Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991. 13 dv Fréttir Barnaleikur að versla í dag - segir Guðlaugur Pálsson, verslunareigandi í 74 ár „Þaö var erfiðara aö versla áður fyrr en núna, þetta er enginn sam- jöfnuður. Það er barnaleikur að versla í dag. T.d. flutti maður allt á hestum og vögnum fyrstu 3 árin og tók upp kartöflur, gulrætur og rófur í gamla daga. Það var flutt á vögnum til og frá Reykjavík á hest- um,“ sagði Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, sem rekið hefur verslun í 74 ár. „Eruð þið frá Dagblaðinu, já? Það eru ansi góðar þessar sögur í dag- blöðunum, þessar sakamálasögur, sem koma á laugardögum. Ég les þær allar, ég er spenntur að vita hvernig þeir geta upplýst þessa glæpi. Þeir geta kannski komið því upp á einu mannshári. Svo les ég líka alltaf dagfarann þarna, ég les hann alltaf. Ég les nú allt nema ekki auglýsingar." Guðlaugur ólst upp á Eyrarbakka hjá ömmu sinni og föðursystur sinni. Hann fór til Sigurðar Guð- mundssonar, kaupmanns og póst- meistara á Eyrarbakka, og starfaði hjá honum tvö ár en að þeim tíma hðnum leigði Guölaugur verslun- arplássið af Sigurði og keypti af honum vörubirgðirnar. Guðlaugur hóf rekstur sinnar eigin verslunar 4. desember 1917, þá tuttugu og eins árs að aldri, og hefur rekið hana síðan eða í tæp- lega 74 ár, lengur en nokkur annar kaupmaður í veröldinni sam- kvæmt Heimsmetabók Guinness. Guðlaugur hefur alla tíð skráð allar færslur í verslunarbækur sem hann á ennþá. Fjármálaráðu- neytið ætlaði að láta hann nota sjóðvél eins og lög gera ráð fyrir: „Ég sagði þeim að ég gæti keypt vélina en það væri annað hvort ég gæti lært á hana. Þeir hafa ekki látið heyra í sér síðan.“ Guðlaugur hefur opið frá 9.30-17 og 20-21.30 alla daga vikunnar. Hann hefur 11 sinnum fariö til út- landa en aðeins lokað búðinni í tvö síðustu skipti þegar hann fór til Spánar og London. „Ég loka bara ef ég skrepp til Reykjavíkur að hitta mitt fólk. Verslunin er ekki stór, ekki á móti stóru verslununum í Reykja- vík. Það eru margar búðir orðnar þar. Það eru upp í 100 í einu húsi, eða á annað hundraö. Það er mikið að þær skuli allar þrífast þessar Verslunin er ekki stór en þar fæst allt milli himins og jarðar. Hér er Guðlaugur með 1. verslunarbókina frá 4. desember 1917. DV-mynd BrynjarGauti búðir í Reykjavík. Það er alveg merkilegt. Ég hef gengið um götu í London þar sem voru á annaö hundrað þúsund íbúar, eins og Reykjavík er. Það er svo margt fólk sem fer til Reykjavíkur og það fer til Selfoss að kaupa og jafnvel til Glasgow líka.“ -Pj Utanhúss- málning Kr. 460 I stgr. Perma-Dri 15-20 ára ending SMIÐSBUÐ byggingavöruverslun, Smiðsbúð 8 - sími 656300 Gert samkvœint hefðbundnuni íunerískuni aðferðum AMERÍSKAR SAMLOKUR Bakaðar úr fersku deigi og völdu kryddi stráð yfír. Bornar fram heitar ineð sérstakri Italskri tómatkryddblöndu og parmesan osti. MEXIKONSK PIZZA Ofnbakaðar, sérstök Pizza Hut ilressing sett á sainlokuna og bún borin frain með karlöíluílögmn Pizza Hut tómatblanda, tvö lög af osti, AMERIKA SAMLOKA Pepperoni, skinka, salathlöð, tómatai og ostur. NEW YORK SAMLOKA Skinka, oslur, salatblöð og tómatar. nautahakk, laukur,tómatar og Jalapeno Peppers. Pizza 4lut Hótel Esju • Suðurlandsbraut 2 • Sími 680809. MITSUBISHI MOTORS HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 □ Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri og veltistýrishjól □ Framdrif Verðfrákr. 771.840

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.