Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. Fréttir Verð á lýsi og mjöli hefur heldur lækkað: Aukinn loðnukvóti hef ur áhrif á afurðaverðið - verðið hefur verið 21 þúsund krónur fyrir lýsistonnið en 34 þúsund krónur fyrir mjölið „Verðið hefur verið bærilegt að undanfömu. Eftirspum eftir loðnu- afuröum hefur þó minnkað nokkuð eftir áramótin og því á ég von á því að verðið fari heldur niður á við. Það hefur verið að undanfómu um 360 dollarar, eöa um 21 þúsund krónur fyrir lýsistonnið, en 345 sterlings- pund, eða rúmlega 34 þúsund krón- ur, fyrir tonn af mjöh. Hitt er ljóst að fréttir héðan um aukinn loðnu- kvóta hafa áhrif á verðið til lækkun- ar. Jafnvel þótt okkur takist ekki að veiöa þennan kvóta,“ sagöi Jón Reynir Magnússon, framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í samtali við DV. Jón sagði að afurðaverðið væri nú hærra en það var á síðustu loðnu- vertíð. Þá var lýsistonnið á um 300 dollara og tonnið af mjöli á um 300 sterlingspund. Fyrir nokkrum ámm var mjög miMð um fyrirframsölu á loðnuaf- urðum. Úr henni hefur dregið á allra síðustu ámm, enda loönuveiðarnar gengið skrykkjótt. Jón Reynir sagði að það væri þó alltaf eitthvað um fyrirframsölu. Þannig væri það einnig nú, þótt það væri ekki í sama mæh og á árum áður. Menn færu varlegar enda reyndist mjög erfitt á stundum að standa viö fyrirframsöluna. Þannig hefði þaö Uka verið í haust hjá þeim sem þá höfðu gert fyrirframsamn- inga. -S.dór LaxáíKjós: Stórflutningabíil faukáhliðina Stór flutningabfll með tengi- vagni fauk á hUðina við þjóðveg- inn hjá Laxá í Kjós um klukkan átta í gærkvöldí. Mikið hvass- viðri var á þessum slóðum eins og annars staðar suðvestanlands. í bílnura var þrennt, bílstjóri og vanfær kona ásamt manni sem vom á leið til Reykjavíkur. Sjúkrabifreið frá Ölafsvík kom að staðnum stuttu eftir að óhapp- ið varð. Farþegamir vom teknir upp og fluttir á sjukrahús til Reykjavíkur. Þau mun ekki hafa sakað. FlutningabflUnn lá enn við veg- inn hjá Laxá í morgun. Þá átti að losa úr honum vörur til að hæg- ara yrði að reisa hann viö aftur. -ÓTT Brynjólfur Karlsson, birgöavörður Almannavarna Reykjavíkur við eina kistuna. Almannavamir Reykjavíkur: Gáfu verkfærakistur fyrir 1400 þúsund „Eftir óveðrið í fyrra stóðu björg- unarsveitimar heldur illa að vígi ef annað eins óveður riði yfir landið. Ekki vom næg verkfæri til að takast á við slikar hamfarir. Almannavam- ir Reykjavíkurborgar ákváðu þá að gera eitthvað í málinu. Sveitunum var sendur óskaUsti og reyndum við að uppfyUa hann og gott betur," sagði Brynjólfur Karlsson, birgðavörður Almannavama Reykjavíkur, í sam- taU viö DV. Almannavamir Reykjavíkur hafa gefið Hjálparsveit skáta, Flugbjörg- unarsveitinni, Björgunarsveitinni Ingólfi og lögreglunni í Reykjavík veglegar verfærakistur og álstiga. Fengu björgunarsveitimar þrjú sett af kistum og stigum en lögreglan eitt sett. í hverri kistu er fjöldi verkfæra sem koma aö góðu gagni við hvers kyns hjálparstarf: hamrar, sagir, kúbein, saumur, þykkt plast og margt fleira. Að sögn Brynjólfs er verðmæti hverrar kistu, með stiga, um 140 þús- und krónur. AUs nemur gjöf AI- mannavarna borgarinnar því 1400 þúsundum króna. -hlh Salan á Skipaútgerð ríkisins: Þingmenn óttast skerta þjónustu við litla staði - samgönguráðherra segir enga ástæðu til að óttast það Halldór Blöndal samgönguráð- herra gaf á Alþingi í gær skýrslu um gang mála varðandi söluna á Skip- aútgerð ríkisins. Rakti hann þar samningaviðræður, bæði við Sam- skip og þann hóp manna sem gerði tilraun til stofnunar hlutafélags til að kaupa skipaútgerðina. Hann lauk skýrslunni á að greina frá því að samningar hefðu veriö gerðir við Samskip um þurrleigu og síðan kaup á Esjunni. Einnig að hafnar væm viðræður um hugsanleg kaup Sam- skipa á Heklunni líka. Höfuðástæðuna fyrir því að Skipa- útgeröin er lögð niöur sagði ráðherra vera mikinn taprekstur á skipafélag- inu. Hefði verið gert ráð fyrir að Skipaútgerðin þyrfti að fá 230 millj- óna króna ríkisstyrk fyrir árið 1992. Hann benti einnig á stórbættar sam- göngur á landi. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni. Það sem einkenndi mál- flutning allra landsbyggðarþing- mannanna var óttinn við að þjónusta við smærri byggðarlög út um land yrði stórlega skert eða aflögð með öllu með þvi aö færa Samskipum þessa flutninga að hluta. Einnig bentu þingmenn á aö nauð- synlegt væri að tryggja með ein- hverjum hætti atvinnu starfsmanna Skipaútgerðarinnar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagðist ekki óttast að Samskip þjónustaði ekki þá staði sem Skipaút- gerðin hefði gert. Hann benti á að Skipaútgerðin hefði ekki komið við á öllum höfnum út á landi. Þá sagð- ist hann hafa lagt mikla áherslu á það í samningum við Samskip að starfsfólk Skipaútgerðarinnar hefði forgang að vinnu þegar og ef Sam- skip fjölga starfsmönnum vegna þessarar auknu þjónústu. -S.dór Launakostnaður skorinn niður á Ríkisspítulunum: Læknum bannað að vinna utan vakta - yfirvinnutLmar umfram 20 á mánuði ekki greiddir Stjórnendur Rikisspítalanna hafa nú í undirbúningi harkalegar að- gerðir til að draga úr launakostnaði. Með aðgerðunum er ætlunin að skera launakostnaðinn niöur um þau 6,7 prósent sem fjármálaráðherra hefur gert öllum ríkisstofnunum að spara. Tilkynning um þetta hefur nú veriö send öllum yfirmönnum spítal- ans. Meðal þeirra aðgerða sem nú eru í undirbúningi er að banna ailar ráðningar í störf sem losna án þess að til komi sérstakt samþykki for- stjóra, framkvæmdastjóra eða starfs- mannastjóra stofnunarinnar. Ráðn- ingarsamningar, sem gerðir verða án þess að samþykki hggi fyrir, verða gerðir ógildir og endursendir til hlut- aðeigandi stofnana og deilda Rikissp- ítalanna. Auk þessa er ætlunin að banna alla yfirvinnu hjá fólki í hlutavinnu nema í undantekningartilvikum. Yf- irvinna lækna utan vakta verður heldur ekki heimiluð nema sérstak- lega standi á. Þá er markmiðið að setja þak á yfirvinnu allra starfs- manna. Yfirvinna umfram 10 tíma á hálfs mánaðar fresti verður ekki greidd nema fullnægjandi skýringar fylgi vinnuskýrslu er meðal þess sem segir í tilkynningu stjórnenda Rík- isspítalanna. -kaa Lágmarksaðhlynning íyrirskipuð á öldrunarlækningadeild: Sjúklingar ekki þvegn- ir né teknir úr rúmi - verið að tala um bnnguþvott, segir hjúkrunarforstjórinn „Vegna spamaöar Borgarspítala er bannað að kalla út extravaktir vegna veikinda. í þeim tilfellum skal skerða þjónustu til sjúkhnga, til dæmis sleppa aö taka fram úr rúmi, veita lágmarksþvott og að öllu leyti lágmarksaðhlynningu," segir í tíl- kynningu til starfsfólks á öldnmar- deild B 5 á Borgarspítalanum. Tfl- kynning þessi hangir þar uppi og er undirrituð af yfirmönnum deildar- innar. Á sjúkralækningadeild B 5 eru rúm fyrir 27 sjúklinga. Um er aö ræða mjög sjúkt aldrað fólk sem þarf mikla aðhlynningu. Umrædd tilkynning hefur nú veriö tekin niður. Að sögn Sigríðar Snæbjömsdóttur hjúkrunarforsfjóra var þessi til- kynning hengd upp um síðustu helgi af defldarstjórunum í góðri trú enda séu fyrirhugaðar miklar aðhalds- og sparnaöaraögerðir. Þær aðgerðir segir hún þó að minnstum hluta koma til með að bitna á öldmðum sjúklingum spítalans. Á umræddri deild hafi nokkuð kveðið að ónauð- synlegri yfirvinnu og við því hafi deildarstjóramir í raun verið að sporna. „Ég skal viðurkenna að þessi texti er klaufalegur. Máliö er sjúkhngarn- ir era þvegnir á hverjum degi en þama er kannski verið að tala um að minnka bringuþvott og eitthvað svoleiðis. Það er leiðinlegt að þessi texti skuh hafa farið upp á vegg. En aö sama skapi á ekki að þurfa að minna fuhorðið fólk á að það á ekki að kaha út aukavaktir þegar vel er mannað." -kaa Sauðárkrókur: Loðdýrabændur fá áfram fóður frá frystihúsinu Þórhallur Asmundssofn, DV, Sauöárkróki: Hraðfrystíhúsiö Skjöldur hér á Sauðárkróki mun í ár halda áfram rekstri fóðurstöðvarinnar sem áöur hét Melrakki. 18 loðdýrabændur á sölusvæði stöðvarinnar ættu þvi að vera tryggir með fóður þetta árið. Loðdýrabúin era langflest í Skaga- firöi, aðeins tvö eftir í Húnaþingi. { samningi Stofnlánadeildar og Skjaldar vora ákvæði um að aðilar gætu sagt honum upp með tveggja mánaöa fyrirvara áður en hann rynni út um síðustu áramót. Yrði það ekki gert framlengdist hann sjálfkrafa um ár. Skjöldur tók við rekstri fóðurstöðvarinnar í byijun síðasta árs. „Ég held að þetta eigi að sleppa, enda höfum við reynt að halda kostnaði eins mikið niðri og mögu- legt er. Okkur hefur tekist að fá hráefnið hér heima; fiskmetið, beinin og lýsiö. Kaupfélagið hjálp- aði okkur með það sem upp á hefur vantað eins og lofað var er við tók- um við rekstrinum á sínum tíma,“ sagði Ami Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Skjaldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.