Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. íþróttir unglinga_________________________________________ Landsbankamót Sundfélags Hafnarflarðar: Gífurleg þátttaka - og vart hægt aö fóta sig fyrir þrengslum Landsbankamót Sundfélags Hafn- arfjarðar fór fram um helgina í Sund- höÚ Hafnaríjarðar. Engin ný met voru sett enda varla hægt að búast við slíku þar sem fjöldinn var slíkur að keppendur sem áhorfendur áttu í hinum mestu erfiðleikum að fóta sig. Sumir áhorfenda römbuðu á barmi laugarinnar og mesta mildi að eng- inn skyldi detta út 1. Þátttakendur voru 365 talsins, frá 19 félögum víðs vegar af landinu. Þoli ekki fótbolta Ólafur H. Ólafsson, ÍBV, var að búa sig undir 200 m skriðsund drengja. „Ég á best 2:29,0 mínútur, að ég held, í 200 m skriðsundinu. Við erum tveir strákar og tvær stelpur frá ÍBV,“ sagði Ólafur. ívar Öm Bergsson, ÍBV, var að fara til keppni í 100 m baksundi. „Ég er skráður í fjórar sundgreinar og baksimdið er ekki mín aðalsund- grein. Við æfum 7 sinnum í viku og komum mjög vel undirbúin til keppni því við þurftum að skila 80% mætingu til að komast á mótið. Ég hef æft af kappi í 3 ár og er sundið mitt uppáhald. Fótbolta, nei - ég þoli ekki fótbolta," sagði ívar um leið og hann stakk sér í laugina. Á eftir að bæta tímann Bjarki Þórðarson, Vestra, er 14 ára og átti að stinga sér næst í laugina til keppni í 200 m skriðsundi. Hann er einn af níu keppendum úr því fé- lagi. „Minn besti tími í þessari grein er 3:37,0 mínútur, - en ég kem áreiðan- lega til með að bæta tímann á næst- unxú. Annars er flugsundið aðal- greinin mín. Við æfum á hverjum degi í 16 metra laug og gengur það svona bærilega. Ólafur Þór Gunn- laugsson þjáifar okkur og er hann alveg frábær. Þetta er bara vinur minn Út við gluggan situr Ásdís Sæmunds- dóttir með ungbam í fanginu. „Þetta er ekki sonur minn, en þetta er aftur á móti vinur minn og heitir Stefán Óli Jónsson. Ég á dóttur, Lindu Gunnarsdóttur, sem er að keppa og Stefán á systur sem heitir Eva, sem er einnig að keppa. Ég fer á hvert einasta mót sem dóttir mín tekur þátt í því það er mikilvægt að sýna stuðning,“ sagði Ásdís. Ánægð með krakkana Hrafnhildur Guðmundsdóttir, fyrr- verandi sunddrottning og nú þjálfari Friðrik ólafsson, formaður sundlandsliðsnefndar: Á Landsbankasundmóti SH um sl. helgi var að sjálfsögðu viöstadd- ur Friðrik Óiafsson, formaður landsliðsnefndar sundsambands- ins. DV hafði tal af honum og spurði meöal annars hvað væri framundan. Evrópumót unglinga „Þaö sem er helst á döfínni þjá unglingunum er Evrópumótið. Einnig er meiningin að setja á stofn Sundskóla SSÍ, í,líkingu við Knatt- spyrnuskóla KSÍ - og er það rajög áhugavert verkefni að mínu matí - sera ætlað er það hlutverk að byggja upp öflugra unglingastarf. Ætlunin er að fá þjálfara félaganna til samstarfs, til dærais að þeir til- nefhi efnilegt simdfólk í skólann. Við höfúm enga starfiandi lands- iiðsþjálfara í sundi núna og er það vegna flárskorts. Þetta er ákaflega un krakkanna meira til félaganna, því við getum ekki haft þjálfara á launum eins og er en vonandi ræt- ist fljótlega úr því. Þrýstum á 50 metra innilaug Aðstaðanhér álandiereinnigrajög slæm vegna vöntunar á 50 metra innisundiaug. Við þrýstum mjög á þetta verkefní og ég veit að þaö er eitthvað byijað að ræða um bygg- ingu sliks mannvirkis og þá sem samstarfsverkefhi með bæjarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu. í sarobandi við kostnað á sh'ku mannvirki þá er þaö okkar ósk aö byggingin verði einföld og sem ódýrust - en ekki eitthvert minnis- merki arkitekts eöa verkfncðings, eins og aiitof oft hefiir hent. Þörfin fyrir 50 metra innisund- laug er mikil og vonandi verður sem fyrst hafist handa við fram- kvæmdir, til heflla fyrir sund- iróttina á íslandi," sagði Friðiik. lafsson að lokum. ■ -Hson Krakkarnir í Þór úr Þorlákshöfn ásamt þjálfara sinum, Hrafnhildi Guðmundsdóttur. Fremri röð frá vinstri: Jóhanna Ólafsdóttir, Stefán Svavarsson og Sigrún Dögg Þórðardóttir. Aftari röó frá vinstri: Guðný Hrund Rúnarsdóttir, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir og Katrín Sigrún Tómasdóttir. DV-myndir Hson í Þorlákshöfn, kvaðst mjög ánægð með frammistöðu krakkanna í Þór. „Aðstaðan í Þorlákshöfn er mjög þokkaleg. En þar er útisundlaug og vilja detta úr ansi margir tímar, sér- staklega á veturna. En þau skila sér þegar hlýnar. Ég hef mjög gaman af að þjálfa sund, það er svo gefandi. Þaö er fyrst og fremst ánægjan aö vera með krökkunum. Annars væri maöur nú ekki að þessu. Stelpur eru í miklum meirihluta hjá mér, til dæmis núna þá eru bara tveir strák- ar,“ sagði Hrafnhildur. Þegar krakkarnir voru spuröir hvemig þjáifari Hrafnhildur eigin- lega væri var svarið mjög afdráttar- laust: „Hún er frábær“! Mjög gaman að synda Eyrún Gunnarsdóttir, SH, er 12 ára og kvað sundiö mjög skemmtilega íþrótt. „Þaö eru mjög margir sem æfa sund í SH og er þjálfarinn þýskur og heitir Claus Jurgen. Hann er alveg frábær. Mín aöalgrein er flugsund og á ég best 45,00 sekúndur í 50 metr- llnglingalandsliðin I badminton á Evrópumótið Unglingalandslið stúlkna og pilta undir 18 ára halda út til Tékkóslóvak- íu á morgim til keppni í B-hópi Evrópuþjóða. Góðar óskir fylgja höunum. -Hson Unglingalandslið stúlkna og pilta (18 ára og yngri) var valið i síðustu viku. Liðið er skipað eftirtöldum krökkum: Fremri röð frá vinstri: Sigríð- ur M. Jónsdóttir fararstjóri, Áslaug Jónsdóttir, Aðalheiður Pálsdóttir og Eisa Nielsen. Aftari röð frá vinstri: Njöröur Ludvigsson, Tryggvi Nielsen, Gunnar Petersen og Jóhann Kjartansson þjálfari. DV-mynd Hson imum, sem ég er ákveðin í aö bæta fljótlega,“ sagði Eyrún. Sólveig H. Siguröardóttir, SH, er 10 ára og var yngsti keppandi SH. „Ég syndi bringu- og baksund aöal- lega - og byijaði aö æfa í fyrra. Ég búin aö keppa þó nokkuð síðan þá - en auðvitað er maður svolítið nervös núna,“ sagði Sólveig. Erum í góðri þjálfun Ragnheiður Magnúsdóttir, Guðlaug Finnsdóttir og Jóna Björk Sigurjóns- dóttir eru af Akranesi. „Við erum með rajög góða þjálfara og áhuginn er mjög mikill á sundi heima,“ sagði Ragnheiður. „Það æfa milli 40 og 50 sund hjá ÍA og svo erum við allar í dansi og er þaö algert æði,“ bætti Guölaug við. „Svo er bara svo gaman að eiga heima á Akranesi. Það er svo gott fólk þar og svo þekkir maður alla og svoleiðis," gall við í Jónu Björk. -Hson Úrslit 100 m fjórsund sveina: Ragnar Þorsteinss., UMSB ...1:30,07 Om Amarson, SH..........1:32,01 100 m fjórsund hnokka: Amar Hannesson, SFS......1:51,84 50 m skriðsund felpna: Berglind Fróðadóttir, IA...30,40 50 m skriðsund meyia: Lára Hrund Bjargard., Ægi..33,20 50 m skriðsund, hnátur: Elín A. Steinarsdóttir, UMSB .41,09 200 m skriðsund pilta: Richard Kristinsson, Ægi.2:08,43 200 m skriðsund drpngja: Benedikt Sigmundsson, IA...2:20,77 200 m skriðsund sveina Kristinn Pálmason, Ægi....2:26,9 100 m bringusund telpna: Karen S. Guðlaugsd., Ægi ....1:24,21 100 m bringusund meyja: Lára Hrimd Bjargard., Ægi..l:34,14 100 m bringusund hnátur: Ragnh. Sigurðard. UMFA....1:53,13 100 m baksund pilta: Garðar O. Þorvarðarson, IA.1:07,73 100 m baksund drengja: Hermann Hermannss. Ægi ..1:15,46 100 m baksund sveina: Omar Friðriksson, SH.....1:23,27 100 m flugsund telpna: Jenný B. Þorstemsd., Arm. ..1:28,49 100 m flugsund meyja: Stella S. Jóhannesd., UBK.2:00,0 100 m skriðsund pilta: Kristján H. Flosason, KR...59,39 100 m skriðsund drengja: Davíð F. Þórunnarson, SH ...1:02,44 100 m skriðsund sveina: Arnar Már Jónsson, SFS...1:17,30 100 m skriðsund hnokka: Bjöm Grímsson, IA........1:53,66 400 m skriðsund telpna: Guðrún B. Rúnarsdóttir, SH 5:17,86 400 m skriðsuijd meyja: Lovisa Jóhannesd., IA...5:58,34 400 m skriðsund hnátna: Jóna B. Jónsdóttir, UBK.9:27,76 100 m skriðsund stúlkna: Hildur Einarsdóttir, SFS..28,82 200 m skriðsund pilta: Amar F. Olafsson, SFS...1:57,27 100 m þringusund stúlkna: Ingibjörg Isaksen, Ægi..1:21,47 100 m. baksund pilta: Ævar Orn Jónsson, SFS...1:01,91 100 m flugsund stúlkna: Eydís Konráðsdóttir, SFS.1:10,24 100 m skriðsund pilta: Amar F. Olafsson, SFS.....54,65 400 m .skriðsund stúlkna: Ingibjörg Amadóttir, Ægi....4:30,95 50 m.skriðsund pilta: Þorvaldur Ámason, UMFA ....26,76 50 m skriðsund drengja: SigurgeirHreggviðsson.Ægi .28,26 50 m. skriðsund sveina: Reynir Gunnarsson, UMFA....30.46 100 m skriðsund hnokka: Amar Hannesson, SFS........41,76 200 m skriðsund telpna: Ama L. Þorgeirsd., Ægi..2:26,41 200 m skriðsund meyja: Lára Hrund Bjargard., Ægi..2:34,31 200 m skriðsund hnátna: Heiðrún P. Maack, KR....3:52,76 100 m bringusund pilta: Ottar Karlsson, Ægi.....1:14,78 100 m bringusund drengja: Svavar Svavarsson, Ægi 1:18,69 100 m bringusund sveina: Kristinn Pálmason, Ægi..1:34,49 100 m bringusund hnokka: Karl Lárusson, UMFA.....2:08,49 100 m baksund telpna: Guðný Rúnarsdóttir, Þór..1:16,80 100 m baksund meyja: Arna Magnúsdóttir, LA...1:31,33 100 m baksund hnátna: Elín A. Steinsdóttir, UMSE ..1:51,48 1Q0 m flugsund pilta: Garðar O. Þorvarðars.,IA ....1:04,49 100 m flugsund drengja: Davið F. Þórunnars., SH..1:14,49 100 m flugsund sveina: Omar Friðriksson, SH....1:27,45 100 m skriðsund telpna: Guðrún B. Rúnarsdóttir, SH 1:07,44 100 m skriðsuijd meyja: Lovísa Jóhannesd., IA...1:17,21 100 m skriðsund hnátna: Elín A. Steinarsd., UMSB.1:34,35 400 m skriðsund pilta: Richard Kristinss., Ægi..4:26,73 400 m skriðsund drengja: Benedikt J. Sigmundss., IA ..4:58,78 400 m skriðsund sveina: Omar Friðrikss., SH.....5:37,31

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.