Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 9
M» M*t iA<sn*r * i*c
Útlönd
Lögregluþjónar leita visbendinga í garði nærri fangelsinu í Brixton eftir flótta tveggja írskra skæruliða þaðan á
sunnudag. Símamynd Reuter
London:
Irskir skæruliðar
f lýja úr f angelsi
Síðustu viðræður
umsjáifsijóm
Kúrda
togi uppreisnarmanna Kúrda i
írak, sat í samningafund með
stjórnvöldum um helgina.
Teikning Lurie
Stjómvöld í írak og leiötogar
Kúrda héldu fund um sjálfstjórn
Kúrda á laugardag og komu sér
saman um að hittast aftur á
nasstu dögum. Viöræðumar fóru
fram í Irbil, höfuðborg Kúrdistan,
og fyrir hönd Kúrda tóku þátt í
þeim þeir Massoud Barzani og
Jalal Talabani.
Barzani sagði eftir fundinn að
viöræöumar, sem nú væm hafn-
ar, yrðu þær síðustu og mundu
leiða til niöurstöðu.
„Viðræður hafa þegar leyst
mörg mikilvæg mál og eftir eru
. , smáatriði sem við verðum að ráð-
færa okkur um áður en sam-
komulag verður í höfn," hafði
málgagn Baath-flokksins í Irak
eftir Barzani.
Viðræður um sjálfstjórn Kúrda
hófust fyrst í april eftir að her-
sveitir Saddams Hussein höfðu
brotið uppreisn Kúrda á bak aft-
ur. Barzani skýrði frá því í síð-
asta mánuði að skammt væri í
aö undirritaö yrði samkomulag
um friö og sjálfstjórn Kúrdistan
og frjálsar plfokkakosningar í
írak innan árs.
Bushsendirorð-
sendinguaf
golfvellinuni
Bush Bandaríkjaforseti lét golf-
leik um helgina ekki koma í veg
fyrir að hann sendi Gorbatsjov
Sovétforseta orðsendingu um
afvopnunarviðræöur.
Simamynd Reuter
Tveir skæruliðar úr Irska lýðveld-
ishernum, IRA, skutu sér leið út úr
fangelsi í Brixtonhverfi í London í
gær og særðu ferðamann á flóttan-
um. Ríkisstjómin fyrirskipaði þegar
rannsókn á því hvað fór úrskeiðis
og hvernig mennirnir komust yfir
byssu.
Nessan Quinhvan frá írska lýð-
veldinu og Pearse McAúIey frá
Norðu-írlandi voru að koma úr
messu þegar McAuley tók upp byss-
um úr öðrum skó sínum. Þeir þrifu
lykla af fangaverði og hlupu í gegn-
Leiðtogar ísraels hafa hafnað því
að draga hersveitir sínar frá suður-
hluta Líbanons þrátt fyrir viðleitni
Líbanonstjórnar til að binda enda á
starfsemi skæruhða við landamæri
ríkjanna.
„Við erum önnum kafnir við að
verja öryggi íbúanna í norðurhluta
ísraels. Við munum fylgja þessari
stefnu á meðan þar eru hryðjuverka-
hópar að verki," sagði Yitzhak Sham-
ir, forsætisráðherra ísraels, við
fréttamenn í gær.
Aðspurður hvort ísrael íhugaði að
fara frá yfirlýstu öryggissvæði sínu
í Suður-Líbanon eftir að búið verður
að afvopná palestínska skæruliða,
sagði Shamir að of snemmt væri að
um bygginguna og skutu til að halda
fangavörðum í skefjum. Síðan klifr-
uðu þeir yfir fangelsisveggina og fóru
út í frelsið.
Strokufangarnir stöðvuðu bíl,
skutu bílstjórann í fótinn og tóku
bílinn síðan traustataki. Bílstjórinn
var fluttur á sjúkrahús.
Talsmaður innanríkisráðuneytis-
ins sagði í gær að ekki væri vitað
hvernig byssunni var smyglað inn í
fangelsið. Ríkisstjórnin hefur lofað
að gefa þingheimi skýrslu um málið
í dag.
leiða hugann aö þeim möguleika.
Líbanskar hersveitir náðu búðum
Frelsissamtaka Palestínu, PLO,
nærri landamærunum að ísrael á
sitt 'vald í síðustu viku og gerðu upp-
tæk þungavopn sem skæruliðar
höfðu notað. Aðgerðirnar voru liður
í þeirri stefnu stjórnvalda að endur-
heimta yíirráð yfir öllu Líbanon.
Búist er við að hart verði lagt að
ísraelsmönnum og bandamönnum
þeirra að hverfa einnig á brott frá
suðurhluta Líbanons. Elias Hrawi,
forseti Líbanons, bað um aðstoð
Bandaríkjanna á laugardag við að
tryggja brottfór ísraelsmanna og
sagöi að herinn mundi koma í veg
fyrir árásir skæruliða á ísrael.
Tvímenningarnir voru handteknir
í nóvember og biðu þess að verða
leiddir fyrir rétt vegna morðsins á
Sir Charles Tidbury, fyrrum brugg-
húsforstjóra, og sprengjusamsæris.
„Þeir eru hættulegir og ég hvet alla
til að sýna ýtrustu varúð," sagði Ge-
orge • Churhill-Coleman, yfirmaður
þeirrar deUdar Scotland Yard sem
berst gggn hryðjuverkamönnum.
Fangelsisflóttinn gerist á sama
tíma og auknar varúðarráöstafanir
eru við lýði á Englandi vegna fjölda
sprengjuherferða IRA. Reuter
ísraelskar hersveitir drápu fimm
skæruUða í tvennum bardögum í síð-
ustu viku í suðurhluta Líbanons.
ísraelsmenn sögðu að mennimir
hefðu tilheyrt Hizbolla, flokki guðs,
sem fylgir Irönum að málum.
ísraelsmenn hernámu 15 kílómetra
breiða spildu í Líbanon 1985 og sögð-
ust ekki mundu fara þaðan fyrr en
árásum skæruUða linnti. En stefnu-
breyting virðist hafa orðið síðan því
David Levy, utanríkisráöherra ísra-
els, sagði að ísraelsmenn mundu
ekki hverfa á brott fyrr en allar er-
lendar sveitir, þar á meðal Sýrlend-
ingar, færu frá Líbanon.
ísraelsmenn neita að hverfa frá Líbanon
Reuter
Þingið í Alsír ræðir lýðræðisáætlun
íslamskir strangtrúarmenn í Alsír sitja við veggspjöld þar sem hvatt er til
þess að leiðtogar samtaka þeirra veröi látnir lausir úr haldi. Simamynd Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti
sendi Mikhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, orðsendingu á
Iaugardag þar sem hann hvatti
til þess aö viðræðum um fækkun
langdrægra kjarnavopna yröi
hraðað svo hægt yrði aö undirrita
samkomulag þar að lútandi í
Moskvu, jafhvel í þessum mán-
uði.
Ósamkomulag risaveldanna
hefur valdið því að dráttur hefur
orðið á fyrirhuguðum fundi leið-
toga þeirra.
„Ég vil fá liðsmenn þeirra til
að fara jaíhgreitt áfram og okk-
ar," sagði Bush á golfvelli í Mary-
land. „Þetta er spurning um að
fækka ágreiningsmálunum."
Þar átti hann við ýmisleg
tæknileg atriði sem hafa tafið
framgang samningaviðræðn-
anna.
Sendiherra Bandaríkjanna
færði Gorbatsjov orðsendinguna
og Tass-fréttastofan lýsti henni
semmikilvægri. Reuter
Skriðdrekar héldu á brott frá mið-
borg Algeirsborgar, höfuðborg Alsír,
seint á sunnudagskvöld, skömmu
áður en þingið átti að koma saman
til að ræða lýðræöisáætlun og um-
bætur í átt að markaðshagkerfi, að
sögn sjónarvotta.
Að minnsta kosti átta skriðdrekar
og fiórir herflutningabílar, sem hafði
verið komið fyrir á mikilvægum
stöðum í borginni eftir að óeirðir
brutust þar út um miðjan síðasta
nlánuð, óku í áttina að höfuðstöðvum
varnarmálaráðuneytisins.
Óeirðalögregla hafði fyrr um dag-
inn handtekið Mohamed Said, starf-
andi leiötoga íslömsku frelsishreyf-
ingarinnar sem eru samtök strang-
trúaðra. Lögregluþjónar vopnaðir
sjálfvirkum byssum, táragassprengj-
um og kylfum réðust inn á blaða-
mannafund Saids í Koufa, einu höf-
uðvígi strangtrúarmanna. Lögreglan
rak fréttamenn á dyr og sjónarvottar
sögðu að Said hefði verið handtek-
inn.
Said hafði upplýst það á blaða-
mannafundinum að hann hefði verið
kjörinn leiðtogi Islömsku frelsis-
hreyfingarinnar til bráðabirgða í
stað Ahassi Madani sem var hand-
tekinn fyrir viku. Said sagði frétta-
mönnum að samtök hans vildu við-
ræður viö ríkisstjómina eftir margra
vikna ólgu meðal strangtrúarmanna.
Alsírska þingið á að greiða atkvæði
í dag um lýðræöisáætlun og umbæt-
ur í átt að markaðshagkerfi sem
Ahmed Ghozah forsætisráðherra
kynnti í síðustu viku. Hann hefur
lofað þing- og forsetakosningum við
fyrstu hentugleika en hefur ekki
skýrt frá neinum dagsetningum.
Reuter
UNIROYAL
DEKK
M/HVÍTUM STÖFUM
STÆRDIR:
175/70 13
185/70 13
185/70 14
195/70 14
205/70 14
235/60 15
qóðiA oezdi
GÚMMÍ
VINNU
STOFAM
RÉTTARHÁLS1 2,
S. 814008 & 814009
SKIPHOLTI 35, S. 31055
COMBI
CAMP
Þad tekur adeins 15 sek.
ad tjalda.
COMBI CAMP er traustur
og góður félagi í ferðalagið.
Léttur í drætti og auðveld-
ur í notkun.
COMBI CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í
svefn og íverurými.
COMBI CAMP er á sterk-
byggðum gaivaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum
fyrir íslenskar aðstæður, á
fiöðrum, dempurum og
10" hjólbörðum.
COMBI CAMP er einn
mest seldi tjaldvagninn á
íslandi undanfarin ár og á
hann fæst úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis
í sýningarsal okkar.
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 814077