Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Side 32
44 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. Fréttir Kristín Þórunn Tómasdóttir í hópi krakka í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. DV-myndir gk Rosalega gaman að Vestmannsvatni - „það er hægt að gera allt mögulegt“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti hefur um langt árabil rekið sumarbúðir fyrir börn að Vest- mannsvatni í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu. Þar dvelja allt að 50 börn hveiju sinni en einnig hafa komið þangað hópar af bhndu fólki til dval- ar. Kristín Þórunn Tómasdóttir guð- fræðinemi, sem starfar í sumarbúð- unum, tjáði okkur að þar væru aðal- lega börn frá nærliggjandi héruðum, flest á aldrinum 8-11 ára, og þeim Guðmundur Geir Hannesson „að sulla“ í vatninu. sinna 8 starfsmenn. Ýmislegt er gert fyrir börnin, þau sigla um á bátum á vatninu, leika sér í leiktækjum, farið er á hestbak, í heimsókn í Byggðasafnið á Grenjaðarstað, í gönguferðir, heimsóknir á bóndabæ og þá er nokkur áhersla lögð á biblíu- fræðslu. „Það er alveg rosalegt að vera héma, það er hægt að gera allt mögu- legt,“ sagði Guðmundur Geir Hann- esson, 11 ára Akureyringur, sem naut þess greinilega að sulla í vatn- inu á sundskýlunni sinni. Hann sagðist vera þarna í fyrsta skipti, hafa komið í fyrradag, og mest gam- an af öllu væri að sigla um á bátun- um. ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Olíufélagið hf Sauðárkrókur: Lögreglu- og sýslumanns- embætti í nýtt húsnæði Þórhallur Asmundasan, DV, Sauðárkróki: Nokkurt fjölmenni var viðstatt er aðsetur lögreglu- og sýslumanns- embættisins var formlega tekið í notkun fyrir nokkru. Meðal gesta voru Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra, ýmsir verktakar og velf- lestir hreppstjórar sýslunnar en þeir eru nokkuð margir þrátt fyrir sam- einingu hreppa á síðustu misserum. Flutti dómsmálaráðherra ávarp og óskaði Skagfirðingum til hamingju með nýja húsið. Halldór Jónsson rakti byggingarsögu Suðurgötu 1, lýsti húsnæðinu og gerði samanburð við það sem embættið var í áður. Er húsrými nú allt annað og betra. Þá gat sýslumaöur þeirrar skemmtilegu, tilviljunar að sýsluskrifstofumar væru á ný komnar við hhð þess húss sem þær voru í áður en flutt var á Víðigrundina. Sýslumannsfrúin, Aðalheiður Ormsdóttir, hefur starfað á sýslu- skrifstofunni í nokkur ár. Gat hún þess í óopinberu spjalh við frétta- menn að það hefði verið gleðidagur þegar sýsluskrifstofurnar hefðu ver- ið fluttar af Víðigrundinni en bústað- ur sýslumannshjónanna er í því sama húsi. „Það er óskaplega þreyt- andi að búa á vinnustaðnum og aht annað líf að búa heima hjá sér og vinna úti í bæ eins og venjulegt fólk,“ sagði Aðalheiður. Hártap? Nýjasta tækni í meðferð gegn hártapi 1. Hársrætur, óvirkar og dauðar. Hártap. 2. Lokaaðgerð. Nýja hárið hefur náð festu og mun endurnýjast og endast ævilangt. ' Ókeypis ráðgjöf. * Skrifleg lífstíðar- ábyrgð.' Framkvæmt af færustu læknum hjá elstu og einni virtustu einkastofnun í Evrópu. Hringið eða skrifið til: Harley Dean Clinic, Skúlatúni 6, box 7102, 127 Reykjavík. Sími 91-27080 milli kl. 9 og 17 og sími 91-17160 milli kl. 19 og 21. Myndgáta dv Andlát Einar Eðvaldsson, til heimihs í Gyðufelh 10, lést 2. júh á Spáni. Gréta Jóelsdóttir Skaftafell, Dal- braut 18, Reykjavík, lést 4. júlí. Valgerður Bjarnadóttir Gould lést 28. júní í Canberra, Ástralíu. Hrefna Kristjánsdóttir, Freyjugötu 44, Reykjavík, lést í Landspítalanum 2. júh. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn Auðunsdóttir, Bústaðavegi 89, andaðist að morgni 29. júní. Jarðarfarir Útför Jónu Kristjánsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudag- inn 8. júlí, kl. 13.30. Útfór Sverris Bernhöft stórkaup- manns, Garðastræti 44, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. júlí kl. 13.30. Útfór Þóru Sveinsdóttur, Funafold 59, Reykjavík fer fram í Dómkirkj- unni 9. júlí kl. 10.30. Þórður Kristjánsson, Bræðraborgar- stíg 23 A verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 10. júlí kl. 13.30. Anna Katrín Sigurðardóttir, Háaleit- isbraut 105, Reykjavík verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 9. júlí kl. 15.00. Tónleikar Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar þann 9. júli nk. kl. 20.30 munu söngkonumar Signý Sæmimds- dóttir og Björk Jónsdóttir flytja fjöl- breytta efnisskrá við undirleik Davið Tutt píanóleikara. Signý Sæmundsdóttir mun syngja Sieben fruhe Lieder eftir Alban Berg, Björk Jónsdóttir syngur lög eftir Johannes Brahms og saman flytja þær dúetta eftir Schötz, Luigi Cherubini og Mendelssohn. Danskt blúsband leikur hér á landi 5. júlí sl. komu til landsins íslandsvinim- ir í „Peter Qerling blues connection" danska blúsbandinu sem spilaði hér á landi við góöan orðstir í fyrra. Hljóm- sveitina skipa Peter Qerling (gítar/söng- ur), Asger Jakobsen (bassi/söngur), Lennart Larsen (munnharpa/söngur) og íslendingurinn Ólafur Sigurðsson (trommur). Þeir félagar munu leika á eft- irtöldum stöðum: Firðinum, Hafnarfirði, 10. og 11. júlí, Höfða, Vestmannaeyjum, 13. júlí, 1929, Akureyri, 17. og 18. júli, Berlín, Reykjavik, 19. og 20. júli, Tveimur vinum, Reykjavik 25. júlí og Púlsinum, Reykjavík 26. og 27. júlí. Tilkyiuiingar Félagar í deild lífeyrisþega innan Hjúkrunarfélags íslands Farið verður í skemmtiferð fimmtudag- inn 18. júlí nk. kl. 13 frá Suðurlandsbraut 22. Komið til baka rnn kl. 19. Farið verður austur í sveitir, drukkiö kaffi á Laugar- vatni og ekin Lyngdalsheiðin um Þing- velli til baka. Tilkynnið þátttöku til skrif- stofu HFÍ í síma 687575 í síðasta lagi fyr- ir hádegi mánudaginn 15. júli. Litla leikhúsið sýnir barna- leikritið Önnu ómögulegu í samvinnu við Dagvistun bama í Reykja- vík sýnir Litla leikhúsið leikritið ðnnu ómögulegu á eftirtöldum gæsluvöllum: Amarbakka í dag, 8. júlí, Fannafold, 9. júlí, Vesturbergi 10. júli, Frostaskjóli 11. júU, Ljósheimum, 12. júU, Malarási 15. júU, StakkahUð 16. júU, Rauðalæk 17. júU, Tunguvegi 18. júU og FífuseU 19. júU. Sýningamar hefjast aUar kl. 14. Leikritið Ánna ómögulega er samið í hópvinnu leikhópsins undir leiðsögn Jóns Hjartar- sonar sem einnig leikur eitt hlutverkið í leikritinu. Aðrir leikendur em Ragnheið- ur Tryggvadóttir og EmU Gunnar Guð- mundsson. Leikritið Anna ómögulega er annað verk leikhússins á þessum vett- vangi og er þessi sýning ætluð bömum á aldrinum 2-6 ára. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.