Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. 15 íslensk „hag- sQórnarlist" „Síðasta átak sem gert var í uppbyggingu orkufreks iðnaðar var bygg- ing Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga." Lesandi góður. Öllum þeim sem fylgjast með þjóðfélagsmálum á ís- landi þessa dagana má vera ljóst að hin tíðu gjaldþrot gjaldeyris- skapandi og gjaldeyrissparandi at- vinnufyrirtækja er þróun sem fær ekki staðist til lengdar. Tímabund- inni niðursveiflu í efnahagslífinu er ekki um að kenna, til þess hafa gjaldþrotin verið of mörg og staðið yfir í of langan tíma. Tímabundinni niðursveiflu, þó stór sé, verður ekki kennt um hrun heilu atvinnugreinanna samtímis. Atvinnugreina svo sem skipa- smíðaiðnaðar, fiskeldis, loðdýra- ræktar, ullariðnaðar, rækju- vinnslu og allt hvað þetta nú heitir sem ekki hefur rekstrargrundvöll á íslandi í dag. Gálgafrestur til hvers? í öllum þessum fyrirtækjum og atvinnugreinum hafa menn átt við ýmiss konar rekstrarvandamál að etja, sum hefur tekist að leysa en önnur ekki, eins og gengur. En stóru skýringarnar á því hvernig komið er finnum við ekki í innan- hússvandamálum einstakra fyrir- tækja og atvinnugreina. Stóru skýringarnar liggja í því að stjórn- völd hafa ekki skapað þessum at- vinnugreinum viðunandi rekstrar- grundvöll til lengri tíma. Menn virðast gleyma því of oft, að í kjölfar hruns í undirstöðuat- vinnugreinum fylgir ávallt hrun og samdráttur í margvíslegum þjónustugreinum í kjölfarið. Og síðast en ekki síst er rétt að benda á að við slíkar aðstæður dragast tekjustofnar opinberra aðila veru- lega saman. Þannig hangir í raun allt hagkerfið aftan í afkomu undir- KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur stöðuatvinnuveganna. Það er því lykilatriði fyrir alla, opinbera starfsmenn, innflytjend- ur, iðnaðarmenn, bændur, at- vinnurekendur, verkafólk og alla íslendinga, að einhverjum undir- stöðuatvinnugreinum, fleirum en fiskveiðum, fiskvinnslu og stóriðju, séu sköpuð viðunandi rekstrarskil- yrði í landinu. Það hefur ekki verið gert. Og á meðan svo er er vita til- gangslaust að vera að sóa tíma, fé og fyrirhöfn í að bjarga þessum atvinnugreinum. Staðreyndin er sú að allar slíkar björgunaraðgerðir eru í raun ekk- ert annað en gálgafrestur. Og til hvers ættu menn að vera að kaupa sér gálgafrest ef ekki á að nota hann til neins!? Það er aöferð til að tapa verðmætum hratt og örugg- lega að fást við atvinnurekstur sem enginn grundvöllur er fyrir, og ekki réttlætanlegt að gera slíkt, nema því aðeins að það ástand sé tímabundið. - Svo virðist ekki vera! Ríkisstjórnin á leik Fyrst verður að fá svar frá opin- berum aðilum hvaða almennu rekstrarskilyrði ætla þau að skapa samkeppnisiðnaðinum? Ef svarið er „engin“, eða „óbreytt", eða „svipuð og verið hefur“, þá er skyn- samlegast að pakka samkeppnis- iðnaðinum nánast öllum saman í hvelli og hætta, áður en meiri skaði hlýst af starfseminni fyrir alia. Ef það er stefna stjórnvalda, þá fer ríkisstjórnin í fararbroddi fyrir mestu uppgjafar- og aumingja- stefnu í atvinnumálum sem þekkst hefur á íslandi lengi, og er þá mik- ið sagt. í beinu framhaldi af slíku munu þúsundir ungra íslendinga flæmast af landi brott fyrir árið 2000.' Álver eitt og sér er ekki nægjan- leg viðbót í íslenskum atvinnumál- um, og alls ekki, ef fórna á fjölda annarra undirstöðuatvinnugreina á sama tíma. Álver átti alltaf að vera viðbót við, en ekki að koma í staðinn fyrir þróttmikinn og íjöl- breyttan samkeppnisiðnað. Síðasta átak sem gert var í upp- byggingu orkufreks iðnaðar var bygging Járnblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga. Þá verksmiðju vígði Hjörleifur Guttormsson fyrr- verandi iðnaðarráðherra árið 1979 og lagði að henni hornstein við hátíðlega athöfn. Síðan hefur mikið verið talað, skrifað og fundað um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar, en ekkert gert. Fyrst í stað átti að byggja kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Ekkert varð úr öllum þeim áformum annað en ræður, skrif, fundir, tímasóun og kostnaður fyrir opinbera aðila. Það er búið að draga þetta þjóðfélag á asnaeyrunum í 12 ár með nýjum og nýjum væntingum um átak í stóriðjumálum. Getur einhver full- yrt í dag að því verði ekki haldið áfram næstu 12 árin? Sérsamningar fyrir alla? Vonandi verður fljótlega tekið nýtt stórt skref til frekari uppbygg- ingar orkufreks iðnaðar. Þegar af því verður verður líka gerður „sér- samningur“ við eigendur þess iðju- vers um það að þeir þurfi.ekki að lúta íslenskri hagstjórn. Það er stærsti ávinningurinn við slík fyr- irtæki að þau eru bólusett gegn ís- lenskri „hagstjórnarlist“ strax á teikniborðinu. Því má treysta því að þau starfi til frambúðar í land- inu sem undirstöðuatvinnuvegur sem treystandi er á. En ef vel á að vera þarf þetta þjóð- félag öflugan sjávarútveg og fisk- vinnslu af öllu tagi, orkufrekan iðnað, og að auki þróttmikinn sam- keppnisiðnað fjölbreyttan, og sem treystandi er á. Þannig þjóðfélagi viljum við öll búa í. - Er kannski leiðin til þess sú að gera sérsamn- inga um rekstur hvers og eins slíks fyrirtækis, eins og gert er varðandi stóriðjuna? Lesandi góður. Af hverju mega bara útlendingar bólusetja at- vinnustarfsemi sína gegn íslenskri „hagstjórnarhsf‘? Af hverju þurfa þeir að gera það? Það er vegna þess að efnahagsstjórn íslenskra stjórn- valda er ekki treystandi, hefur ekki verið það á undanförnum áratug- um, og engar líkur eru á að svo verði á næstunni, því miður. Brynjólfur Jónsson „Af hverju mega bara útlendingar bólusetja atvinnustarfsemi sína gegn íslenskri „hagstjórnarlist“? Af hverju þurfa þeir að gera það?“ Ótryggðir og ranglega skráðir bílar: Erhægtaðakaá þeim árum saman? Þegar við hjónin fluttum búferl- um um stundarsakir til Bandaríkj- anna fyrir þremur og hálfu ári seld- um við bílakost okkar. Um var að ræða tvo bíla og segir ekki frekar af sölu annars bílsins. Sú sala gekk fyrir sig á eðlilegan hátt eins og hver önnur viðskipti. En um hinn gegnir öðru máh. Sá bíll er enn á mínu nafni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt að fá núverandi eiganda, sem er annar í röðinni frá okkur, til þess að skrá bílinn á sitt nafn. Á hverju ári koma tilkynningar um bifreiða- gjöld. Nú nýlega kom ein slík. Þar sem ég var stödd á landinu barst hún mér í hendur. Enginn misskilningur Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og hélt að hér hlyti aö vera um einhvern misskilning í „tölvunni" hjá bifreiðaskoðuninni að ræða. Svo reyndist ekki. Ég fékk þær upplýsingar að ég væri enn skráð eigandi bifreiðarinnar G-21821. Ég hef ekki handbært afsal og heldur ekki nafn þess sem keypti bílinn af þeim sem keypti hann af mér. Enda tel ég ekki ástæðu til þess að fylgjast með hvað verður um bíl eftir að hann er seldur. Mér finnst óviðkunnanlegt að vera skráð eigandi þegar þrjú ár Kjallarinn Anna Bjarnason blaðamaður eru síðan ég seldi bílinn. Mig lang- aði til þess að finna nafn eigandans til þess að benda honum á þessa röngu skráningu. Mér var ráðlagt að hafa samband við tryggingafé- lögin, þar hlyti bíllinn aö vera skráður á rétt nafn. Er bíllinn ótryggður? Ég hafði samband við þau átta tryggingafélög sem skráð eru á gulu síðunum í símaskránni. Ékk- ert þeirra kannaðist við að bíll nr. G-21821 væri tryggður hjá þeim. Þannig lítur einna helst út fyrir að viðkomandi bíleigandi hafi bif- reið sína ekki einungis ranglega skráða á fyrri eiganda heldur aki hann einnig um á ótryggðri bifreið. í einfeldni minni hélt ég að þetta væri ekki hægt. Ég hélt að menn yrðu að sýna fram á að þeir hefðu bíl sinn réttilega tryggðan er þeir færðu bílinn til skoðunar. Ég hélt einnig að þegar menn greiddu til- „Eg hélt aö menn yrðu að sýna fram á að þeir hefðu bíl sinn réttilega tryggðan er þeir færðu bílinn til skoðunar. Eg hélt einnig að þegar menn greiddu til- skilin gjöld af bílum sínum vildu þeir hafa allar upplýsingar sem réttastar. skilin gjöld af bílum sínum vildu þeir hafa allar upplýsingar sem réttastar. En það er öðru nær. Langar mig því til þess að skora á eiganda bifreiðarinnar G-21821 að hann láti hið fyrsta skrá bifreiðina á sitt eigið nafn. Hins vegar er rétt að taka fram að bifreiðagjöld hafa verið greidd af bifreiðinni á réttum tíma. Hvort þessi bíleigandi ekur svo um á ótryggðri bifreið hlýtur alfar- ið að vera hans mál. Mér finnst samt ekki ótrúlegt að ég yrði kölluð til ábyrgðar ef eitthvað kæmi upp á og bíllinn lenti t.d. í árekstri sem hann bæri ábyrgð á, þar sem ég er skráð eigandi bílsins, ef rétt reynist að bíllinn sé hvergi tryggður. Anna Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.