Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. 3 Fréttir Samningar Vatnsberans hf. um stórfelldan útflutnlng vatns á lokastigi: Samið um útf lutning á tæpum 20 milljónum lítra á mánuði Vatnsberinn hf. í Hafnarfirði er að ganga frá samningi um sölu á miklu magni vatns til Saudi-Arabíu, Kúvæt og Kanada. Er um aö ræða 15 milljón- ir lítra á mánuði til tveggja fyrr- nefndu landanna og 4,5 milljónir til viðbótar til Kanada. Vatnið verður einungis selt í 1,5 lítra flöskum. Véla- kostur til framleiðslunnar verður keyptur frá Þýskalandi. Það mun kosta um 630 milljónir króna að fullbúa verksmiðjuna vélum. Stefnt er að því að hefja framleiðslu í sept- ember næstkomandi og í allra síðasta lagi 1. desember ef einhverjar tafir verða, að sögn ÞórhaUs Gunnlaugs- sonar framkvæmdastjóra Á síðasta ári gerði Vatnsberinn hf. samning við bandaríska fyrirtækið United Gulf Trading sem er dóttur- fyrirtæki OMNI-fjármálakeðjunnar. Bandaríska fyrirtækið hefur einka- rétt á allri framleiðslu Vatnsberans. Það sér um markaðssetningu, sölu og dreifingu á vatninu. Það hefur náð samningum um sölu í Saudi-Arabíu, Kúvæt og Kanada fyrir hönd Vatns- berans. Hljóðar samningurinn upp á 10 milljónir 1,5 htra flaska á mánuði til Saudi-Arabíu og Kúvæt. Salan til Kanada er enn á tilraunastigi. Er fyrirhugað að senda þangað 3 millj- ónir af 1,5 lítra flöskmn á mánuði til að byrja með. Undirritun í vikunni Samningar þessa efnis verða und- irritaðir fyrir vikulokin ef allt fer sem nú horfir. Þeir eru gerðir til tíu ára með framlengingarétti til ann- arra tíu. Vélar til átöppunar mun Vatnsber- inn kaupa frá Krupp-verksmiðjun- um í Þýskalandi. I vikunni koma hingað til lands menn frá verksmiðj- unum til að undirbúa uppsetningu þeirra. Eru þær væntanlegar hingað til lands í maí. Þær munu kosta sam- tals um 630 milljónir króna þegar allt er komið. Byrjað verður með ein- falda samstæðu en aukið við eftir aðstæðum. Bandaríska fyrirtækið sér um að fjármagna vélakaupin og uppsetn- ingu verksmiðjunnar. Það fær síðan endurgreitt í vatni á næstu tíu árum. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði komin með fulla afkastagetu á miðju ári 1993. Vatnið verður flutt út undir heitinu Aquarius. Miðarnir á flöskurnar verða prentaðir í verksmiðjunni. Endurvinnsluvör- urímikillisókn Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Gúmmívinnslan hf. á Akureyri, sem er endurvinnslufyrirtæki sem vinnur vörur úr endurunnu gúmmíi, sýndi 102% söluaukningu á síðasta ári. Fyrirtækið hefur framleitt vörur úr endurunnu gúmmíi síðan árið 1983 og söluaukning hefur verið jöfn og þétt allan tímann þótt aukningin hafi aldrei verið jafnmikil og á síð- asta ári. Á síðasta ári varð langmest sölu- aukning í millibobbingum sem not- aðir eru á troll en salan á þeim um það bil ijórfaldaðist. Þá framleiðir Gúmmívinnslan utanhússgólfefni sem m.a. er mikið notað á leikvöllum, við sundlaugar og á svölum og sól- pöllum. Þessi framleiðsla gengur undir nafninu „GV-reiturinn“. Af annarri framleiðslu Gúmmí- vinnslunnar má nefna mottur sem notaðar eru í bása í gripahúsum, á vinnustööum og um borð í skipum. - langstærstur hluti þess fer til Saudi-Arabíu Vatnið verður væntanlega tekið úr Kapelluhrauni. Þar verða á næst- unni hafnar boranir og sett upp stöðvarhús á vegum fyrirtækisins. Vatninu verður síðan veitt í lokuðum æðum beint til verksmiðjunnar. Vatnið í Kapelluhrauni er um 1100 ára gamalt. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á því, sýna að það stenst ströngustu kröfur. 35-45 starfsmenn Vatnsberinn hefur tekið á leigu 4500 fermetra húsnæði að Hjalla- hrauni í Hafnarfirði þar sem starf- semin verður til húsa. Að auki fylgir 10.500 fermetra lóð sem verður notuð sem gámasvæði. Er gert ráð fyrir að við verksmiðjuna starfi 35-45 manns. Mötuneyti verður komið upp á staðnum, svo og rúmgóðri aðstöðu fyrir starfsfólkiö. Að sögn Þórhalls standa nú yfir viðræður við íslensku skipafélögin um flutning á vatninu. Er um að ræða flutning á 420 fjörutíu feta gám- um á mánuði. Þórhallur kvaðst ekki vita enn hvort hægt yröi að semja við íslenskt skipafélag um flutning alla leið. „En við leggjum höfuðá- herslu á að hafa öll þau störf í hönd- um íslendinga sem við verður kom- ið,“ sagði hann. -JSS Þórhallur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Vatnsberans hf., fyrir utan húsnæði fyrirtækisins við Hjallahraun 2 í Hafnarfirði. DV-mynd GVA HF ióirút afsláttur af öllum vörum Sértilboð Metró Sértilboð Málarans 25% afsláttur af stökum teppum og dreglum. 30% afsláttur af lituðum blöndunartækjum. 25% afsláttur af sturtuhengjum og baðmottusettum. Ódýr húspögn í barnaherbergið eða sumarbustaðinn. 20% afsláttur af öllum Rowney listmálaravörum. Teppabútar í úrvali. Gerið góð kaup hjá okkur ! /Stma METRÓ HAFNARFIROI í MJODD <®í> G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI Giensásvegi 11 • Reykjavik • Simi 83500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.