Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Fréttir Missti þrjá fingur 1 slysi um borð 1 togara: Tryggingafélagið viður- kennir ekki bótaskyldu Sigurður Hermannsson segir það áfall ekki síður sálrænt en líkamlegt að verða fyrir því að missa fingur i slysi. DV-mynd gk 266 voru án atvinnu um áramót á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Samkvæmt upplýsingum Vinnu- miðlunarskrifstofunnar á Akureyri voru alls 266 á atvinnuleysisskrá um áramótin, 175 karlar og 91 kona. Þetta er 21 fleiri en var á atvinnuleys- isskrá um áramótin á undan. Atvinnuleysi er jafnan mest á Ak- ureyri í desember og í janúar. Á skrá um áramótin voru t.d. sjómenn og fólk í fiskvinnslu, en margt af þessu fólki er aftur komið í vinnu eftir að veiðar hófust aftur eftir áramótin. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Tryggingafélagið hefur ekki við- urkennt að það sé bótaskylt í þessu máli og því er meðal annars borið við að sjómenn vinni við þær aðstæð- ur að slys sem þetta geti gerst,“ segir ungur Akureyringur sem missti tvo fmgur á vinstri hendi alveg, löngu- töng og vísifingur, og hluta af baug- fingri við störf um borð í Akureyrar- togaranum Harðbak EA-303 í október á síðasta ári. Sigurður Hermannsson, sem er 22 ára, var þá að losa svokallaöan „dauðalegg" sem hafði fest undir hlera er það slys varð að hann hrökk út að lunningunni og klemmdist milli hennar og vírs með þessum afleið- ingum. Félagi hans um borð varð einnig fyrir vírnum og missti við það þumalfmgur. Þetta átti sér stað út af Langanesi og voru hinir slösuðu fluttir til Þórshafnar og þaðan með flugvél til Akureyrar. „Það fer auðvitaö í skapið á manni að þurfa að standa i þessu strögli við tryggingafélagið. Sjálfur var ég einn- ig með mína einkatryggingu hjá þessu sama tryggingafélagi sem er Vátryggingafélag íslands. Varðandi þá tryggingu segja þeir að ég hefði átt að tilkynna það að mitt starf er sjómennska og fyrst ég gerði það ekki fái ég ekki nema 61% trygging- arupphæðarinnar. Það eina sem ég get gert er að reyna að vera rólegur og vonast til þess að þetta mál leysist farsællega áður en langt um líður," segir Sigurður. Hann segir að þetta slys hafi haft mikil sálræn áhrif á sig ekki síður en líkamleg. Hann hefur verið við sjómennsku meira og minna síðan hann varð 18 ára. Það eigi eftir að reyna á það við hvaöa störf hann geti unnið í framtíðinni en hann hef- ur ekki fengið örorkumat vegna þessa slyss. Vagnstjórar SVK uggandi Vagnstjórar hjá Strætisvögnum Kópavogs, SVK, eru uggandi um sinn hag. Almenningsvagnar BS taka við rekstri SVK í mars og verður vagn- stjórunum sagt upp störfum. Vagn- stjórarnir fullyrða að hiö nýja fyrir- komulag verði dýrara fyrir bæinn. „Reikningar bæjarins annars veg- ar og samningur við verktaka hins vegar sýna að reksturinn verður dýrari," segir Sigurður Flosason, talsmaður vagnstjóranna. Hann seg- ir vagnstjóra einnig vera óánægða með að bæjaryfirvöld skuli aldrei hafa látið þá vita beint um fyrirhug- aðar breytingar heldur hafi þeir frétt af þeim gegnum fjölmiöla. „Það er mesta firra að þetta verði dýrara," segir Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri Kópavogs. „Allar tölur, sem við höfum séð, sýna að það er ein- hver sparnaður að þessu. Það er spuming hversu mikið hann kemur fram á fyrsta ári en það er alveg ljóst að þetta stefnir til lækkunar á heild- arrekstrinum á heildarsvæði Al- menningsvagna. Við treystum okkur ekki einir sér til að koma rekstrinum á vögnunum niður.“ Að Almenningsvögnum standa Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörð- ur, Mosfellsbær og Bessastaðahrepp- ur. Kjplameshreppur hefur veriö með í undirbúningi en ekki er afráö- ið hvort hann tekur þátt í samstarf- inu. „Ég veit ekki hvaðan þeir hafa töl- ur um aö þetta verði dýrara,“ heldur Sigurður Geirdal áfram. „Bæjar- reikningar sem þeir þyrftu að hafa undir höndum til að vita þetta em reikningamir fyrir 1991. Þeir em ekki til. Hins vegar hef ég undir höndum bráðabirgðatölur fyrir síð- asta ár sem ég er nýbúinn að fá. Þær hafa þeir ekki. Útkoman er hærri heldur en gert er ráð yfir að við greið- um í Almenningsvögnum á fyrsta ári.“ Aimenningsvagnar yfirtaka sam- göngurnar í fyrmefndum byggðar- lögum 1. mars. „Viö forum í vinnu til þeirra með okkar vagna þar til verktakar þeirra geta byrjaö en það er gert ráð fyrir aö það verði í júní,“ segir Sigurður Geirdal. „Þeir sem hafa tekið við þessu hafa lýst því yfir að þeir muni bjóða þessum mönnum vinnu. Vögnunum fækkar ekki, þeim fjölgar heldur, og það þarf bfistjóra á þá alla. Þetta em reyndir menn og ættu að öðm jöfnu að eiga auðvelt með að fá vinnu þama. Sumir kæra sig ekki um að fara til annars fyrir- tækis vegna ýmissa hlunninda hjá bænum og þeir hafa setið fyrir um störf sem hafa verið að losna hér.“ -IBS í dag mælir Dagfari Babú í stræk Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velh em óánægðir með launakjör sín og aðbúnað. Þeir ætla að fara í stræk. Ekki kannske með því aö leggja beinlínis niöur vinnu vegna þess að það er víst bannað og auk þess hafa þeir ekki of mikið að gera, þannig að það getur hðið nokkur tími þangað tU þeir hafa eitthvað aö gera tU að stræka á. En slökkvU- iðsmenn á flugvellinum hafa tíl- kynnt að þeir ætli ekki að gera handtak umfram það aö slökkva. Þeir ætla ekki að annast viðhald og ekki fara í eftirht og þeir ætla sem sagt ekki að gera nokkum skapaðan hlut tU að fyrirbyggja eldsvoða. Þetta er ekki í f‘;Tsta skipti sem íslenskir starfsmenn á Keflavíkur- flugvelh gera uppsteyt. Áður hafði starfsmannafélag þeirra á Velhn- um mótmælt kröftuglega þeim fyr- irætlunum að fækka Islendingum við störf á Velhnum. Þá má hka minnast þess að í Leifstöð er uppi órói meðal lögreglumanna og toh- gæslumanna. Uppi em hugmyndir um að bjóða út vopnaleitina, sem framkvæmd er á farþegum, sem mundi að sjálfsögðu þýða það að lögreglumenn veröa ekki við vopnaleit heldur menn úr verk- takabisnessnum. Fer þá leitin væntanlega eftir þvi hvernig út- boðinu er háttaö, svo sem hvort ætlast er tU að leitað verði á karl- mönnum eingöngu, innan á fólki eða í farangrinum. En snúum okkur aftur aö þeim starfsmönnum sem em á Velhnum vegna vem vamarliðsins. Þar á meðal slökkvihðiö. Nú hefur þaö væntanlega ekki fariö framhjá neinum að friðvænlega horfir í al- þjóðamálum eftir að Sovétríkin vom lögð niður, enda eru bæði NATO og Bandaríkjamenn að íhuga fækkun í herjum sínum og jafnvel að leggja niður stöðvar á borö við KeflavíkurflugvöU. Þess- um friðarhorfum taka Islendingar iha og sá órói, sem skapast hefur meöal þeirra, getur aht eins orðið th þess aö NATÓ telji ráðlegt að halda sínu liði á Velhnum óbreyttu, enda þarf að halda íslendingum í skefjum, til að koma í veg fyrir átök. Atlantshafsbandalgið hefur lítið gagn af því að Sovétríkin leggi upp laupana ef íslendingar hlaupa í skarðið og efna til ófriðar á heima- velh. Heimsfriðurinn verður ekki tryggður nema NATÓ takist að hafa hemil á sínu eigin fólki. Slökkvihðið á Keflavíkurflugvelh er að hóta NATÓ öhu ihu, ef banda- lagiö ætlar að stofna til friðar án þess að taka tillit tU launakjara og starfsaðstöðu íslenskra slökkvU- iðsmanna. Þessir menn em búnir aðverja friðinn og bæla niður elds- voða aht frá stríðslokum og það getur enginn samið um frið í heim- inum án þess að meta það tU hlítar hvað verður um heUt slökkvUið á friðartímum. Það er mikið alvömmál fyrir þró- unina í alþjóðamálum ef babú á Velhnum fer í stræk. Ef íslenskir slökkvihðsmenn neita að annast viðhald og fara í eftirhtsferðir á Velhnum breytir þaö gangi heims- málanna, að minnsta kosti meðan þeir fá ekki bætt kjör sín við að sitja aðgerðalausir og bíða eftir eldsvoða. Þetta verður herráð NATÓ að skUja og þeir í Pentagon. íslendingar láta ekki reka ofan í sig frið í álfunni og frið á íslandi nema launin verði hækkuð. íslendingar em herskáir að upplagi og þeir em vanir menn í verkalýðsbaráttu og slökkviUðiö er þar ekki undanskil- ið. Slökkvihðsmenn hafa góðan tíma til að ræða kjör sín á meðan þeir bíða eftir útköhum og þeir vita nákvæmlega hvenær þeir þurfa á launahækkun að halda. Það er ein- mitt á þeim tímum þegar friður brestur á og engar líkur eru á elds- voðum. Þess vegna láta þeir ekki friðinn af hendi átakalaust. Ef babú fer í stræk á íslandi er voðinn vís. Eins kemur ekki tU greina að fækka störfum á Vellin- um og semja um frið að íslending- um forspurðum. Heimsfriðurinn hefur áhrif á heimihsafkomu þess fólks sem hefur haft atvinnu af því að gæta friðarins. Þegar friðurinn loksins kemur fer heimUisbókhald- ið í rúst. Því vUja íslendingar mót- mæla. Það verður ekki samiö um neinn frið nema samið sé um sér- kjörin hjá babú. Þetta eru skUaboð- in. Þetta verða afleiðingarnar af þeim mistökum að láta friðinn bitna á íslensku þjóðinni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.