Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 4
4^ mánhdaqur Fréttir Gífurlegur hvellur þegar dufl sprakk við ísaflarðarhöfn: Veðurduf lið sendi upp- lýsingar skömmu áður - vanlíðan fólks vegna eiturefna í andrúmsloftinu Gífurlegur hvellur varð þegar veðurduh sprakk við ísafjarðar- höfn um klukkan tíu á laugardags- kvöldið. Landhelgisgæslan hafði komið með duflið til ísafjarðar á fóstudag. Ungir drengir, sem voru að veiða á bryggjunni skammt frá þeim stað er duflið lá, heyrðu gífurlegan háv- aða við skemmu Ríkisskips. Létu þeir lögregluna strax vita sem kom þegar á vettvang til að kanna hvað hefði valdið þessum hávaða. Við nánari athugun kom í ljós að það var veðurdufl sem hafði sprungið. Mikill reykur myndaðist við speng- inguna og fylltist skemman sem það stóð við af reyk. Mikinn fjölda fólks dreif að til að kanna hvaö hefði gerst og urðu þeir sem fyrstir komu á staöinn varir við nokkra vanlíðan vegna reyksins en hún hvarf þó fljótlega. í skemmunni er geymt töluvert af matvörum og munu aðilar frá holl- ustvernd og heilbrigðiseftirlitinu á ísafirði kanna eftir helgina hvort varan sé talin neysluhæf eða ekki. Flosi Hrafn Sigurösson veður- fræðingur tjáði blaðamanni DV að hann vissi ekki til þess að slíkur atburður hefði átt sér stað áður: „Þetta er rekdufl sem þýska veð- urstofan lét í sjóinn á milli Græn- lands og íslands í febrúar síðastl- iðnum til að gera athuganir á veðri, sjávarhita og veðurhæð. Duflið sendir upplýsingar til gervitungls sem sendir þær áfram til móttöku- stöðva á jörðu niðri sem sér um að dreifa þeim. Veðurathugunar- stöðvar víöa um heim geta nýtt sér upplýsingar sem koma frá slíkum rekduflum sem eru á reki víða um höf,“ sagði Flosi. Duflið hafði rekið inn á Breiða- fjörð og strandað þar fyrir skömmu. Varðskip tók duflið síðan og fór með það til ísafjarðar. Til stóð að skip frá Ríkisskipum flytti duflið suöur tO nánari athugunar á þriðjudag. Duflið hafði verið í fullkomnu lagi og sendi það upplýs- ingar fram til klukkan 8.40 á laug- ardagskvöld. Það sprakk rúmum klukkutima síðar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni i duflinu en það verður sent suður tii frekari athugunar. SÞ Fjölskylda í strandi í Hesteyrarf irði Bresk skúta strandaði í Héstfeyrar- firði á laugardagskvöldið. Um borð voru bresk hjón með tvö böm. Þau voru ekkri hættu. Björgunarsveitin Skutull á ísafirði og Tindár í Hnífsdal fóru á staðinn. Var dráttartaug komiö yfir í skútuna til að freista þess að draga hana á flot aftur. Ekki gekk sú björgunarað- gerð upp því skútan lagðist á hliðina og var þá ákveðið að bíða átekta. Eftir tæplega þriggja klukkustunda bið fór skútan á flot af sjálfsdáðum. Litlar sem engar skemmdir vora sjá- anlegar. Fleyinu var við svo búið siglt áleiðis til Reykjavíkur. Skútan strandaði á sandrifi en að sögn heimildarmanns DV er ástæða óhappsins ókunnugleiki áhafnarinn- ar á þessum slóðum og svo sú stað- reynd að grynningar á áðurnefndu svæði eru ekki nægilega vel merktar inn á kort. -GRS Skagamenn við Norðlingafljót: Veiðimenn urðu strandaglópar Áætlunarbill Landleiða hf. var stöðvaður i akstri á laugardag og færður tii höfuðstöðva fyrirtækisins þar sem númerin voru klippt af. Á myndinni fjar- lægja lögregluþjónar númeraplöturnar. Ástæða aðgerðarinnar var ófull- nægjandi útbúnaður bifreiðarinnar. DV-mynd S Hópur af veiðimönnum af Akra- nesi urðu strandaglópar við Norðlin- gafljót í Borgarfirði á laugardag. Mannskapurinn var að koma úr veiði við Ulfsvatn og ætlaði yfir fljót- ið en komst hvergi þar sem vatns- borðið hafði hækkað verulega. Jeppi átti að ferja fólkið yfir en það þótti ekki ráðlegt. Var þá ákveðið að kalla til björgunarsveitina Ok í Borg- arfirði. Björgunarsveitarmenn leystu úr málinu um síðir en að sögn heimildarmanns DV var það afar skynsamlegt hjá hópnum að flana ekki að neinu upp á eigin spýtur. Vel fór um mannskapinn á meðan beðið var hjálpar enda blíðviöri og nægar vistirfyriralla. -GRS í dag mælir Dagfari Landstjórinn í bankanum Enn sem komið er hafa lands- menn ekki séð mikla viðreisnartil- burði hjá ríkisstjórn Davíðs. Þvert á móti halda fyrirtæki áfram að hrynja hvert á fætur öðru án þess að ríkisstjómin lyfti fingri þeim til aöstoðar. Davíð segir aðeins að far- ið hafi fé betra og liggur í einhvers konar kaffipakkaútreikningum milli þess sem hann frílystar sig í útlöndum ásamt vini sínum með hattinn. Jón Sigurðsson ætlaði raunar að rétta þeim Álafossmönn- um hjálparhönd en Davíð var fljót- ur á slá á hönd iðnaðarráðherra. Hefur sá því snúið sér að álmáhnu á nýjan leik og segir aö það sé nú óðum að þéttast í einn punkt og þess verði ekki langt að bíða að haldinn verði fundur sem ákveöi hvort ákvörðun verði tekin um að halda áfram leit að frekari ákvörð- unum eða ekki. Bæjarstjórnir á Akureyri og Mos- fellsbæ sendu fjölmennar nefndir á fund Davíðs og Jóns í álinu. Nefnd- irnar komu með bænarskjal þar sem þess var farið á leit viö ríkis- stjómina að hún reddaði Álafossi nú eins og svo oft áður. Annars færi fjöldi fólks á sveitina og bæjar- félögin töpuðu geipifé. En það var eins og að tala við steininn að tala við Davíð sem var auk þess á leið í mat í Perluna. Og Jón í álinu tal- aöi bara um nauðsyn.frjálsræðis á öllum sviðum hvort heldur væri til að græða eða tapa. Fara á hausinn eða stofna nýtt. Allt væri mönnum frjálst nema ríkisfé sem væri frá- tekið í annað. Nefndarmenn héldu til síns heima og eymd og volæði blasti við. Á sama tíma var allt að fara norður og niöur í Ólafsvík. Frystihúsið á hvínandi kúpunni rétt eina ferðina og svokallaðir eig- endur þess löngu búnir að tæma alla tiltæka sjóði. Það kom að sjálf- sögðu ríkisstjórninni ekki við frek- ar en annað varöandi atvinnulífið. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Mitt í þessum hörm- ungum öllum gengur maður að nafi Sverrir Hermannsson inn á sviðið og tilkynnir að Landsbank- inn ætli að taka að sér að reka Ála- foss út árið. Bankastjórinn hóar í fréttamenn og tilkynnir þeim aö bankinn hafi mikla trú á ullariðn- aðinum og að koma megi rekstri Álafoss á réttan kjöl. Frá og með deginum í dag verði forstjóri Ála- foss og aðrir toppar starfsmenn Landsbankans og verkalýðurinn geti haldið áfram að teygja lopann og spinna ull. Sverrir sagði að Ála- fossi hefði ekki veriö nógu vel stjómað og auk þess hefði Lands- bankinn ekki farið nógu varlega í viðskiptum við fyrirtækið. En nú þegar stjóm bankans og Álfafoss er komin á eina hendi verður vita- skuld breyting á. Að vísu er Lands- bankinn búinn að tapa um 150 miUjónum á fyrirtækinu en Sverrir telur það aukaatriði og er þegar búinn að afskrifa þessa upphæð. Strax og fréttist um þessar ráðstaf- anir komu bæjarstjómir á Akur- eyri og MosfeUsbæ saman til þakk- argjörðar til hins glaða gjafara. Samtök verksmiðjufólks ákváðu að gera Sverri að heiðursfélaga og kambgarnsvél í verksmiðjunni á Akureyri verður nefnd í höfuðið á bankastjóranum. Ólafsvíkingar fylltust nú bjart- sýni og vonuðust tU þess að Sverrir kæmi sem frelsandi engUl og léti bankann reka frystihúsið. En sú von brást. Bankastjórinn var þung- ur á brún þegar mál Ólsara bar á góma. Sverrir sagði þá hafa reynt aö koma eignum undan í gjaldþroti frystihússins með því að stofna nýtt félag og láta það kaupa báta frystihússins. Landsbankinn Uöi ekki slík vinnubrögð og Ólsarar yrðu kærðir til yfirvalda fyrir at- hæfið. Þorpsbúar reyndu að blíðka goðið og buðust til að skila nokkr- um af bátunum sem þeir stálu af þrotabúinu en Sverrir ansaöi þeim ekki. Lýsti því jafnfamt yfir að Landsbankinn hefði slugsast yfir þessu frystihúsi áratugum saman en nú væri þvi hætt. Þessi banki væri engin félagsmálastofnun. Þar með hafði sá talað sem völdin hefur og deilir og drottnar sem hann telur réttast hverju sinni. Stuttbuxnaráðherrar úr Sjálfstæð- isflokknum og ál- og EFTA-ráð- herrar krata eru ekki lengur með í umræðunni. Nú horfir fólk bara i von og eftirvæntingu til mógúls- ins í Landsbankanum sem hefur líf og aíkomu fyrirtækja sem almúg- ans í hendi sér. En vei þeim sem reynir að blekkja hann líkt og þeir í Ölafsvík sem fá ekki einu sinni að eiga fulltrúa í þeirri nefnd sem Sverrir skipaði til að ákveða hvaö gert verður við plássið. Það verður að fara með gát að nýja landstjór- anum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (08.07.1991)
https://timarit.is/issue/193513

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (08.07.1991)

Aðgerðir: