Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. 17 Iþróttir Þrír landsleikir gegn Utháum - eru með annað besta liðið í heiminum í dag Torfl Magnússon, landsliðsþjálf- ari í körfuknattleik, tilkynnti í gær hvaða leikmönnum hann ætlar að tefla fram í þremur landsleikjum gegn Litháen í vikunni. Fyrsti landsleikurinn verður á morgun í Grindavik, á fimmtudagskvöldið verður lekið í Laugardalshöllinni og þriðji og síðasti leikurinn verður á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Litháar hafa ávallt átt nokkra leikmenn í sovéska landsliðinu sem verið hefur í hópi sterkustu landshöa. Einn Lithái leikur í NBA-deildinni og þrír á Spáni. Á styrkleikalista eru Litháar taldir með annað sterkasta landshð í heiminum í dag. íslenska körfuknattleikssam- bandið og það Utháska hafa ákveð- ið að taka upp samskipti og er þetta aðeins byijunin á því samstarfi. LandsUðshópurinn gegn Lit- háum verður skipaður eftirtöldum leikmönnum: Pálmar Sigurðsson, Grindavík, Jón Kr. Gísalson, ÍBK, Sigurður Ingi- mundarson, ÍBK, Guðjón Skúla- son, ÍBK, Jón Arnar Uigvarsson, Haukum, Valur Ingimundarson, UMFT, Guðmundur Bragason, UMFG, Birgir Mikaelsson, UMFS, Hennig Henningsson, Haukum, Bárður Eyþórson, SnæfelU, Nökkvi Már Jónsson, ÍBKJ, Guðni Guðna- son, KR, Magnús Matthíasson, Val, Tómas Holton, Val, Pétur Guð- mundsson, UMFT, og Teitur Örl- ygsson, UMFN. -JKS Antonio Spurs sem allt snýst um. Robert- um leið allt Spurs-liðið. Undankeppni ólympíuleikanna í körfuknattleik: ísland mætir toppþjóðum - möguleikamir ekki miklir, segir Torfi Magnússon þjálfaii íslenska landsUðið í körfuknatt- leik er ekki öfundsvert af mótheijum sínum í undankeppni ólympíuleik- anna en dregið var í riðla í höfuð- stöðvum alþjóða körfuknattleiks- sambandsins (FIBA) í Munchen í gær. Riðlakeppnin verður í borginni Murcia á Spáni dagana 19. júni til 5. júlí í sumar. ísland leikur í riðU með Króatíu, Grikklandi, Þýskalandi, Rúmeníu og Portúgal. Við ramman reip verður við að draga og í fljótu bragði eru helstu möguleikar gegn Portúgal en aðrar þjóðir eru í hópi sterkustu þjóða í Evrópu dag. Nýlega birti hið virta franska körfuknattleikstímarit Le Guide du Basket Usta yfir tíu sterkustu körfu- knattleiksþjóðimar í Evrópu í dag og kemur fram að Króatía er þar efst á Usta. Uppistaðan í júgóslavneska landsUðinu á undanfömum árum hefur komið frá Króatíu og hefur landsliðið margsinnis unnið Evrópu- meistaratitiUnn. Grikkir hafa fram til þessa dags ekki verið taldir neinir aukvissar í körfuknattleik og um árabU verið í hóp þeirra bestu í heiminum. Þjóð- verjar hafa verið á uppleiö síðan at- vinnumennska var tekin upp hjá þeim og í dag eiga Þjóðveijar einn leikmann í bandaríska körfuboltan- um. Sá heitir Detlef Schrempf og leikur með Indiana Pacers við góðan orðstír. Lítið er vitað um Rúmena en þó tjalda þeir einum stærsta körfu- knattleiksmanni í heimi en hann 2,32 m á hæð. Oft hafa íslendingar mætt Portúg- ölum en á síðustu árum hafa þeir haft vinninginn gegn okkur, síðast í Reykjavík í C-keppninni á síðasta vori. „Mikil upplifun fyrir strákana" „Að taka þátt í undankeppni ólymp- íuleikanna og fá þessa mótherja verður mikU upplifun fyrir strákana. Þama eru á ferðinni toppþjóðir í körfuknattleik þannig að möguleikar okkar eru ekki miklir," sagði Torfi Magnússon á blaöamannafundi í gær. Undir stjóm Torfa Magnússonar hefur landsUðið náð mjög góðum ár- angri en í 26 landsleikjum hefur liðið unnið 22 sinnum. Vegur íslensks körfuknattleiks hefur vaxið tíl muna á síðustu missemm og er skemmst að minnast sigra á Pólveijum fyrir nokkrum vikum en Pólverjar höfn- uðu í sjöunda sæti á síðasta Evrópu- móti. -JKS ngur ni, 32-1811. deild kverrna _ Mörk Armanns: María 5, Anna 5, íris 3, Elísabet 2, Ásta 1, Auður 1, Svan- hUdur l. Mörk Víkings: Halla 12, Andrea 5, Valdís ð, Inga Lára 3, Svava S. 2, Heiða 2, Hanna 1, MattbUdur 1, Svava B. 1, Yf ir 100 kylfingar á golfmóii íþróttamenn á Norðurlandi, sem stunda útiiþróttir, vita varla sitt rjúkandi ráð þessa dagana og er ástæðan það óvenjulega veðurfar sem rikir. Skíða- svæði í fjöllum eru snjólaus og ekki er hægt að leika í íslandsmótinu í íshokkí vegna hita. En á sama tíma gleðjast golfmenn. Á Akureyri, þar sem þessi mynd var tekin, voru t.d. haldin tvö golfmót um helgina og mættu yfir 100 manns til að taka þátt auk fjölda annarra sem notuðu veðurbliðuna til að „finna sveifluna sína“. Slíkt mótahald er fyrirhugað næstu helgar, svo framarlega sem veturinn lætur ekki sjá sig. DV-mynd gk Stórleikur í bikarnum Stórleikur verður í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik en dregið var í keppninni í gær. Gömlu stórveldin af Suðumesjum, Keflvík- ingar og Njarðvíkingar, dógust sam- an og ef mið er tekið af fyrri viður- eignum þessara hða verður ekkert gefið eftir. Keflvíkingar komu á und- an upp úr hattinum og eiga því heimaleik. KR-ingar, sem eru handhafar bik- armeistaratitilsins, fengu heimaleik gegn Grindvíkingum og stefnir allt í hörkuleik þar. 2. deildar hð Breiðabliks fær Val í heimsókn í Digranesið og Þórsarar frá Akureyri leika gegn Haukum. Þessir leikir í 8 hða úrshtunum eiga að fara fram á tímabilinu 14.-22. fe- brúar. ÍS og ÍBK mætast í 5. sinn á jöfnmörgum árum íþróttafélag stúdenta mætir Keflvik- ingum í 8 hða úrshtum bikarkeppni kvenna og verður þetta fimmta við- ureign hðanna í fjórðungsúrslitum á jafnmörgum árum. Sigurvegarinn í þessum viðureignum hefur síðan ahtaf orðiö bikarmeistari. Aðrar viðureignir í 8 hða úrshtum verða að KR leikur gegn Haukum, UMFN gegn Snæfelh og ÍR mætir Grindavík. -JKS Staðan eftir leiki helgarinnar: 1. deild kvenna Víkingur 9 9 0 27-i 18 ÍS 9 7 2 23-15 14 HK 9 5 4 19-15 10 Völsungur.... 9 5 4 19-15 10 Breiðabhk.... 8 4 4 15-17 8 KA 9 3 6 17-19 6 Þróttur N 9 1 8 7-24 2 Sindri 1. 6 0 6 deild karla 0-18 0 ÍS 10 10 0 30-6 20 KA 9 7 2 23-9 14 HK 10 7 3 22-14 14 Þróttur N 12 4 8 19-26 8 Þróttur R 9 2 7 12-24 4 UMF Skeið... 12 1 11 6-33 2 -gje Sport- stúfar Leikmenn fjögurra 1. dehdar félaga í hand- knattleik léku með sorgarbönd í leikjum sínum um helgina þar sem Þor- varður Áki Eiríksson, fyrsti formaður HK í Kópavogi, lést síð- asta þriðjudag. Það voru hð HK og Vals sem mættust í Digranesi, og einnig lið Selfoss og FH, sem léku á Selfossi, en Þorvarður var faðir Einars Þorvarðarsonar, þjálfara og markvarðar Selfyss- inga. Jóhann sleit hásin Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Jóhann B. Magnússon, einn af burðarásum Keflavíkurhðsins í knattspyrnu, varð fyr- ir því slysi að shta hásin á innan- hússæfingu á dögunum. Ljóst er að hann verður frá í eina 4-6 mánuði og þar er mikið áfah fyr- ir Keflvíkinga, sem ætla sér stóra hluti í 2. dehdinni í sumar. • Gísh Eyjólfsson, fyrrum leik- maður Keflavíkur og Víðis, hefur veriö endurráðinn þjálfari 4. dehdar hðs Njarðvíkinga. Þjálfari Inter rekinn Corrado Orrico var í gær sagt upp störfum sem þjálfara ítalska 1. deildar hðsins Inter Milan eftir 1-0 tap gegn Atalanta á sunnu- daginn. Inter hefur gengið hla í vetur, er í 8. sæti í dehdarkeppn- inni og var slegið út úr 1. umferð í Evrópukeppninni. Líklegt er að Spánveijinn Luis Suarez, f>Trum þjálfari spænska landshðsins, verði ráðinn eftirmaður Orrico. Hann var ekki sá eini sem fékk að tdka pokann sinn. Botnliðið Ascoh rak í gær Gincarlo De Sisti, þjálfara liðsins, og þá er Ottavio Bianchis hjá Roma orð- inn mjög valtur í sessi. íslandsmet í keilunni Valgeir Guðbjartsson setti glæsi- legt íslandsmet í kehu um helg- ina. Hann fékk 287 stig í einum leik en gamla metið var 279 og mest er hægt að ná 300. Þá jafn- aði hann íslandsmetið í fehum en hann var með 10 fehur í röð. Enn eitt íslandsmetið setti Sólveig Guðmundsdóttir. Hún fékk 727 stig í 4 leikja seríu 1 kvennaflokki. Þór kærir úrskurð mótanefndar KKI Þórsarar hafa kært úrskurð mótanefndar KKÍ en nefndin komst aö þeirri niðurstöðu að leikur Þórs og Hauka færi fram á Akureyri á sunnudaginn kemur kl. 16. Þórsarar una ekki við þessa niðurstöðu og hafa kært úrskurð mótanefndar til dóm- stóls ÍBA. í gær var ekki vitað hvenær dómstólhnn myndi taka þetta mál fyrir. Merle vann stórsvigið Franska stúlkan Carole Merle sigraði í stórsvigi í heimsbikar- keppninni á skíðum í Piancavallo á ítahu í gær. Vreni Schneider frá Sviss varð önnur og bandaríska stúlkan Eva Twardokens varð í þriðja sæti. Schneider er efst á stigum með 340 stig, Merle kemur næst með 311 stig og Deborah. Campaogni er í þriðja sæti með 264 stig. Félagaskipti í boltanum Margir knattspyrnu- menn hafa skipt um félag á síðustu dögum. Helstu þeirra eru: Ámi Sveinsson úr Dalvík í Stjömuna, • Rafn Rafnsson úr KR í Snæfeh, Bjöm Axelsson úr FH í Selfoss, Kristinn Guðmundsson úr Þrótti N í Snæfeh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.