Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. 25 Lífsstm Afstada Neytendasamtakanna til GATT: ÁrsskýrslaÁTVRfyrir árið 1991: J ákvæð að öllu leyti - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Neytendasamtökin leggja á það áherslu að með GATT-samningun- um er verið að taka fyrsta skrefið í því að gera viðskipti með landbúnað- arvörur, allar reglur þar að lútandi, sanngjarnari og að eðlileg sam- keppni ríki um sölu á þessari vöru á heimsmarkaði," sagöi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtali við DV. „Alþjóðasamtök neytenda lögðu fram kröfu fyrir þó nokkru síðan sem gekk lengra heldur en gert er ráð fyrir í þeim drögum sem nú hggja fyrir. Við teljum aö þama hefði átt að ganga lengra, bæði hvað varðar innanlandsstuðning við tindbúnað og að draga úr útflutningsuppbótum með það að markmiði að hætta þeim alveg. Við teljum samt sem áður að þetta sé jákvætt fyrsta skref sem ver- ið er að stíga. ísland er háð heimsviðskiptum Neytendasamtökin telja fuha ástæðu til þess að minnast á það að GATT-viðræðumar núna snúast ekki einvörðungu um landbúnað, þær snúast um annað og miklu meira. Þama er um að ræða bæði lækkun tolla á vörum sem við flytj- um inn og lækkun á mikilvægum vörutegundum sem við seljum út. Við leggjum áherslu á það að ísland er afar háð heimsviðskiptum, við seljum flest það sem við framleiðum í landinu og flyfjum inn að sama skapi. Þess vegna er það afar brýnt fyrir ísland ef á að tryggja sem best lífskjör hér að heimsmarkaðsvið- skipti almennt séu sem ftjálsust. Það er best að það sé sem minnst af höft- Matvöruverð gæti lækkað um 10-20% með tilkomu GATT-samninganna. um og tohum. Við flytjum inn yfir helming af þeim landbúnaöarvörum sem við neytum og það eru vörur sem við getum ekki framleitt í landinu, ávextir, kaffi, kom og margt fleira. Aðild okkar að GATT á sínum tíma og verulegar tollalækkanir á fjöl- mörgum mikilvægum útflutnings- vörum okkar á mjög mikilvægum mörkuðum skilaði okkur miklum ávinningi. Við megum ekki gleyma því,“ sagði Jóhannes. Engin hætta fyrir hendi „Með þessum drögum nú er verið að opna örlitla rifu á hurð aukinna markaösviðskipta með þessa vöm. Þessi stóra hætta fyrir íslenskan landbúnað, sem hefur verið máluð á vegg, er ekki fyrir hendi að okkar mati. í fyrsta lagi verður, út frá heil- brigðisástæðum, nánast ekkert hrátt kjöt flutt inn til landsins. Ýmis fersk mjólkurvara mun vegna fjarlægðar ekki veröa flutt inn í landið. Hvað er þá eftir? Þaö eru unnar kjötvörar, unnar mjólkurvörur og til viðbótar ferskt grænmeti og afskorin blóm, en tvennt það síðástnefnda hefur verið flutt inn í stórum stíl hingað til. Það verður heimilt með GATT- samningnum að flytja inn með lágum tollum 3% af innanlandsneyslu hverrar vörutegundar. Aht fram yfir það ber vemdartolla og því engin samkeppni í því tilfehi. Það eru reyndar fleiri möguleikar til þess að vernda innlenda framleiðslu. Gætti þýtt 10-20% lækkun vöruverðs Það eru það miklar hömlur að við sjáum enga hættu fyrir innlenda framleiðsluaðila. Hins vegar sjáum Neytendur við fyrir okkur að sú mikla sam- keppni sem mun koma inn um þessa rifu, mun knýja á um að nauðsynleg hagræðing í íslenskum landbúnaði muni ganga hraðar fyrir sig en eha. Norska Neytendaráðið hefur látið reikna út fyrir sig hvaða þýðingu þetta muni hafa fyrir neytendur. Niðurstaðan er sú að þetta muni lækka verð á matvörum að meðaltali um 10-20% í Noregi. Það er margt svipað varðandi landbúnaðarmálin í Noregi og á íslandi og því er full ástæða th þess að ætla að þetta verði einnig að veruleika héma. Því er mín niðurstaða sú að drögin séu íslendingum hagstæð og um leið hafna ég því að þau séu óhagstæð íslenskum landbúnaði. Ef eitthvað er þá opnast möguleikar fyrir hag- kvæman útflutning á íslenskum landbúnaöarvömm,“ sagði Jóhann- esaðlokum. -ÍS Bjómeyslan hefur náð jafnvægi „Tilkoma bjórsins árið 1989 jók hehmikið neyslu mælda í alkóhól- htnun. íslendingar em ef th vhl að jafna sig eftir þetta og nýmælið hefur farið af bjórdrykkjunni," sagöi Hösk- uldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, í samtali við DV. „Bjór er mjög dýr, samanborið við aðra drykki með vínanda. Hann er hlutfahslega dýrari en annað áfengi. Þetta tvennt gerir það að verkum að neyslumunstrið er að þróast aftur í það munstur sem áður tíðkaðist. Að einhverju leyti má ætla að bjór- drykkja frá ÁTVR komi í stað phsn- erdrykkja sem hér vora mikið seldir fyrir tilkomu bjórsins. Phsner er oft rúmlega 2% að styrkleika en hefur aldrei verið mældur með 1 hehdará- fengisneyslu landsmanna. Þess vegna jókst í raun alkóhólneyslan á mann ekki eins mikið og tölur frá ÁTVR sýna. Ég hef trú á því að bjómeysla eigi ekki eftir að dragast mikið saman úr þessu. Sérstaklega ef tekið er tillit th þess að ef verndarskattur, sem er á erlendum bjór, lækkar, en hann er hvorki meira né minna en 72%, era líkur á að bjórneysla gæti jafnvel aukist eitthvað aftur. Bjórdrykkja er náttúrlega aht öðravísi en drykkja á öðrum vínfongum og hann drukkinn við annað thefni. Þess vegna er bjór- inn ahtaf að einhverju leyti viðbót við aðra drykkju. Sömuleiðis tel ég að neysla á íslensku brennivíni eigi eftir að dragast saman enn frekar en nú er. Það á smám saman eftir að verða drykkur sem einungis er drakkinn th hátíðarbrigða. Brennivín er skattlagt miklu minna en aðrir áfengir drykkir. Ég er ekki í nokkram vafa um aö ef brennivínið þyrfti að þola sömu skattlagningu myndi verulega draga úr neyslunni. Sígarettusala hjá ÁTVR eykst hthlega í tonnum tahð á síðasta ári en þó ekki th jafns við mannflöldaaukningu á íslandi á sama tímabih. Þannig varð í raun samdráttur á sölu á sígarettum á mann og er það í samræmi við þróun undanfarinna ára,“ sagði Höskuldur. Neysla á islensku brennivíni hefur dregist saman á undanförnum árum. Frá árinu 1984 hefur orðið sam- dráttur í sölu á sígarettum sem nem- ur hátt í 20%. Svipaða sögu er að segja af sölu á vindlum, reyktóbaki og neftóbaki, þó með þeirri undan- tekningu að sala á neftóbaki jókst hthlega á árinu 1991. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.