Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRÍÐJUDAGUR 21. JANÚÁR 19Ú2. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Markaðsrekin sjúkrahús í öllum þeim þrengingum sem ríkissjóður stendur frammi fyrir hefur athyglin beinst að möguleikum á spamaði í heilbrigðisþjónustunni. Það er ekki undarlegt þegar tillit er tekið til þess að heilbrigðisgeirinn er dýr- asti útgjaldahður ríkisins og sogar til sín milljarða króna. Heilbrigðisráðherra hefur gengið ötullega fram í sparnaði í lyfjasölu og verður ekki gagnrýndur fyrir það. Ennfremur hefur ráðherrann beitt sér fyrir samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík og fyrir venjulegan leikmann virðist það vera eðlileg tilraun. Það er ekki mikil skynsemi í því að reka tvö eða fleiri sjúkrahús á nokkurn veginn sama svæðinu með sömu deildir, sömu þjónustu, sem tvöfaldar og margfaldar þann kostnað sem leiðir af fullkominni aðstöðu og hjúkrunarliði á hverjum stað. Sjúkrahúsin gætu sérhæft sig um leið og þau spara sér stjómunarkostnað og tækjakaup, lækna- íjölda og svo framvegis. Sammni eða nánara samstarf sjúkrahúsanna er brýnt viðfangsefni. Hins vegar hafa heyrst raddir um breytingar á eðli læknisþjónustunnar á þá leið að mark- aðsreka hana, eins og þekkt er frá ýmsum löndum. Hugmyndin er þá sú að sjúklingar kaupa sér vistunar- pláss á sjúkrahúsum og greiða fyrir þá þjónustu sem þeir fá. Er þá auðvitað gert ráð fyrir að sjúklingurinn njóti betri umönnunar en ella. Um leið getur þá viðkom- andi sjúkrahús verðlagt þjónustuna í samræmi við kostnaðinn og ríkið, eða hver sá annar sem veitir heil- brigðisþjónustuna, fær fulla greiðslu fyrir þá hjúkrun og lækningu sem lögð er af mörkum. í tilefni af þessum hugmyndum hefur Ólafur Ólafsson landlæknir skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann hafnar með öllu markaðssetningu af þessu tagi. Land- læknir segir í þessari grein sinni: „Markaðsrekin heilbrigðisþjónusta tryggir ekki al- hliða og jafna heilbrigðisþjónustu. Orsakirnar eru m.a. eftirfarandi: Forgangsröð við læknismeðferð breytist. Læknar hafa lengi þurft að meta t.d. hvort áframhaldandi með- ferð sjúkhngs „þjóni tilgangi“ t.d. meðferð eldra fár- sjúks fólks, vistun á gjörgæslu- eða nýrnasíunardeild. Akvörðun um upphaf eða lok meðferðar byggist að öllu jöfnu á læknisfræðilegum grunni, en samráð er gjarnan haft við hjúkrunarfólk og aðstandendur ef svo ber und- ir. Sá á kvölina sem á völina. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar án tillitis til kyns, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða meints „verðleika“ sjúklings. Ef sá efnaði skal hafa forgang að öllu jöfnu er hafinn nýr kapítuh í forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni.“ Landlæknir nefnir ennfremur að rekstur markaðs- rekinnar heilbrigðisþjónustu virðist vera dýrari. Land- læknir bendir á reynsluna frá Bandaríkjunum í þvi sambandi. Markaðsrekin sjúkrahús hafa tilhneigingu tH að sinna síður fólki með langvinna sjúkdóma en ungu fólki og miðaldra. Landlæknir segir að einkennandi sé að í markaðsrek- mni heilbrigðisþjónustu sé forvamarstarfi mun minna sinnt en eUa. Nefnir hann dæmi um að í Bandaríkjunum gangi % þungaðra kvenna ekki tH mæðraskoðunar „en meðal barna þeirra er burðarmálsdauði fimmfalt hærri en hjá þeim er fá svo sjálfsagða þjónustu“. Þessar ábendingar landlæknis eru athyglisverðar og afdráttarlausar og hljóta að vega þungt þegar umræða fer fram um markaðssetningu á hefibrigðisþjónustunni. Ellert B. Schram „... fyrir liðlega 60 árum veiddu íslendingar 260 þúsund tonn af þorski og höfðu til þess 28 þús. smálesta flota ... “ Fitlar hönd á feigu taf li Sá vandi sem nú er við að eiga í íslensku efnahagslífi á sér áratuga rætur og verður rakinn til þeirra sviptinga sem áttu sér stað á vett- vangi innlendra stjórnmála fyrir tæplega tuttugu og einu ári. Þá sögu ætti að vera óþarfi að rifja upp nema í örstuttu máli. Ósætti innan Alþýðubandalags leiddi til stofnun- ar nýs jafnaðarmannaflokks. Al- þýðuflokkurinn klofnaði í því sem næst tvo jafna hluta, stjómarand- staðan fékk staríhæfan meirihluta á þingi og myndaöi nýja stjóm. Þjóðarsáttar þurfti við Viðreisnarstjómin hafði setið í tólf ár, fært sljóm efnahagsmála á mörgum sviðum í nútímalegt horf, þó svo að ekki hafl náðst samstaða um að aflétta almennu verðlagseft- irhti í og með vegna ótta um aö þau lögmál sem sannarlega gilda í markaðskerfi Vesturlanda giltu ekki hér vegna fámennis og skorts á samkeppni. Eitt af meiri háttar afrekum þeirrar stjórnar hefur verið tahð hvemig tókst að koma þjóðarbú- skapnum í gegnum samdráttarárin 1967 til 1969. Þurfti vissulega þjóð- arsáttar við. Hafði sá árangur náðst að frá árslokum 1970 til ársloka 1971 hækkaði verðlag aðeins um 2% á mælikvarða lánskjaravísi- tölu. Lagður hafði verið gnmnur sem hefði getað orðið undirstaða stöðugra framfara á næstu áratug- um. Rætt var um gengishækkun sem hð í kjarasamningum árið 1970 til að draga úr hættu á aö samning- amir leiddu til óþarfa verðhækk- ana, en þvi miður náðist ekki sam- staða um slikt, þar sem launþegar óttuðust að hún myndi ekki skila sér í lægra vömverði. Gerbreytt stefna 1971 Við stjórnarskiptin árið 1971 var tekin upp gerbreytt stefna í efna- hagsmálum og höfum við verið að súpa seyðið af henni meira og minna allar götur síðan. Hröðun er ekki eingöngu þekkt orö meðal áhugamanna um bif- reiðaíþróttir heldur einnig innan hagfræðinnar. Þar táknar það ákveðna aögerð sem getur haft keðjuverkun innan hagkerfisins, sem seint veröur séð fyrir endann á. Breyting á neyslu hefur þannig áhrif á fjárfestingu og tekjur sem aftur hefur áhrif á neysluna og nauðsyn frekari íjárfestingar. Síð- an er það endingartími fjármuna sem stjómar sveiflum í tekjum og neyslu. í íslensku hagkerfi lýsir þetta sér sem skipti á mihi aðhalds og þensluaðgerða þar sem kerfið er í stöðugu ójafnvægi og erfitt að henda reiður á hvaða aðgerðir em famar að virka, hverjar ekki og Kjallariim Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur hvað gerist næst. - Illmögulegt er að henda reiður á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Þær aögerðir sem gripið var til árið 1971 röskuðu einmitt því jafn- vægi sem búið var að ná með blóði, svita og támm. Fjárfesting í fiski- skipaflota var stóraukin, vextir vora lækkaðir, lánsfjármagn auk- ið, lánstími lengdur og fiskverð hækkað verulega. Boðið var upp á stóraukinn kaupmátt laima, stytt- ingu vinnuviku og lengingu orlofs. Afleiðingamar létu ekki á sér standa. Verðlag fór strax hækkandi og jafnvægi kerfisins raskaðist. Hækkun lánskjaravísitölu sem hafði verið 2% árið 1971 varð 18% árið 1972. Tveimur árum síðar sprakk stjómin. Þjóðartekjur voru í hámarki m.a. vegna hagstæðra viðskiptakjara þrátt fyrir hækkan- ir olíuverðs. Innlend verðmætaráð- stöfun var langt umfram tekjur og -þar af leiðandi verulegur halh á viðskiptum við útlönd og verðbólga komin í mn 50% sem næsta stjóm fékk í arf th að ghma við. Óhagkvæm nýting Annar fylgifiskur efnahagsstefn- unnar var íjárfesting í sjávarút- vegi, langt umfram eðhleg mörk. Það er einmitt sú hhö vandans sem snýr að þjóðinni nú þar sem gengið hefur verið aht of nærri þorsk- stofninum og nýting hans verið óhagkvæm um áratuga skeið. Látið hefur verið skeika að sköpuðu þrátt fyrir margítrekuð vamaðar- orð. Hægt er að fara a.m.k. allt aft- ur til ársins 1945 en í skýrslu Ný- byggingarráðs frá því ári stendur: „Ráðið er þeirrar skoðunar, að floti, samsettur líkt og gert er ráð fyrir í áætlun n, verði hlutfallslega ódýrastur, og um leið væri raun- vemlega komist nokkuð nálægt því markmiði, sem ráðið álítur að ghda eigi fyrir sjávarútveg íslendinga, sem sé það aö við getum að mestu ef ekki öllu leyti tekið þann fisk á okkar miðum, sem taka má án þess að gengið sé á fiskstofninn." Undmn sætir að fyrir liðlega 60 ámm veiddu íslendingar 260 þús- und tonn af þorski og höfðu til þess 28 þúsund smálesta flota að öllu leyti vanbúinn tækjum miðað við núverandi fiskiskipaflota, en þá var árgangurinn frá 1922 að koma inn í veiðina, en hann var tahnn mjög stór. Sá árgangur hélt uppi veiðinni árin 1930-1933 en hans gætti allt th ársins 1940. Árgangurinn frá 1964 var tahnn einn sá besti sem klakist hafði út í tvo áratugi en vegna gegndarlausr- ar veiði á honum fyrir kynþroska- aldur veiddist um 100 þúsund tonn- um minni afli úr honum en verið hefði ef sóknin í hann hefði verið innan skynsamlegra marka meðan hann var að alast upp. Á þessum ámm var fiskveiðilög- sagan aðeins 12 sjómílur og bæði Bretar og Þjóðveijar við veiðar hér við land ásamt öðrum þjóðum þannig að við gátum ekki haft fuha stjóm á sókninni í þennan árgang en öðru máh gegnir um þrjá næstu risaárganga, árgangana 1973, 1983 og 1984. Árgangurinn frá 1973 var uppurinn 10 árum síðar. Lítið virð- ist vera eftir af árganginum frá 1983, en eitthvað meira eftir af ár- ganginum frá 1984 og með skyn- samlegri veiði hefði verið hægt að nota þá th aö byggja upp hrygning- ar- og veiðistofn og bægja frá hættu á Yiðkomubresti. Árum saman hefur verið skotið á frest að takast á viö þann vanda sem fylgir því að þurfa að draga verulega úr sókn í þorskstofninn en nú er komið að skuldadögmn og því blasir við enn eitt samdrátt- arárið í íslenskum þjóðarbúskap. Kristjón Kolbeins „Arum saman hefur verið skotið á frest að takast á við þann vanda sem fylgir því að þurfa að draga verulega úr sókn í þorskstofninn en nú er komið að skuldadögum... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.