Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
7
i>v Sandkom
Fréttir
Bæjarstjóri í
Stykkishólmi
Umsóknar-
fresturum
stöön K'vjar-
sljóra i Stykkis-
hóltnurnmn-
innút.Mikill
flðldisóttium
stöðunaenda
erhéráferö-
inniinjogfeitt ;
embætti. Sturla
Böövarsson,
sem verið hefur bæjarstjóri siðustu
17 árin, er orðinn alþingismaður en
samkvæmt útreikningi Frjálsrar
verslunar eru framreiknaöar tekjur
Sturlu frá þvi í fyrra hálf milljón
króna á mánuði. Margir hafa verið
orðaðir við stöðu bæjarstjóra. Róbert
Jörgensen,.framkvæmdastjóri St.
Franciskusspítalans í Stykkishólmi,
er sagður nokkuð liklegur til að
hreppa stööuna. Þá raun Ellert Krist-
insson, forsetibæjarstjómar, sækja
það stíft að fá bæjarstjóraembættið.
Af utanbæjarmönnum hefur nafh
Haralds L. Handdssonar, fyrrum
bæjarstjóra á ísaiirði, verið talsvert
í umræðunni.
Tekjutap
ÍFrjálsriversl-
unergreintfrá
tekjuiækkun :;:
ýroissanýrra
þingtnannaen
fastalaunþing-
mannaeruum
I75þúsund
krómtrámán-
uði. Sásem .
haföihæstu ó
tekjumarvar
Sturia Böðvarsson, fyrrum bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, með 500 þúsund
krónur i tekjur á mánuði. Bjöm
Bjamason, aöstoðarritstjóri Morgun-
biaðsins, var nieð 375 þúsund krónur
framreiknað, Vilhjálmur Egilsson
haíði 370 þúsund, Guðmundur Hall-
varðsson var með 345 þúsund, Ámi
Ragnar Ámason var með 342 þúsund,
Finnur Ingólfsson 266 þúsund, Össur
Skarphéðinsson 244 þúsund, Arni
Mathiesen 241 þúsund og frámreikn-
aöar mánaðartekjur Láru Margrétar
Ragnarsdóttur voru 228 þúsund
krónur. Þess má geta að Vilhjálmur
Egilsson æOar sér ekki að hætta
störfum sínum fyrir Verslunarráðið.
Fréttamynd árslns
Núeraðljúka
tökumámynd
Qskars Jónas- .
sonar. Sódótna
Reykiavtk.Á
dögumim var
veriðaðtaka
lokaatriöi
myndariiitiar. ■
Áhættuleikar-
inn GuðtK’rgur
Guðbergsson
stjórnaði senu þar sem bíll kemur á
fleygiferö niður Bústaðaveginn og
flýgur siðan á tilkomumikinn hátt, í
tveggja metra hæö yfir Reykjanes-
brautina, á aðalleikarana (ginur) og
ofan í EHiðaárdalinn. Siónvarpið
sendi mann í útkaUi um nóttina til
að festa atburðinn á filmu. Tökumað-
urinn var tvo tíma að bíöa eftir at-
burðinum, náði fmum royndum,
þey sti raeð afraksturinn heim en þá
kom í ljós að hann hafði gleymt að
kveikjaávélinni!
Keflavíkurganga
án Gorbatsjovs
Nokkrarhrasð-
urlétusighafa
það aðganga;
Keflavíkur-
göngunaað j.
þessusituti.
TaliðernðSTO
hafigengiðalla
leið og 20 til 30 ;
hafibæstviðí
Hafnarfirði.
iHtttaerliklega
em lamennasta ganga sögunnar enda
meðalaldur herstöðvarandstæðinga
orðinnhlægilegahár. Fjölmennasta
gangan í seinni tíö var 1976 þegar um
3500 manns gengu frá Kefla vík en þá
skipti andstaðan við BandarQdn
vegna þorskastríðsins miklu máli.
Ef tíðíndin um faU Gorbatsjovs hefðu
borist fyrr hefði væntaniega orðið
ennþá einmannalegra í göngunni.
llmsjón: Pálml Jónasson
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Að sjálfsögðu myndi það breyta
töluverðu fyrir okkur að hafa tvö
skip að smíða í vetur. Þetta eru hins
vegar ekki stór verkefni á okkar
mælikvarða og þótt um sé að ræða
tvö skip yrði þetta miklu minna
verkefni en t.d. smíði Þórunnar
Sveinsadóttur sem við unnum við sl.
vetur,“ segir Siguröur G. Ringsted,
forstjóri Shppstöðvarinnar á Akur-
eyri.
Slippstöðin á lægsta tilboðið í smíði
tveggja 17-18 metra langra skipa fyr-
ir Malavímenn. Formlega hafa til-
boðin ekki verið opnuð enn sem
komið er, en það verður gert í Malaví
innan tíðar. Þó var litið á tilboðin
áður en þau voru send utan og kom
þá í ljós að tilboð SUppstöðvarinnar,
sem er upp á rúmlega 100 milljónir
króna, var lægst.
Sigurður G. Ringsted vildi ekki tjá
sig um málið frekar á þessu stigi,
sagði þaö ekki tímahært fyrr en til-
boðin hefðu verið opnuð formlega og
ákvörðun tekin um hvar skipin yrðu
smíðuð. „Ég tel þó góðar líkur á að
við fáum þetta verkefni og vissulega
myndi það hjálpa okkur varðandi
verkefnastöðuna í vetur,“ sagði Sig-
urður.
EskiQöröur:
Umferðaróhapp
Fólksbifreið keyrði út af við
Hólmaháls, beint á móti Eskifiröi.
Bíllinn endastakkst og brakið af hon-
um dreifðist mikið og er hann geró-
nýtur. Er með ólíkindum hvað öku-
maðurinn, slapp vel. -pj
# HonDEn
LITLU HONDEN RENNIBEKKIRNIR TIL AFGREIÐSLU
AF LAGER
FRÁBÆRT VERÐ
%R0T
Sími 653090, fax 650120, Kaplahrauni 5, 220 Hafnarfirði.
intvobátafyrir
Malavímenn?
Amór Hannibalsson prófessor:
Allir hata Gorbatsjov
- hannerbúinnaðvera
„Þetta valdarán kemur mér ekkert
á óvart því að Gorbatsjov er hataður
af öllum. Kommúnistaflokkurinn
hatar hann, herinn hatar hann, lýð-
ræðissinnar hata hann og allur al-
menningur hatar hann. Hann hefur
engan stuðning neins staðar," sagði
Arnór Hannibalsson prófessor, en
hann er nýkominn úr miklu ferða-
lagi til Sovétríkjanna þar sem hann
heimsótti bæði Evrópuhlutann og
Asíu.
„Gorbatsjov er nú alveg búinn aö
vera. Það saka hann allir, bæði hægri
og vinstri og háir sem lágir, um það
hvernig komið er fyrir landinu,"
sagði Arnór.
„Ástandið hefur sífellt veriö að
versna og menn héldu fyrir löngu að
botninum væri náð og aö það gæti
ekki versnað meira. Jafnvel í Asíu-
hlutanum, þar sem nú er hásumar
og maður skyldi ætla að nóg væri til
af mat, voru allar búðir tómar. Eini
maturinn, sem hægt var að fá, var á
bændamörkuðunum og það á verði
sem fáir réðu við,“ sagði Arnór.
• Arnór sagði ennfremur að allt hefði
verið upp í loft og engin stjórn eða
regla veriö á hlutunum í langan tíma.
Ekki hefði verið haft fyrir því að
hirða stóran hluta af uppskerunni í
hús í fyrra og þvi hefði ekki einu
sinni verið sáð þar í ár.
„Það var því öllum ljóst, bæði yfir-
völdum og almenningi, að það yrði
hungursneyð í vetur. Menn voru því
uggandi og óttuðust blóöug átök.
Gorbatsjov, sem verið hefur hand-
bendi KGB þar til í vor, ber ábyrgð
á öllu þessu. Hann gerði sér ljóst í
vor að hann myndi ekki hanga lengi
við völd með stuðningi KGB og þess
vegna gerði hann þennan fræga
samning við Jeltsín þann 24. apríl
sem framlengdi líf hans,“ sagði Arn-
ór.
Arnór sagði ennfremur að með
sjálfstæði Rússlands og fleiri ríkja
SmíðarSlippstöð-
Tveir sovéskir skriðdrekastjórar umkringdir mannfjölda í miðborg Moskvu
i gaer. Reutersmynd
Sovétríkjanna, eins og stefnt væri aö
með sambandslagasáttmálanum,
yrði sovéska miðstjórnin einfaldlega
óþörf.
„Þetta óttast miðstýringar-appar-
atið í Moskvu, sem er stórt og mikið
apparat.. Þar starfa allt í allt á milli
10 og 20 milljónir manna sem njóta
forréttinda auðs og allsnægta mitt í
fátæktinni.
Þessi yfirstétt sá fram á það að
hennar staða og hennar völd væru
aö gufa upp og valdaránið var því
gert til þess að tryggja yfirstéttinni
sín völd og sína sérstöðu."
Arnór taldi það nokkuö öruggt að
herinn og KGB stæðu að baki valda-
ráninu en sagði að flestir hefðu þó
átt von á því að ef til valdaráns kæmi
þá yrði Jeltsín skotinn, eða a.m.k.
tekinn úr umferð í byrjun.
„Jeltsín er forystumaður um lýð-
ræðislega þróun. Hann var kosinn
forseti Rússlands í opnum kosning-
um og er því sá sem hefur raunveru-
leg völd, vinsældir og virðingu. Menn
hafa bundið við hann miklar vonir,
bæði Rússar og fólkið í hinum lýð-
veldunum.
Jeltsín vinnur að því að Rússland
verði þingbundið lýðræðisríki þar
sem valdið er þrískipt eins og í vest-
rænum lýðræðisríkjum. Það er það
sem forysta flokksins, sem nú hefur
tekið völdin, getur bara alls ekki
sætt sig við,“ sagði Arnór.
-ingo
Amór Hannibalsson prófessor, sem
er nýkominn úr ferð til Sovétrikj-
anna, segir yfirstéttina vera að
tryggja sér forréttindi áfram.
DV-mynd JAK
Tekin ölvuð í hafvillu
Níu manns voru tekin ölvuð í nótt sunnudagsins. Þau höfðu lent þurftu tveir slysavarnabátar að
vélbátnum Guðrúnu Ósk aðfara- í hafvillu á Skerjafirðinum og lóðsavélbátinninn. -pj