Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 10
10 Útlönd Eduard Shevardnadze: Frjálslyndur ' umbótasinni islega umbótahreyfingin og telst vera fyrir miðju á hinni pólitísku mæli- stiku. Fyrir helgi tilkynnti She- vardnadze svo úrsögn sína úr Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Shevardnadze var áður náinn sam- starfsmaður Mikhaíls Gorbatsjovs og átti stóran þátt í því að breyta áliti alheimsins á Sovétríkjunum og er talinn einn af höfundum sovésku umbótastefnunnar sem kennd hefur verið við perestrojku. Shevardnadze var utanríkisráðherra landsins frá 1985 til 1990 og á starfstíma hans lauk kalda stríðinu og nýtt tímabil sam- starfs Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna leit dagsins ljós. Utanríkisstefna hans var mjög ólík stefnu forvera hans, Andreis Gro- myko, og Shevardnadze var harðlega gagnrýndur af harðlínumönnum í Kommúnistaflokknum fyrir að fram- fylgja þeirri frjálslyndisstefnu sem leiddi til þess að járntjaldið féll og ný stjórnvöld komu fram á sjónar- sviðið í Austur-Evrópu. Hann sagði af sér embætti utanríkisráðherra i desember síðastliðnum og varaði þá við valdatöku einræðisafla í Sovét- ríkjunum og kenndi afturhaldsöflum í Kommúnistaflokknum um að hafa bolaö sér úr embætti. Eftir að Shevardnadze sagði af sér- tók hann til við aö skrifa ævisögu sína og kom á fót utanríkismálasam- tökum sem eru ópólitísk samtök með € 4 4 ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýtískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þœgilegir í akstri. CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og þœgilegu farþegarými og burðarmikils flutningatœkis. STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.421.000 - DÍSILBÍLL KR. 1.511.000 Shevardnadze átti stóran þátt í að móta þá umbótastefnu sem breytt hefur yfirbragði Sovétríkjanna á síð- ustu árum. höfuðstöðvar í Moskvu. Hann ferð- aðist einnig víða um Vesturlönd og það var einmitt í einni slíkri ferð sem hann gaf fyrst í skyn að til stæði að stofna ný pólitísk samtök. Eduard Shevardnadze, sem er 63 ára gamall, fæddist í smábænum Mamati í suðurhluta Georgíu og var orðinn félagi í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna um tvítugt. Hann varð formaður ungliðahreyfingar Komm- únistaflokksins í Georgíu og síðar formaður flokksins í héraðinu. She- vardnadze var tvisvar hækkaður í tign innan flokksins, fyrst þegar hann varð fullgildur meðlimur stjórnmálaráðs flokksins og síðar er hann var gerður að utanríkisráð- SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gott pláss fyrir aftan framsœtin fyrir farangur eða 2 farþega. STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.371.000 DÍSILBfLLKR. 1.474.000 Bílarnir eru fáanlegir með 2,3 I bensínvél eða 2,5 I dísilvél. Berðu ISUZU pallbílana saman við besfu og vinsœlusfu jeppana á markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU RODEO jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir á sömu forsendum. Berðu líka verð, stœrð og gœði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og aktu bílunum til reynslu. Þú munt sannfœrast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA. Eduard Shevardnadze ásamt vísindamanninum Arkady Volsky, Anatoly Sobtsjak, borgarstjóra Leníngrad, og Gavril Popov, borgarstjóra Moskvu, er þeir tilkynntu um stofnun hinna nýju stjórnmálasamtaka Sovétríkjanna. Eduard Shevardnadze, fyrrum ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, er einn umtalaðasti maðurinn þar í landi um þessar mundir. í síðustu viku myndaði hann ásamt átta öðr- um frjálslyndum stjórnmálamönn- um nýja breiðfylkingu í Sovétríkjun- um sem fengið hefur nafnið Lýðræð- herra. Reuter d HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (08.07.1991)
https://timarit.is/issue/193513

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (08.07.1991)

Aðgerðir: