Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin Lesendur Hvaða íslendingur er í uppáhaldi hjá þér? Steindór Guðnason vélvirki: Enginn sérstakur. Sigríður Hjartardóttir líffr.: 5 ára gamall sonur minn. Ólafur Magnússon bifreiðarstj.: Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Sólveig Magnúsdóttir húsm.: Ragn- heiður Runólfsdóttir stmdkona. Garðar Guðgeirsson tónlistarm.: Hilmar Öm Hilmarsson galdra- og tónlistarmaður. Ásmundur örnólfssson nemi: Berg- þór Hávarsson skútukarl. Ekki fleiri olíu- farma frá Noregi Konráð Friðfinnsson skrifar: Þær fregnir bámst á dögunum að fyrsti olíufarmurinn frá Noregi væri væntanlegur hingað til lands innan skamms. - Þegar þetta er skrifað er hann kominn tíl landsins. Ég staidr- aði við þessa frétt og komst að þeirri niðurstöðu með sjálfum mér að óráð- legt væri fyrir okkur íslendinga að standa í svona viðskiptum við vini vora, Norðmenn. í fyrsta lagi vegna þess að vitað er aö „Norsarar" ríkisstyrkja margar helstu útflutningsgreinar sínar afar mikið, þ.á m. sjávarútveginn. í öðru lagi vegna þess að lengi hafa hérlend- ir fiskframleiðendur haft norska frændur okkar grunaða um aö und- irbjóða íslensku framleiðsluna á hin- um erlendu mörkuðum, t.d. á salt- fisksölusvæðunum. Og þótt ekki sé nema af þessum sökum hlýtur það að vera einkar hæpiirn „bisness“ að eiga áðumefnd kaup við þessa menn, því hlutí olíugróðans fer einmitt í þessar niðurgreiðslur, er hér er vikið að. - Ég tel að við séum fyrst og fremst að koma aftan að sjálfum okk- ur með slíkum viðskiptaháttum. Fyr- ir þær sakir hafna ég þeim alfarið og legg til að þessum kaupum verði hætt nú þegar. Landsbankinn hafnaði hinni um- deildu kröfu Síldarútvegsnefndar að lána Rússum allt aö 800 millj. króna. Hefði þaö ekki oröið sterkur leikur fyrir íslensk stómvöld að fara út í vöruskiptí við þessa fyrrum bolsa- þjóð, og fá olíu fyrir saltaða síld í Norska olían er komin. - Bréfritari telur óráðlegt að hafna viðskiptum við Rússa. tunnum, og slá þannig tvær flugur í sama högginu? - Og tryggja okkur áframhaldandi markað þar eystra sem er sá stærstí sinnar tegundar. Allavega gætum við verið nokkuð öruggir með að hljóta hinn dýrmæta og eldfima vökva sem nauðsynlegur er og það á hagkvæmasta verði sem hingað til. Ég skora á stjómvöld að kíkja nú á þetta mál en flana ekki að neinu. ASI-forustan breytir um hlutverk: Sfldarsöluspekúlantar kveðja sér hljóðs Björn Björnsson skrifar: Sérkennilegt mál hefur verið í sviösljósinu síðustu daga. Hin um- deilda beiðni Síldarútvegsnefndar til Landsbanka íslands um að hann lán- aði 14 milljónir dollara til þess að tryggja, þótt ekki væri nema helming síldarviðskipta við Rússa á þessu ári. Eftir að Landsbankinn hafnaði þessari beiðni að undangengnu sam- ráði og aövöran basði frá Seðlabank- anum og ríkisstjóminni sjálfri, hefur orðið uppi fótur ogfithjá hagsmuna- aðilum. - Ekki er óeðlilegt að síldar- saltendur vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð en synjun Landsbankans er byggð á eðlilegu matí hans gagnvart hinum rússnesku aðilum sem svo alls ekki hafa beðið um neina fyrir- greiðslu frá íslenskum bönkum. Nú era ýmsir aðilar, svo sem al- þingismenn, verkalýðsrekendur og aðrir „smáskammtatæknar“ famir að láta í sér heyra vegna synjunar á lánveitingunni til Rússa og hve.tja til að allt verði endurskoðað að nýju. - Og nú síðast sendir miðstjórn Al- þýðusambands íslands frá sér sér- staklega ályktun þar sem skorað er á ríkisstjómina að gera tafarlausar ráöstafanir svo hægt sé að koma á viðskiptum með saltsíld við Rússa. Þetta er þeim mun einkennilegra að maður hélt að ASÍ hefði nóg á sinni könnu þessa dagana varðandi kom- andi kjarasamninga þótt ekki bætt- ust við vandamál síldarsaltenda! Það er líka eins og ASÍ miðstjómin hafi ekkert fylgst með umræðunum um afgreiðslu Landsbankans á beiðni Síldarútvegsnefndar um lán til Rússa. Hvemig getur ASÍ t.d. hvatt ríkisstjórnina til að þrýsta á lánveitingu vegna kaupa á saltsíld, þegar enginn lántakandi er fyrir hendi? Svar bankans í Rússlandi sem hefur með að gera utanríkisviðskipti era þau að hann sé ekki tilbúinn aö tala við neina fulltrúa íslenskra banka vegna síldarviðskipta. - Auk þess sem bankamenn hérlendis telja að umrædd viðskiptí getí orðið mjög áhættusöm fyrir okkur eins og nú er ástatt í Rússlandi. Hvers vegna leggur ASÍ svo mikið kapp á að koma viðskiptum á milli íslands og hins fjárvana Rússlands? - Veit miðstjóm ASÍ hvaða ábyrgð íslenskir síldarútflytjendur bjóða bönkunum vegna væntanlegrar lán- töku? Heldur ASí forastan að greiðslustaða fyrirtækja í síldarsölt- un muni batna eftír að Landsbank- inn lánar Rússum 14 milljónir doll- ara? Eða þá greiðslustaða Lands- bankans? - Að skjólstæðingar ASÍ, launþegar í landi, verði betur tryggð- ir fyrir launagreiðslum frá síldar- saltendum sem þurfa svo aftur að fá fyrirgreiðslu í Landsbankanum... ? - Er miðstjóm ASÍ kannski að kveðja sér hljóös sem síldarsöluspekúlant? Fasteignagjöld með raðgreiðslum Siguijón Jónsson skrifar: Það hefur löngum þótt halla á Kópavogsbúa þegar sam- anburður er gerður á stjórnun Reykjavíkurborgar ann- ars vegar og Kópavogsbæjar hins vegar. - Nú er þó svo komið að við Reykvíkingar þurfum að horfa upp á Kópa- vogsbúa slá okkur við með greiðslu fasteignagjalda en þeir geta greitt þau með allt að 10 mánaða raðgreiðslum í gegnum kortafyrirtækin. Það er nú einu sinni þannig að fyrstu fimm mánuðir ársins eru þeir erfiöustu hjá almenningi og spila þar að sjálfsögðu inn í jólin og áramótin sem ætíð taka stóran toll af greiðslugetu fólks. Mér finnst þetta fordæmi Kópavogsbæjar til sóma og sýna að þeim er innheimta er annt um að hjálpa fólki ef það á í erfiðleikum með að greiða gjöldin á innan við fimm mánuðum en það era tímamörkin sem borgarbúum í Reykjavík er skylt að ganga frá greiðslum fasteigna- gjalda - annars fá þeir - já, takið nú eftir - hraðsent bréf sem ekið er út með leigubílum, til að tilkynna, að ef greiðsla berist ekki innan fárra daga, þá séu dagar þeirra sem íbúðareigenda taldir því íbúðin fari á uppboð til lúkningar greiðslu skuldarinnar. Ég skora á borgarstjóra og borgaryfirvöld að taka á ' — '— ... | ri 1 wls nn. a 7 B.U1J x ST*now 1 3.013 0.485 x| 439,9 449 AlOGD GJÖLD: wrniwma | .ö| .« j •*“'**• 42.408 2.217 16.026 11-367 6.000 78.018 GJALDOAOAR: 5.809 5.801 *7 •801 5.801 *7.8U1 7.809 '7.801 5-301 f" — | 5.301 5.801 5.801 VINSAHLLCaSI ATHUGIU | CJALticNOuR SEM CREIUA CJULOIN A0 FULLU FYRIR 25. JANOAR FA 10X AFSLATT. MUNID CREIOSLUKOKTAPJÓNJSTUNA (80DCREI0SLUR)• HAFID SAMDANO FYRIR 15. JAN. „Þeir geta greitt göldin með allt að 10 mánaða rað- greiðslum. þessu máli því þarna er um hagsmunamál borgarbúa að ræða. Það vita allir að erfiðleikar era meiri nú en alla jafna hjá fjölskyldum og einstaklingum og því ættí borg- in að sýna þá sjálfsögðu þjónustu að bjóða þeim sem þess þurfa að nota raðgreiðslur. Ég er sannarlega einn þeirra. - Meðfylgjandi er seðill frá Kópavogskaupstað og þar sést dreifing fasteignagjalda til 10 mánaða og er síð- asta greiðsla þann 1. október nk. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992. DV Niöursoðnar rækjur: K. Jónsson & Co svararbréfi Þórdís Pálsdóttir skrifar: Okkur hjá K. Jónsson & Co þótti leitt að heyra af slæmri reynslu Guðmundar af niður- soðnu rækjunni okkar. Fyrstu ff éttir af reynslu hans fengum við með bréftnu í DV og hafði ekkert verið leitað skýringa hjá okkur. - Greinilegt er af bréfinu að Guð- mundur er að bera saman frosna rækju og niðursoðna sem eru ekki sambærilegar vörutegundir. Því miður brotnar rækja að em- hverju leyti niður við suðu og í leginum er hún viðkvæm fyrir hnjaski. Dósir þær sem Guð- mundur fékk sendar hafa að öll- um likindum orðið fyrir tölu- verðu hnjaski og rækjan þvi brotnað enn frekar niður. K. Jónsson & Co hefur í árarað- ir framleitt niðursoðna rækju tyrir kröfuharða neytendur, jafnt erlendis sem hér á landi. Við höf- um lagt okkur frarn við að bjóða upp á gæðaframleiðslu og höfum ekki orðiö fyrir viðlíka gagnrýni fyrr. - Við munum hafa samband við Guömund og leitast við að leysa þetta mál. FlefiiskiHin Runólfur hringdi: Á Stöð 2 var því slegið upp í fréttum fyrir nokkru að hin nýju auglýsingaskilti, sem hér hafa hlotíð nafnið flettiskilti, væru all- mikill þyrnir í augum einhverra. Flest er sér til matar fundið í sjón- varpsfréttum hér á landi! Eru íslendingar eitthvað öðru- vísi héma heima en þegar þeir eru erlendis? Ekkert virðist hamla dvöl þeirra þar innan um öll flettískiltin og ljósaauglýsing- amar. Leigja jafnvel bíla og aka sjálfir eins og ekkert sé. Eigum við nú ekki að fara að láta af þess- um afdalahætti eða þykjast meiri menn en aðrir? Flettistolti og auglýsingar tilheyra þéttbýli, verslun og viöskiptum. Árekstrar eöa umferðarslys orsakast ekki af þessum nútíma tæknibrellum. Skandia ísland Hjörleifur Jónsson hringdi: Helmingur allra tryggingavið- skipta hér á landi er tryggingar vegna bifreiöa. í byrjun hvers árs tilkynna tryggingafélögin hækk- un iðgjalda svo tugum prósenta skiptir. - Nú bregður svo við að öll tryggingafélögin boða breytt iðgjöld eftir aö Skandia ísland til- kynnti um tilboð sitt - Er þetta ekki dæmigert um viöskipti á ís- landi? En þökk sé Skandia fyrir Bíleigandi skrifar: Ég hef farið á nokkrar bensín- sölur og ætlað aö kaupa stök gúmmíþurrkublöð og skipta um án þess að kaupa allan arminn. En ég fæ þetta ekki þar sem ég hef leitað. Mér er hins vegar boð- inn allur armurinn á milli 500 og ÖOOkrónur. Svonaviðskiptahætt- ir eru mikil afturfór, hvaða skýr- ing sem manni er gefin. - Og ég tek fram að útskýringarnar vant- ar ekto. M.F. hringdi: Mér finnst illa staðiö að málum íslenskra strandaglópa á Kanarí- eyjum þessa dagana. Eru þetta ekki íslendingar í nauðum? Hvað gerum við þegar fréttist af skip- brotsmönnum? Reynum aö bjarga þeim. Á ekto það sama við um þetta fólk? Mér finnst að eng- ar vöflur hefði átt að hafa og til- kynna þessu fólki aö þaö gæti verið óhrætt og komið heim eins og til stóö. Til þess er trygging sú sem sett var i samgönguráðu- neytinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.