Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. 15 Skýrsla Ríkisendurskoðunar rykfaUi ekki: Nýtt stjórnskipulag Tryggingastofnunar „Mest áberandi er að stjórnunarfyrirkomulag stofnunarinnar hefur greinilega aldrei verið hugsað frá grunni." Ástæða er til að fagna nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjómsýsluúttekt á Trygginga- stofnun ríkisins og vonandi að skýrslan verði til að ýta þannig við mönnum að ráðist verði í umbætur á stjómunarfyrirkomulagi stofn- unarinnar, í ljósi ábendinga skýrsl- unnar. Hver sá sem kemur með einum eða öðrum hætti að rekstri Trygg- ingastofnunar ríkisins verður þess fljótlega áskynja að stjómunarfyr- irkomulag þar stenst ekki nútíma- kröfur. Þar er engu einu um að kenna, heldur valda því margir samverkandi þættir sem hafa feng- ið að þróast óáreittir svo árum skiptir. Mest áberandi er að stjómunar- fyrirkomulag stofnunarinnar hef- ur greinilega aldrei verið hugsað frá grunni en nýjum viðfangsefn- um verið bætt fremur óskipulega við það starf sem fyrir var, án þess að reynt væri að byggja upp heild- stætt skipulag. Óljós mörk stefnumótunar og útfærslu Einum þætti era ekki gerð nægj- anleg skil í skýrslunni, það er hvemig háttar verkaskiptingu heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis annars vegar og Tryggingastofnun- ar ríkisins hins vegar; hvað hvora þeirra um sig beri við stefnumótun og útfærslu viðfangsefna almanna- trygginga. Eins og málum háttar nú era þessi mörk mjög óljós og algengast að ráðuneytið hafi fram- kvæði og útfæri auk þess viðfangs- efni og breytingar. Þess í stað ætti ráðuneytið einungis að sinna KjaUaiinn Bolli Héðinsson fyrrv. form. Tryggingaráðs stefnumótun en láta Trygginga- stofnun eftir úrfærslu verkefna. Slík umbreyting krefst hins vegar verulega miklu meira frumkvæðis Tryggingastofnunar heldur en nú er og þar yrði að halda skipulega utan um upplýsingar og áunna reynslu sem gerði stofnuninni kleift að eiga framkvæði í aðlögun almannatrygginga, ýmist til lag- færingar að breyttinn aðstæðum, eða til útfærslu breyttrar stefnu ráðuneytisins. Það fyrirkomulag á ráðningum í störf í Tryggingastofnun, að ein- stakir embættismenn skuh skipað- ir af ráðherra, í stað þess að vera ráðnir af forstjóra, kemur mjög greinilega niður á starfsemi Trygg- ingastofmmar og sjálfsagt fleiri stofnunum ríkisins þar sem svo háttar til um. Eðlilegra væri að for- stjóri einn væri skipaður af ráð- herra, til fárra ára í senn, en þaxm tíma bæri hann alfarið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar, þ.á m. ráðningum undirmanna sinna. Hjá Tryggingastofnun hefur nú- verandi fyrirkomulag valdið ótrú- lega mikiili togstreitu og hindrað eðlileg samskipti yfirmanna auk þess að standa starfsemi stofnunar- innar fyrir þrifum. I reynd er það aðeins einn aðfli sem talist getur ótvíræður yfirmaður stofnunar- innar allrar og það er heilbrigðis- ráðherra. Tilhögun þjónustu og upplýsinga Atriði sem er gefinn ófullnægj- andi gaumur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar er hvemig eðlilegast sé staðið að upplýsingagjöf og af- greiðslu viðskiptavina stofnunar- innar. í þeim efnum væri eðlilegast að líta til einkarekinna þjónustu- fyrirtækja (t.d. tryggingafélaga) og skoða með hvaða hætti viðskipta- vinum þar er sinnt og hvernig það mætti best heimfæra upp á aðstæð- ur í Tryggingastofnun. Eins og málum háttar nú fara viðskiptavinir stofnunarinnar á einn stað til að afla sér upplýsinga sem leiða e.t.v. til þess að þeim sé visað áfram til að fá frekari upplýs- ingar annars staðar, í stað þess að fá úrlausn sinna mála á fyrsta staðnum. Hjá öllum fyrirtækjum sem vilja veita góða þjónustu er kappkostað að láta viðskiptavinin- um nægja að koma aöeins á einn stað til að fá allar upplýsingar og þá afgreiðslu er hann þarf með, í stað þess að vísa fólki fram og aft- ur. - Með bættu tölvukerfi og breyttu skipulagi gæti slíkt einnig orðið raunin í Tryggingastofnun, samhhða breytingum á húsnæði og mannahaldi. Annar og veigameiri þáttur sem ekki er vikið að í skýrslunni og umdeht kann að vera hvort eigi þar heima, væri úttekt Ríkisendur- skoðunar á fyrirkomulagi sjúkra- trygginga m.t.t. fjármögnunar sjúkrahúsa. Þ.e. hvort ekki væri rétt að fela Tryggingastofnun að semja við spítala líkt og stofnunin gerir nú við sjálfstætt starfandi sérfræðinga, um greiðslur fyrir læknisaðgerðir og þjónustu og leggja þannig af beinar greiðslur til spítala af fjárlögum. Slik úttekt krefst algjörlega nýrr- ar hugsunar og stefnumótunar í hehbrigðismálum, sem gæti orðið verðugt verkefni fyrir Ríkisendur- skoðun í framhaldi af úttektum hennar á Tryggingastofnun og Rík- isspítölum. Bolli Héðinsson „Hjá Tryggingastofnun hefur núver- andi fyrirkomulag valdið ótrúlega mik- illi togstreitu og hindrað eðlileg sam- skipti yfirmanna auk þess að standa starfsemi stofnunarinnar fyrir þrif- 11VV. íí Víst er til skiptanna Undanfama mánuði hefúr ein- radda kór hljómað í íslenskum fjölmiðlum. „Ekkert svigrúm er til launahækkana. Þaö er ekkert th skiptanna." Söngurinn er ekki bara fluttur af thþessráðnum grátkonum vinnuveitenda heldur nánast öhum sem tjá sig um máhð. Jafnan er vitn- aö th aflasamdráttar og fyrirsjáan- legrar rýmunar þjóðartekna, og þá þarf ekki lengur vitnanna við: „Það sér hver hehvita maður að launakr- öfúr era óáhyrgar því að það er ekkert th skiptanna." Söngurinn er orðinn svo máttug- ur að hann hefur hrifið með sér þá sem jafnan berast með stravunnum og telja sig þvi málsvara hehbrigðr- ar skynsemi, og th að mynda skrif- aði ritstjóri DV hehan leiðara um það að ekkert væri th skiptanna. Ábyrgð vinnuveitenda Um svipað leyti birti annað dag- blað frétt þess efnis að forstjórar nokkurra þekktustu íslensku fyrir- tækjanna hefðu nú sjöfold meðal- laun, en fyrir tæpum áratug hefði mimurinn þó ekki verið nema fimmfaldur. Við þetta er því að bæta að á sama tíma hafa lægstu launin fjarlægst meðahaunin í hina áttina. Þessi vísbending rímar við aðrar sem benda til að launamunurinn á mihi þeirra fimm prósenta sem hæst hafa launin og þeirra fimm prósenta sem hafa lægst laun sé núna tífaldur en hafi verið fimm- faldur fyrir áratug. Fyrir skemmstu lét fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambands íslands, Jón H. Bergs, dæma sér rúmlega hálfa mihjón á mánuði í KjaUaiiim Gestur Guðmundsson félagsfræðingur eftirlaun svo lengi sem hann lifir. Vinnuveitendur, sem kusu þennan mann th forystu, bera vitaskuld fuha ábyrgð á þessu siðleysi, enda skammta þeir sér margir svipuð laun eða hærri, og enginn getur tekið væl þeirra um að ekkert sé th skiptanna alvarlega. Tekjujöfnun að leiðarljósi Hagtölur gefa ágætar vísbending- ar um stöðu þjóðarbúsins, en þær eru enginn æðstidómur um skipt- ingu teknanna. Auknar þjóðartekj- ur síðustu ára hafa skipst mjög misjafnlega á vasa landsmanna. Þær hafa að mestu rannið th hinna ríkustu, frekar sem fjármagnstekj- ur og óhóflegar launagreiðslur til stjómenda en sem hagnaður af rekstri. Samdrætti á að mæta með þvi að sækja í þennan sjóð. Komandi kjarasamningar eiga að hafa tekjujöftiun að leiðarljósi. Hér á íslandi ríkja hefðir mannúðar, og því er ekki rétt að jafna lífskjör- in í einni aðgerð heldur áföngum. - Setjum upp dæmi: Ef fjármagnstekjur era taldar með era meðaltekjur þeirra 5% sem nú hljóta mest a.m.k. 500 þús- und á mánuði. Verði kjör þeirra skert um 10% eða 50 þúsund að meðaltah, era þar komnir peningar th að hækka laun fjórðungs laun- þega um 10 þúsimd á mánuði. Stærri aðgerð þyrfti ekki th að koma th móts við kröfur Verka- mannasambandsins í komandi kjarasamningum. Sennhega væri rétt að láta hluta þessarar mihi- færslu fara í gegnum skattakerfið (th dæmis með hátekjuþrepi og/eða „Ríkisvald og hagsmunaöilar hafa yfir aö ráða tugum eöa hundruðum há- menntaðra hagfræðinga, og hvemig væri að setja þá einu sinni til verulega þarfra verka, þ.e. að finna leiðir til að minnka kjaramuninn.“ Viðskiptajöfnuðu „Hagtölur gefa ágætar vísbendingar um stöðu þjóðarbúsins, en þær eru enginn æðstidómur um skiptingu teknanna", segir greinarhöf. m.a. Þjóðarútgjöld og landsframleiðsla 1986 til 1992- 20% 10% Þjoðarutgjold Landsframleiðsla skatti af fjármagnstekjum) th ör- yrkja og ellihfeyrisþega. Samdrætti þjóðartekna væri síð- an hægt að mæta með hagræðingu, minni sóun og eflingu nýrra at- vinnutækifæra, þannig að kakan th skiptanna verði a.m.k. jafnstór og verið hefur að undanfómu. Til gagnlegrar iðju Nú kynni einhver að segja að hugmyndin um slíka millifærslu væri góðra gjalda verð, en því mið- ur óframkvæmanleg. Eg held hins vegar að hún sé auðveldari í fram- kvæmd en að ætla láglaunafólki að láta enda ná saman við skert kjör. Ríkisvald og hagsmunaaðhar hafa yfir að ráða tugum eða hundr- uðum hámenntaðra hagfræðinga, og hvernig væri að setja þá einu sinni th verulega þarfra verka, þ.e. að finna leiðir th að minnka kjara- muninn. Þeir gætu notið aðstoðar hinna fjölmennu samninganefnda vinnumarkaðarins sem yrðu fegn- ar að nýta tíma sinn í gagnlega iðju í stað þess að þumbast hver í sínu homi. Söngurinn um að ekkert sé til skiptanna merkir ekkert annað en að menn hafi annaðhvort gefist upp á því að ná fram réttlátri skiptingu lífsgæða eða vhji viðhalda núver- andi ranglæti. Gestur Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.