Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 18
18
Fréttir
MÁNUDAGUR 8. JÚLl 1991.
J3V
Verkefnaskortur háir flarvinnslustofimi:
Mjög óhress eftir öll stóru
orðin sem féllu á Alþingi
- segir Páll Pétursson sem rekur flarvinnslustofu 1 Vík 1 Mýrdal
„Ég er mjög óhress meö þennan
verkefnaskort, sérstaklega eftir þessi
stóru orð sem féllu í Alþingi um þessi
mál í fyrra. Þá kom hver á fætur
öðrum upp og lýsti ánægju sinni með
þessa hugmynd. Núna gera þessir
sömu menn ekkert í málunum og ég
sé ekki fram á þeir geri neitt írekar
nú en þeir gerðu þá,“ sagði Páll Pét-
ursson sem rekur fjarvinnslustofuna
Víst í Vík í Mýrdal.'
„Byggðastofnun auglýsti í vor eftir
aðilum sem gætu tekið að sér fjar-
vinnslu og þaö svöruðu um 70 aðilar.
í framhaldi af því var sent bréf til
allra ríkisstofnana þar sem spurt var
hvort þær hefðu einhver verkefni á
sínum vegum sem þær væru reiðu-
búin að senda út á land. Það voru 78
stofnanir sem fengu bréfiö. Alls bár-
ust 30 svör eftir að var búið að fram-
lengja eindagann þrisvar sinnum.
Af þessum 30 svörum voru 26 sem
voru hugsanlega með verkefni en
aðeins 4 sem gátu skilgreint þessi
verkefni.
Síðan var ákveðið að lagt yrði fram
5 milljón króna framlag á fjárlögum
síðasta árs til ríkisstofnana sem vilja
senda verk út á land. Það átti að
sækja um þennan styrk til Byggða-
—
V' '''f
Fjarvinnslan Víst hefur starfað í tvö og hálft ár en aðeins fengið tvö verkefni
í eiginlegri fjarvinnslu. Menn tala vel um fjarvinnslu en þegar til kastanna
kemur fást engin verkefni. DV-mynd Brynjar Gauti
stofnunar en enginn sótti um styrk-
inn. Ekki einu sinni fyrirtækin sem
þóttust hafa verkefni sýndu þessum
styrk áhuga.
í kringum þetta voru stofnuð
Landssamtök íjarvinnslustofa með
þeim 5 fyrirtækjum sem þá voru
starfandi. Þær eru hér á Vík, Seyöis-
firði, Hvammstanga, Borgarnesi og á
Selfossi. Við ætlum okkur að starfa
saman út á við sem ein heild, með
því að tengjast saman í einu tölvu-
neti og gætum þannig tekið að okkur
stærri verkefni.
Við höfum ekkert bolmagn til þess
að eltast við menn og verkefni. Ég
er búinn að fara sjálfur í yfir 30 ferð-
ir til Reykjavíkur og útkomán er tvö
verkefni. Það sér hver heilvita mað-
ur að það getur enginn rekstur stað-
ið undir því.
Menn voru orðnir ansi vongóðir í
vor um að þetta væri allt að smella
saman en nú er þetta komið í sömu
lognmolluna og áður og útlitið ekki
gott með verkefni fyrir okkur.
Hvað þarf að gera til þess að fiar-
vinnsla þrífist?
Ráðamenn þurfa að fara að hugsa
hvernig framtíðin verður. Það verð-
ur þannig að fólk alls staðar á land-
inu getur verið með tölvuna sína
heima hjá sér og unnið. Svo er þetta
fólk bara tengt við móðurtölvuna í
fyrirtækinu og símaskiptiborðið.
Menn þurfa að átta sig á því að þetta
er alls staðar í heiminum að verða
svona. Norðurlöndin eru komin
langt á undan okkur og í Bandaríkj-
unum vinna milljónir manna heima
hjá sér við þetta.“
Hvað er fiarvinnsla í sem fæstum
orðum?
„Maður sem vinnur fiarri fyrirtæk-
inu en vinnur samt hjá því og tengist
því í gegnum tölvunet."
Fyrirtæki Páls var stofnað 1. jan-
úar 1989. Fyrirtækið hefur aðallega
verið í verkefnum frá byggðarlaginu
en mjög illa hefur gengið að fá verk-
efni annars staðar frá. Páll segir að
menn taki yfirleitt mjög vel í hug-
myndina en svari síðan: „Eins og er
eru engin verkefni en við munum
hafa ykkur í huga ef eitthvað verð-
ur.“
Fjarvinnslustofan Víst hefur að-
eins fengið tvö verkefni. Annað frá
Byggðastofnun við að gera skýrslu
um atvinnuhorfur í hreppnum. Hitt
var frá umhverfisráðuneytinu.
-PÍ
Fjórir hressir á Ástjörn, f.v.: Guðlaugur Bergmann, Páll Kristjánsson, Vignir Stefánsson og Örn Viðar Einarsson.
DV-mynd gk
Drengjaheimilið að Ástjöm:
Nammidagur á þriðjudögum
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
„Það er skemmtilegast að vera á
bátunum. Svo er líka gaman að spila
fótbolta, fara á biblíustundir og spila
tennis," sagði Öm Viðar Einarsson,
9 ára polli, sem við ræddum við á
drengjaheimilinu Ástjöm í Keldu-
hverfi á dögunum.
Ástjörn hlýtur að vera hreinasta
paradís fyrir drengi á þessum aldri
enda koma margir þeirra þangað ár
eftir ár. Umhverfið er einstaklega
fallegt en miðpunktur þess er tjörnin
sjálf þar sem drengirnir sigla um á
alls kyns fleytum daginn út og dag-
ínn mn.
Þeir sögðu það líka strákarnir sem
þyrptust að þegar þeir sáu myndavél
á lofti að það væri „alveg rosalega
garnan" að vera á Ástjöm. „Svo er
líka nammidagur á þriðjudögum,"
sögðu þeir hressir í bragði þótt það
væri bara fimmtudagur.
Afall í atvinnulíf i Skagf irðinga
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
Nú fyrir skemmstu var öllu starfs-
fólki Rækjuvinnslnanna Særúnar á
Blönduósi og Dögunar á Sauðárkróki
sagt upp störfum. Atvinnuleysi virð-
ist því blasa við á fiórða tug fólks sem
fékk uppsagnarbréf, mestmegnis
konum. Starfsfólk Særúnar er um
helmingi fleira en Dögunar.
í raun má segja að uppsagnir hafi
verið yfirvofandi um nokkurt skeið.
Vandi rækjuiðnaðarins er búinn að
vera mikiÚ vegna lækkandi mark-
aðsverðs lengi og ekki hefur neitt
komið fram ennþá sem bendir til
þess að stjórnvöld æth að reyna
bj örgunaraögerðir.
Það er ljóst að uppsagnir þessar era
mjög alvarlegar fyrir atvinnulíf á
Blönduósi og Sauðárkróki, sérstak-
lega þó Blönduósi þar sem atvinnu-
leysi hjá konum var talsvert mikið
fyrir. Ástæða er til að óttast uppsagn-
ir í fleiri rækjuverksmiðjum í land-
inu ef ekki verður gert eitthvað til
að greiða úr vanda atvinnugreinar-
innar alveg á næstunni.
Byggðasafnlö á Grenjaðarstað:
íslendingarnir eru
duglegir að koma
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Hingað koma yfirleitt um eða yfir
þrjú þúsund manns á hverju ári,“
segir Dagný Pétursdóttir sem við
hittum fyrir á Byggðasafninu á
Grenjaðarstað í Aðaldal í S-Þingeyj-
arsýslu.
Grenjaðarstaðarbærinn þótti á sín-
um tíma mestur og reisulegastur
allra bæja þar í héraðinu enda 775
fermetrar að stærð. Elsti hluti bæjar-
ins var reistur af sr. Magnúsi Jóns-
syni presti þar og Benedikt Krist-
jánsson, sem var þar prestur í lok
síðustu aldar oe fram á bessa öld.
endurnýjaði bæinn að mestu leyti.
Dagný sagði að nokkuð jafnmikið
væri um komur íslendinga og út-
lendinga til að skoða bæinn og minja-
safnið. „Útlendingarnir koma hingað
í hópum en ég er ánægð með hvað
íslendingarnir eru duglegir að koma
hér við og sýna þessu áhuga.
Það vekur mesta athygli hvað bær-
inn er stór enda var hér höfðingjaset-
ur,“ sagði Dagný og skyldi engan
undra þótt fólki fmnist 775 fermetra
bær vera stór jafnvel þótt þar hafi
búið höfðingjar og margt verið í
heimili.
Dagný Pétursdóttir fyrir framan Byggðasafnið á Grenjaðarstað. DV-mynd gk