Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Menning Laugarásbíó - Glæpagengið: ★★ Ungir glæponar Það sem á yflrborðinu virðist vera afsprengi Young Guns með svipaðan leikhóp í svipuðum hlutverkum er í raun grafalvarleg gangster-mynd sem færist mikið í fang við að segja frá því hvernig nokkrir (sannsögu- legir) smákrimmar í undirheimum New York á bann- árunum tóku sig saman og urðu á endanum stórlaxar eftir blóðugt en úthugsað valdataíl. Handritshöfundurinn hefur ætlað sér að gera stóra hluti en kvikmyndaverið tekið heilmikið af röngum ákvörðunum sem á endanum hefur getið af sér galla- grip þar sem glittir í það sem heíði kannski getað orðið. Fystu mistökin eru leikstjórinn, sem er nýgræðingur tekinn úr auglýsingageiranum. Hann er vita kraftlaus og það er sorglegt að horfa upp á hvernig hann glutr- ar niður öllu sem heitir dramatík og persónusköpun. Önnur mistök eru táningastjömurnar fjórar í aðal- hlutverkunum. Þær hafa verið ráðnar út á vinsældim- ar, en fá ekki að gera neitt af því sem gerði þær vinsæl- ar (í tilfelli Grieco er það blessun). Þriðju mistökin eru að ráða þijá afburða eldri leik- ara til að leika glæpakóngana sem þarf að ryðja úr vegi. Þetta er svona svipað og að rífa Tajh Mahal til að byggja hamborgarastað. Fjórðu mistökin eru að moka peningum í sviðsmyndina og gera hana svo góða Kvikmyndir Gísli Einarsson og eðlilega að táningastjörnumar eru eins og kræki- ber í helvíti. Fimmtu mistökin em síðan að selja myndina eins og eitthvað í Young Guns stíl þannig að góður hluti bíóáhorfenda heldur sig íjarri og hinir fá allt annað en þeir áttu von á. Mobsters (band - 1991) 104 min. Leikstjóri: Michael Karbelnikof. Leikarar: Christian Slater, Patrick Dempsey, Richard Grieco, Costas Mandylor (Soapdish), F. Murray Abraham (Amadeus, Scarface), Michael Gambon (Cook, Thief..., Singing Detec- tive), Lara Flynn Boyle (Poltergeist III), Anthony Quinn (Only the Loneiy, Revenge). Patrick Dempsey, Richard Grieco, Costas Mandylor og Christian Slater leika glæpakóngana (jóra. Andlát Gunnar Friðrik Þorsteinsson, Álfta- mýri 38, Reykjavík, andaðist á gjör- gæsludeild Landspítalans þann 20. janúar. Bárður Olgeirsson, Vallarbraut 2, Njarðvik, lést á sjúkrahúsinu í Kefla- vík 17. janúar. Sigríður Hallgrimsdóttir, Bogahlíð 15, er látin. Magnús Grimsson, Fumgerði 1, áður til heimihs í Háagerði 35, er látinn. Gunnlaugur Pétur Helgason, lést á heimili sinu aðfaranótt 19. janúar. Leifur Einarsson, Hólmgarði 1, Reykjavík, iést á heimili sínu laugar- daginn 18. janúar. Jardaifarir Ingibjörg Sigurðardóttir, Eyrarvegi 7, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri fostudaginn 17. janúar. Útfor hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Hafsteinn Smári Halldórsson, sem léstþann 11. janúar, var jarðsunginn frá Fossvogskapellu fóstudaginn 17. janúar í kyrrþey. Amfríður Jónsdóttir, Fannafold 105, Reykjavík, sem lést 13. janúar, verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Sigríður M. Jónsdóttir, Langholts- vegi 2, verður jarðsungin frá Ás- kirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildum minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta Áskirkju njóta þess. Aðalheiður Ármann, Álakvísl 96, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu miðvikudaginn 22. janúar kl. 15.00. Fundur ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Brautar- holti 30. Rithöfundurinn Olafur Jóhann Ólafsson verður kynntur ásamt nokkr- mn bóka hans allir eru velkomnir. Uppl. hjá Vilhjálmi í síma 78996 og Hjördísi í síma 28996. Kvenfélagið Seltjörn Fundur í félagsheimilinu kl. 20.30 í kvöld. Sóroptimistar koma í heimsókn. Elísabet Jökulsdóttir les úr verkum sínum. Kaffi- veitingar. Aðalfundur Framkvenna verður haldinn miðvikudaginn 29. janúar kl. 20 í Framheimilinu viö Safamýri. Venjuleg aðaltundarstörf. Stjómin Námskeið Breyttu áhyggjum i uppbyggjandi orku ITC námskeiðið: Markviss málflutning- ur, verður haldið að Brautarholti 30, þriðju hæð, Reykjavik, fimmtudags- kvöldið 23. janúar 1992 og miðvikudags- kvöldið 29. janúar 1992 kl. 20 bæði kvöld- in. Þetta er tveggja kvölda námskeið þar sem farið er í alla helstu þætti mælsku- listarinnar. Uppl. gefur blaðafulltrúi ITC, Guðrún Lilja Norðdahl, í síma 46751. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiöi i skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 22. janúar kl. 20 og stendur fjögur kvöld. Kennsludagar verða 22., 23., 28. og 29. janúar. Námskeið- iö verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Öllmn 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á nám- skeiðið geta skráð sig í síma 688188. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skír- teini sem hægt er að fá metið í ýmsum framhaldsskólum. Námskeið í skapandi listþjálfun verður haldið fyrir börn, unglinga og fullorðna á vorönn 1992. í listþjálfun tjá þátttakendur tilfinningar sínar og hugs- anir í máli og myndum. Þátttakendur þurfa ekki að hafa „tæknilega fæmi“ í listum. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Unnur Óttarsdóttir sem er listþjálfi (art therapisti) og kennari að mennt. Inn- ritun og uppl. eru í Kvöldskóla Kópavogs í simum 641507 og 44391 kl. 17-21 til 22. janúar. Tilkyimingar Vitni óskast Árekstur var þann 22. desember í beygj- unni í Lokinhömrum milli Dverghamra og Bláhamra, bíll ffá Reykjavíkurborg með snjótönn og fólksbíll lentu saman. Yitni óskast í síma 676303 og vs. 606980, Áslaug Gísladóttir. Frá „Áhugafólki um heim- speki á Akureyri“ Jón Bjömsson flytur tvo fyrirlestra í Háskólanum á Akureyri við Þórunnar- stræti fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.30 og laugardaginn 25. janúar kl. 14. Fyrir- lestur Jóns á fimmtudaginn heitir „Ham- ingjuhugtakið" og fjallar um merkingar orðsins hamingja, skilgreiningu ham- ingjunnar og mælingu hennar. í öðrum fyrirlestri sínum á laugardaginn fjallar Jón um nokkur tilbrigði við hamingju- hugtakið og ýmis tengsl hamingjunnar við kringumstæður manna og lífsskilyrði þeirra. Áhugafólk um heimspeki á Akur- eyri undirbýr nú fyrirlestrahald, m.a. dr. Vilþjálms Ámasonar, dr. Guömundar Heiðars Frímannssonar o.fl. Allt áhuga- fólk er velkomið á fyrirlesturinn og er aögangur ókeypis. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag þriðjudag kl. 13-17. Bridge og ffjáls spilamennska. Kl. 20 er dansað í Risinu. Sýning á Fugl í búri er miðvikudag, laugardag og sunnu- dag. OA á íslandi í tilefni af 10 ára afrnæh OA á íslandi, samtaka fólks sem á við ofátsvanda að stríða, verður haldinn kynningarfundur sunnudaginn 2. febrúar kl. 16 í safnaðar- heimili Langholtskirkju. Fundurinn er opinn og allir velkomnir. Frekari upplýs- ingar er að fá hjá eftirtöldum aðúum: Birgir vs. 685854, Ingi hs. 689029, Lilja hs. 621892. Fuglaverndarfélag íslands Næsti fræðslufundur Fuglavemdarfé- lagsins verður haldin þriðjudaginn 21. janúar i stofu 101 í Odda, húsi hugvís- indadeildar HÍ og hefst kl. 20.30. Efni fundarins nefnist: Fuglalíf og vemd sunnlensks votlendis. Einar Ó. Þorleifs- son og Jóhann ÓU Hfimarsson munu skýra frá starfi voUendishóps Fugla- vemdafélagsins og munu þeir sýna Ut- skyggnur og glærur samfara máU sínu. Fundurinn er öUum ophm. Myndgáta - ■ EvÞÓr.—A— Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Lausn gátu nr. 233: Liggur fyrir dauðanum 22* Tapað fundið Fríða Dís er týnd Fríða Dís sem er gulbrún læða, frekar smávaxin fór frá heimUi sínu, Mjóstræti 2B í Rvik, snemma á sunnudag, 19. jan- úar, í sína reglubundnu morgungöngu en hefur ekki komið heim. Ef íbúar gamla bæjarins og nágrennis vUdu kíkja eftir henni í skúra á lóðum sínum eða kjöUur- um væri það vel þegið. Síminn hennar er 16959 ef einhveijir geta gefið upplýs- ingar. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare Fimmtud. 23. jan. kl. 20.00. Sunnud. 26. jan. kl. 20.00. Laugard. 1. febr. kl. 20.00. Laugard. 8. febr. kl. 20.00. eftir Paul Osborn Laugard. 25. jan. kl. 20.00. Sunnud. 2. febr. kl. 20.00. Föstud. 7. febr. kl. 20.00. SÝNINGUM FER FÆKKANDI M. BUTTERFLY eftir David Henry Hwang Föstud. 24. jan. kl. 20.00. Föstud. 31. jan. kl. 20.00. Fimmtud. 6. febr. kl. 20.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Mlövikud. 22. jan. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 24. jan.kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 25. jan. kl. 20.30. Uppselt. Þrlðjud. 28. jan.kl. 20.30. Uppselt. Fimmtud. 30. jan. kl. 20.30. Uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR Á KÆRU JELENU TIL 9. FEBR. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. ATHUGID AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ERLJÓN eftir Vigdísi Gríms dóttur Frumsýning föstud. 24. jan. kl. 20.30. Uppselt. 2. sýn. sunnud. 26. jan. kl. 20.30. 3. sýn. föstud. 31. jan. kl. 20.30. 4. sýn. laugard. 1. teb. kl. 20.30. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum í síma frá kl. 10 alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjailarinn er opinn öil föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þrírétfuð máltið öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðpantanir í miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.