Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ1991. 41 i>v Menning Sódóma Reykjavík Nú standa yfir tökur á kvikmynd- inni Sódóma Reykjavík. Handritiö er eftir Óskar Jónasson sem jafnframt er leikstjóri, aðstoðarleikstjóri er Kristín Erna Amardóttir og kvik- myndatökumaður er Sigurður Sverrir Pálsson. Myndin fékk hæsta styrkinn frá Kvikmyndasjóði íslands þetta árið, eða 15 milljónir. Framleiðandi er Kvikmyndafélagið Moli hf. en framkvæmdastjóm er í höndum Halls Helgasonar og Ingvars H. Þórðarsonar. Aætlað er að kvik- myndatökum ljúki 10. ágúst en frum- sýning myndarinnar er ráðgerð í apríl á næsta ári. Hér er á ferð hröð gamanmynd um ungt fólk sem er djúpt sokkið í skemmtanalíf Reykjavikur. Það stundar harðsvíraðan skemmtistað, Sódómu, sem er rekinn af þremur skuggalegum dyravörðum. Þessir menn iðka alla glæpastarfsemi sem hugmyndaflugið leyfir. Það er eins gott að allt sé á sínum stað. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn, Óskar Jónasson, kíkir hér í tökuvélina hjá Sigurði Sverri Pálssyni. Llngt fólk, sem er djúpt sokkið í skemmtanalíf Reykjavíkur, er viðfangsefni myndarinnar. í þessu atriði má þekkja Helga Björnsson (i lopapeysunni) og Guðnýju Helgadóttur (sitjandi við borðið). DV-myndir JAK Sýnt er inn í þennan skuggaheim frá sjónarhóli Axels sem er ungur og hlédrægur maður. Hann ekur glæsilegum bíl, vinnur á verkstæði og býr í litlu herbergi hjá móður sinni. Axel hefur ekki gruflað mikið í skemmtanalífinu en yngri systir hans, Mæja, lifir og hrærist á Só- dómu og djammar dag og nótt. Dag einn skerast ólíkir heimar systkinanna. Mæja hefur ekki komið heim eftir partínótt og Axel hefur leit að systur sinni. Fyrir tilviljun flækist hann í harðvítugt uppgjör á milli bruggara og næturklúbbaeig- enda. Innan skamms er hann kom- inn á bólakaf og fremur ólíklegustu hetjudáðir en klær skemmtanalífsins sleppa honum ekki lausum svo létt. Helstu hlutverk leika Björn Jör- undur Friðbjörnsson, Sóley Elías- dóttir, Helgi Björnsson, Eggert Þor- leifsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Þröstur Guðbjartsson og Margrét Hugrún Gústavsdóttir. -GRS íslandslög: Lög sem fylgt haf a þjóð- inni í útsetningum Gunnars Þórðarsonar Út er komin ný plata, íslandslög, sem hefur að geyma klassísk lög sem margir vilja segja að séu orðin ís- lensk þjóðlög og er alls ekki vitað hverjir eru höfundar sumra laganna en engu að síður er um að ræða sí- gild lög sem hafa fylgt þjóðinni í gegnum tíðina. Lögin sem sjálfsagt allir kannast við eru útsett af Gunn- ari Þórðarsyni og flutt af landsþekkt- um listamönnum. Má nefna að Sav- anna tríóið kom saman eftir margra ára pásu og söng eitt lag inn á plöt- una. Þeir sem syngja lögin á plötunni eru Björgvin Halldórsson, Savanna tríóið, Egill Ólafsson, Eyjólfur Kristj- ánsson, Bjami Arason, Sigríður Beinteinsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Jóhann Sigurðarson, Jóhann Helga- son, Magnús Þór Sigmundsson og Sigríður Guðnadóttir. Gunnar Þórðarson, upptökustjóri og útsetjari laganna á Islandslögum, og Egill Ólafsson, einn flytjenda, virða fyrir sér albúmið af íslandslögum. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, sést hér bak við styttuna af Jóni E. Bergsveinssyni. Með henni á myndinni eru börn og tengdabörn Jóns. DV-mynd S Listasaf ni Sigur- jóns færð gjöf I tilefni þess að 27. jum siöastlið- inn voru liðin 112 ár frá fæðingu Jóns E. Bergsveinssonar, erin- dreka Slysavarnafélags íslands, ákváöu börn hans og tengdaböm að gefa Listasafni Sigiujóns Ólafs- sonar gifsmynd sem Sigurjón gerði af Jóni einhvemtíma á ámnum 1949-1954. Bronsafsteypa þessarar myndar er geymd á skrifstofu Slysavarnafélags íslands. Með af- hendingu fmmmyndarinnar til safnsins telja afkomendur Jóns þetta verk listamannsins vera komið á þann stað sem því ber að vera. Aíhending styttunnar fór fram 27. júní að viðstöddum afkomend- um Jóns og var það Birgitta Spur, ekkja Siguijóns, sem veitti verkinu viðtöku. Það kom fram að ættingjar Jóns telja að þetta listaverk Sigur- jóns Ólafssonar eigi að vera fyrir almenningssjónum og ekki vera geymt þar sem eingöngu fáir geta notið þess. Þeir telja einnig að í þessu verki hafi Siguijóni tekist að laða fram persónu Jóns á skýran og listrænan hátt og lýstu afkom- endur því yfir að þeir hefðu ávallt verið sérstaklega ánægðir með myndverkið. Birgitta Spur þakkaði þessa höfð- inglegu gjöf og sagði meðal annars að nú stæöi yfir í safninu yfirhts- sýning á andlitsmyndum Sigurjóns sem hann gerði á rúmlega fimmtíu árum, frá 1927-1980 og fer vel á að þessi gjöf, andUtsmynd af Jóni E. Bergsveinssyni, bætist við þessa sýningu. -HK BRIMBORG BÍLAGALLERÍ Faxafeni 8 Sími 91-685870 Opiðvirka daga 9-18. Laugardaga 10-16. Mazda 323 LX '88, hvitur, 5 gira, útvarp, einn eigandi, 43.000 km. Verð 595.000. Volvo 245 GL station '87, Ijósblár, sjálfsk., vökvast., útv./segulb., 74.000 km. Verð 1.130.000. Volvo 740 GL ’88, silfurgrænn, 5 gira, vökvast., samlæs., útv./seg- ulb., 47.000 km. V. 1.320.000. Volvo 740 GL '88, hvitur, sjálfsk., vökvast., útv./segulb., 59.000 km. Verð 1.370.000. Volvo 240 GL '88, beige metallic, 5 gira, vökvast., útv./segulb., sem nýr bill, 68.000 km. Verð 1.080.000. VW Jetta '85, rauöur, sjálfsk., út- varp, framhjóladrif, 97.000 km. Verð 460.000. Peugeot 205 '87, hvítur, 4 gira, útv./segulb., 71.000 km. Verð 410.000. Nissan Micra '87, beige met., 5 gira, útv./segulb., 71.000 km. Verð 400.000. MMC Lancer GLX '86, silfurgr., 5 gira, vökvast., útv./segulb., 88.000 km. Verð 530.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.