurðum um Blöndu og Svartá. En í vændum era algerar breytingar í Blöndu því áin er að verða tær vegna virkjanaframkvæmda. „Fiskurinn tekur maðkinn og dev- on þessa dagana grimmt. Það eru breyttir tímar í Blöndu þessa dagana. En áin hefur aldrei verið fræg fyrir feiknatökur hjá fiskinum. Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Svartá og voru þeir 9 og 10 pund. Við opnun í Svalbarðsá veiddi einn 10 punda lax,“ sagði Rúnar í lokin. Þungir Blönduspúnar eru ekki nauðsynlegir í Blöndu eins og er, jafnvel aldrei aftur. Því fógnuöu alla- vega laxarnir. -G.Bender LaxááÁs- um hefur gefið 140 laxa áþurrt „Þessi byijun lofar góðu fyrir sum- arið, 58 laxar hafa veiðst og hann er 20 pund sá stærsti," sagði Þorsteinn Garðarsson í gærkvöldi. „Fyrsta hollið veiddi 39 laxa og hann var 20 pund sá stærsti. Svo komu Árni Bjarnason og fleiri, þeir fengu 10 laxa og 40 bleikjur. Stærsti laxinn hjá þeim var 14 pund,“ sagði Þorsteinn. „Þetta var allt í lagi hjá okkur og laxarnir urðu 9, tveir þeir stærstu voru 16 pund,“ sagöi Símon Sigur- - Fjölmiðlar pálsson en hann var að koma úr ánum í gærdag. „Það voru maðkurinn og flugan sem gáfu okkur þessa veiði. Bleikjan er aðeins að mæta en mætti vera í ríkari mæli,“ sagði Símon ennfrem- ur. H1LA?\ f WgggM| ERTU MEÐ SKá: ' KBhh hárvandamál? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? ■ Fáðu aftur þitt eigið hár sem vex eðlilega ■ sársaukalaus meðferð ■ meðferöin er stutt (1 dagur) ■ skv. ströngustu kröfum bandariskra og þýskra staðla ■ framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EUROCLINIC LTD. Ráðgjafarstöð: Neðstuströð 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Sími 91-641923 Kvöldsími 91-642319 Sklpholt 37. simt 39570 ELDBAKAÐAR TlZZURj tilbod! 12”og 0L kr. 880, ~ BINGÖ! Hefst kl. 19.30 í kvöld Aðalvinningur að verðmæti __________100 bús. kr.________ Heildarverðmæti vinninga um 300 bús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010 Veður Næsta sólarhring verður fremur hæg austlæg átt - skýjað og sums staðar skúrir með morgninum um landið vestanvert en undir hádegi léttir aftur til með norðaustanátt. Um landið austanvert má búast við þoku við strendur en léttskýjað verður áfram inn til landsins. Hiti 8-12 stig nærri þokunni en annars 18-25 stig í dag. Akureyri skýjað 13 Egilsstað/r léttskýjað 15 Keflavikurílugvöllur þokumóða 13 Kirkjubæjarklaustur þoka í grennd 13 Raufarhöfn þoka 10 Reykjavik skúrá s. klst. 14 Vestmannaeyjar þokumóða 11 Helsinki léttskýjað 22 Kaupmannahöfn þokumóða 23 Stokkhólmur léttskýjað 22 Amsterdam þokumóða 18 Berlín léttskýjað 23 Frankfurt skýjað 23 Glasgow þrumuveður á s.klst. 16 Hamborg léttskýjað 22 London skýjað 17 LosAngeles alskýjað 18 Lúxemborg léttskýjað 18 Madrid léttskýjað 17 Montreal heiðskírt 23 Nuuk heiðskirt 8 Paris skýjað 18 Valencia heiðskírt 19 Vín léttskýjað 22 Winnipeg hálfskýjað 12 Gengið Gengisskráning nr. 126. - 8. júli 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,060 63,220 63,060 Pund •102,665 102,925 102,516 Kan. dollar 55,120 55,260 55,198 Dönsk kr. 8,9925 9,0153 9,0265 Norsk kr. 8,9043 8,9269 8,9388 Sænsk kr. 9,6077 9,6321 9,6517 Fi. mark 14,5719 14,6089 14,7158 Fra. franki 10,2453 10,2713 10,2914 Belg. franki 1,6884 1,6926 1.6936 Sviss. franki 40,3455 40,4479 40,4750 Holl. gyllini 30,8626 30,9409 30,9562 Þýskt mark 34,7610 34,8492 34,8680 ít. líra 0,04667 0,04679 0,04686 Aust. sch. 4,9410 4,9536 4,9558 Port. escudo 0,3970 0,3980 0,3998 Spá. peseti 0,5521 0,5535 0,5562 Jap. yen 0,45439 0,45554 0,45654 írskt pund 93,061 93,297 93,330 SÐR 82,7997 83,0098 82,9353 ECU 71,4123 71,5935 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. jr freeMmz MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI* 653900 RAUTT UOS fvfóvi RAUTT UÓSf lUMFEROAR Práð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.